Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 74
J74 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Handverks- markaður á Garðatorgi HANDVERKSMARKAÐUR verð- ur haldinn á Garðatorgi í dag, laug- ardag, og verður þar til sýnis og sölu r ýmiss konar íslenskt handverk. Markaðurinn verður haldinn alla laugardaga fram til jóla og er opinn frá 10-18. ------------- Tíu þúsund skráð sig VIÐTÖKUR við boði íslandsbanka og Íslandssíma á fríum aðgangi að Netinu hafa verið góðar, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynn- ingu. „Yfir tíu þúsund manns hafa þegar skráð sig á isl.is á þeirri viku sem liðin er frá því að skráning hófst,“ segir þar orðrétt. „Þeir sem þegar hafa skráð sig fá sent bréf innan tíðar með nánari upplýsingum og sérstöku lykilorði. Skráning er án skilyrða og stendur hún yfir áfram. Opnað verður fyrir tengingar á vefnum 10. janúar næst- komandi.“ Hollvinafélag Tækniskólans stofnað HOLLVINAFELAG Tækniskóla Islands var stofnað þann 3. júní sl. Fyrirmyndin að stofnun Hollvinafé- lags er fengin bæði héðan frá ís- landi og einnig erlendis frá. Grunn- hugmyndin með Hollvinafélagi byggist á því að um gagnkvæma hagsmuni skólans, nemenda og at- vinnulífsins sé að ræða. Meginmarkmiðið er að efla tengsl við fyrri nemendur, fyrirtæki og velunnara skólans. I hollvinaráði eru: Óli Jón Hert- ervig, Tæknifræðingafélagi ís- lands, Edda Sóley Óskarsdóttir, Meinatæknafélagi íslands, Gunn- hildur L. Sigurðardóttir, Röntgen- tæknafélagi Islands, Elísabet Gísla- dóttir, Félagi rekstrar- og iðnrekstrarfræðinga, Ragnar Gunnarsson, fyrir hönd iðnfræð- inga, Nína K. Hjaltadóttir, nemandi í iðnrekstrarfræði í TI, Sverrir Arngrímsson, deildarstjóri í TI, Björg Birgisdóttir, námsráðgjafi í TI, Halldóra G. Matthíasdóttir, gæða- og kynningarstjóri hjá ís- lenskum sjávarafurðum, Kristján Karlsson hjá Menntafélagi bygg- ingariðnaðarins og Þorkell Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Samey. Á fyrsta hollvinaráðsfundi þann 20. september var framkvæmda- stjórn kosin og í henni sitja Björg Birgisdóttir, Halldóra G. Matthías- dóttir og Ragnar Gunnarsson. Hafnarfjarðarkirkja 85 ára Gegnir mikilvægu hlut verki í samfélaginu Hafnarfjarðarkirkja er ein elsta kirkja landsins byggð úr steini og þótti nýlunda þá. Hana teikn- * aði Rögnvaldur Olafs- son. Sóknarprestur og sóknarnefndarformaður segja starf kirkjunnar jafnan þurfa að svara kröfum tímans. SUNNUDAGINN 12. desember verður haldið upp á 85 ára afmæli Hafnarfjarðarkirkju á árlegri jóla- vöku við kertaljós en hún var vígð fjórða sunnudag í aðventu, 20. des- ember, árið 1914. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson og í fyrra var nýtt safnaðarheimili við kirkjuna full- byggt en það er reist eftir verðlauna- teikningu hjónanna Sigríðar Magn- úsdóttur og Hans Olav Andersen og ber nafnið Strandberg. „Hafnarfjarðarkirkja er ein elsta w Landsbanki Islands hf. Hlutafjárútboð Seljandi: Ríkissjóður íslands, kt. 540269-6459, Arnarhváli, 150 Reykjavík. Umsjón meö sölu fyrir hönd ríkissjóðs er í höndum framkvæmdanefndar um einkavæðingu i umbcði viöskiptaráðherra. l'rmkvmiémtml Heildarnafnverö hlutafjár: Heildarnafnverö hlutafjár skiptist í almenna- og tilboðs- sölu. Hlutafé aö nafnverði 550 m.kr. veröur selt í almennri sölu með áskriftarfyrirkomulagi og 275 m.kr. að nafnverði verður selt meö tilboðsfyrirkomulagi. Samanlagt nafnverð hlutafjár til sölu er því 825 m.kr. mn elnkmmUn$H Sölugengi i almennri söiu: 3,80 Sölugengi í tilboössölu: Lágmarksgengi í tilboössölu