Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 43 VIKU m Hvað er margfaldur persónuleiki? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað er það sem nefnt hefur verið tvöfaldur eða margfaldur persónuleiki? Er þetta ein tegund geðklofa? Hvaða orsakir liggja til þessa ástands og er hægt að lækna það? Svar: Margfaldur persónuleiki er eitt heil- kenni þess sem á íslensku hefur verið nefnt hugrof (dissociation). Þá koma fram sitt á hvað tveir eða fleiri persónuleikar í sömu manneskj- unni. Margh' ætla að hér sé um geðklofa að ræða, enda má til sanns vegar færa að per- sónuleikinn er klofinn eða margskiptur. Þetta ástand á þó ekkert skylt við geðklofa, enda eru veruleikatengsl í góðu lagi og hugsun rökrétt hjá hverjum þessara persónuleika um sig, en sjaldnast vita þeir hver af öðrum. Hugrof er flokkað með hugsýki og hefur ver- ið skýrt sem sjúkleg gleymska vegna bælingar og því náskylt sefasýkinni (hysteria). í hófleg- um mæli hafa flestir tilhneigingu til að bæla eða gleyma þeim atvikum sem valda þeim óþægindum. Ef bæling verður mjög sterk og sífellt gripið til hennar leiðir það til sefasýkis- einkenna, svo sem tilfinningasveiflna eða um- breytingar í líkamleg sjúkdómseinkenni (con- version). Hástig bælingar, sem oft stafar af stóráföllum í lífinu, getur síðan leitt til hugrofs. Innan þess flokkast þrjú stigvaxandi heilkenni, sem eru sjaldgæf, en vekja jafnan mikla at- hygli. Fyrsta heilkennið er minnisleysi (amnesia), þar sem sjúklingurinn gleymir stórum köflum úr lífi sínu. Þá koma fyrir tímabil hjá sjúk- lingnum, þar sem mikilvæg atvik úr lífi, oft þung áföll, eða upplýsingar um eigin hagi eða sinna nánustu, eru gersamlega þurrkuð úr Hugrof minni hans. Þetta minnisleysi er of yfirgrips- mikið til þess að geta talist til venjulegrar gleymsku. Annað heilkennið er hugrofsflótti (fugue), sem venjulega byijar með því að sjúklingurinn fer að heiman eða úr vinnu, en skilar sér ekki og hefur tapað sjálfum sér í bókstaflegri merk- ingu. Hann man ekki lengur hver hann er, hvar hann á heima, hver er maki hans eða börn eða nokkuð annað úr fortíð sinni. Oft get- ur tekið langan tíma að finna út hver maðurinn er, ef hann hefur engin skilríki, einkum í stór- borgum erlendis. Þriðja og alvarlegasta heilkennið er síðan margfaldur persónuleiki eða persónuskipti. Þá kemur nýr persónuleiki fram hjá sjúklingnum, gjaman andstæður við hinn fyni, sem þá er gjörsamlega bældur eða dulvitaður á meðan. Fyrri persónuleika getur síðan skyndilega skot- ið upp á yfirborðið aftur og þá er hinn síðari bældur í dulvitundinni. Fleiri persónuleikagerð- ir geta þannig skipst á að koma fram með vissu millibili og dæmi eru um að nokkrir tugir ólíkra persónuleika hafi skipst á í sömu manneskjunni. Allir þessir persónuleikar lifa sjálfstæðu og til- tölulega eðlilegu lífi, ef svo má taka til orða und- ir þessum kringumstæðum. Hver um sig hefur sinn heildstæða reynsluheim og samræmi í at- ferli, skapferli og viðbrögðum til lengi'i tíma. Oft er því haldið fram að hver maður hafi á sér tvær hliðar, þá sem hann sýnir og birtist sem persónuleiki hans hið ytra, og þá sem hann dylur. Hver góður eiginleiki hans eigi sér andstæðu í dulvitundinni. Margir kannast við Þrjú andlit Evu, bók og síðar kvikmynd sem byggist á raunverulegu sjúkdómstilfelli. Þar skiptust í fyrstu á tveir persónuleikar, Eva White (hvíta) og Eva Black (svarta), sem í samræmi við nöfnin höfðu annars vegar góða eiginleika og hins vegar slæma. Hvorug vissi af hinni. I meðferð sjúklingsins sem stóð í all- langan tíma, birtist þriðji persónuleikinn, Jane, sem varð eins konar málamiðlun hinna tveggja, og í lok meðferðar var það hún sem hélst í meðvitundinni, en hinar hurfu. I samræmi við ofangreindar skýríngarkenn- ingar um orsakir hugrofs hefur einkum verið beitt sállækningum, byggðum á sálkönnun, við meðferð þessara sjúklinga, oft með góðum ár- angri. A seinustu árum hefur verið vaxandi um- ræða meðal lækna og sálfræðinga um þetta sjúkdómsfyrirbrigði og fleiri tilfelli koma nú fi’am en áður var. Menn hafa leitað nýrra or- sakaskýringa, t.d. í miðtaugakerfi, en þó eru flestir sem hallast að sálrænum orsökum og sérstaklega hafa fundist tengsl hugrofs við meiri háttar áfoll, svo sem kynferðislega mis- notkun í bemsku og skyndilegan missi af slys- fömm eða hamfömm. Færri hallast nú að því að þetta sjúkdómsástand tengist