Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 84
84 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FYRST ég er hér í Berlín tíu ár- um eftir að múrinn féll og eft- ir að hafa verið svo mörgum sinnum á Kúbu þá langar mig til að ÍPbera upp ósk,“ segir Martine Marig- nac, framleiðandi myndarinnar Farewell, Home Sweet Home, sem fékk gagmýnendaverðlaun þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent um helgina. „Það er almenn vitneskja að Kúbumenn eiga heilmikið, milljónir af eldflaugum," segir hann, dregur Kúbuvindil upp úr vasa sínum og kveikir í. „En hinar virka ekki leng- ur,“ bætir hann við. „Er þá ekki kominn tími á að aflétta viðskipta- banninu á Kúbu svo hagur fólks - vænkist?" Banderas óvanur verðlaunum „Eg er ekki vanur að taka við verðlaunum svo ég veit ekki alveg hvernig ég á að mér að vera,“ segir Antonio Banderas alvarlegur er hann tekur við heiðursverðlaunun- um. Er hann þakkar fyrir sig rýnir hann út í sal og bendir: „Pedro Al- modovar situr þarna og ég vil þakka honum því hann var sá fyrsti sem hafði hugrekki til að beina kvik- myndatökuvélinni að mér.“ Banderas tekur sér kúnstpásu áður en hann heldur áfram: „Ég á í Ella Magg. Verið velkomin á myndlistarsýningu Elínar Magnúsdóttur /' Gallerí Horninu Sýningin erfrá 11.—23. desember. Listakonan er við daglega frá kl. 15—18. Hornið, Hafnarstæti 15, sími 551 3340 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Geimverur furðu- legri en konur? Spænska hjartaknúsarann Antonio Banderas langar að leika aftur fyrir Al- modovar. Þetta og sitthvað fleira bar á góma í viðtölum Péturs Blöndals við verðlaunahafa á Evrópsku kvikmynda- verðlaununum um helgina. meira en fagmannlegu sambandi við aðra manneskju í salnum; Melanie [Griffíth]. Þakka þér fyrir skilyrðis- lausan stuðning þinn og ást; þú varst stjarnan í minni fyrstu kvikmynd og þú verður ávallt stjarnan í lífi mínu.“ Það má heyra konur grípa andann á lofti og þær koðna niður í sætum sín- um þegar þessi Zorró evrópskra leikara talar til konu sinnar og svo ætlar allt um kolla að keyra með húrrahrópum og klappi. Ekki er minna um hróp þegar hann stormar á fund blaðamanna í sjónvarpsstúdíói á eyju í Berlín. „Ég hef verið tilnefndur ótal sinnum en aldrei komist upp á svið,“ segir hann er hann stekkur upp á þar til gerðan pall. „Ég er því mjög ánægður með þetta tækifæri." Aðspurður um hvar hann ætli sér að geyma verðlauna- gripinn svarar hann: „Ég er ekki einn af þessum stórlöxum sem stafla verðlaunagripum í baðherbergið; ég ætla að setja verðlaunastyttuna á áberandi stað í stofunni því ég á ekki svo mikið af þeim.“ Ekki eins góður og Redford Þegar blaðamaður kemst í tæri við Banderas spyr hann hvenær komi að næstu mynd með Almodov- ar. „Ég vona að það verði bráðlega. Við höfum rætt um þetta í drjúgan tíma og erum báðir ungir þótt við höfum verið lengi að. Ég býst því við að tækifæri gefist í framtíðinni. Við verðum þó að finna gott verkefni og rétta augnablikið. Ég hef fengið mörg tilboð frá honum undanfarin ár en ekki fundið persónu sem mér lík- ar. Ég held það gerist bráðlega en get ekki sagt til um hvenær.“ Leikkonan Melan- ie Griffith heldur í hönd ástmanns síns og er fáanleg til að leggja orð í belg. Tökum á mynd Johns Waters „Cecil B. Demented" þar sem hún er í aðal- hlutverki lauk í þarsíð- ustu viku og þar áður lék hún í fyrstu mynd sem Banderas leik- stýrir „Crazy In Al- abama“. Ef til vill þarf það ekki að koma á óvart að hún hrósar manni sínum sem leik- stjóra, ekki síst þar sem hann stendur við hlið hennar. „Hann er ekki eins góður og Robert Red- ford,“ segir hún ástúð- lega, „en hann býr yfir miklum hæjlleikum og þekkingu. Ég hef unn- ið með fjölmörgum leikstjórum og hann er í hópi þeirra fimm bestu.“ Er hann eins sérvit- urogJohn Waters? „Nei,“ svai'ar hún skýrt og hlær. „Það er nú ekki hægt að keppa við hann,“ skýtur Banderas inn í. „Hann er óskoraður Melanie Griffíth verður alltaf stjarnan í lífi hjartaknúsarans Banderas. Spænski leikstjórinn Pedro Almodovar er sagður hafa konur á heilanum. ÍUtlit rir góðar gjafir Hvað ætlar þu að gefa þínum nánustu í jólagjöf? Og hvað viltu í pakkann þinn? í Byggt og búið færðu réttu jólagjafirnar á frábæru tilboði*. byggtogbúió '“Kringlunni ra s? = E A meðan birgðir endast meistari í furðulegheitum," klykkir Melanie út með. Samviskubit gagnvart Evrópu Hefðir þú ekki frekar verið líkleg- ur til að vinna Oskarinn en til evrópskra kvikmyndaverðiauna þeg- ar horft er til nýlegra mynda þinna? spyr blaðamaður Banderas. „Ég verð að viðurkenna að ég er með samviskubit," svarar hann. „Ég hef ekki unnið í Evrópu undanfarin sjö ár. Ég hef reynt að koma á jafn- vægi milli Evrópu og Bandaríkjanna en það hefur hallað mjög á aðra álf- una undanfarin ár. Ég hef verið snortinn af öllum þeim verkefnum sem mér hafa boðist vestra og giipið tækifærið en er með dálítið sam- viskubit yfir því.