Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 83

Morgunblaðið - 11.12.1999, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 83 - 4 YOU Sty le, Akureyri Töff, Keflavík Nína, Akranesi Sentrum, Egilsstöðum Baron, Selfossi Flamingo, V e s t m a n n a e y j u m aga Klass leikur fyrir dansi fiákl 22.00 fkvöld i Sönovarar. í Sigrúu Eva írmannsdóttir ; og Reynir Guðmundsson Radisson S4S SAGA HOTEL REYKJAVÍK HAGATORGI FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir myndina Einfalda ráðagerð eða A Simple Plan eftir Sam Raimi með Billy Bob Thornton, Bill Paxton og Bridget Fonda í aðalhlutverkum. Ráðagerð út um þúfur Billy Bob Thornton leikur Jakob sem vill halda í fundinn fjársjóð með óheillavænlegum afleiðingum. Bill Paxton mundar byssuna í Einfaldri ráðagerð. Paxton og Bridget Fonda í aðalhlut- verkum. Raimi hóf feril sinn í kvikmyndun- um með hryllingsmyndum. Hann varð fertugur í haust en var ekki orð- inn tuttugu og fimm ára þegar hann önglaði saman fé til þess að gera myndina „The Evil Dead“, hroll- vekju sem vakti mikla athygli á kvik- myndahátíðinni í Cannes árið 1983. Hann fylgdi henni síðar eftir með framhaldinu „The Evil Dead II“. Forstjórarnir í Hollywood fengu áhuga á drengnum og hans fyrsta verkefni í draumaverksmiðjunni var að gera hryllingsmyndina „Dark- man“ með Liam Neeson í titilhlut- verkinu. Hann lék vísindamann sem Bridget, Fonda og Bill Paxton í hlutverkum sínum í Einfaldri ráðagerð. verður fyrir árás og afmyndast í and- liti en svo heppilega vill til að rann- sóknarverkefni hans eru bráðsnið- ugar húðgræðingar. Myndin varð vinsæl og nokkru síðar var Raimi farinn að leikstýra Sharon Stone í vestranum „The Quick and the Dead“. Síðasta mynd sem hann gerði (á eftir Einfaldri ráðagerð) var hafnaboltamynd með Kevin Costner og er hann því kominn langan veg frá því að gera hrollvekjur. Billy Bob Thomton er leikstjóri og leikari. Hann hafði verið í myndum á borð við „One False Move“ og „Dead Man“ þegar hann tók upp á því að gera sjálfur sína eigin bíómynd og kallaði hana „Slingblade“. Hann leikstýrði, skrifaði handritið og fór með aðalhlutverkið og var útnefndur til Óskarsverðlauna í öllum þessum flokkum og vann raunar Óskarinn fyrir besta handritið. Síðan þá hefur hann leikið í hveiri stórmyndinni á fætur annarri eins og Ragnarökum eftir Michael Bay þar sem hann lék á mótiBruceWillis. BRÆÐURNIR Jacob (Billy Bob Thomton) og Hank Mi- tchell (Bill Paxt- on) finna ásamt þriðja manni flugvélarbrak ekki langt frá heimabæ sínum sem hefur meðal annars að geyma 4,4 milljónir bandaiíkja- dala. Þeir hirða pening- ana og þótt Hank, sem bæði er hæverskur og skynsamm’, vilji til- kynna um fundinn er bróðir hans Jacob, sem reyndar stígur ekki í vit- ið, algerlega á móti því. Hann vill halda í pening- ana. Hank samþykkir það um síðir með því skilyrði að hann fái að geyma fjársjóðinn fram til vors- ins. Ef ekkert gerist á þeim tíma og rannsókn á flugslysinu leiðir ekkert í ljós um peningana munu þremenn- ingarnir skipta fénu á milli sín og flytja bm-t úr smábænum sínum og lifa ríkmannlega það sem eftir er. En svo einföld ráða- gerð er auðvitað dæmd til þess að fara út um þúfur. Þannig er söguþráð- urinn í gaman- spennu- myndinni Einfaldri ráðagerð eða „A Simple Plan“ sem Háskólabíó frumsýnir en hún er gerð af leikstjóranum Sam Raimi og er með Billy Bob Thomton, Bill Heimur upp- lýsingar að víkja SÚ NÝJA tækni, sem einna mest almenn áhrif hefur á seinni hluta 20. aldar, fjarsk- iptatæknin, einkum sjónvarp og tölvur, hefur sýnt sig í því að vilja ekki þjóna nýjum heimi upplýsinga og þekkingar, held- ur veður þessi