Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 51; Ég finn það best núna hversu snar þáttur samveran með þeim ágætu hjónum hefur verið í lífshlaupi mínu. Fyi-ir kom að við Ragna riðum ein út. Ég minnist ferðar á fögrum sumar- degi úr Tungum yfir í Eystri-Hrepp. Glæsilega var hún ríðandi, þekkti öll kennileiti, þuldi ljóð stórskáldanna í áningum og var afar natin við hrossin öll. Seinna urðu verkaskipti hjá okk- ur, þá las ég fyrir hana ljóðaperlur. Hún þá sjúk og farlama, gat ekki mælt orð af vörum, kinkaði kolli og brosti veikt. Við fráfall Bergs fannst mér reyndar bresta strengur í brjósti hennar. En ekki var kvartað. Hún hafði sitt ákveðna göngulag og hélt reisn sinn vel þar til veikindi buguðu hana í fyrra. Það er sorg í okkar húsi. Dauðinn nú var henni líkn. Við kveðjum góðan vin og mannkostakonu og biðjum henni blessunar Guðs. Systrum hennar, ættingjum og vandamönnum öllum vottum við dýpstu samúð. Margrét og Kristján. Föðursystir mín og vinur, Ragn- heiður Vilmundardóttir, er látin. Þar sem ég hef ekki tök á því að vera við- staddur útför hennar, vil ég með ör- fáum orðum minnast hennar og þakka henni fyrir allt. Ragga, þegar þú ert farin burt úr þessum heimi þá hugsa ég til baka um allt sem þú hefur gefið mér í veganesti til að ég hefði bæði gagn og gaman af lífinu. Ragga, þú kenndir mér að um- gangast og bera virðingu fyrir dýr- um, þú kenndir mér að skilja þeirra mál. Takk, Ragga. Ekki veit ég hvað ég væri að gera í dag ef kunátta þín og tilfinningar hefðu ekki verið til staðar. Ragga, þú gafst mér innsýn í þá mannræktarstefnu sem þú lifðir eft- ir, að lifa einn dag í einu og láta mitt líf og vilja lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt okkar skilningi hver Guð er. Takk, Ragga. Ekki veit ég hvar mitt líf væri í dag ef þín andlega þekking og reynsla á lífinu hefði ekki komið litlum en stórum bróðursyni til bjargar. Takk, Ragga, fyrir allt og hvíl þú í friði. Þinn bróðursonur, Hafliði Gislason. Látin er góð vinkona okkar, Ragna á Bergsstöðum eins og við kölluðum hana. Lokið er rúmlega eins og hálfs árs erfiðum veikindum hennar sem fyrirvaralaust hrifu þessa þróttmiklu konu úr dagsins önn. í rúm 50 ár hefur hún verið nálæg fjölskyldunni. Oft rifjaði hún upp þegar hún í fyrsta sinn hitti elsta bróður okkar þá fjögurra eða fimm ára strák norður á Vöglum í Fnjóska- dal. Þangað kom hún að sumarlagi ásamt unnusta sínum, Bergi Magn- ússyni, í heimsókn til föður okkar og afa. Sameiginlegur áhugi á hestum og hestamennsku og félagsmálum hestamanna batt fjölskyldurnar síð- ar traustum vináttuböndum. Fyrh’ réttum 32 árum festu Ragna og Bergur ásamt foreldrum okkar og þrem öðrum fjölskyldum kaup á jörðinni Bergsstöðum í Biskupstung- um. Sumarlandi þar sem draumurinn um ræktun hrossa og gróðurs átti að rætast. Aðeins tveim áram eftir kaupin á Bergsstöðum féll faðir okk- ar frá. Þá stóðum við ásamt móður okkar frammi fyrir því að ákveða hvort halda ætti áfram því starfi sem hafið var. Afram var haldið og næstu árin voru Bergur og Ragna okkur unga fólkinu hollir og tryggir ráð- gjafar og vora fús að hjálpa og leið- beina hvort heldur var um bygging- arframkvæmdir