Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 53.
AGUST
JÓNSSON
+ Ágúst Jónsson,
fyn-v. bóndi og
hreppstjóri á Siglu-
vík í Vestur-Landeyj-
um, fæddist 11. des-
ember 1910. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Lundi á
Hellu 5. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Jón
Gíslason, f. 5.9. 1871,
d. 27.4. 1956, oddviti,
hreppsljóri og sýslu-
nefndarmaður í Sleif
og síðar í Ey í Vest- __________
ur-Landeyjum, og
Þórunn Jónsdóttir, f. 27.7.1876, d.
2.7. 1964, ljósmóðir. Systkini
Ágústs: Halldór, f. 1896, látinn;
Siguijón, f. 1897, látinn; Guðrún,
f. 1899, látin; Guðbjörg, f. 1901,
látin; Ingibjörg, f. 1906; Ólafur, f.
1909; Gísli, f. 1912, látinn; Jónína,
f. 1913; Ragnar, f. 1914, látinn;
Karl, f. 1915, látinn; Jóhann, f.
1917, látinn.
Ágúst kvæntist 17. júní 1935
Sigríði Lóu Þorvaldsdóttur, f.
8.12. 1913, d. 29.3. 1985, hús-
freyju. Hún var dóttir Þorvalds
Jónssonar og Ólafar Jónsdóttur.
Börn Ágústs og Sigríðar Lóu eru:
1) Hildur, f. 13.10.1935, húsfreyja
á Klauf í Vestur-Landeyjum, gift
Rúnari Guðjónssyni og eiga þau
níu börn. 2) Jón, f. 18.5. 1942, bú-
settur á Sigluvík í Vestur-Land-
Höfðingi sannur hné þar einn,
höfum þess margan vott,
einarður, tiyggur, hugum hreinn,
hjartað var einkar gott.
eyjum, kvæntur
Hrefnu Magnúsdótt-
ur húsfreyju og eiga
þau fimm börn. 3)
Eiríkur, f. 26.5.
1943, bflstjóri á
Hvolsvelli, kvæntur
Guðríði Andrésdótt-
ur húsmóður og eiga
þau þrjú börn.
Barnabarnabörn eru
17.
Ágúst stundaði
íþróttanám hjá Jóni
Þorsteinssyni í
Reykjavík 1925 og
útskrifaðist sem
fþróttakennari og stundaði nám
við Héraðsskólann á Laugarvatni
1928-30, jafnframt því sem hann
kenndi þar íþróttir. Að námi
loknu stundaði Ágúst bústörf en
stundaði jafnframt sjómennsku í
Vestmannaeyjum á veturna. Þá
var hann nokkrar vertíðir á
togaranum Venusi frá Hafnarfirði
frá 1932. Ágúst hóf búskap í
SigluvíkíVestur-Landeyjum 1935
og stóð þar fyrir búi til 1972 er
hann hætti búskap. Hann var
hreppstjóri Vestur-Landeyja-
hrepps 1958-84, auk þess sem
hann gegndi ýmsum öðrum trún-
aðarstörfum fyrir sveit sína.
Ágúst verður jarðsunginn frá
Akureyjarkirkju í Vestur-Land-
eyjum í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
(G.B)
Ágúst Jónsson bóndi í Sigluvík var
einn af þeim fyrstu, sem ég hitti í
Landeyjum, er ég varð sóknarprest-
ur þar hinn 1. október 1975. Þá og í
allmörg ár til viðbótar, var Ágúst
einnig hreppstjóri í Vestur-Landeyj-
um. Hann var, eins og segir hér í
ljóðinu að framan, sannur höfðingi,
einarður og tryggur. En ekki hafði
ég verið lengi í Landeyjum, er ég tók
vel eftir því að hann var einnig mæt-
ur hérðashöfðingi. Þá var Lóa Þor-
valdsdóttir eiginkona hans enn á lífi
og heimili þeirra rómað fyrir gestr-
isni og myndarskap. Þetta sást víðar
en í Sigluvík enda höfðu börn Lóu og
Ágústar vissulega erft myndarskap
og dugnað foreldranna.
Ágúst var mikill og góður bóndi.
