Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Deilt um skipulagið við Hörðu- velli íbæjarstjórn Hafnarfjarðar Samþykkt að boða til samkeppni Ljósmynd Pétur Brynjólfsson í upphafí þessara aldar var Duusverslun í Aðalstræti 2. Morgunblaðið/Jim Smart Stefnt er að því að breyta Geysishúsinu á næsta ári. Hug- myndin er að það líti út eins og það gerði árið 1906. Ráðgert að veita 75 milljónir í endurbætur á sögufrægum húsum Geysishús- inu breytt Miðbær TIL stendur að á að veita 75 milljón króna í endurbætur á tveimur sögufrægum timbur- húsum í miðbæ Reykjavíkur. Ef fjáriiagsáætlun Reykja- víkurborgar, sem tekin verð- ur til afgreiðslu á fimmtu- daginn, verður samþykkt liefjasf framkvæmdir á næsta ári. Meirihlutinn eða 65 millj- ónir munu fara í endurbætur á Hafnarstræti 16, en 10 milljónir í endurbætur á Að- alstræti 2, svokölluðu Geysis- húsi. Að sögn Kristínar Einars- dóttur, framkvæmdastjóra miðborgarinnar, er hug- myndin að endurgera Aðal- stræti 2 f þeirri mynd sem það var árið 1906, þegar Du- us kaupmaður átti húsið. Hún sagði að húsið yrði fyrst og fremst endurgert að utan, enda væri tiltölulega stutt síðan það hefði verið lagfært að innan, en þar er nú Hitt húsið með starfsemi. Elsta tvflyfta húsið í Reykjavík Kristín sagði reynt yrði að gera sem mest fyrir þær 10 milljónir sem veittar yrðu í húsið. Hún sagðist vonast til þess að hægt yrði að endur- gera framhliðina og þá hlið sem sneri að Vesturgötu. Að sögn Nikulásar Úlfars Mássonar, arkitekts á Ár- bæjarsafni, er húsið við Aðal- stræti 2 eitt það merkilegasta í Reykjavík. Hann sagði að það væri elsta tvflyfta húsið sem enn stæði á sínum upp- runalega stað í höfuðborg- inni og að á sínum tíma hefði það þótt mjög fburðamikið. Elsta tvflyfta húsið hefur ver- ið flutt á Árbæjarsafn, en það stóð við Lækjargötu 4 og er þremur árum eldra en húsið viö Aðalstræti 2. Á homi Aðalstrætis og Vesturgötu, þ.e. við Aðal- stræti 2, var fyrsta verslun- arhúsið í Reykjavík reist árið 1780. Hýsti verslanir Fischers og Duus og Ingólfs apótek Margs konar verslun hefur síðan verið rekin á þessum stað allt fram á okkar daga. Árið 1855 var gamla húsið rifið og í staðinn reist það hús sem enn stendur, en þar voru um tfma aðalbækistöðv- ar Fischersverslunarinnar, sem var ein helsta verslun í Reykjavík á ofanverðri 19. öld. Árið 1904 seldi W. Fischer húsið til H.P. Duus kaup- manns, en hann rak þar verslun til ársins 1927, er fyr- irtækið varð gjaldþrota. Þá hófst rekstur Ingólfs Apót- eks í húsinu og var apótekið á staðnum í rúman al- darfjórðung eða allt þar til Veiðarfæraverslunin Geysir hóf starfsemi sína þar árið 1954. Síðustu ár hefur ýmiss konar verslunarstarfsemi verið í húsinu m.a. var þar rek,in ferðaskrifstofa um tíma, en Reykjavíkurborg keypti húsið 1992 og árið 1995 flutti Hitt húsið þangað og er þar enn. Hafnarstræti 16 endur- bætt að innan sem utan Endurbæturnar á húsinu við Hafnarstræti 16 verða mun viðameiri en endur- bæturnar á Aðalstræti 2, enda er ráðgert að veita um 65 milljónir króna í húsið. Húsið, sem var reist af dönskum kaupmönnum frá Fanö á Jótlandi rétt fyrir aldamótin 1800, verður end- urbætt að utan sem innan. Nikulás Úlfar sagði að húsið væri næstum í sinni upp- runalegu mynd þannig að því yrði lítið sem ekkert breytt. Húsið, sem var kennt við dönsku kaupmennina og jafnan