Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 72
»72 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUN BLAÐIÐ MESSUR * Hafnarfj ar ðar kir kj a Safnaðarstarf - Afmælishátíð Hafnarfjarð- arkirkju HAFNARF JARÐ ARKJ RKJA var vígð 20. desember 1914 og verður því brátt 85 ára. Undir Hamri við höfn hefur kirkjan verið kjarni bæjar- myndar og vísað sem viti leiðina inn fjörðinn og varpað birtugeislum yflr mannlíf og byggð. Strandberg, nýbyggt safnaðarheimili hennar, sem tengt er Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar eykur enn fegurð hennai' og áhrifa- mátt. Haldið verður upp á afmælið á ár- legri jólavöku við kertaljós 12. desem- ber nk. 3. sunnudag í aðventu og hefst hún kl. 20.30. Bamakór kirkjunnar og kór hennar flytja valin tónverk og að- ventu og jólatónlist ásamt 8 manna strengjasveit. Konsertmeistari er Ling Wei en kórstjóri og organisti Natalía Chow. Dr. Gunnar Kristjáns- son, prófastur Kjalarnessprófasts- dæmis flytur ræðu kvöldsins. Við lok vökurnar verður kveikt af altarisljós- um á kertum viðstaddra, en tveir stórir og upprunalegir kertastjakar kirkjunnar hafa nú verið endursilfr- ‘aðir og ljós munu loga á þeim á ný á altari kirkjunnar eftir áratugi í fyrsta sinn á þessari afmælishátíð. Efth' vökuna verður boðið til samkvæmis í Hásölum Strandbergs. Aðventukvöld í Skálholts- dómkirkju SUNNUDAGINN 12. desember - verður haldið aðventukvöld í Skál- holtsdómkirkju, og hefst það kl. 21. Á samkomunni mun Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra flytja hug- vekju. Fjölbreytt tónlistardagskrá verður flutt undir stjóm Hilmars Amar Agnarssonar organista. Hon- um til aðstoðar við orgelið verður Kári Þormar. Flutt verður aðventu- og jólatónlist. Flytjendur verða fjöl- margh'. Fjórir kórar koma fram, en þeir em Skálholtskórinn, Bama- og Kammerkórar Biskupstungna og fé- lagar úr Stúlknakór Þykkvabæjar. Einsöngvari með kóranum verður Þórann Guðmundsdóttir. Monika Abendroth leikur á hörpu og Horna- kvartett Sinfómuhljómsveitar Is- lands leikur bæði með söng í athöfn- ’ inni og í 15 mínútur áður en sjálf athöfnin hefst kl. 21. Séra Egill Hallgrímsson flytur ritningarorð og bæn og vígslubiskup lokaorð. Eftir samverana í kirkjunni er boðið til veitinga í Skálholtsskóla. Aðventan hefur því mikilvæga hlutverki að gegna í trúarlífi okkar, að við læram með sérstökum hætti að gimast það sem gott er, fagurt og fullkomið um leið og við njótum ham- ingjunnar sem felst í því að hlakka til. Guð gefi að þannig uppbyggjumst við öll á þessari blessuðu tíð. Með þá bæn í hjarta göngum við í hús Drottins. Sigurður Sigurðarson, Skálholti. Aðventukvöld í Eyrar- bakkakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Eyrar- bakkakirkju sunnudaginn 12. desem- ber kl. 20.30. Ræðumaður verður Óskar Magnússon fv. skólastjóri. Kirkjukórinn syngur undir stjóm Hauks Gíslasonar. Hildur Sigur- grímsdóttir leikur á fiðlu við undirleik Hauks og fermingarbömin lesa að- ventutexta. Sóknamefnd. Aðventukvöld í Stokks- eyrarkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Stokks- eyrarkirkju mánudaginn 13. desem- ber kl. 20.30. Ræðumaður verður Kristjana Sigmundsdóttir. Kirkju- kórinn syngur undir stjóm Hauks Gíslasonar. Ásta Erla Jónasdóttir les jólasögu og böm og fermingarböm koma fram. Sóknarnefnd. Aðventustund í Digraneskirkju EINS og undanfama sunnudaga er aðventustundin næsta sunnudag helguð líknarmálum. Þriðja sunnu- dag í aðventu (12. des.) ætlar Guðlaug Erla Jónsdóttir að kynna okkur starf Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Skólakór Snælandsskóla sér um tón- listarflutning kvöldsins undir stjóm Heiðrúnar Hákonardóttur. Auk þess mun Ögmundur Jóhannsson leika á klassískan gítar. Kaffiveitingar eftir aðventustundina eru til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Hugvekju flytur Guðlaug Erla Jónsdóttir. Stjómun og undirbúning- ur aðventukvöldsins er í höndum Safnaðarfélags Digraneskirkju. Þá verða til sölu friðarkerti og geisladiskar frá Hjálparstarfi kirkj- unnar og jólakort kirkjustarfs aldr- aðra í Digraneskirkju. Aðventu- kvöld í Óháða söfnuðinum SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 12. des- ember kl. 20.30 verður aðventukvöld/ endurkomukvöld í kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg. Kristín Jóns- dóttir, framhaldsskólakennari, flytur ræðu, Drengjakór Laugameskirkju syngur og kór safnaðarins undir stjóm Peter Máté. I lokin er smakk á smákökunum í boði safnaðarins. Menn mæti kappklæddir til kirkju þar sem hitakerfi kirkjunnar er í ólagi. Jólafundur Bræðrafélags Fríkirkjunnar BRÆÐRAFÉLAG Fríkirkjunnar heldur jólafund í safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13, í dag, laugardag kl. 11 f.h. Fjölbreytt dagskra verður í boði á þessum jólafundi, sem er að- ventufagnaður bræðra, fjölskyldna þeirra og gesta. Nemendur úr Tón- listarskóla Seltjamarness leika jóla- lög, sr. Hjörtur Magni, fríkirkju- prestur, flytur hugvekju, jólalög verða sungin og leikin undir stjóm Kára Þormar organista, jólamatur snæddur og happdrætti með mörgum góðum vinningum. Eins og kunnugt er stofnaði Bræðrafélagið ásamt Kvenfélaginu á 100 ára afmæli Frí- kh'kjusafnaðarins, Barna- og æsku- lýðssjóð til styrktar barna- og æsku- lýðsstai-finu við kirkjuna. Allur ágóði af þessum jólafundi rennur í þennan sjóð. Þama gefst félögum, ásamt gestum, tækifæri til að eiga samvera- stund á aðventu, komast í jólaskap, slaka á í önnum undirbúnings jólanna og styrkja um leið bama- og æsku- lýðsstarf safnaðarins. Aðventusöngvar í Hjallakirkju AÐVENTUSÖNGVAR verða í Hjallakirkju í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Aðventusöngvar þessir eru að hluta til eftir enskri fyr- irmynd. Lesnir verða valdir kaflar úr spádómsritum Gamla testamentisins þar sem spáð er fyrir um komu frelsarans og einnig úr ritum Nýja testamentisins. Á undan og eftir lestrunum, svo og inni á milli, verða sungnir aðventu- og jólasöngvar. Prestur er sr. Hjörtur Hjartarson og Kammerkór Hjallakirkju syngur og leiðir almennan söng. Söngstjóri og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Aðventuhátíð í Fríkirkjunni Veginum AÐVENTUHÁTÍÐ í Fríkirkjunni Veginum verður á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Börn og unglingar sýna leikrit og dansatriði. Bamakór og gospelkór syngja. Minnumst komu frelsarans með fjölskyldu okkar og leyfum friði Guðs að fylla hjarta okk- ar á aðventunni. í lokin syngjum við Heims um ból. Heitt súkkulaði og smákökur eftir athöfnina. Allir vel- komnir. Aðventuhátíð barnanna í Dómkirkjunni JÓLIN nálgast. Hátíð fjölskyldunn- ai'. Öll höfum við þörf fyrir hátíð í svartasta skammdeginu og ekki síst hátíð sem ber með sér ljós og frið. Við höfum einnig þörf fyrir jákvæð tengsl við þá sem standa okkur næst. Kirkj- Málaðu jóla- og aldamóta- glösín með PermEnamel. Gjamkörfur íórvali, ^ Cjafabréf fyrir föndrarann. Opið frö kl. 10" 18 