“ Hann ætlar því að leikstýra sinni annarri mynd í Evrópu. „Ég er bundinn af verkefnum sem leikari í Bandaríkjunum næstu tvö árin en eftir það ætla ég að reyna að koma á meira jafnvægi. Þegar ég tala um Evrópu á ég við Spán þótt það gæti einnig átt við um Ítalíu eða önnur lönd. Mig langar helst af öllu aftur til Spánar til að vinna að kvikmyndum með löndum mínum og í heimaborg minni.“ Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR er ódýr www.tunga.is Langar þig þá að flytja aftur til Spánar? „Já, það er það sem ég er að segja,“ segir Antonio og kinkar kolli. Mikið hefur verið rætt um að kon- ur fái ekki nógu bitastæð hiutverk í kvikmyndum. Hvað finnst þér um það? spyr blaðamaður Griffith. „Ég held að þau hafi ekki breyst. Það eru alltaf góð hlutverk á boðstól- um; eina vandamálið er að finna þau og góðan efnivið. Og vinna eins og skepna,“ bætir hún við og það ískrar í henni af hlátri. „Ég gæti haldið áfram og rætt þetta fram í hið óend- anlega en mér finnst þetta ekki vandamál. Það hafa alltaf verið góð hlutverk í boði fyrir konur og munu alltaf verða; þær þurfa bara að bera sig eftir björginni." Banderas gii'pur nú fram í, slítur samtalinu og þakkar fyrir: „Ég þarf að vera fyrir framan myndavélar í Tel Aviv í ísrael eftir sex klukkutíma þannig að ég verð að flýta mér,“ segir hann ákveðið en vinalega. Morricone úr ítalska vestrinu Ennio Morricone bregður ekki svip fremur en Clint Eastwood í spagettí-vestrunum ítölsku sem eru ekki síst eftirminnilegir vegna tónl- istarinnar sem hann smíðaði. En hvenær byrjar hann afskipti af þeim myndum sem hann semur tónlist fyrir? „Það er engin föst regla í þeim efnum,“ svarar hann. „Stundum hefst ég handa mánuði áður enpökur fara fram og stundum ári. Ég vil helst byrja eins snemma og hægt er því ég er á því að leikstjórinn þurfi að öðlast skilning á og hafa tilfinningu fyrir mikilvægi tónlistarinnar í myndinni þegar verkefnið er að mót- ast. Þess vegna er mikilvægt fyrir mig að vera til staðar þegar í byrjun svo gagnkvæmur skilningur náist.“ Sólskinsríkur dagur Ungverska myndin Sólskin upp- skar ríkulega og hreppti þrenn verð- laun, fyi-ir besta handrit [István Sza- bó], kvikmyndatöku [Lajos Koltai] og karlleikara [Ralph Fiennes]. Framleiðandinn Robert Lantás seg- ir frá því að hann hafi upprunalega fengið símtal frá umboðsmanni sín- um sem hafði 600 blaðsíðna handrit í höndunum sem skrifað var á ung- versku. „Mér skilst að eigandinn vilji gera úr þessu kvikmynd og það er einhver sem kallar sig Szabó,“ sagði umboðsmaðurinn við hann. Lantás gerði sér ferð út á myndbandaleigu í Greenwich Village og leigði sex myndir eftir Szabó. „Umboðsmaðurinn sagði við mig að ég ætti ekki eftir að hagnast neitt á þessu og þetta ætti eftir að taka heila eilífð. En mér fannst ég verða að ráð- ast í þetta verkefni og tveimur árum og sex uppköstum síðar myndi ég ekki tvínóna við að gera það aftur.“ Handritshöfundurinn og leik- stjórinn heitir István Szabó. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. óskarinn fyrir Mephisto og var til- nefndur fyrir Confidenee. Aðspurð- ur um hvaða þýðingu hátíðir á borð Evrópsku kvikmyndaverðlaunin hafi svarar hann: „Við þurfum evrópskar hátíðir. Við þurfum að lyfta evrópsk- um kvikmyndaiðnaði. Við þurfum að bjarga kvikmyndum sem endur- spegla tilfinningar okkar og reynslu." Hann heldur áfram: „Ég veit að evrópskar kvikmyndir eiga undir högg að sækja en við verðum að berjast, ekki gegn einhverjum öðr- um því það væri óráðsía, heldur bara til að hreiðra um okkur á litlum reit og í litlum húsum. Ég er á því að við þurfum dreifingarfyrirtæki í Evrópu og góð kvikmyndahús í hverri borg til að sýna evrópskar kvikmyndir.“ Mynd án landamæra Aðspurður um hvort Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu eitthvað í líkingu við Óskarinn segist Óskar- sverðlaunahafinn Ralph Fiennes hafa andstyggð á slíkum saman- burði. „Sólskin er evrópsk kvikmynd en boðskapur hennar er ekki bund- inn við landamæri. Ég er ánægður með viðtökumar hér í kvöld og myndi að sama skapi gleðjast ef myndin fengi viðurkenningu í Bandaríkjunum. Það ætti raunar ekki að þurfa samkeppni af þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.