tækni áfram í moldviðri gróðahyggju og skemmtanafýsnar í Evrópu og Bandaríkjunum. Engar sögur fara t.d. af miklum menningarlegum átökum í sjón- varpi. Upplýsingar hvers konar eiga ekki upp á pallborðið og þekking, ef einhver er, felst í upplýsingum um grautargerð °g pylsusuðu. Að öðru leyti er sjónvarpsdagskrá lítið annað en fingrafimi með skammbyssur og gamlar kvikmyndalummur, þar sem forskriftir eru þær sömu ár eftir ár. Helstu tíðindi úr þessum eftirhermuheimi eru hvort kvikmyndavélinni er beitt frá hægri eða vinstri að mynd- efninu, eða hvernig leikarar hegða sér í bólinu utan sviðs. Söguefnin eru svo margþvæld og síendurtekin, að kvikmynda- mógúlar minnast myndarinnar „Gone with the Wind“ með tár- in í augunum. Á þessum eyði- merkursöndum menningar og lista rís svo helsta viðfangsefni samtímans, að sýna sauðsvört- um almenningi tæknilega stór- brotnar endurtekningar og gamlar lummur í glitklæðum áróðurs og auglýsinga. Hvei’gi virðist í’úm fyrir nýja hugsun, sem hæfir stórkostlega vélbún- um tímum, heldur byggir hin nýja tækni afkomu sína á göml- um hugmyndalegum viðfangs- efnum Hugmyndafræði 20. aldar hefur ekki reynst hagstæð nýj- um hugsunum. Pólitísk trúai’- brögð hafa orðið til þess að ekk- ert'gott hefur komið „frá Róm“ í langan tíma, öndvei’t við öld- ina á undan, þegar allt virtist geta orðið uppspretta nýiTa hugsana. Kunnur þýskur hugs- uður hélt því fram, þegar liðið var á þessa öld, að maðurinn sem slíkur hefði „lekið gáfum og vitsmunum og að því leyti orðið veilli maður en fyrirrenn- arar hans“. Þetta er ekki óvit- laus hugsun sé litið yfir sviðið. Miðað við lekakenninguna er t.d. ekkert óeðlilegt þótt yfir- burða tækni nýtist ekki til ann- ars en flytja okkur íþróttir og popp í helsta skemmtitæki nú- tímans, fjölmiðlinum. Þeir sem ferðast um Evrópu um þessar mundir kynnast að sjálfsögðu sjónvarpssendingum í þeim löndum, sem ferðast er um. Víst er um það, að nóg er af sjónvarpsrás- um. Stöð 2 selur hér áskrift að nokkrum rásum, en aðrir hafa skerma og ná því sem þeim sýnist. Segja verður Stöð 2 það til hróss, að hún hef- ur valið býsna vel til að sýna okkur, enda er þarna að finna frétttastöðvar eins og CNN og Sky og afbragðs þætti frá Discovery og National Geogra- phic. Fleiri góðir þæiiir fást í þessari áskrift. Hins vegar virðist sjónvarp suður í Evi’ópu vera að mestu horfið til þeirrar stefnu, að þjóna þeim, sem sérfræðingar þeirra halda að sé almenningur. Þar sést lítið ann- að en íþróttir og popp og skipt- ir engu þótt hægt sé að skipta á milli fjölda rása. Fyrir tilviljun náði einn ferðalangur útsend- ingu CNN innan um allt popp- moðið. Þar var verið að sýna mynd úr heimildaflokki um 20. öldina. Þannig er þá komið fyr- ir hugsun og vitund 20. aldar mannsins mitt í allri hátækn- inni. Hann virðist ekkert hafa að segja við náungann. Hann býr ekki yfir neinu, sem gæti skipt einhverju fólki máli. Ungt fólk um allan heim er t.d. að endurtaka pólitískar villur frá því snemma á öldinni af því enginn hefur sagt því, að búið sé að reyna „vitleysuna" áður. Þannig heldur þessi skerti heimur hér á Vesturlöndum áfram að halda manninum sem slíkum í ákveðinni kreppu. Við sjáum að vísu til annarra hnatta og höfum uppnumið fjarlægðir með síma og tölvum, sjónvarpi og útvarpi, en við er- um ennþá bai’a á tveimur fót- um. Við notum yfirburða tækni, eins og við værum nýstignir út úr Serengetti-sléttunni. Að minnsta kosti er henni ekki beitt til að bæta heiminn. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARP A LAUGARDEGI ^mb l.is A.LLTTAF etTTHVAO NÝTl Frumsýníng
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.