Atorka og verkþekking einkenndu
búskapinn og í meira en tvo áratugi
fékk ég að fylgjast vel með störfum
þessarar íjölskyldu. Störf bóndans
létu þessu fólki svo vel, að hrein un-
un var á að horfa. Mannlýsing í ljóða-
safni G.G. á vel við Ágúst Jónsson:
„Þú varst sómi þinnar stéttai', / þú
með heiðri skjöldinn barst“. Ágúst
kunni að fara vel með dýrin og hann
kunni líka að elska og umgangast
landið. Margar góðar og ógleyman-
legar stundir átti ég á gamla góða
Sigluvíkurheimilinu. Þær eru nú
blessaðar og þær vil ég geyma í
minningunni. Ágúst var mikill
drengskaparmaður, traustur og
hjálpsamur. Þetta kom ævinlega vel
í ljós, þegar ég kom á hans heimili
eða hann kom á mitt heimili. Hann
var einkar viðræðugóður og víða vel
heima. Stundum léðum við hvor öðr-
um bækur og ræddum svo um þær á
eftir.
Eg heyrði hann aldrei lasta aðra,
heldur miklu fremur benti hann á
það jákvæða í fari annarra.
Þegar ég þurfti að semja líkræðu
um einhvern, sem ég þekkti lítið eða
ekkert, var gott að ræða við Ágúst
og heyra traustar upplýsingar hans
og jákvæðar persónulýsingar á við-
komandi. Ágúst var hreinn og beinn
og ákveðinn samvinnumaður af
gamla skólanum. Hann fylgdi áhuga-
málum sínum vel eftir, hringlaði
aldrei til né frá og var hvergi smeyk-
ur. Þeim mun aðdáunai-verðara
fannst mér það, hve vel honum lét að
tala vel og heiðarlega um það fólk,
sem hafði allt aðrar skoðanh' en
hann.
Ágúst setti sannarlega mikinn
svip á umhverfi sitt og gat vissulega
látið gaminn geisa í meira en einum
skilningi. Sannarlega var hann mikill
og traustur vinur vina sinna. Og
vænst þykir mér um að hafa átt vin-
áttu þessa manns, sem aldrei brást.
Ég kynntist honum bæði í sorg hans
og gleði, en hvernig sem á stóð bar
hann ætíð með sér hinn drenglund-
aða höfðingsskap. Hann var sá
snyrtilegi bóndi, sem naut þess að
búa fallega og myndarlega og fór létt
með það. Orðum hans mátti svo
sannarlega alltaf treysta. Það er
þessi góða og órjúfandi vinátta, sem
ég og fjölskylda mín minnumst nú og
þökkum.
Við vottum ástvinum hans öllum
einlæga samúð. Það auðgaði líf okk-
ai' að kynnast Ágústi í Sigluvík, af
því að vinátta hans var heil og það
sem hann gerði, gerði hann vel og
myndarlega. Drottinn blessi hann og
fjölskyldu hans og veiti fjölskyldunni
gleði á jólum og velfarnað á nýju ári.
Hið eilífa Ijós lýsi honum. Og vinátt-
una traustu og góðu þakka ég með
orðum Davíðs Stefánssonar:
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
aðmérvflq'a,
erekkertbetra
eneigavini
sem aldrei svíkja.
Séra Páll Pálsson.
Komið er að kveðjustund. Tengda-
faðh- minn, Ágúst í Sigluvík, eða afi
eins og ég kallaði hann, er látinn.
Hugurinn leitar 30 ár 'aftur í tímann.
Ég kom á heimili tengdaforeldra
minna og á móti mér tekur afi, við
horfumst í augu andartak, síðan tek-
ur hann þéttingsfast í hönd mína og
segir, vertu velkomin. Ætíð síðan hef
ég verið velkomin í hans huga.
Óðum eru að hverfa þeir einstakl-
ingar sem muna tímana tvenna.
Ágúst minntist oft á liðna tíma þegar
hann ólst upp í Álfhólum. Það var
þegar allt heimilisfólk lagðist á eitt
og vann hörðum höndum. Hann
lærði fljótt að taka til hendinni, enda
vantaði ekki viljann. Þegar við
keyrðum saman á bílnum hans afa
um túnin og mýrina eða hvar sem
var um jörðina Sigluvík þá fylgdi því
leiftrandi frásögn um hvern blett.
Saga frá liðinni tíð þegar hann var að
rækta eða flytja hey á hestum. Lífs-
baráttan var hörð á þeim tíma, ekki
síst hér í votlendinu niðri við sjó. Afi
var bóndi af lífi og sál. Það átti hug
hans allan að geta tekið til hendinni
og fylgst með búskapnum. Á vorin
þegai' fyi-stu lömbin fæddust var
gleðin alltaf jafn mikil. Þá kom þetta
einstaka blik í augun sem aldrei
gleymist, ánægjan leyndi sér ekki.
