Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 37
Að nálgast
sjálfa sig með
íhugun
ÞEGAR tæki eru keypt fylgja þeim
leiðbeiningar um notkun. Líkami
okkar og sál eru í daglegri, og næt-
urlangri, notkun, ef svo má segja, og
til þess að notkunin gefist okkur sem
best er gott að njóta utanaðkomandi
leiðbeininga. Augliti til auglitis, und-
irtitill: fhuganir handa konum, eftir
sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur
er eins konar handbók um hvemig
konur geta hjálpað sér til að öðlast
frið og ró frá áreiti og styrk til nýrra
verka.
Ihugun er annað orð yfir hug-
leiðslu sem almennt er notað um fyr-
irbæri sem á rætur að rekja til aust-
rænna trúarbragða. En kristin
íhugun hefur verið stunduð frá alda
öðli og mörg dæmi um hana þekkt
úr Bibhunni. Þörf fólks á Vestur-
löndum fyrir íhugun hefur vaxið
jafnt og þétt á síðustu áratugum en
ekki er nóg að setjast bara niður,
loka augunum og hreinsa hugann.
Það þarf nokkrar leiðbeiningar, en
þær eru ekki flóknar. Bók eins og
Augliti til auglitis kemin- þar að
góðu gagni.
Sr. Solveig Lára er spurð um að-
draganda þess að hún skrifaði verk-
ið.
„Kveikjan að þessari bók er vinna
mín með konum og sálgæsla við þær
undanfarin 16 ár. Það geta verið
margar ástæður fyrir því að til mín
hefur verið leitað, en ein megin-
ástæðan er sú að ég var lengi vel eini
kvenpresturinn á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar að auki hef ég um árabil
verið prestur Kvennaathvarfsins.
Því hef ég kynnst mörgum og ólík-
um vandamálum kvenna.
Þegar á hcildina er litið held ég að
sameiginlegt vandamál kvenna sé of
mikið vinnuálag. Þær eru oft og tíð-
um yfirkeyrðar af þreytu bæði af
vinnu úti og heima. Mér hefur þótt
vera mikil þörf á að konur kæmust í
betra samband við sjálfar sig, þær
þyrftu að efla sjálfsvirðingu sína og
sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd-
ina. í störfum mínum með konum
hef ég notað þá aðferð að benda
þeim á að setjast niður í rólegheitun-
um, spjuja sig hveijar þær séu og ég
hef hjálpað þeim að átta sig á því
ferli sem leitt hefur þær að þeirri
stöðu sem líf þeirra er lent í.
I fyrra fór ég svo í námsleyfi til
Þýskalands. Mig langaði til að læra
kristna íhugun sem meðferðartækni
í sálgæslu kvenna en þar sem slíkt er
hvergi kennt, að því er ég best veit,
lagði ég áherslu á að læra kristna
íhugun almennt og sótti síðan auk
þess mörg sálgæslunámskeið. Ég
hef því sjálf þróað þessa aðferð sem
bókin kennir."
Getur íhugun frelsað fólk frá kúg-
un, misrétti, misnotkun, valdbeit-
ingu?
„Já, ég er alveg sannfærð um að
hún getur gert það. íhugun getur
opnað augu kvenna fyrir kúgun og
gefið þeim kraft til að beijast við
hana.
Það er jafhmikilvægt að vera í
góðu sambandi við sjálfa sig eins og
að vera í góðu sambandi við um-
hverfí sitt og annað fólk. Þegar við
erum ekki í góðu sambandi við okk-
ur sjálfar bitnar það á sambandi
okkai- við aðra sem i
kringum okkur eru.
Ihugun byggir upp
og styrkir samband
okkar við okkur
sjálfar, hjálpar okk-
ur að átta okkur á
tilfinningum okkar
og sættast við þær.
Ef við gefum okkur
næði og tíma."
íhugun má stunda
hvenær sem er sól-
arhringsins, heima
eða í vinnu, en fyrst
og fremst þarf fólk
næði á meðan það
íhugar, og tímann
þarf það að gefa
sjálfu sér. Sr. Solveig Lára nefnir að
til dæmis geti verið gott að íhuga
rétt áður en farið er úr vinnu að
vinnudegi loknum, áður en ný störf
heima fyrir taka við. Eða þegar
komið er heim úr vinnu og áður en
erill heimilisins hefst. fhugun lækn-
ar ekki sjúkdóma en við íhugun get-
ur skapast orka sem þarf til að vinna
á þeim og í alla staði gefur íhugun
okkur orku, eflir tengsl tilfinninga
okkar og sjálfs, auk þess sem við
getum endurheimt samhengið í lífi
okkar og stöðu frammi fyrir kær-
leika Krists.
Augliti til auglitis kemur út í fal-
legri bók sem myndskreytt er af
Kristínu Amgrímsdóttur mynd-
listarkonu.
s
hugun konu sem er andvaka
Þú liggur andvaka í rúmi
þínu að nóttu. A hugann sækja
hugsanir, sem erfitt er að
hrinda frá sér, og þú veltir þér af
einni hlið yfir á aðra.