kallað Faneyjarhúsið eða Jóska húsið var endur- byggt að miklu leyti f kring- um 1820. Á næstu árum voru ýmsir eigendur að húsinu, en það var bæði notað til íbúðar og verslunar. Þorsteinn Jóns- son Kúld rak t.d. bóka- og al- menna verslun þar um tíma, sem og Ole Peter Möller, en Ljósmynd Sigfús Eymundsson HÓTEL Alexandra var í Hafnarstræti 16 um 1880. Morgunblaðið/Kristinn Ráðgert er að veita um 65 milljónum króna í endurbætur á Hafnarstræti 16. þá var verslunin kölluð Möl- lersbúð. Hótel Alexandra Um 1880 var versluninni breytt í hótel, sem bar nafnið Hótel Alexandra eftir dóttur Kristjáns IX, síðar Eng- landsdrottningar. M. Smith átti húsið á þessum tíma og breytti hann því nokkuð, byggði m.a. ofan á það aðra hæð. Sagan segir að misjafnt orð hafi farið af hótelrekstr- inum og stóð hann ekki mjög Iengi. Eftir aldamótin 1900 var Eimskipafélagið m.a. með skrifstofur í húsinu eða þar til Eimskipafélagshúsið var tilbúið árið 1921. Hafnarstræti 16 hefur ver- ið lagfært nokkuð á síðari ár- um, en það hefur að mestu verið notað undir skrifstofur og verslanir. Hafnarfjörður BÆJARSTJORN Hafnar- fjarðar samþykkti á fundi sín- um á þriðjudaginn tillögu um að boða til samkeppni um hönnun og skipulag Hörðu- valla, en samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir nýjum grunnskóla, leikskóla, íþrótta- húsi og kennslusundlaug á svæðinu. Minnihlutinn í bæj- arstjórn greiddi atkvæði gegn tillögunni, en hann hefur gagnrýnt mjög fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. „Við viljum takmarka upp- bygginguna á svæðinu og horfum fyrst og fremst til um- hverfisins og umferðarþáttar- ins í því tilliti," sagði Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, sem er í minnihluta í bæjarstjórn. Lúðvík sagði að það lægi fyrir að ef byggður yrði nýr skóli við Hörðuvelli yrði hann samnýttur fyrir skólahverfin norðan og sunnan Reykjanes- brautarinnar. Nemendur úr Setbergshverfinu þyrftu þá að fara yfir Reykjanesbraut- ina til að komast í skólann og sagðist hann hafa töluverðar áhyggjur af því. Hann sagði að rætt hefði verið um lausn á þessum vanda, þ.e. úrbætur á Reykjanesbrautinni, en að ekki væri búið að ákveða neitt í þeim efnum og málið því í alla staði mjög óljóst. „Við vildum því fresta þess- ari samkeppni og skoða málið betur.“ Valgerður Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og forseti bæjar- stjórnar, sagðist ekki vera sammála gagnrýni minnihlut- ans, enda væru andmæli hans svolítið orðum aukin. Reykjanesbrautin lagfærð Valgerður sagði að á mánu- daginn hefði bæjarverkfræð- ingur kynnt bæjarfulltrúum þær hugmyndir sem uppi væru um breytingar og lag- færingar á Reykjanesbraut- inni norðan við Hörðuvelli. „Það voru kynntar hug- myndir sem miða að því að leysa þennan umferðar- vanda,“ sagði Valgerður. „Til dæmis hefur verið rætt um það að setja Reykjansbraut- ina í stokk á þessu svæði þannig að gangandi vegfar- endur geti gengið yfir hana.