Morgunblaðið - 11.12.1999, Side 72

Morgunblaðið - 11.12.1999, Side 72
»72 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUN BLAÐIÐ MESSUR * Hafnarfj ar ðar kir kj a Safnaðarstarf - Afmælishátíð Hafnarfjarð- arkirkju HAFNARF JARÐ ARKJ RKJA var vígð 20. desember 1914 og verður því brátt 85 ára. Undir Hamri við höfn hefur kirkjan verið kjarni bæjar- myndar og vísað sem viti leiðina inn fjörðinn og varpað birtugeislum yflr mannlíf og byggð. Strandberg, nýbyggt safnaðarheimili hennar, sem tengt er Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar eykur enn fegurð hennai' og áhrifa- mátt. Haldið verður upp á afmælið á ár- legri jólavöku við kertaljós 12. desem- ber nk. 3. sunnudag í aðventu og hefst hún kl. 20.30. Bamakór kirkjunnar og kór hennar flytja valin tónverk og að- ventu og jólatónlist ásamt 8 manna strengjasveit. Konsertmeistari er Ling Wei en kórstjóri og organisti Natalía Chow. Dr. Gunnar Kristjáns- son, prófastur Kjalarnessprófasts- dæmis flytur ræðu kvöldsins. Við lok vökurnar verður kveikt af altarisljós- um á kertum viðstaddra, en tveir stórir og upprunalegir kertastjakar kirkjunnar hafa nú verið endursilfr- ‘aðir og ljós munu loga á þeim á ný á altari kirkjunnar eftir áratugi í fyrsta sinn á þessari afmælishátíð. Efth' vökuna verður boðið til samkvæmis í Hásölum Strandbergs. Aðventukvöld í Skálholts- dómkirkju SUNNUDAGINN 12. desember - verður haldið aðventukvöld í Skál- holtsdómkirkju, og hefst það kl. 21. Á samkomunni mun Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra flytja hug- vekju. Fjölbreytt tónlistardagskrá verður flutt undir stjóm Hilmars Amar Agnarssonar organista. Hon- um til aðstoðar við orgelið verður Kári Þormar. Flutt verður aðventu- og jólatónlist. Flytjendur verða fjöl- margh'. Fjórir kórar koma fram, en þeir em Skálholtskórinn, Bama- og Kammerkórar Biskupstungna og fé- lagar úr Stúlknakór Þykkvabæjar. Einsöngvari með kóranum verður Þórann Guðmundsdóttir. Monika Abendroth leikur á hörpu og Horna- kvartett Sinfómuhljómsveitar Is- lands leikur bæði með söng í athöfn- ’ inni og í 15 mínútur áður en sjálf athöfnin hefst kl. 21. Séra Egill Hallgrímsson flytur ritningarorð og bæn og vígslubiskup lokaorð. Eftir samverana í kirkjunni er boðið til veitinga í Skálholtsskóla. Aðventan hefur því mikilvæga hlutverki að gegna í trúarlífi okkar, að við læram með sérstökum hætti að gimast það sem gott er, fagurt og fullkomið um leið og við njótum ham- ingjunnar sem felst í því að hlakka til. Guð gefi að þannig uppbyggjumst við öll á þessari blessuðu tíð. Með þá bæn í hjarta göngum við í hús Drottins. Sigurður Sigurðarson, Skálholti. Aðventukvöld í Eyrar- bakkakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Eyrar- bakkakirkju sunnudaginn 12. desem- ber kl. 20.30. Ræðumaður verður Óskar Magnússon fv. skólastjóri. Kirkjukórinn syngur undir stjóm Hauks Gíslasonar. Hildur Sigur- grímsdóttir leikur á fiðlu við undirleik Hauks og fermingarbömin lesa að- ventutexta. Sóknamefnd. Aðventukvöld í Stokks- eyrarkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Stokks- eyrarkirkju mánudaginn 13. desem- ber kl. 20.30. Ræðumaður verður Kristjana Sigmundsdóttir. Kirkju- kórinn syngur undir stjóm Hauks Gíslasonar. Ásta Erla Jónasdóttir les jólasögu og böm og fermingarböm koma fram. Sóknarnefnd. Aðventustund í Digraneskirkju EINS og undanfama sunnudaga er aðventustundin næsta sunnudag helguð líknarmálum. Þriðja sunnu- dag í aðventu (12. des.) ætlar Guðlaug Erla Jónsdóttir að kynna okkur starf Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Skólakór Snælandsskóla sér um tón- listarflutning kvöldsins undir stjóm Heiðrúnar Hákonardóttur. Auk þess mun Ögmundur Jóhannsson leika á klassískan gítar. Kaffiveitingar eftir aðventustundina eru til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Hugvekju flytur Guðlaug Erla Jónsdóttir. Stjómun og undirbúning- ur aðventukvöldsins er í höndum Safnaðarfélags Digraneskirkju. Þá verða til sölu friðarkerti og geisladiskar frá Hjálparstarfi kirkj- unnar og jólakort kirkjustarfs aldr- aðra í Digraneskirkju. Aðventu- kvöld í Óháða söfnuðinum SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 12. des- ember kl. 20.30 verður aðventukvöld/ endurkomukvöld í kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg. Kristín Jóns- dóttir, framhaldsskólakennari, flytur ræðu, Drengjakór Laugameskirkju syngur og kór safnaðarins undir stjóm Peter Máté. I lokin er smakk á smákökunum í boði safnaðarins. Menn mæti kappklæddir til kirkju þar sem hitakerfi kirkjunnar er í ólagi. Jólafundur Bræðrafélags Fríkirkjunnar BRÆÐRAFÉLAG Fríkirkjunnar heldur jólafund í safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13, í dag, laugardag kl. 11 f.h. Fjölbreytt dagskra verður í boði á þessum jólafundi, sem er að- ventufagnaður bræðra, fjölskyldna þeirra og gesta. Nemendur úr Tón- listarskóla Seltjamarness leika jóla- lög, sr. Hjörtur Magni, fríkirkju- prestur, flytur hugvekju, jólalög verða sungin og leikin undir stjóm Kára Þormar organista, jólamatur snæddur og happdrætti með mörgum góðum vinningum. Eins og kunnugt er stofnaði Bræðrafélagið ásamt Kvenfélaginu á 100 ára afmæli Frí- kh'kjusafnaðarins, Barna- og æsku- lýðssjóð til styrktar barna- og æsku- lýðsstai-finu við kirkjuna. Allur ágóði af þessum jólafundi rennur í þennan sjóð. Þama gefst félögum, ásamt gestum, tækifæri til að eiga samvera- stund á aðventu, komast í jólaskap, slaka á í önnum undirbúnings jólanna og styrkja um leið bama- og æsku- lýðsstarf safnaðarins. Aðventusöngvar í Hjallakirkju AÐVENTUSÖNGVAR verða í Hjallakirkju í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Aðventusöngvar þessir eru að hluta til eftir enskri fyr- irmynd. Lesnir verða valdir kaflar úr spádómsritum Gamla testamentisins þar sem spáð er fyrir um komu frelsarans og einnig úr ritum Nýja testamentisins. Á undan og eftir lestrunum, svo og inni á milli, verða sungnir aðventu- og jólasöngvar. Prestur er sr. Hjörtur Hjartarson og Kammerkór Hjallakirkju syngur og leiðir almennan söng. Söngstjóri og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Aðventuhátíð í Fríkirkjunni Veginum AÐVENTUHÁTÍÐ í Fríkirkjunni Veginum verður á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Börn og unglingar sýna leikrit og dansatriði. Bamakór og gospelkór syngja. Minnumst komu frelsarans með fjölskyldu okkar og leyfum friði Guðs að fylla hjarta okk- ar á aðventunni. í lokin syngjum við Heims um ból. Heitt súkkulaði og smákökur eftir athöfnina. Allir vel- komnir. Aðventuhátíð barnanna í Dómkirkjunni JÓLIN nálgast. Hátíð fjölskyldunn- ai'. Öll höfum við þörf fyrir hátíð í svartasta skammdeginu og ekki síst hátíð sem ber með sér ljós og frið. Við höfum einnig þörf fyrir jákvæð tengsl við þá sem standa okkur næst. Kirkj- Málaðu jóla- og aldamóta- glösín með PermEnamel. Gjamkörfur íórvali, ^ Cjafabréf fyrir föndrarann. Opið frö kl. 