Morgunblaðið - 11.12.1999, Side 92

Morgunblaðið - 11.12.1999, Side 92
Gott upplýsinga- kerfi borgar sig - er þitt kerfi skilvirkt? Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem virkar Netþjónar og tölvur COMPAa MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Landsbankinn bregst við þenslu í útlánum Dregið úr lánveit- ing'um LANDSBANKINN hefur ákveðið að ekki verði tekið á móti fleiri um- sóknum um heimilislán frá veðdeild Landsbankans til íbúðarkaupa á þessu ári. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn vilji leggja sitt af mörkum til að taka á útlánaþenslunni. „Við viljum sýna ábyrgð í þeim efnum og höfum reyndar gripið til margháttaðra aðgerða til að herða M skilyrði og skilmála á liðnum '^■reinuðum og þetta er lokahnykkur- inn í því," sagði Halldór. I öðru lagi sagði Halldór að fjár- málastofnanir færu sér hægt í að- draganda árþúsundamótanna. Stjórn bankans vildi ekki hafa of mikið álag á starfsfólkinu og kerfl bankans síðustu tvær vikur ársins. „Auk þess er töluvert mikið óafgreitt af umsóknum sem þegar liggja fyrir, þannig að við töldum rétt að hægja á þessum sérstöku lán- veitingum veðdeildar. jBpr-.Við verðum að sjálfsögðu reiðu- búnir á nýju ári að veita heimilislán. Við erum mjög ánægðir með þær góðu viðtökur sem þessi sérstöku heimilislán hafa fengið, sérstaklega tengingu þehra við söfnunarlíf- tryggingar," sagði Halldór. Hann segir að mikil útlánaaukn- ing hafi orðið í öllu kerfinu, og að heimilislán Landsbankans til íbúðar- kaupa hafi í raun verið miklu meiri að umfangi en áætlað var fyrirfram. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Hauksson, bankastjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, að ekki væru neinar sér- stakar aðgerðir í gangi til að draga úr útlánum, nema eins og jafnan á „ijessum árstíma, en þá væri staðið -fféldur fastar á bremsunum þai- sem menn horfðu til áramótanna og stöðu efnahagsreiknings sparisjóðsins. Bréf í Baugi seld fyrir tæpa tvo milljarða LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar- manna og eignarhaldsfélagið Gaum- ur ehf. hafa ásamt átta minni fjár- festum keypt öll hlutabréf Compagnie Financiere S.A. í Baugi hf., fyrir milligöngu Kaupthing Lux- embourg S.A. Alls er um að ræða 200 milljónir króna að nafnverði eða 17,82% af útgefnu hlutafé. Kaupin fóru fram á genginu 9,4 og er sölu- verð því 1.880 milljónir króna. Eignarhlutur Lífeyrsissjóðs versl- unarmanna eftir fjárfestinguna verður 4,4% í Baugi en hlutur Gaums ehf., verður 30%. í október 1998 var gerður samn- ingur á milli FBA og Kaupþings hf. annars vegar og Reitangruppen A/S hins vegai' sem fól í sér heimild Reit- angruppen til að selja FBA og Kaup- þingi hf. 10% af hlutafé í Baugi hf. ef fram kæmu verulegar neikvæðar breytingar í rekstri Baugs hf. fram til 8. desember 1999, eins og fram kom í útboðs- og skráningarlýsingu Baugs hf. í aprfl 1998. Reitangrupp- en nýtti sér ekki ofangreindan sölu- rétt á hlutabréfunum og hefur hann því fallið niður. Lokagengi á hlutabréfum Baugs á Verðbréfaþingi íslands í gær var 9,95. Heildarviðskipti voru fyrir 31,8 milljónir og hækkaði gengi bréfanna um 5,9%. ■ Eigendur/24 Morgunblaðið/RAX Örn Evrópumeistari ÖRN Arnarson úr