einungis sefasýki. • Lesendur Morgvnblaðsins geta spurt sálfræð- inginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er við spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréf- um merkt.Vikulok, Fax:5691222. Ennfremurmá senda símbréf merkt:Gylfi Ásmundsson ísfma 5601720. bundnar víð 10% bamaniia með "h^tbíLð? geðræn vandamál New Orleans. Reuters. LYF sem virðist stöðva eina tegund hvítblæðis á upphafsstigum var kynnt í síðustu viku og segja vís- indamennirnir sem þróuðu lyfið, sem enn er á tilraunastigi, að það geti valdið byltingu í meðferð krabbameins. Þrjátíu og einn hvítblæðissjúkling- ur tók daglega 300 millígrömm af lyf- inu, er nefnist STI-571, og í öllum til- fellum rénaði sjúkdómurinn og magn hvítra og rauðra blóðkorna færðist í eðlilegt horf. Sjúklingarnir fundu til smávægilegra aukaverkana, til dæm- is vöðvakrampa og magakveisu. „Þegar þessar niðurstöður fóm að koma í ljós urðum við gífurlega spenntir,“ sagði dr. Brian Draker við Heilbrigðisvísindaháskólann í Portland í Bandaríkjunum. Hann þróaði lyfið í samvinnu við vísinda- menn hjá svissneska lyfjafyrirtæk- inu Novartis. Draker sagði enn- fremur að frekari tilrauna væri þörf til að ákvarða langtímaáhrif lyfsins, en sjúklingarnir tóku það í innan við eitt ár. Hann kvaðst vona að lyfið yrði komið á almennan mai'kað eftir tvö eða þrjú ár. Ráðist gegn ensfmi Lyfið tilheyrir nýjum flokki lyfja sem ráðast gegn ensíminu sem kem- ur hvítblæðinu af stað, og hefur ekki áhrif á heilbrigðar framur í líkaman- um, að sögn Drukers. Hefðbundin krabbameinsmeðferð hefur oft mikl- ar aukaverkanir vegna þess hve víð- tæk eitranaráhrif hún hefur. „Eitt helsta markmiðið í krabba- meinsrannsóknum hefur verið að greina muninn á krabbameinsfram- um og eðlilegum frumum til þess að hægt sé að beita áhrifaríkari aðferð- um sem hafa minni eitranaráhrif," sagði Draker. Mikilvægi rannsókn- anna kynni að ná til fleíri sviða en hvítblæðis. Hann sagði að þótt í sumum sjúk- linganna virtist lyfið hafa með öllu útrýmt krabbameinsvaldandi frum- um væri of snemmt að fara að tala um lækningu. A næsta ári yrði lyfið prófað á nokkur hundruð manns. ALLT að 10% breskra barna og unglinga á aldrin- um 5-15 ára eiga við ein- hvers konar geðræn vandamál að stríða, að því er fram kom í ítarlegustu könnuninni til þessa á geð- heilsu barna í Bretlandi. Breska hagstofan gerði könnunina fyrir heilbrigð- isyfirvöld og hún byggðist á viðtölum við 10.500 for- eldra 5-15 ára bama og við 4.500 böm á aldrinum 11- 15 ára, auk svara kennara allra barnanna við spurn- ingum sem þeim vora sendar. Niðurstaðan var sú að 5% barnanna ættu við veraleg hegðunarvandamál að stríða, 4% við ýmis geðræn vandamál eins og kvíða, fælni og þunglyndi, og um 1% þeirra vora álitin hafa sjúklega hreyfingarþörf sem lýsir sér í eftirtektarleysi og ofvirkni. Við matið var tekið mið af því hvort vanda- málin yllu börnunum andlegum þjáningum eða hefðu veraleg áhrif á daglegt líf þeirra. Greinilegur stéttamunur Samkvæmt könnuninni eiga 11% drengja og 8% stúlkna við þessi vandamál að stríða. Hún leiddi í ljós að börnum ófaglærðra verkamanna er þrisvar sinnum hættara við geð- rænum vandamálum en bömum foreldra með sér- menntun. Ennfremur kom fram greinileg fylgni milli fjölskyldutekna og geð- heilsu barna; 15% bama í fjölskyldum með minnstu tekjumar áttu við geðræn vandamál að stríða en aðeins 6% barna tekjuhæstu foreldranna. Þá leiddi könnunin í ljós að tæp 30% bamanna sem áttu við geðræn vandamál að stríða höfðu aldrei leitað til heimilislækna eða sérfræðinga, svo sem barnalækna eða bamasálfræðinga, vegna vandamála sinna. Geðrænn vandi getur birst með ýsmum hætti hjá börnum og unglingum. B ó k i n u m L o u i s u Matthíasdóttur KYNNINGARVERÐ í DESEMBER 8.980 kr. GEFIN ÚT Á ÍSLENSKU 240 blað- síður í stóru broti með 220 ljósmyndum, þar af125 litmyndum af verkum Louisu. OG ENSKU JÓLAPAKKARNIR hverl á land sem er Aðeins 300 kr. pakkinn -hvertáland sem er! SMftT stgr. Fæst í öllum helstu útivistarverslunum Blöndunartæki með brunavörn Moraterm sigild og stílhrein. Með Moraterm er alltaf kjörhiti í sturtunni og öryggi og þægindi í fyrirrúmi. Mora - Sænsk gæðavara T€HGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást í byggingávSniwsluntim nm lnntl nlll eilsuhúsið Skólavðrðuslíg, Kringlunni & Smáratorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.