eða hestamennsku. Má því segja að nærvera þeirra á Bergsstöðum, sem aldrei bar skugga á, hafi hjálpað okkur mikið við að láta drauminn um sumarlandið rætast um síðir. Börnin hændust mjög að þeim og vora fljót að finna vinarþel og um- hyggju hjá Rögnu. Ferðir ungviðis- ins yfir í bústað til hennar vora hluti af sumarævintýrinu og nutu börnin okkar og seinna barnabörnin þess að þiggja þar góðgæti. Nýr kafli í sambandi okkar hófst vorið 1983 eftir að Bergur féll frá. Ragna ásamt mágkonu sinni Unni ákvað að slást í för með okkur og fara ríðandi austur að Bergsstöðum með hrossin í sumarhaga. Hélst sá siður fram undir að hún flutti austur í Tungur, í sumarlandið, og settist að í Reykholti. Þessar ferðir voru okkur öllum mikið ánægjuefni og lærdóms- ríkar. Hún var ólöt að segja unga fólkinu til um góða hestamennsku. Enda var hún einstakur dýravinur og kom það mjög fram í öllu atlæti sem hross hennar nutu. Ungviðið sem í dag er fullorðið fólk kunni að meta þær ábendingar sem hún miðlaði í þessum ferðum. Ragna kynntist líka nýrri hlið á hestamennskunni í þess- um ferðum sem tók stundum á þolin- mæðina, en hún tók því öllu með mik- illi ró. En það var allt umstangið við að koma 8-10 hrossum, oft 12-14 börnum, 8 fullorðnum og 4-5 bílum þessa leið. A tveimur, stundum þremur, dögum mjakaðist lestin austur yfir fjall og áfram austur um vorgrænar sveitirnai-. Yngsta fólkið þurfti oft að fara á bak og af baki og var því áð í tíma og ótíma. Það hélt nákvæmt bókhald yfir hve oft hver væri búinn að fara á bak. Ungling- arnir í hópnum sem töldu sig færa í flestan sjó vora oft komnir með sár á rass eða læri að kvöldi dags. Helst þurftu allir að taka lokasprettinn í kvöldsól heim að Bergsstöðum. Þetta vora ógleymanlegar ferðir og í minn- ingunni umvafnar sól og hlýju. Ragna var öflug kona og höfðingi heim að sækja. Henni var margt til lista lagt og fékkst um árabil við út- skurð. Islensk ljóðlist og alþýðukveð- skapur var henni sérstaklega hug- leikinn og gat hún miðlað honum á áhrifaríkan hátt, enda virkur þátt- takandi í kvæðamannafélagi. Hún var áhugasöm um allt sem varðaði þjóðleg málefni og var ótrúlega minnug. Frásagnir hennar hvort heldur voru af samskiptum manna eða löngu liðnum atburðum vora skemmtilegar og ljóslifandi. Við Bergsstaðabúar minnumst sumar- dags fyrir nokkram áram þegar við héldum upp á 25 ár veru okkar á Bergsstöðum og hún ávarpaði við- stadda og rifjaði upp liðna tíma, við sýrukerið á Bergsstöðum. Senn era komin aldamót og þúsaldamót. Við þau miklu tímamót er Ragna komin í sumarlandið eilífa sem hún þráði og við vitum að hún nýtur dvalarinnar þar. Um leið og við vottum hennar nánustu samúð okkar þökkum við fyrir langan og litríkan kafla í lífi okkar í samfylgd Rögnu. Sæmundsen-systkinin og fjölskyldur. Hjartans Ragga okkar. Söknuður- inn ríkir þegar við kveðjum þig að sinni. Sálin þín stóra og hjartað sem rúmaði fleiri en upp verður talið, - ást þín var mikil. Það var eitthvað svo stórt og mikið við þig, sem laðaði að sér bæði menn og málleysingja. Við hjónin voram svo heppin þegar við byrjuðum að búa að við fengum leigt niðri hjá Röggu og Bergi í Drápuhlíð 