Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Hundalíf
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
THE TEACHER PIDN'T
. LIKE MY REPORT.. _
I HAVE A SNEAKIN6 T WHY
5U5PICION 5HE TH0U6HT / DO YOU
IT L0A5 DUM5.. J THINK
s~7f---^ V THAT?
Kennarinn var ekki hrifinn
af ritgerðinni minni.
Ég hef þessa undarlegu Af hveiju
tilfinningu að hún haldi heldurðu
að hún sé heimskuleg. það?
Hún sagði hana
heimskulega.
k
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík ® Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329
Gæsir Víkings Guðmundssonar á Grænhóli.
Eyjabakkar
og annað
gróðurlendi
Frá Víkingi Guðmundssyni:
FRÁ því segir í Brennu-Njálssögu
að Njáll á Bergþórshvoli „lét aka
skarni á hóla, því þar yrði taða
betri en annarsstaðar". Allt frá
þeirri tíð hafa menn verið minntir
á þá staðreynd, að efni sem líkam-
ar manna og dýra losa sig við, eru
nytsamleg jarðargróðri, en hæpin
not af þeim annars staðar.
Eg er orðinn gamall maður, en
þegar ég var ungur voru fiskimið í
Faxaflóa mjög rómuð. Það er lítið
um þau talað nú til dags, en ýmis-
legt annað sem rekur þar á fjörur
meira rætt.
Ég ól upp nokkrar gæsir síðast-
liðið sumar. Þær þurftu að hafa
nokkurt frjálsræði og eltu mig
gjarnan heim að bæ og vildu þá
vera í garðinum við húsið. Rann-
fangslubbi var þar undir vegg,
heldur ótótlegur og tóku gæsirnar
sér náttstað undir honum og skitu
þar ótæpilega. Að nokkrum tíma
liðnum var rannfangið alþakið gul-
um blómum og mjög svo fjarska-
fagurt. Kemur mér því ekki á
óvart þótt gæsabyggðir geti verið
blómlegar.
Upp komu deilur um Blöndulón-
ið þegar þar átti að virkja. Meðal
annars voru menn uggandi um
fuglalífið á Auðkúluheiðinni. Ég
átti leið um Blönduós síðastliðið
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeuF
Qfuntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
haust og sá þá þar á túnum og í
görðum þá mestu mergð af gæsum
sem ég hef augum litið. Ekki
bendir það til þess að uppeldis-
stöðvar á Auðkúluheiðinni séu al-
veg fyrir bí.
Umræður manna varðandi Eyja-
bakka hafa gengið út á að sökkva
eigi hálendi Islands norðan Vatna-
jökuls. Svona draugasögur ætti
fólk með heilbrigða skynsemi ekki
að láta bjóða sér. Þessi pollur á að
verða rúmir fjörutíu ferkílómetrar,
eða álíka og endi Eyjafjarðar inn-
an Svalbarðseyrar. Gróðurinn sem
færi undir vatn er ræktaður upp af
gæsunum og þær munu rækta upp
í kringum það lón sem þarna
kæmi. Lítið þið bara á eyjar og
fuglabjörg. Hreindýr hafa nóg
graslendi annarsstaðar en þar sem
þessi pollur kemur og þeirra kjör-
lendi er ekki háð grasvexti, en
frekar skófum og fjallagrösum.
Þetta dýraríki sem þarna er, er
fyrst og fremst háð friði og næði
fyrir skotveiðimönnum og flæking-
um, en þó getur það frekar sætt
sig við þá síðarnefndu ef hóf er á.
En svo eru alltaf til menn sem eru
á móti öllum framförum sem koma
öðrum en þeim sjálfum að gagni.
VÍKINGUR GUÐMUNDSSON,
Grænhóli, 603 Akureyri
Verkbókhald
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.