Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stærsti hluti viðbótarútgjalda til heilbrigðiskerfísins skv. tillögum meirihluta fjárlaganefndar Skilyrði að rekstur verði innan heimilda MEIRIHLUTI fjárlaganefndar leggur til í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs að til viðbótar hækkuðu framlagi til heil- brigðisstofnana í fjáraukalögum yf- irstandandi árs verði ráðstafað 2,1 milljarði kr. til viðbótar á næsta ári. Lagt er til að veitt verði 1.444 millj. kr. hækkun á framlögum til sjúkra- húsa, heilsugæslustöðva og samrek- inna heilbrigðisstofnana sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið í kjölfar endurmats á rekstrarkostnaði. „Sú hækkun á fjárveitingu sem hér er lögð til gerir stjórnendum kleift að samræma rekstrarkostnað við fjárheimildir ársins 2000. Fram- lagið er veitt með því skilyrði að stjómendur stofnananna geri samn- ing við heilbrigðisráðuneyti um að rekstur þeirra verði innan fjárheim- ilda árið 2000 og ákvæði í samningi verði í samræmi við það sem fram kemur um skipan þessara mála í inngangi. Að öðrum kosti er gert ráð fyrir að fjárveitingin verði felld nið- ur með fjáraukalögum ársins 2000,“ segir í nefndaráliti meirihluta fjár- laganefndar. 675 milljónir til Ríkisspítala Stærstu framlög sem meirihlut- inn leggur til á fjárlögum næsta árs, skipt eftir stofnunum, eru 675 millj. kr. til Ríkispítalanna, 210 millj. kr. til Sjúkrahúss Reykjavíkur, 66 millj. til Heilbrigðisstofnunar Austur- lands, 60 millj. til heilsugæslu í Reykjavík, 56 millj. til Heilbrigðis- stofnunarinnar á Suðurnesjum, 55 millj. til Heilbrigðisstofnunarinnar á Akranesi, 55 millj. til Fjórðung- ssjúkrahússins á Akureyri og 53 millj. til Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Lögð er til 134 millj. kr. hækkun á framlögum til hjúkrunar- heimila og daggjaldastofnana, hæsta viðbótarframlagið er til Sól- vangs í Hafnarfirði 27 millj. og 24,8 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jón Kristjánsson (t.h.) mælti fyrir tillögum meirihluta fjárlaganefndar. Með honum á myndinni er Gunnar I. Birgisson. ALÞINGI millj. til Höfða á Akranesi. Gerð er tillaga um 37 millj. kr. til ýmissa sjálfseignarstofnana. Þá eru fram- lög til ýmissa viðfangsefna í heil- brigðismálum aukin um 57 millj- arða, þar af er lögð til 32 millj. kr. hækkun fjárveitingar til leitarstöðv- ar Krabbameinsfélagsins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig m.a. til 76 millj. kr. hækkun á fjárlagaliðnum bætur skv. lögum um félagslega aðstoð. 140 millj. kr. hækkun fjárveitinga til Alþingis Stjómarmeirihlutinn í fjárlaga- nefnd gerir tillögu um um tæplega 140 milljóna kr. hækkun fjárveitinga á fjárveiting- um til Alþingis í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs. Þar af er gerð tillaga um tímabundið 113 millj. kr. framlag vegna fasteigna, sem á aðallega að ráðstafa til breyt- inga á innréttingum í húsnæði sem þingið hefur tekið á leigu á 2. hæð Austurstrætis. Einnig er lögð til 6 millj. kr. hækkun vegna aksturs, flugferða og símakostnaðar þing- manna og 8 millj. kr. til alþjóðasam- starfs. Þá er lagt til 60 millj. kr. við- bótarframlag vegna ýmissa framkvæmda við nýbyggingu á Al- þingisreit. Lagt er til í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að fram- lag til Háskóla íslands hækki um 109 milljónir kr. og framlög til Há- skólans á Akureyri hækki um 30 millj. kr. Gerir meirihluti fjárlaga- nefndareinnig tillögu um rúmlega 138 millj. kr. hækkun á fjárveiting- um til háskóla- og rannsóknarstarf- semi. Þá er lagt til að fjárveiting til jöfnunar námskostnaðar verði aukin um 76,7 millj. kr. Gerðar eru tillögur um ýmsar breytingar á útgjöldum til framhaldsskóla sem fela í sér samtals 80 millj. kr. hækkun á fram- lögum til skólanna. Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig til að niðurgreiðslur á rafhit- un hækki um 160 millj. kr. á næsta ári. Er það áfangi í framkvæmd stefnu í byggðamálum sem sam- þykkt var fyrir árin 1999-2001, að því er segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. 239 m.kr. hækkun framlaga til Vegagerðarinnar Samtals gerir meirihluti fjárlaga- nefndar tillögu um 239 millj. kr. hækkun framlaga til Vegagerðar- innar. Er m.a. lagt til að fjárveiting- ar til nýframkvæmda hækki alls um 88 millj. kr. Meirihlutinn í fjárlaganefnd gerir einnig ýmsar tillögur um aukin framlög í baráttunni gegn ííkniefna- vandanum og nemur útgjaldaaukn- ingin til þessara verkefna samtals 400 milljónum króna á fjáraukalög- um fyrir yfirstandandi ár og fjárlög- um fyrir næsta ár. Farið er fram á tímabundið 22 millj. kr. framlag til Vesturfaraset- ursins á Hofsósi en skv. samningi forsætisráðuneytisins og Vestur- farasetursins mun ríkissjóður leggja setrinu til 12 millj. kr. á ári í fimm ár. einnig er farið fram á 22 millj. kr. tímabundið framlag á næsta ári vegna ófyrirséðs kostnað- ar landafundanefndar. Lagt er tfl að framlög til viðhalds og stofnkostnaðar menningarstofn- ana hækki um 18 millj. kr. frá fjár- lagafrumvarpinu. Lagt er tfl að veitt verði 10 millj. kr. tímabundið fram- lag til uppbyggingar safnahúss í Búðardal og gerð er tillaga um 5 millj. kr. tímabundið framlag til Hestamiðstöðvar Islands sem fyrir- hugað er að komið verði á fót í Skagafirði. Einnig leggur meirihlutinn til 25 millj. kr. framlagi verði veitt til átaks í hrossarækt. „Um er að ræða tvö verkefni. annað er átaksverkefni á vegum Félags hrossabænda, Landssambands hestamannafélaga, Félags tamningamanna og Bænda- samtaka Islands. Gert er ráð fyrir að landbúnaðarráðuneytið leggi 15 m. kr. á ári næstu fimm ár til þessa samstarfs, samtals 75 m. kr. Hitt átaksverkefnið er um gæðastefnu, ræktun, tamningu, þjálfun, kynn- ingu og notkun íslenska hestsins. Gert er ráð fyrir 10 m.kr. árlegu framlagi til þess verkefnis næstu fimm ár, samtals 50 m.kr.,“ segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaga- nefndar. Vopnaleitargjald hækkað úr 90 í 125 kr. á hvern farþega Samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar hækka framlög til sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli um 57 millj. kr. Þar af fara 11,8 millj. kr. til að efla toll- gæslu og fíkniefnavarnir með því að ráða þrjá tollverði. í öðru lagi er lögð til 21 millj. kr. viðbótarfjárveit- ing til að koma til móts við vanda embættisins vegna aukinnar um- ferðar um Keflavíkurflugvöll, sem kallar á aukna tollgæslu og öryggis- eftirlit. „Þessu hefur m.a. verið mætt með ráðningu tveggja nýrra starfsmanna, mikilli fjölgun afleys- ingafólks á álagstímum og með mik- flli yfirvinnu. Fyrirhugað er að þessi útgjaldaaukning, að fjárhæð 21 m.kr., verði að fullu fjármögnuð með hækkun vopnaleitargjalds úr 90 kr. í 125 kr. á hvern fullorðinn farþega sem fer frá íslandi," segir í áliti meirihlutans. Jafnframt þessu er 21 millj. kr. fjárveiting ætluð til að ráða tíu lögreglumenn hjá ríkislögregl- ustjóra til að efla landamæraeftirlit í tengslum við skuldbindingar ís- lands í Sehengen-samningnum. