Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vonskuveður á suðvesturhorni landsins í gær Morgunblaðið/Kristinn Þessi kona lét sig hafa það að fara ferða sinna fótgangandi í gær, þrátt fyrir snjókomuna og skafrenninginn. Þungfært á vegum vegna hálku og skafrennings ÞUNGFÆRT var á höfuðborgar- svæðinu, Reykjanesi og á Suður- landi í gær vegna hálku, snjókomu og skafrennings. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerð n'kisins var ófært um Hellisheiði frá hádegi í gær og fram eftir nóttu en snemma í morgun átti að athuga hvort fært væri orðið, þó þótti það ólíklegt mið- að við veðurspá. Fært var um Þrenglsin en þó var þar mikill skafrenningur og hálka og einnig var snjóþekja víða á veginum. Þungfært var á Grindavíkurvegi vegna snjófoks og sömu sögu var að segja af færð á vegum í kringum Hveragerði og Selfoss en færðin þar lagaðist þegar leið á daginn. Hálka og skafrenningur var einn- ig víða á götum á höfuðborgarsvæð- isins og varð nokkur röskun á um- ferðinni. Flug til Vestmannaeyja lá niðri í gær, bæði hjá Flugfélagi íslands og Islandsflugi, en flogið var til ann- arra áfangastaða. Millilandaflug raskaðist lítilega vegna þess að bíða þurfti eftir farþegum sem urðu fyrir töfum í umferðinni á leið til Kefla- víkur. Vonskuveðrið var þó að mestu bundið við suðvesturhorn landsins því flestir aðrir helstu vegir landsins voru vel færir og mun víðast annars staðar hafa verið góð vetrarfærð. Meirihluti Austfírðinga vill virkjun og álver 52% IBÚA á Austurlandi er mjög hlynntur byggingu álvers á Reyðar- firði og 21% er frekar hlynnt því, að því er fram kemur í könnun Félags- vísindastofnunar Háskóla íslands á afstöðu Islendinga til stóriðju, virkj- ana og umhverfismála. Síðaii hluti könnunarinnar, sem fjallar sérstak- lega um afstöðu íbúa á Austurlandi til þessara mála, vai' kynntm' í gær en áður höfðu verið kynnt sjónarmið landsmanna allra þar sem fram kom að 59% landsmanna er fylgjandi því að íslendingar haldi áfram að virkja vatnsafl, þrátt fyrir að virkjunum fylgi röskun af völdum miðlunarlóna. 500 manns voru í aukáúrtaki um af- stöðu íbúa Austurlands og var nettó- svörun 70%. Svarendum var skipt niður eftii' búsetu; þ.e. Hérað, Firðir og önnur svæði og var marktækur munur á afstöðu manna eftir búsetu. Almennt voru íbúar á Austfjörðum hlynntari virkjun og álveri á Reyðar- firði en íbúar á Héraði. í könnuninni kom einnig í ljós að stóriðja og til- heyrandi virkjanir eiga meiri hljómgrunn meðal kjósenda Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins en Samfylkingar og kjós- endur Vinstri grænna eru harðastir í andstöðu sinni gegn virkjun og stór- iðju. Tæp 43% svarenda kvaðst mjög hlynntur byggingu Fljótsdalsvirkjun- ar og 23% frekar hlynntur. 68% svar- enda telja að stóriðja og tilheyrandi virkjanir og ferðaþjónusta fari mjög vel eða frekar vel saman og memhluti svarenda, 40%, töldu að mannvirki sem fylgja virkjun fallvatna hafi eng- in sérstök áhrif á ferðaþjónustu á Is- landi. 37% íbúa Austurlands telja að sjávarútvegm- sé áhrifamesta at- vinnugreinin til að styrkja byggð og atvinnulíf í landshlutanum og35% líta til stóriðju. 63% telja að bygging ál- vers á Reyðarfirði styrki byggð og at- vinnulíf á Austm'landi mikið. 56% svarenda voru andvígir því að Alþingi ógilti með lagabreytingu virkjunarheimild Landsvirkjunar í Fljótsdal en 29% voru því fylgjandi. íbúar á Austurlandi hafa miklai- væntingar um áhrif stóriðju á Reyð- arfirði á launaþróun á Austurlandi. 75% svarenda telja að laun hækki mikið eða nokkuð en tæpur fjórðung- ur telur að áhrifin engin verða. Yfir- gnæfandi meirihluti svarenda töldu engu máli skipta hvort meðeigandi Is- lendinga að álveri á Reyðarfirði yrði norskt fyrirtæki. Sömuleiðis fannst meirihluta svarenda það ekki skipta máli hvort fjármögnun álvers á Reyð- arftrði yrði að stórum hluta í höndum íslenskra fjárfesta og 42% fannst það mjög eða frekar jákvætt. ---,---+++------— Básafell út af V er ðbréfaþingi „BÁSAFELL er einfaldlega of veik- burða fyrirtæki til að vera á Vei'ð- bréfaþingi íslands. Það er líka dýrt fyrir lítil fyrirtæki og þess vegna leggjum við það til við hluthafafund að fara út af þinginu,“ segir Guð- mundur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Básafells. Aðspurður um framtíð fyrirtækis- ins, segir Guðmundur, að mikið hafi verið unnið að því að lækka skuldir félagsins og