25, þar var okkur svo sannarlega tekið opnum örmum. Við voram bæði í námi og það var ekki ónýtt að fá að nýta bókasafnið á efri hæðinni, svo ekki sé minnst á volgu skonsurnar, pönnukökurnar og allt hitt sem var smeygt inn um dyra- gættina hjá okkur. Öll góðu ráðin, sumarbústaðaferðirnar og samver- ustundirnar. I íslenskunámi mínu við Háskóla íslands var hluti deildarinn- ar á efri hæðinni í Drápuhlíðinni, þar var fræðimaðurinn sjálfmenntaður, víðlesinn fróðleiksbrunnur, - það var Ragnheiður. Hún var þeirri góðu gjöf gædd að hún talaði ekki um menn heldur málefni og það var sjaldan komið að tómum kofunum. Ragga kunni ógi-ynni kvæða, Ijóða og vísna, og var vel að sér í öllu er snerti íslenskar bókmenntir og íslenskt mál. Islenskar bókmenntir, náttúra landsins og íslenskir gæðingar í hrossastétt vora henni hjartfólgin hugðarefni, og í hestaferðum um óbyggðir landsins hefur hún vafa- laust svalað þrá sinni efth’ nálægð við þetta þrennt, enda vora náttúraljóð hennar uppáhald. Dætur okkar hjóna urðu báðar að börnum og litlum stelpum í Drápu- hlíðinni. Sigríður Elsa átti hlýtt skjól hjá Röggu ömmu og Begga afa uppi á lofti, og var mjög fljót að komast upp á lag með að skríða upp stigana. Sú ástúð sem þar varð til var heit og sönn. Margrét Lilja okkar kynntist ekki Begga afa því hann var farinn til himna er hún fæddist, en báðar áttu þær Röggu ömmu að. Ragga var listakokkur og það fór enginn svangur frá henni, hvort sem sá hinn sami hafði dvalið heima hjá henni eða í sumarbústaðnum á Bergsstöðum. Aratuginn okkar á Vopnafirði vor- um við landfræðilega nokkra vega- lengd frá ástvinum okkar, Ragga kom þó austur og heimsótti okkur og við sóttum hana heim í Biskupstung- urnar, hjartfólgna staðinn hennar. Við stríddum henni stundum á því að hún tjáði okkur ást sína í sultu eftir að við fluttum austur, - því þau voru ófá kílóin, sem hún sendi okkur ár- lega af rabarbarasultu í plastfötum. Vorið sem við hófum búferlaflutn- inga suður fékk Ragga heilablóðfall og sá tími sem við hlökkuðum til að eiga með henni og öðrum ástvinum okkar eftir að við kæmum heim var ekki lengur fyrir hendi hvað Röggu ömmu varðaði, ekki eins og við höfð- um hugsað okkur. Hún fékk aldrei málið aftur, máttinn né sjónina, en þótti vænt um að láta lesa fyrir sig. Hin hlýja nærvera Röggu var þó ætíð til staðar og faðmurinn hennar mjúki. Nú hefur þú hlotið frið. Þú kenndir okkur samferðafólki þínu svo ótal- margt, við vissum að þú sigldir ekki alltaf lygnan sæ frekai’ en margir aðrir, en sterk varstu, heiðarleg og yndisleg. Bænin þín var stutt en áhrifarík: „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þú hafðir það æðruleysi, þann kjark og það vit sem til þurfti. Guð veri eilíflega með þér á sólskinslend- um sínum og takk fyrir allt og allt. Sigrún og Vilmundur. Það var í sumarbústaðnum á Bergsstöðum eitt rigningarkvöld í ágúst, sem ég hitti Rögnu í fyrsta sinn. Ekki datt mér þá í hug að kynni mín af henni ættu eftir að verða svo mikil, náin og ljúf, sem raun varð á. Stuttu eftir þetta flutti ég inn á heimili hennar í Drápuhlíðinni og þar átti ég mitt annað heimili næstu tvo vetur. Ég hafði ekki búið þar lengi