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaffanefndar, við aðra umræðu um fiárlagafrumvarpið Bæta þarf afkomu ríkis- sjóðs verulega milli ára „ÞAÐ hlýtur að verða verkefni ríkis- fjármálanna á næstu árum að koma í veg fyrir að rekstur hins opinbera haldi áfram að bólgna út ár frá ári,“ sagði Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, í framsöguræðu sinni með breytingartfllögum rneiri- hluta nefndarinnar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Jón sagði að skoða verði ríkisrekstur- inn með gagnrýnum hætti með tilliti til aukinna útgjalda. Kom fram í máli hans að á árinu 1999 er áætlað að tekjur rfldssjóðs aukist um allt að 10 milljörðum króna vegna aukinnar veltu í samfélaginu, hærri launatekna og hækkunar á óbeinum sköttum. Jón sagði miklu skipta að reka rík- issjóð með verulegum afgangi við nú- verandi aðstæður. Dæmigerð hætt- umerki væru komin fram um að góðærið gæti senn farið úr böndum ef ekki er gripið í taumana. Oruggasta leiðin að því markmiði að auka að- haldið í efnahagslífinu væri þéttara taumhald í ríkisfjármálum og því þvrfti að bæta afkomu rikissjóðs vei-ulega milli áranna 1999 og 2000. 3.639 millj. viðbdtarútgjöld Meiri hluti fjárlaganefndar gerir samanlagt tillögur um 3.639 milljóna kr. aukin framlög í breyt'ingartillög- um við fjárlagafrumvarpið Þar af eru 2,1 milljarður kr. viðbótarframlög til að leysa fjárhagsvanda heilbrigðis- stofnana en auk þess eru útgjalda- frekustu tillögumar um aukin fram- lög til byggðamála og til baráttunnar gegn ííkniefnaneyslu. í upphaflegu fjárlagafrumvarpi var áætlaður tekjuafgangur rfldssjóðs á næsta ári 15 mflljarðar króna. Jón vék sérstaklega að fjái-hags- vanda heilbrigðisstofnana og þeim aðgerðum sem ákveðið hefur verið að grípa til í framsöguræðu sinni. Vitn- aði hann í nýja úttekt Rfldsendur- skoðunar og orsakir fjárhagsvand- ans, sem mætti að verulegu leyti rekja til afleiðinga kjarasamninga og svonefnda aðlögunarsamninga sem gerðir hafa verið. „Það virðist Ijóst að framkvæmd kjarasamninga hefur farið á annan veg en stjómvöld hugðu. Stjómendur margra stofnana virðast hafa staðið ráðþrota gagnvart skipulögðum aðgerðum og hópupp- sögnum viðsemjenda sinna. Þá hratt samanburður á kjörum og samning- um milli stofnana af stað skriðu sem m.a. leiddi til þess að áður gerðir samningar vom teknir upp og samið um meiri launahækkanir en áður. Að því er virðist gerðu stjómendur margra stofnana sér ekki grein fyrir því hvaða launahækkanir fólust í reynd í þeim samningum sem þeir gerðu og skrifuðu undir,“ sagði Jón. Hann sagði einnig að engan veginn væri viðunandi að ár eftir ár sé komið til Alþingis og óskað eftir auknum fjárveitingum umfram fjárlög. Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar sem sæti á í fjárlaganefnd, mælti fyrir nefndarál- iti minnihluta fjárlaganefndar. Full- trúar minnihlutans gagnrýna fyrir- liggjandi fjárlagafmmvarp og fjáraukalagafrumvarp harðlega, sem þeir segja að feli í sér stóraukin út- gjöld og séu beinlínis þensluhvetj- andi. Stóraukin og þenslu- hvetjandi útgjöld „Breytingartillögur meiri hlutans nema nú 3,6 milljörðum kr. Að öllu óbreyttu verður tekjuafgangur ríkis- sjóðs því 11,4 milljarðar kr. Seðla- bankinn telur hins vegar að tekjuaf- gangur fmmvarpsins, 15 milljarðar