bæta rekstur þess, en það hafi alla tíð verið rekið með tapi. „Uppbygging fyrirtækisins var greinilega röng og við höfum verið að reyna að rétta það af. Það er hins vegar ekki rétt að verið sé að leysa það upp. A hinn bóginn getur komið til þess síðar að það verði hreint eign- arhaldsfélag með engan rekstm-. Við höfum nú komið félaginu á ákveðinn grundvöll, en enn er mikil vinna eftir. Við höfum líka tekið áhættu með fjárfestingu í fyrirtækjum á ísafirði, Flateyri og Suðureyri. Þau eiga eftir að sanna sig. Framtíðin ræður svo hvemig gengur," segir Guðmundur. Nú standa yfir viðræður milli BásafeUs hf. í Isafjarðarbæ og ým- issa hluthafa í fyrirtækinu undir for- ystu Isafjarðarbæjar um kaup hinna síðarnefndu á frystitogaranum Skutli með töluverðum veiðiheimildum. Verði af sölu Skutuls, verðm- rekstur Básafells eingöngu útgerð þriggja skipa,'fDrra, Gyllis og Guðmundar Péturssonar, engin bein vinnsla. Hins vegar er fyrirtækið hluthafi í þremur fyrirtækjum á Vestfjörðum og rækjuverksmiðju í Kanada. Morgunblaðið/Júlíus Færðin var slæm á götum höfuðborgarsvæðisins í gær og töfðust marg- ir á leið til vinnu sinnar. Sumir urðu fyrir þvf óláni að bflar þeirra fest- ust í snjónum og neyddust tilfara út í hríðina að ýta. Þessi mynd var tek- in í Árbæ í gærmorgun. HEFUR ÞÚ EKKI ÁHUGA Á VEÐRÍNU? Bókin Veðurdagar eftir Unni Ólafsdóttur og Þórarin Eldjám er til- valin fyrir alla þá sem láta sig veðrið varða! Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda Vilja stóraukið fjár- magn til greinarinnar AHERSLUATRIÐI Landssam- bands sauðfjárbænda, varðandi gerð nýs búvörusamnings, voru undir- strikuð á nýafstöðnum aðalfundi þeirra, en núverandi samningur rennur út í árslok ársins 2000. í ályktun fundarins er því beint til samninganefndar bænda að leggja áherslu á að stóraukið fjármagn fá- ist til greinarinnar með nýjum samningi, hann verði gerður til að minnsta kosti sjö ára og verði vísitöl- utryggður. Fijáls viðskipti með greiðslumark milli bænda Aðalsteinn Jónsson formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að stuðningur við kindakjöts- framleislu í OECD löndum sé víða meiri en á íslandi. í Sviss sé hann 73%, sem hlutfall af heildarverð- mæti afurða á verði til bænda, í Nor- egi 70%, í ESB löndunum 65% að meðaltali, en á Islandi55%. Hann bendir einnig á að samkvæmt sama mælikvarða sé stuðningur við svín- arækt á Islandi 68%. Aðalfundurinn beinir því til samn- inganefndar bænda að við gerð nýs samnings verði lagt til að ríkið kaupi upp greiðslumark, að slíkt geti haf- ist haustið 2000 og að keypt verði allt að 15% af heildargreiðslumarki. Þegar 15% hafi verið keypt upp, þó ekki seinna en árið 2004, verði lagt til að heimila frjáls viðskipti með greiðslumai'k milli bænda á lögbýl- um. Fundurinn beinir því einnig til nefndarinnar að leggja til að viðbót- arfjármagn í samningnum, þar með talið fjármagn sem kemur inn við uppkaup á greiðslumarki, verði nýtt til jöfnunar mismununar á greiðsl- umarki og framleiðsluverðmæti af- urða, einnig til gæðastýringar í sauðfjárrækt og til að stuðla að nýl- iðun í greininni. Gæðastýringakerfi í sauðfjárrækt Fundurinn beinir því til Fagráðs í sauðfjárrækt að útfæra nýtt gæða- stýringarkerfi í sauðfjárframleiðslu. Aðalsteinn segir þetta leið til að stefna að almennt betri búrekstri. I tillögunum um gæðastýringu felst meðal annars að allt sauðfé verði einstaklingsmerkt, að viður- kennt kynbóta- og afurðaskýi'slur hald verði á búum og að helstu þætt- ir í meðferðarferli fjárins verði skráð svo hægt verði að rekja hvern- ig staðið hafi verið að umönnun og vörslu fjárins allan ársins hring. Aðj- alsteinn segir að mat á beitilandi, þar sem hugað er að gróðurfari og stærð jarða, verði einnig hluti af þessari gæðastýiángaráætlun. Hann segir mikilvægt að gera bændur meðvitaða um bættan búrf- ekstur. „Ef menn skoða niðurstöðu búreikninga sést að bestu búin eru með launagreiðslugetu um 6.000 krónur fyrir kind, en hjá þeim lök- ustu er hún rúmlega þúsund krón- ur,“ segir Aðalsteinn. í tillögunum felst að unnið verði að því að sem mest af sauðfjárfram- leiðslu á Islandi verði upprunavottuð og gæðastýrð. Segir Aðalsteinn að lagt verði til að þeim sem geta aflað sér þessarar vottunar yrði síðan um- bunað með einhverjum hætti, til dæmis auknum greiðslum á hvert framleitt kíló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.