virka daoa oo frð kl, 10-16 lauoardaoa Langholfsvegur 111 Síml 568 6500 www.fondra.is an er sá staður sem tengir fólk saman á uppbyggjandi hátt og minnir okkur á kjarna jólanna og það sem gefur líf- inu raunveralegt gildi. Nú á aðventu og jólum viljum við í Dómkirkjunni bjóða upp á samverastundir fyrir alla fjölskylduna í hinum foma helgidómi Dómkirkjunnar sem hefur farið í end- urbyggingu og er fallegt guðshús. Sunnudaginn 12. desember kl. 13 verður aðventuhátíð bamanna. Kl. 12.45 mun Lúðrasveit Laugames- skóla leika jólalög svo það er mikil- vægt að koma tímanlega. Barnakór Vesturbæjarskóla syngur nokkur jólalög. Börn úr TTT-stæ'fi Dómkirkjunnar segja frá atburðum jólanna. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir stýrir samkomunni. Öll fjölskyldan er innilega velkomin. Gleymum ekki undri jólanna, þegar Guð sjálfur gekk inn í kjör mannanna. Komum til kirkjunnar og fóðrum sálina. Karlakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 12. desember mun Karlakór Reykjavíkur syngja við messu kl. 11 í Hallgrímskirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson mun prédika og þjóna við altarið ásamt sr. Krist- jáni V. Ingólfssyni. Organisti við messuna verður Hörður Áskelsson. Það er orðin hefð að Karlakórinn syngi við messu í Hallgrímskirkju á aðventu. Á þessari aðventu heldur Karlakórinn enga sérstaka jólatón- leika, en í messunni flytur kórinn fal- lega aðventu- og jólasöngva. Stjóm- andi kórsins er Friðrik Kristinsson. Aðventutón- leikar í Breið- holtskirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudag- inn kl. 20. Kór Breiðholtskirkju syng- ur aðventu- og jólasálma ásamt Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, sem einnig sýngur einsöng. Þá leikur Daníel Jónsson aðventuverk á orgel kirkj- unnar auk þess sem hann annast und- irleik. Þess má geta að orgelið, sem er 19 radda, er smíðað af Björgvini Tó- massyni orgelsmið og þykir ákaflega vel heppnað. Aðgangur á þessa tón- leika er ókeypis og er það von okkar að sem flestir hafi tækifæri til að njóta með okkur góðrar stundar í húsi Drottins. Sr. Gísli Jónasson. Aðventuhátíð í Grinda- víkurkirkju Á SUNNUDAGINN verður að- ventuhátíð kh'kjunnar kl. 20. Fjöl- breytt dagskrá í tali og tónum með þátttöku bama, unglinga og fullorð- inna. Helgileikur fermingarbarna. Sóknarprestur les jólasögu. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Stjóm- andi dr. Guðmundur Emilsson. Söng- tríó úr söngdeild Tónlistai-skólans skipað Matthildi Magnúsdóttur, Petra Rós Ólafsdóttur og Sigríði Önnu Ólafsdóttur. Stúlknakór kirkjunnar syngur undir stjórn Vil- borgar Sigm'jónsdóttur. Óðinn Arn- berg, söngnemi söngdeildar Tónlist- arskólans, syngur einsöng. Flaututríó nemenda Tónlistarskólans, Dagný Erla Vilbergsdótth', Elva Rut Sigm- arsdóttir og Þórkatla Siv Albertsdótt- ir. Tónlistarneminn Erla Rut Jóns- dóttir leikur á píanó. Sóknamefnd og sóknarprestur. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 12.30. Sr. Jón Bjarman segir frá jóla- haldi hér heima og erlendis. Fjölda- söngur við undirleik Reynis Jónas- sonar. Tvíréttuð heit máltíð. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagsskóli íýrir krakka. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam- koma kl. 14. Ræðumaður Sigrún Ein- arsdóttir. Mán.: Kai'labænastund kl. 20.30. Þri.: Almenn bænastund kl. 20.30. Föst.: Bænastund unga fólks- ins kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.