Hann átti lengi við mikla fötlun að
stríða, kölkun í mjöðmum gerði það
að verkum að hann gat ekki notið sín
sem skyldi, en samt var ótrúlegt
hvað hann gat gert. Bíllinn átti þar
stóran þátt í. Á honum gat hann rak-
að saman og snúið heyi og farið til
kinda eða gáð að skepnum ef þurfti.
Þetta var það sem gaf lífinu gildi.
Barnabörnin í Sigluvík eiga afa
sínum mikið að þakka, umhyggjan
var ótakmörkuð. Hann fylgdist með
öllum þeirra athöfnum og tók ríkan
þátt í lífí þeirra.
Síðasta árið var honum erfitt þar
sem hann þurfti að dvelja lengi á
sjúkrahúsi og síðan á dvalarheimili.
Veikindin voru þess eðlis að hann gat
ekki verið heima, það voru honum
mikil vonbrigði. Hann gat þó aðeins
komið í heimsókn. Það voru honum
dýi'mætar stundir, því hann þráði
það heitast að fá að vera heima. Á
dvalarheimilinu Lundi fékk hann
bestu umönnun sem völ er á. Þar var
einnig Jónína systir hans sem lét sér
mjög annt um hann, stytti honum
stundir og hjálpaði eins og hún gat.
Þetta er allt þakkað af alhug.
Elsku afi, nú ert þú kominn til Lóu
þinnar sem þú saknaðir svo mjög.
Þar veit ég að þér líður vel. Ég bið
Guð að geyma ykkur og þakka allar
þær dýrmætu stundir sem ég átti
með ykkur.
Hrefna.
Jólaljós í
Gufuneskirkjugarði
Upplýsingar, varðandi lýsingu á leiðum,
eru veittar í garðinum í dag, laugardag.
Einnig er hægt að fá upplýsingar daglega í
síma 535 1055.
Starfsmenn
Rafþjónustunnar Ljóss.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og systir,
INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Reykjavík aðfaranótt föstu-
dagsins 10. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnar Halldórsson,
Jóna Guðmunda Helgadóttir, Pálmi Hlöðversson,
Aldís E. Gunnlaugsdóttir,
Ingólfur Helgason,
Halldóra Helgadóttir,
Elías Ingjaldur Helgason,
Gestur Helgason,
Valur Helgason,
Elín Kristín Helgadóttir,
Stefnir Helgason,
Sólveig E. Jónsdóttir,
Friðrik E. Hafberg,
Freydís S. Magnúsdóttir,
Kristjana Ólöf Fannberg,
Halldóra Kristín Emilsdóttir,
Sveinn S. Gústafsson,
Unnur Ólafsdóttir,
Gróa Ingimundardóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MAGNÚS GRÉTAR GUTTORMSSON
fyrrv. símritari,
Nökkvavogi 24,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 14. desember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið
eða Landspítalann.
Sigurborg S. Gísladóttir,
Elín Magnúsdóttir, Kristján M. Gunnarsson,
Guttormur Rúnar Magnússon,
Ingiríður Lovisa Magnúsdóttir,
Margrét Lovísa Magnúsdóttir,
Borghildur og Sigurður Grétar Kristjánsbörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR SKAPTASON
tannlæknir,
lést á Landspitalanum fimmtudaginn
9. desember.
Gunilla Skaptason, Kristján Kristjánsson,
Hallgunnur Skaptason, Andrés B. Sigurðsson,
Gunnar Skaptason, Gerður Hannesdóttir,
Björn Skaptason, Hildur Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓSEFÍNA MARGRÉT ANDREA
ÞORLÁKSDÓTTIR (LÓA),
lést á Ljósheimum, Selfossi, þriðjudaginn
7. desember.
Hörður Vestmann Árnason, Jóhanna Kristinsdóttir,
Kristinn Harðarson, Sæunn Ingibjörg Brynjarsdóttir,
Hallgrímur Harðarson,
Lóa Hrönn Harðardóttir,
Pétur Harðarson, Guðríður Pétursdóttir
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
JAKOBS H. RICHTER.
Stefán J. Richter,
Kristjana Richter, Vilhelm H. Lúðvíksson,
Guðmundur Richter, Jóhanna Richter,
Sigrún Richter, Ólafur Örn Haraldsson,
Jakob H. Richter,
Helga Jóhannesdóttir
og önnur barnabörn.