10" 18 virka daoa oo frð kl, 10-16 lauoardaoa Langholfsvegur 111 Síml 568 6500 www.fondra.is an er sá staður sem tengir fólk saman á uppbyggjandi hátt og minnir okkur á kjarna jólanna og það sem gefur líf- inu raunveralegt gildi. Nú á aðventu og jólum viljum við í Dómkirkjunni bjóða upp á samverastundir fyrir alla fjölskylduna í hinum foma helgidómi Dómkirkjunnar sem hefur farið í end- urbyggingu og er fallegt guðshús. Sunnudaginn 12. desember kl. 13 verður aðventuhátíð bamanna. Kl. 12.45 mun Lúðrasveit Laugames- skóla leika jólalög svo það er mikil- vægt að koma tímanlega. Barnakór Vesturbæjarskóla syngur nokkur jólalög. Börn úr TTT-stæ'fi Dómkirkjunnar segja frá atburðum jólanna. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir stýrir samkomunni. Öll fjölskyldan er innilega velkomin. Gleymum ekki undri jólanna, þegar Guð sjálfur gekk inn í kjör mannanna. Komum til kirkjunnar og fóðrum sálina. Karlakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 12. desember mun Karlakór Reykjavíkur syngja við messu kl. 11 í Hallgrímskirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson mun prédika og þjóna við altarið ásamt sr. Krist- jáni V. Ingólfssyni. Organisti við messuna verður Hörður Áskelsson. Það er orðin hefð að Karlakórinn syngi við messu í Hallgrímskirkju á aðventu. Á þessari aðventu heldur Karlakórinn enga sérstaka jólatón- leika, en í messunni flytur kórinn fal- lega aðventu- og jólasöngva. Stjóm- andi kórsins er Friðrik Kristinsson. Aðventutón- leikar í Breið- holtskirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudag- inn kl. 20. Kór Breiðholtskirkju syng- ur aðventu- og jólasálma ásamt Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, sem einnig sýngur einsöng. Þá leikur Daníel Jónsson aðventuverk á orgel kirkj- unnar auk þess sem hann annast und- irleik. Þess má geta að orgelið, sem er 19 radda, er smíðað af Björgvini Tó- massyni orgelsmið og þykir ákaflega vel heppnað. Aðgangur á þessa tón- leika er ókeypis og er það von okkar að sem flestir hafi tækifæri til að njóta með okkur góðrar stundar í húsi Drottins. Sr. Gísli Jónasson. Aðventuhátíð í Grinda- víkurkirkju Á SUNNUDAGINN verður að- ventuhátíð kh'kjunnar kl. 20. Fjöl- breytt dagskrá í tali og tónum með þátttöku bama, unglinga og fullorð- inna. Helgileikur fermingarbarna. Sóknarprestur les jólasögu. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Stjóm- andi dr. Guðmundur Emilsson. Söng- tríó úr söngdeild Tónlistai-skólans skipað Matthildi Magnúsdóttur, Petra Rós Ólafsdóttur og Sigríði Önnu Ólafsdóttur. Stúlknakór kirkjunnar syngur undir stjórn Vil- borgar Sigm'jónsdóttur. Óðinn Arn- berg, söngnemi söngdeildar Tónlist- arskólans, syngur einsöng. Flaututríó nemenda Tónlistarskólans, Dagný Erla Vilbergsdótth', Elva Rut Sigm- arsdóttir og Þórkatla Siv Albertsdótt- ir. Tónlistarneminn Erla Rut Jóns- dóttir leikur á píanó. Sóknamefnd og sóknarprestur. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 12.30. Sr. Jón Bjarman segir frá jóla- haldi hér heima og erlendis. Fjölda- söngur við undirleik Reynis Jónas- sonar. Tvíréttuð heit máltíð. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagsskóli íýrir krakka. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam- koma kl. 14. Ræðumaður Sigrún Ein- arsdóttir. Mán.: Kai'labænastund kl. 20.30. Þri.: Almenn bænastund kl. 20.30. Föst.: Bænastund unga fólks- ins kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.