sundfélagi Hafnar- fjarðar varði í gær Evrópumeistaratitil sinn í 200 metra bak- sundi í 25 metra laug á EM í Lissabon í Port- úgal. Sundið var rnjög vel útfært hjá honum, hann synti á 1.54,23 mín. sem jafnframt er Islands- og Evrópu- mótsmet. Tími hans er sá næstbesti sem Reuters náðst hefur í heimin- um í ár. Örn er aðeins 18 ára og er annar Is- lendingurinn á eftir Gunnari Huseby til að verja Evrópumeist- aratitil í einstakl- ingsgrein. Örn Arnarson sýnir hér gullverðlaunin sem hann hlaut fyrir Evrópumeistaratitil- inn í 200 metra bak- sundi í Lissabon í gær. MITSUBISHI =1JE x MITSUBISHI - demantar í umferd 0 HEKLA -íforystu á nýrri öld ! Skreppur á kaffíhús í fannfergi ÞAÐ er fátt sem fær stöðvað trygga ar hann veður skaflana til að kom- laust nýbúinn að hella upp á og kaffihúsagesti og lætur þessi Eyr- ast inn í hlýjuna á Kaffi Lefolii. gesturinn hefur án efa notið sopans arbakkabúi sér fátt um finnast þeg- Vertinn gægist út um dyrnar, ef- þegar inn var komið. Forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík vill öflugri fjármálastjórn Brýnt að breyta fjármögn- unarkerfí sjúkrahúsanna MAGNÚS Pétursson, forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík, segist sammála því sem fram kemur í nefnd- aráliti fjárlaganefndar vegna fjárlag- afrumvarpsins að fyrir árið 2001 þurfi að vera komið í gagnið breytt fjár- mögnunarkerfi á sjúkrahúsunum. Stjómvöld verði að koma með beinni hætti en nú er að sambandinu milli þjónustu og fjármuna. Stjórnendur Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa óskað eftir aðgerðum af hálfu heilbrigðis- ráðherra og fjármálaráðherra varð- andi breytt kerfi. Hafa þau sett fram þá hugmynd að reksturinn verði fjár- magnaður að nokkru leyti með fastri fjárveitingu en að hinu leytinu með breytilegri fjárveitingu sem taki mið af afköstum og árangri. Magnúsi finnst að í umræðum að undanförnu um fjárhagsvanda sjúkrahúsa hafi menn hrapað nokkuð hratt að ályktunum í dómum sínum. Hann benti á að á síðustu 5 árum hefði sjúklingum á Landspítala fjölg- að um 19%, kostnaður á hvem sjúkl- ing hækkað um 7%, stöðugildum fækkað um 3% og fjöldi sjúklinga á stöðugildi hækkað um 23%. Forstjórinn segir að um 70% rekstrargjalda sjúkrahúsa séu launa- kostnaður og að þau séu á engan hátt óháð atvinnuástandi og launaþróun í landinu. „Sjúkrahúsin eru ekki ein- angraður vinnumarkaður og þau hafa orðið að taka á sig aukinn kostnað sem fylgt hefur kjarasamningum og aðlögunarsamningum og bregðast við ef heilu starfsstéttimar ætla að ganga út. Þetta hefur verið hluti af vandan- um og fjárveitingavaldið verður að bregðast við því með okkur nú. Þetta styrkir óskir sjúkrahúsanna um að kerfi fjárveitinganna sé breytt.“ Magnús kveðst taka undir þau sjónarmið fjárveitingavaldsins að vilja öflugi-i fjármálastjórn í heil- brigðisstofnunum. „Þetta þarf að vera eitt forgangsverkefna stjóm- enda sjúkrahúsanna. Sjúkrahúsin standa engu að síður frammi fyrir þeim vanda að þurfa að veita lög- bundna þjónustu. Ymsar nýjungar og ákvarðanir stjómvalda hafa aukið kostnað sjúkrahúsanna án þess að það sé alltaf viðurkennt í fjárveiting- um,“ segir forstjórinn. ■ Tækifæri/12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.