er 3,80 Sölutímabil: Áskriftartímabil hefst miðvikudaginn 15. desember og lýkur föstudaginn 17. desember 1999 kl.16:00. Frestur til að skila inn tilboðum I tilboðshluta rennur út föstudaginn 17. desember 1999 kl.16:00. Greiðsluskilmálar: Greiðsluseölar veröa sendir út innan viku frá lokum áskriftartímabils og er síðasti greiösludagur þriðju- daginn 11. janúar 2000. Greiöslu má inna af hendi í einkabönkum, í gegnum þjónustusima og í útibúum banka og sparisjóða. Berist greiðsla ekki réttilega getur seljandi innheimt skuldina með þeim hætti sem lög heimila. Aö liönum 14 dögum frá gjalddaga er seljenda þó heimilt, í staö þess aö grípa til innheimtu- aðgeröa, að líta einhliöa svo á að kaupandi hafi fallið frá tilboöi sínu. Þegar áskriftarblaði hefur verið skilað inn er tilboðið bindandi fyrir áskrifanda. Þegar Landsbankinn hefur farið yfir tilboöin og reiknað út þá fjárhæð sem í hlut áskrifenda kemur er sendur út greiösluseöill. Bindandi samningur um kaupin telst kominn á þegar greiöslu- seðill hefur veriö sendur út. Umsjón með útboði: Landsbanki íslands hf. - Viöskiptastofa og Landsbréf hf. Skráning: Allt hlutafé Landsbanka íslands hf. var skráð á VÞÍ 27.11. 1998. Útboðslýsincj og önnur gögn vegna ofangreindra hlutabréfa liggja frammi hjá Viðskiptastofu Landsbanka Islands hf„ Laugavegi 77, 155 Reykjavík, í öllum útibúum bankans og hjá Landsbréfum hf. Útboöslýsinguna má einnig nálgast á heimasíöu Landsbanka íslands hf„ www.landsbanki.is og heimasíðu Landsbréfa hf„ www.landsbref.is. i 1 .mdsÍLtiikitm lanainwia'iaaiiaiiaa <■■■ '■> <■' <<• fírffi tjaf’kí Morgunblaðið/Golli Séra Gunnþór Ingason sóknar- prestur (t.v.) og Sigurjón Pét- ursson sóknarnefnarformaður. steinsteypukirkja landsins, enda ný- lunda að byggja úr steinsteypu á þeim tíma. Akveðið var að reisa kirkjuna hér í miðju athafnasvæði bæjarins á sínum tíma og Ijóst er að kirkjan er áfram miðlæg, hún er þungamiðja í bæjarmynd og mannh'fi hér í firði og á alltaf erindi við fólk, hvort sem er á helgum degi eða virk- um,“ segir séra Gunnþór Ingason sóknarprestur í samtali við Morgun- blaðið. Undir það tekur Sigurjón Pét- ursson, formaður sóknamefndar, sem segir að bygging kirkjunnar hafi á sínum tíma verið mikið átak og bor- ið vitni um stórhug forráðamanna hennar. Hann segir kirlquna í góðu standi, hún hafi verið tekin mikið í gegn um leið og bygging safnaðar- heimilisins stóð yfir, máluð að utan sem innan og 30 radda orgel kirkjunnar lagfært. Ymsir merkir munir Séra Gunnþór segir Hafnarfjarð- arkirkju eiga ýmsa merka muni, m.a. altarisgripi sem Leifur Kaldal gullsmiður teiknaði og smíðaði í til- efni 20 ára afmælis kirlgunnar 1934 og eru gjöf kvenfélags kirkjunnar. Voru þeir sýndir á heimssýningunni í New York árið 1936. „Þá má nefna messuskrúða og þar með talinn hátíð- arhökul sem kvenfélagið gaf á 75 ára afmæli kirkjunnar og það er gaman að segja frá því að afkomendur Jóels Ingvarssonar, sem var meðhjálpari hér í áratugi, gáfu þá páskahökul sem unninn er af systrunum í Karmel- klaustri. Samskiptin við kaþólska, sem unnið hafa merkt starf í Hafnar- firði, hafa jafnan mótast af virðingu og trausti," segir séra Gunnþór og leggur áherslu á þýðingu samkirkju- legs starfs. Fyrsti prestur hinnar nýju kirkju var séra Árni Bjömsson prófastur en áður hafði séra Þor- steinn Briem reyndar verið kjörinn en hann vildi ekki taka við embættinu þar sem í kjölfar kosningar hans klofnaði söfnuðurinn og var Fríkirkj- an í Hafnarfirði þá stofnuð. Hafnarfjarðarkirkja hefur oft ver- ið nefnd