kr., feli ekki í sér nægjanlegt viðbótaraðhald,“ segir í áliti minni- hlutans. Þá er bent á að alls hafi verið veittir 7,3 milljarðar til viðbótar í heilbrigðiskerfið ef framvarp til fjáraukalaga sé talið með og miðað við árið 1998 hafi fjárveitingar til þessa málaflokks hækkað um 11,1 milljarð kr. eðaum 17,8%. Einar sagði að hagstjóm ríkis- stjórnai-innar hefði bmgðist. Með fyrirliggjandi framvarpi og breyting- artillögum væm útgjöld ríkissjóðs aukin um rúma 12 milljarða kr. Ljóst væri að fjármálastjórn margra stofn- ana og eftirlit með þeim væri í ólestri. Þá sagði Einar m.a. að Ijóst væri að hlutfallslega ykjust útgjöld forsætis- ráðuneytisins mest eða um rúmlega 12% og í öðm sæti kæmi utanrflds- ráðuneytið með rúmlega 10% aukn- ingu útgjalda. „Hér fara oddvitai' stjómarflokkanna fram með fordæmi sem væntanlega aðrir hæstvirtir ráð- herrar taka eftir og fylgja í kjölfarið," sagði hann. Gagnrýni á útgjöld þingsins Við aðra umræðu um framvarp til fjárlaga gagnrýndi Pétur H. Blöndal, þingmaðul• Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjáiveitingai- til reksturs Alþingis og kostnað við áformaðar úrbætur í húsnæðismálum þingsins. Hann gagnrýndi einnig að fjárlaga- nefnd hefði ekki skorið niður einn einasta lið fjárlagafmmvarpsins og sagði ennfremur að við afgreiðslu fjárlaga væri þinginu ætlað að eltast við ýmis framkvæmdaatriði. Pétur taldi framvarpið til marks um niður- lægingu löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Þingmaðurinn sagði að í fjárlaga- framvarpinu hefðu 1.213 milljónir króna verið ætlaðar til reksturs AI- þingis en með áliti meirihluta fjárlaganefndar væri sú fjárhæð hækkuð um 139,5 milljónir króna. Rekstui-inn kosti því samtals um 1.350 milljónir, eða um 20 milljónir króna á hvern þingmann. Hann gagn- rýndi sérstaklega áform um 98 m.kr. útgjöld við endurbætur á húsnæði í Austurstræti, sem Alþingi hefur tek- ið á leigu. Einnig nefndi hann að uppi væra áform um að byggja skála við hliðina á Alþingishúsinu sem muni kosta 400 milljónir, „og er þó ekki nema einn matsalur. Það er fullt af matsölum hér í kring, það væri hægt að gera samning við þá fyrir vextina af þessari upphæð, og fyrir vextina gætu allir alþingismenn eflaust borð- að ókeypis. Ég legg til að hætt verði við þetta ævintýri, sem verður byij- unin á miklu stærra ævintýri, sem ég hef heyrt að muni kosta nálægt 5.000 milljónir króna,“ sagði Pétur. Pétur gagnrýndi ýmsar áformaðar fjárveitingar og einnig það að í fram- varpinu væri verið að eyða tíma Al- þingis í hluti eins og framlög til að kaupa og þjálfa fíkniefnahund, 300 þúsund ki-óna framlag til undirbún- ings ráðstefnu, og 3 m.kr. til að kanna kræklingaeldi og fleira. „Mér finnst óeðlilegt að Alþingi sé að vinna í framkvæmdaratriðum. Alþingi á að sjá um löggjafarvaldið, sem það gerir ekki í dag,“ sagði hann. Flest lög sem Alþingi samþykki væru ekki samin þar heldur í Brussel eða hjá hags- munaaðilum og ráðuneytum. „Hátt- virtir þingmenn stunda ekki lög- gjafarstarf, þeir stunda það að fara yfir lög en semja þau ekki sjálfir. Ég vildi sjá að Alþingi semdi lög og stæði ekki í framkvæmdum. Við skulum láta framkvæmdavaldið um fram- kvæmdaratriðin og snúa okkur að löggjafarstarfi." Hann sagði að það yrði til þess falið að skerpa ábyrgð í þjóðfélaginu að Alþingi snúi sér að löggjafarstarfi og hafi eftirlit með framkvæmdavaldinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.