Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Villuráfandi vandræðamenn Frá Aðalheiði Jónsdóttur: VINSTRI pólitíkusar á íslandi hafa oft hagað sér undarlega, svo ekki sé meira sagt. A síðastliðnu ári þegar skoðanakannanir sýndu að fylgi Samfylkingarinnar fór stöðugt vaxandi og nálgaðist orðið fylgi Sjálfstæðisflokksins var eins og sumir er að samfylkingarmálum stóðu yrðu skelfingu lostnir, hlupu út um víðan völl og hrópuðu með miklum látum að þeir segðu sig úr Alþýðubandalaginu. Verið væri að stofna nýjan krataflokk og Alþýðu- bandalagið hyrfi frá meginstefnu sinni, sérstaklega í utanríkismál- um og með þennan málflutning að leiðarljósi ráku þeir sína kosninga- baráttu og því miður tókst þeim að sundra fylginu. Margir óttuðust að Samfylkingin ætlaði að sækja um inngöngu í ESB. Ef Samfylkingin verður stjórnmálaflokkUr, eins og útlit er fyrir, kemur í ljós hvort hann hefur á stefnuskrá sinni að sækja um inngöngu í ESB. Ég vil ekki trúa því, hitt er víst að Vinstri grænir drógu til sín mikið fylgi frá Samfylkingunni með þess- um áróðri. Sú klofningsárátta sem vinstrimenn hafa svo oft notað sem leikfang varð hjá þessum mönn- um yfirsterkari heilbrigðri skyn- semi, því líta þeir sýnilega á fyrr- verandi samherja sem höfuðandstæðing. Mér hefur skil- ist að þarna hafi ekki verið sá ágreiningur sem ekki hefði verið auðvelt að leysa ef vilji hefði verið fyrir hendi. Þeir hljóta þó að vita að stór flokkur er máttugri en lítill og að sigur vinnst með samstöðu en sundraðir eru menn dæmdir til að tapa. Nú eru Vinstri grænir að- eins lítill flokkur á Alþingi, van- máttugir að koma áhugamálum sínum í framkvæmd. Það er ríkis- stjórnin sem ræður. Ríkisstjórnin sem þeir höfðu stutt til valda. Pólitískt siðleysi Enn er verið að sundra. Arni Þór Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar og borgarfull- trúi R-listans fyrir Alþýðubanda- lagið, hefur sagt sig úr flokknum og dregur með sér dálitla halarófu, en í stað þeirra tíu sem segja sig úr flokknum fær hann 17 sem gengu í félagið (ég held að ég fari með réttar tölur, ef svo er ekki biðst ég afsökunar á því). Heyrst hefur að Arni Þór viti nú ekki sitt rjúkandi ráð, hvort hann á að stofna nýjan flokk og verða hala- stjarna á hinum pólitíska himni, og mundi flokkurinn þá væntanlega heita Halastjarnan. Fleira virðist koma til greina, kannski Vinstri grænu eða lenda í Framsóknar- sænginni með fyrrverandi flokks- bróður sínum sem hreiðraði þar um sig eftir að hafa verið kosinn í þingnefnd sem alþýðubandalags- maður, en hélt dauðahaidi í þetta starf eftir að hafa skipt um flokk. Það kemur í ljós þar sem Arni Þór var varaþingmaður Samfylkingar- innar og borgarfulltrúi R-listans fyrir Alþýðubandalagið, hvort þessir heiðursmenn eru samstiga í höfuðeinkennum slíkra fugla, sem er pólitískt siðleysi, sundrung og ófriður. „Að skemmta skrattanum" Það mun hafa verið um svipað leyti og Árni Þór sagði sig úr Al- þýðubandalaginu, að borgarstjóri lét orð falla á þá leið að undarlegt mætti teljast hvað vinstrimenn á Islandi hefðu verið iðnir við að skemmta skrattanum. Þetta er vissulega alveg rétt hjá borgar- stjóra, það er að minnsta kosti víst að þeim var ekki skemmt, sem vilja sjá hér réttlátt og gott þjóð- félag fyrir alla - ekki bara marg- blessað „góðærið“ hans Davíðs sem siglir seglum þöndum framhjá 1/4 hluta þjóðarinnar og segir þeim sem þar eru - si sona - að éta það sem úti frýs. Þetta er áreiðanlega ekki það þjóðfélag sem almenningur vill sjá hér, en svona og þaðan af verra mun þetta þjóðfélag þróast með sömu stjórn- endum. En vonandi tekst Samfylk- ingunni að mynda sterkan trúverð- ugan flokk, þá mun hún aftur fá það fylgi sem hún hefur misst og gott betur, ef þetta mistekst nú er vonlaust að í náinni framtíð takist að byggja hér upp þjóðfélag sem vill jafnrétti og réttlæti fyrir alla. Þá geta Vinstri grænir þakkað sér hvernig fór, hallað sér á sitt græna eyra og rýnt inn í sjálfa sig, ef þar skyldi vera eitthvað að finna. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík Hattar, húfur, alpahúfur, 2 STÆRÐIR. \Ö^HI/I5IÐ Mðrkinni 6, s. 588 5518. OlÍUCttí Artjet2() bleksprautuprentari Margverðlaunaður prentari sem skarar fram úr í gæðum hraða Kr. 26.900 m/vsk m = SKRIFSTOFUVÖRUR ÆÆ J. nSTVfiLDSSON HF. — = Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535 1200 punkta Ijósmyndagæði 10 blöð á mín. í lasergæðum 6 blöð á mfn. í lit Laugavegi 54, s. 552 5201. TILBOÐ Herraskór Teg. 96110 Litur: Svart Stærðir: 41-46 Tilboðsverð: 13-18 Teg. 2617 Litur: Svart Stærðir: 40-46 Tilboðsverð: 3.990 Opið í dag kl. 10-22. Opið sunudag 12. des. kl SKÓUERSLUN KQPAUQGS HAMRABDRG 3 • SÍMI 554 1754 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 21 Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR Munu tölvur leysa lögfræðinga og túlka af hólmi? www.tunga.is Hjónaband Gott fjölskyldulíf er grunnur sannrar gleði og hamingju! Ert þú einhleyp(ur) á aldrinum 20-44 ára í leit að eilífu ástarsambandi, með trú og traust á leiðsögn Guðs? Ef svo er, þá gæti ég haft lausnina fyrir þig. Upplýsingar í símum 552 5808 og 896 1284. Heimsfriðarsamband fjölskyldna. True Love Forever — www.matchingservice.org ★ Full búð ★ af nýjum vörum ANTIIC GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600 ^ (Opið virka daga kl. 12-18, helgar kl. 12-16?) raðGREIÐSLUR M3M Leiðisgreinar og krossar Leiðisljós - Leiðislugtir Opið íil kl. 22 öll kvöld ‘DaCta Fákafeni l l, sími 568 9120 Híá Svonu Ný kvenfataverslun Mikið úrval af kvenfatnaði við öll tækifæri. Stærðir 36-50. m Svönu, Verið velkomin Kirkjulundi 13, Garðabæ, sími 565 9996 Opið frá kl. 13-18, laugardaga frá kl. 10-18, sunnudaga frá kl. 13-18. Rofar og tenglar Plegrand* Mosaic Ef þið eruð orðin þreytt á gömlu Ticino tenglunum, þá bjóðum við einfalda og smekklega lausn fyrir þig. TM i ’ HUSASMIÐJAN Stmi 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.