Þjóðkirkjan í Hafnarfirði til aðgreiningar frá Fríkirkjunni. En starf þeirra beggja byggist á sama játningargrunni og þær hafa báðar mótað mannlíf fjarðarins og samstarf þeirra eflst með árunum. Séra Garð- ar Þorsteinsson prófastur tók við prestsþjónustu við kirkjuna af séra Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hver eru mikilvægustu tungumál heims? www.tunga.is Ama og gegndi henni í heil 45 ár, en æskulýðsleiðtoginn séra Friðrik Friðriksson gegndi henni í stuttan tíma milli prestaskipta. Sóknin var kennd við hinn forna kirkjustað Garða á Álftanesi allt til ársins 1966 þegar sérstök sókn var mynduð í Garðabæ og tvær sóknir í Hafnar- firði, Hafnarfjarðarsókn og Víði- staðasókn. Fjórtán manns á launaskrá Alls era sóknarbömin nú um 10.800 en á svæði sóknarinnar búa um 14 þúsund manns. Auk sóknarprestsins, séra Gunnþórs, starfa tveir aðiir prestar við kirkjuna, þau séra Þór- hildur Ólafs og séra Þórhallur Heim- isson. Organisti er Natalía Chow. Friðrik Bjamason tónskáld var fyrsti organisti kirlqunnar. Páll Kr. Pálsson og síðan Helgi Bragason tóku við þjónustu hans. „Fjórtán manns era á launaskrá hjá okkur, nokkrir í fullu starfi og síðan hlutastarfsmenn eftir því sem verkefnin krefjast hverju sinni,“ segir Siguijón. Hann segir að þrátt fyrir miklar framkvæmdir síð- ustu árin, byggingu safnaðarheimilis- ins Strandbergs með tilheyrandi lóð og viðgerð á kirkjunni upp á alls um 230 milijónir króna, sé fjárhagurinn góður og skuldir ekki nema kringum 20 miHjónir, sem sé vel viðráðanlegt. Sóknarpresturinn og sóknamefndar- formaðurinn segja að samstarf við bæjaryfirv'öld haii jafnan verið mikið, meðal annars vegna Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem er í húsnæði sam- byggðu við Strandberg, og segja þeir báða aðila njóta góðs af því. „Kirkjan og menningarlífið era samtvinnuð og tengsl trúar og listar hafa ávallt verið mikil og dýrmætt er að hlúa jafnan vel að þeim tengslum. Sóknamefndin, undir traustri for- ystu Sigurjóns, hefur sýnt góðan skilning á því og gildi framsækins kirkju- og safnaðarstarfs," segir séra Gunnþór og heldur áfram: „Kirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í samfé- laginu og leitast við að móta það til heilla. Safnaðarstarfið er fjölbreytt og snertir alla aldurshópa en helgi- haldið er ávallt kjami og drifkraftur kirkjulegrar þjónustu og starfs og þarf að vera margbreytilegt, draga fram sígild trúarverðmæti og svara jafnframt kröfum tímans. Nú þegar horft er til merkra aldamóta og kristnitökuhátíðarárs era gerðar miklar kröfur til forystumanna kirkjunnar um að veita öragga leið- sögn og bjóða góða þjónustu. Hún þarf að veitast og jafnframt það, að fólkið og fjöldinn finni til ábyrgðar sinnar, hlúi að kirkju sinni og kristni og finni til þess og reyni það, að af- mælisár og hátíðahöld komandi árs endurnýi trúarheit og tryggð og miðli Guðs nánd og blessun." ---------------------- Viðurkenning frá Tóbaks- varnanefnd GISTIHEIMILI Akureyrar, Hafnarstræti 104, fékk viður- kenningu frá Tóbaksvarna- nefnd á dögunum fyrir gott framlag til tóbaksvarna. Gisti- heimilið, sem býður upp á 19 herbergi með eða án baðher- bergis, er fyrsta reyklausa gistiheimilið sem er opið allan ársins hring. Margrét Thorarensen veitti viðurkenningu viðtöku en hún og eiginmaður hennar, Erling Ingvason, eiga og reka Gisti- heimili Akureyrar. Að sögn Margrétar hafa viðbrögð gesta við því að eingöngu sé boðið upp á reyklaus herbergi verið sérlega jákvæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.