þegar okkur varð ljóst að við áttum ýmis sameiginleg áhugamál. Milli þess sem við saumuðum hvor í kapp við aðra, dreifandi tvinnaspottum og títuprjónum um alla íbúð, sem ég mun nú hafa verið mun verri með, töluðum við um hesta sem við höfð- um báðar mikið yndi af. Ég stend í ævarandi þakkarskuld við Rögnu fyrir þá uppfræðslu sem hún veitti mér um íslenska menningu og siði sem mér, útlendingnum, var ókunn og framandi. Ég hélt áfram að nýta mér hennar miklu lífsreynslu og þekkingu, og hringdi oft til hennar og leitaði ráða. Sama var um hvað ég spurði, alltaf svaraði hún af sömu hlýjunni og einlægninni. Ragna las mikið og var vel að sér í bókmenntum. Hún var hafsjór af vís- um og kvæðum. Ófáar stundirnar sátum við saman í eldhúsinu drekk- andi kaffi í lítravís og hún las kvæði fyrir mig eftir mörg bestu Ijóðskáld Islendinga. Þá eru mér ógleymanleg- ar árlegar ferðir okkar upp í Hval- fjörð. Þá keyrði ég bilinn en hún las og skýrði hið magnaða kvæði Davíðs Stefánssonar um Helgu Jarlsdóttur. Strax frá fyrsta degi á heimili Rögnu lét hún mig finna að ég ætti þar heima. Hún leyfði mér að kynn- ast sinni stóru og notalegu fjölskyldu og fyrir það er ég þakklát. Eftir að hún ílutti austur í Biskupstungur urðu ferðir hennar fleiri til mín. Allt- af kom hún og eldaði með mér rétta- súpuna í stóra pottinum sem hún gaf mér. Hún gaf sér góðan tíma til að tala við bömin enda voru þau hænd að henni. Við leiðarlok kemst aðeins að söknuður, þakkir, þakkir. Bolette. JÓHANNA EINARSDÓTTIR + Jóhanna Einars- dóttir fæddist að Fjósakoti í Miðnes- hreppi 11. 1907. Hún lést á Landakotsspítala 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Einar Ólafs- son, f. að Landakoti í Miðneshreppi, og Agústa Jónsdóttir, f. að Réttarholti á Skagaströnd. Systur Jóhönnu eru:l) Jón- ína Helga, f. 23.1. 1909. Eiginmaður hennar er Sigurður Breiðíjörð ÓI- afsson, d. 1998.2) Guðný Olafía, f. 20.10. 1917. Eiginmaður hennar er Lárus Sumarliðason. Dóttir Jó- hönnu er Guðrún, f. 13.12. 1931. Faðir hennar var Veturliði Guð- mundsson, f. 18.4. 1894, d. 29.5. 1977. Eiginmaður Guðrúnar er Steingrímur Davíð Steingríms- son, f. 6.6. 1932. Þau eiga þijú börn: Steingrím, f. 15.5. 1959; Jó- hönnu, f. 21.8.1960; og Gunnhildi, f. 15.7.1964. Jóhanna giftist 4. júní 1938 Sveini Hallfreði Sig- urjónssyni, f. 30.1. 1907, d. 22.1. 1994. Sveinn fæddist að Hólakoti á Reykja- strönd. Hann fluttist 12 ára að Skefils- stöðum á Skaga. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónasson, f. 9.9. 1877, d. 10.11. 1959, og Margrét Sigurlaug Stefáns- dóttir, f. 16.4. 1876, d. 20.2. 1960. Bræð- ur Sveins, Jónas Viggó, Stefán Þor- steinn, Benedikt og Gunnar Sigro- ar, eru látnir. Jóhanna og Sveinn eignuðust eina dóttur, Auði Bertu, f. 14.3. 1941, d. 10.6. 1983. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Sigurður Wium Árnason, f. 5.1. 1935. Sonur þeirra er Sveinn Wium, f. 30.10. 1977. Fyrir hjóna- band eignaðist Sveinn tvo syni, Gunnar og Björgvin, sem er lát- inn. Utför Jóhönnu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jóhanna ólst upp hjá foreldram sínum til tólf ára aldurs, þá var hún tekin í fóstur af Jóhönnu Jónasdótt- ur og Bjarna Jónssyni að Litla- Vatnsnesi við Keflavík. Var hún hjá þeim hjónum í u.