Nú skaltu velta þér yfir á bakið.
Leggðu vinstri lófann yfir naflann og
fylgstu með andardrætti þínum. And-
aðu djúpt, en samt létt. Þegar þú and-
ar að þér segðu þá þetta fallega orð:
Jesús ... og andaðu svo frá þér. Slak-
aðu alveg á frá tám og upp í hársræt-
ur, andaðu að þér með nafn Jesú á
vörum ng andaðu síðan
létt frá þér.
Talaðu við líkamshluta
þína og segðu þeim öllum
að sofna. Byijaðu á tánum
og segðu hverri og einni
þeirra að fara að sofa, láttu
þær loka augunum og
slaka á. Fikraðu þig svo
upp eftir líkama þínum og
segðu hveijum vöðva að
slaka á og sofna. Þegar
líkaminn er orðinn slakur
þarftu líka að segja hugan-
um að slaka á og sofna. Oft
eru ástæður andvöku þær
að á hugann sækir fólk
sem þú átt eitthvað ósagt
við og óuppgerðar aðstæð-
ur knýja á.
Allt þetta rennur um hugann og því
getur hann ekki slakað á og sofnað.
Samferðafólk þitt og aðstæður
gærdagsins birtast smám saman fyrir
hugskotssjónum þínum. Löngu liðnir
atburðir láta þig ekki í friði. Nú skaltu
ekki láta það trufla þig. Umvefðu öll
þau sem birtast á hugarhimni þínum
með þeim kærleika sem streymir til
þín með því að nefna nafn Jesú.
Pakkaðu þeim inn eins og þú sért
að pakka inn jólagjöfum. Erfiðar að-
stæður, sár orð koma upp í hugann.
Vefðu þessar aðstæður og líka þessi
orð inn í kærleika Guðs. Þú þarft ekk-
ert að segja, þú þarft ekki að biðja
fvrir þeim því það getur verið erfitt
og jafnvel haldið fyrir þér enn meiri
vöku. Þú skalt einfaldlega leyfa kær-
leika Guðs að umvefja hugsanir þínar,
þetta fólk og allar þínar aðstæður;
andaðu svo létt og finndu hvemig
spennan, sem lá bak við naflann,
slaknai’ og þú andar rólegar þegar þú
nefnh- nafn Jesú.
Leyfðu Guði að vinna verkið fyrir
þig. Það er Guð sem vinnur sáttar-
gjörðina þegar eitthvað er óuppgert.
Finndu hvemig Guð vinnur með til-
finningar þínar. Hvort sem ég vaki
eða sef, þá ert þú þar.
Úr Augliti til auglitis
Solveig Lára
Guðmundsdóttir
Mozart við
kertaljós í
Hveragerð-
iskirkju
KAMMERHÓPURINN Camer-
arctica heldur sína árlegu tónleika
við kertaljós nú fyrir jólin. Fyrstu
tónleikarnir verða haldnir í Hvera-
gerðiskirkju sunnudagskvöldið 12.
desember, klukkan 20:30. Þetta er
í annað skiptið sem Camerarctica
heldur tónleika í Hveragerði en
hópurinn hefur leikið tónlist eftir
Mozart við kertaljós í kirkjum á
höfuðborgarsvæðinu síðustu ár.
A efnisskrá tónleikanna eru „Ei-
ne Kleine Nachtmusik“ fyrir
strengjakvartett, kvintett fyrir
klarinettu og strengi og jólasálm-
urinn „í dag er glatt í döpram
hjörtum“ eftit W.A.Mozart.
Camerarctica skipa á þessum
tónleikum þau Armann Helgason,
klarinettuleikari, Hildigunnur
Halldórsdóttir og Sigurlaug Eð-
valdsdóttir fiðluleikarar, Guð-
mundur Kristmundsson, víóluleik-
ari og Sigurður Halldórsson,
sellóleikari.
Tónleikarnir verða um klukku-
stundar langir. Aðgöngumiðar
verða seldir við innganginn, eldri
borgarar og nemendur fá helm-
ingsafslátt og ókeypis aðgangur er
fyrir börn.
Jólí Listakoti
Sýningum
lýkur
----♦♦♦—;—
Listamarkað-
ur í galleríi
í DESEMBERMÁNUÐI stendur
yfir listmarkaður í Gallerí Guten-
berg, Þingholtsstræti 6. í dag, laug-
ardag, kl. 17, mun hljómsveitin Poll-
ockbræður leika blús og kynna
nýútkominn ljóðadisk sinn „No
Short cut to Paradise“.
JÓLASÝNING Gallerís Listakots
stendur nú yfir. Sýningin er jafn-
framt siðasta myndlistarsýning í
sölum Listakots. Að sýningunni
standa meðlimir gallerísins og
sýna að þessu sinni textíl og graf-
íkverk, málverk, íkona, keramik
og glerverk.