“ Að sögn Valgerðar verða lagfæringar á Reykjanes- brautinni gerðar samhliða uppbyggingunni á Hörðuvöll- um. Hún sagði að börn, sem byggju norðan megin við göt- una, ættu því aldrei að þurfa ganga yfir sjálfa götuna því þar yrði annaðhvort byggð göngubrú, gerð undirgöng, eða Reykjanesbrautin sett í stokk. Áhersla á uppbyggingu öldrunarþjónustu Að sögn Lúðvíks eru Hörðuvellir afar viðkvæmt svæði og því mikilvægt að skipulagning þeirra sé í sam- ræmi við það. Lúðvík sagði að gildandi deiliskipulag íýrir svæðið, gerði ráð fyrir enn meiri upp- byggingu öldrunarþjónustu, en fyrir er hjúkrunarheimilið Sólvangur. Hann sagði að minnihlutinn hefði gert tillögu um að halda í það skipulag, en byggja samt grunnskóla líkt og gert væri ráð fyrir í tillögu stjórnarflokkanna. „Tillaga okkai’ var felld og stóra tOlagan, þar sem allt er lagt undir, samþykkt og með því er búið að sópa öldrunar- þættinum út,“ sagði Lúðvík. Valgerður var á öðru máli. „Það er ekki verið að skerða uppbyggingu á þjón- ustu aldraðra, með því að fara út í þessar framkvæmdir því samkvæmt skipulagi er ráð- gert að byggja við Sólvang Alfaskeiðsmegin, en upp- byggingin við Hörðuvelli verður Lækjargötumegin," sagði Valgerður. „Við viljum líka leggja á það áherslu að með því að byggja sundlaug og íþróttahús erum við líka að bæta þjónustu aldraðra á þessu svæði.“ Bessastaðahreppur fer út í 200 milljóna króna framkvæmdir Álftanesskóli stækkaður f - , mmm j ap .. ! ;®?®ssí*s<ais*‘ 4*°°” '«a>\ ! í í. .• < ■■ , ■■ „,..... ■;. ixri 3"i. jTiBÉif[ f i irrnira vjíí~j - Bessastaðahreppur ÁLFTANE SSKÓLI verður stækkaður um 1.270 fermetra á næsta ári, en í gær var und- irritaður verksamningur þess efnis milli Bessastaðahrepps og Ármannsfells hf. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, sveitarstjóra Bessastaða- hrepps, nemur heildarskostn- aður vegna framkvæmdanna um 200 milljónum króna. Að sögn Gunnars er ráð- gert að framkvæmdir hefjist fljótlega, en þeim á að vera lokið fyrir næsta skólaár. Byggingin, sem verður reist norðvestanmegin við skólann, milli núverandi skólahúss og íþróttahúss, mun hýsa nýjar verknámsstofur, þ.e. smíða- stofu, raungreinastofu, mynd- menntastofu, stofur fyi-ir hús- stjórnarkennslu og hann- yrðir, hjálparkennslustofu og fjórar nýjar bóknámsstofur. Eftii’ forval og aiútboð, þar sem hönnun og verkið sjálft vai- boðið út í einum pakka, skipaði sveitarstjórnin sér- staka dómnefnd, sem mat til- lögur bjóðenda. Að því loknu var ákveðið að fara út í við- ræður við Armannsfell hf., þar sem fyrirtækið átti lægsta samanburðartilboðið í verkið, en ístak hf. og ÓG-Bygg hf. tóku einnig þátt í útboðinu. Samanburðartilboð er fundið Morgunblaðið/Þorkell Undirritaður voru samningar um stækkun Álftanesskóla í gær. Sitjandi frá vinstri: Ólafur St. Hauksson, fram- kvæmdastjóri hjá IAV hf. og Gunnar Valur Gíslason, sveit- arstjóri Bessastaðahrepps. Standandi frá vinstri: Ólafur B. Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá ÍAV hf., Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti Bessastaðahrepps og Sveinbjörn Mar- kús Njálsson, skólastjóri Álftanesskóla. út með því að deila einkunn dómnefndar upp í verðtilboð bjóðanda. Að sögn Gunnar Vals er áætlað að stækka skóiann um 800 fermetra í viðbót einhvern tíman á næstu árum, en hann sagði að ekki væri búið að tímasetja það verk. I þeirri byggingu verður rými fyrir félagsaðstöðu og bóknáms- stofur. Gunnar Valur sagði að að- eins ár væri liðið frá því síð- ustu framkvæmdum lauk en þær kostuðu um 90 milljónir ki’óna. Hann sagði að þá hefði stjórnunarálma skólans verið endurgerð, bókasafnið stækk- að og tvær nýja bóknámsstof- ur verið byggðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.