þ.b. sjö ár og reynd- ust þau henni vel. Síðan var hún í vistum á ýmsum stöðum, m.a. hjá Einari í Garðhúsum í Grindavík. Ár- ið 1931 var hún í vist hjá Sigurði og Birnu á Kirkjuvegi í Keflavík og þar fæddi hún dóttur sína, Guðrúnu. Með dóttur sína unga fór hún út í Viðey og var vinnukona þar, síðan var hún hjá Grétu Bjömson í Lauga- tungu í Laugardal í Reykjavík. 1935 gerðist hún ráðskona að Nesjum í Grafningi hjá Gunnþórunni Hall- dórsdóttur og Guðrúnu Jónasson, og var þar í þrjú ár. Þar kynnist hún síðan væntanlegum eiginmanni sín- um, Sveini, sem gerðist þar ráðs- maður. Hann hafði þá verið á Bændaskólanum á Hvanneyri frá 1924-1926. Sveinn og Jóhanna fluttust til Keflavíkur og byggðu sér hús að Suðurgötu 42, þar fæddist dóttir þeirra, Auður Berta árið 1941. Þau bjuggu þar fram á áttræðisaldur en þá réðust þau út í að byggja sér hús að Oðinsvöllum 19 þar í bæ. Þar héldu þau heimili fram á síðasta dag. Jóhanna var mjög gestrisin og gott var að koma á heimili þeirra. Hún var mikil handavinnukona og hafði gaman af bæði blóma- og trjárækt sem og Sveinn og unnu þau saman að því. Þau áttu sumarbústað við Lögberg þar sem þau gróðursettu mikið af trjám og voru þar mikið á sumrin. Jóhanna vann mikið utan heimilis, að mestu við fiskvinnu, fyrir utan þau ár sem þau hjónin ráku þvotta- hús í Keflavík með miklum myndar- brag. Sveinn vann við smíðar á sumrin og við fiskvinnslu á vetrum. Vann hann á Keflavíkurflugvelli þar til hann fór á eftirlaun. Síðustu árin sem Sveinn lifði var hann heilsuveill og annaðist Jóhanna hann til síðasta dags. Jóhanna var heilsuhraust, þar til fyrir stuttu en hún lést eftir mánað- arlegu á spítala. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Guðrún Veturliðadóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkertbresta. A grænum grundum lætur hann mig hvfl- ast leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, þvíþúerthjámér, sproti þinn og stafúr hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, ogíhúsidrottinsbýég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku amma, hvíl í friði Gunnhildur Davíðsdóttir. Það eru margar yndislegar minn- ingar sem við barnabörnin eigum frá heimili ömmu og Sveins í Keflavík. Nú era þau saman á ný og vil ég því minnast þeirra með ljóði Davíðs Stefánssonar, Endurfundir: Er vorið kemur sunnan yfir sund með söng í hjarta, gneistaflug um brár, þá breytast öll hin löngu liðnu ár í ljósan dag, í heiða morgunstund. Við Qallsins rætur á ég h'tinn lund og leyndardóm, sem enn er hreinn og skær og heillað getur svip þinn, nær og nær, og nafni þínu gefið hold og blóð, laugað í dögg og dagsins morgunglóð. Sú fegurð öll, sem fyrir sjónir bar á fómum vegi, birtist vinum tveim, sem ennþá muna yndislegan heim - - semeinusinnivar. Og endurfundum fagna sálir tvær, sem frjálsar teyga angan þína, jörð, og seltuna við silfurbláan fjörð. Við stöðvum tímans vald og vængjablak - eitt andartak, eitt andartak. (Davíð Stef.) Góður guð blessi minningu þeirra. Jóhanna Davíðsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.