Myndlistarkonurnar eru Áslaug
Davíðsdóttir, Hrönn Vilhelms-
dóttir, Maria Valsdóttir og Sig-
ríður Ásta Árnadóttir textílhönn-
uður. Gunnhildur Ólafsdóttir og
Jóhanna Sveinsdóttir grafíklista-
menn. Charlotta R. Magnúsdóttir,
Þóra Sigurgeirsdóttir og systurn-
ar Árdís, Olga Sigrún og Sigríður
Helga Olgeirsdætur leirlistakon-
ur. Dröfn Guðmundsdóttir gler-
listamaður og Freyja Önundar-
dóttir, Guðný Jónsdóttir og
Sesselja Tómasdóttir listmáiarar.
Listakot er opið á tíma versl-
ana á Laugaveginum. Sýningin
stendur fram á þrettándann.
Nýlistasafnið
Sýningum Diddu Hjartardóttur
Leaman, Þórunnai’ Hjartardóttur,
Olgu Bergmann og Önnu Hallin í
Nýlistasafninu, Vatnsstíg3b, lýkur á
morgun, sunnudag.
Didda sýnir olíumálverk og inn-
setninguna, Þórunn sýnir olíumál-
verk, Olga er með sýninguna
„Wunderkammer“ - „Undrasafn" og
Anna sýnir tvær raðir myndverka.
Sýningarnar em frá kl. 14-18.
Nýjar bækur
• MENNING-
ARSETRIÐí
Skógum 50 ára_
Skógaskóli og
Skógasafn 1949-
1999 er skráð af
Jóni R.
Hjálmarssyni.
Bókin er tekin
saman í tilefni 50
ára afmæli skól-
ans og safns í
Skógum nú á haustdögum 1999.
I upphafi bókarinnar er rakin al-
menn skólasaga í stuttu máli og get-
ið um alþýðufræðslu og æðri mennt-
un á Suðurlandi að fornu og nýju. Þá
er sagt frá langdregnum og árang-
urslausum tilraunum til stofnunar
sameiginlegs alþýðuskóla. í aðalefni
bókaiinnar er skýrt frá jarðargjöf
og aðdraganda að stofnun Héraðs-
skólans á Skógum. Einnig er í bók-
inni þáttur um Byggðasafn Rang-
æinga og V-Skaftfellinga í Skógum.
Jón R. Hjálmarsson er sagnfræð-
ingur að mennt. Hann starfaði lengi
sem skólastjóri og síðar fræðslu-
stjóri á Suðurlandi.
Utgefandi er Suðurlandsútgáfan.
Bókin er 200 bls. Verð: 4.500 kr.
Jón R.
Hjálmarsson
• TANNI tann-
álfur er barna-
saga eftir Bjarka
Bjarnason.
Sagan fjallar
um sex ára dreng
sem er að missa
sínar fyrstu tenn-
ur. Tanni tannálf-
ur kemur í heim-
sókn og fær tönn
hjá drengnum til
að búa til perlufesti sem hann ætlar
að selja í Kolaportinu.
Bjarni Bjarnason hefur sent frá
sér allmargar bækur á undanfornum
ámm, m.a,- Ijóðabók, ævisögu Óla
Kr. Sigurðssonar í Olís og bókina
NjáJuslóðir.
Útgefandi er Bókaútgáfan Frá
hvirfli til ilja. Bókin er31 bls. prent-
uð í Offsetmyndir. Verð: 1.000 kr.
Bjarki
Bjamason
• ÁKVÖLD-
HIMNI er ljóða-
bók eftir fvar
Björnsson. Þetta
er hans þriðja
Ijóðabók. Áður
hafa komið út
Liljublóm og í
haustlitum. I
Ivar bókinni eru 77
Björnsson
I fréttatilkynningu segir að efnis-
fanga hafi ívar leitað víða, allt frá
fornöld til líðandi stundar. Einnig
em tekin til meðferðar trúarleg at-
riði og þá með skírskotun til Bibl-
íunnar. Mikið er um tákn og líkingar
í bókinni.
Mest fer fyrir hefðbundnum, ís-
lensku ljóðformi með rími og stuðl-
um.
Útgefandi er höfundur og verður
bókin ekki til sölu í bókabúðum.
Bókin er 90 bls.
• AMSTERDAM er eftir Ian
McEwan í þýðingu Ugga Jónssonar.
Tveir af fyrrverandi elskhugum
Mollyar Lane biðu utan bálstofukap-
ellunnar og sneru baki í napran febr-
úargjóstinn. Allt hafði þegar verið
sagt, en þeir sögðu það samt á ný.
A hrollköldum febrúardegi hittast
tveii’ gamlh’ félagar, Clive Linley og
Vernon Halliday, við útför Mollyar
Lane. Clive er mikilsmetið tónskáld
en Vemon ritstjóri útbreidds dag-
blaðs. Dagana eftir útförina þurfa
þeir félagar að glíma við vanda sem
hvomgui- hafði séð fyrir og verða að
taka afdrifaríkar, siðferðilegar
ákvarðanir.
Ian McEwan hlaut Booker-
verðlaunin 1998, fyrir þessa bók.
Útgefandi er Bjartur. Bókin er
147 bls., prentuð í Gutenberg. Kápu-
gerð annaðist Snæbjörn Arngríms-
son.Verð: 1.880 kr.