Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 FRÉTTIR MÓRGUNBLAÐIÐ Dímon hannar hugbúnað fyrir WAP-tækni í gsm-símum Sex íslensk fyrirtæki hefja WAP-þjónustu í vikunni TOLVUFYRIRTÆKIÐ Dímon, hugbúnaðarhús ehf., hefur sett á markað hugbúnað til að flytja efni af vefnum beint í svonefnda WAP- síma. Hugbúnaðurinn kom á mark- að í gær og nefnist hann WAP- orizer. Gerir forritið fyrirtækjum kleift að laga efni heimasíðna sinna að WAP-tækninni með margfalt skjótari hætti en lausnir sem fyrir eru á markaðnum bjóða að sögn Hjalta Þórarinssonar, talsmanns Dímons. Sex íslensk fyrirtæki, sem keyptu lausn Dímons í síðustu viku, hefja þjónustu með þessari tækni í vikunni og í næstu viku. Hjalti segir að með þessum hug- búnaði sé fyrirtækjum ódýrara og auðveldara að bjóða upp á WAP- þjónustu en hingað til hefur verið unnt. WAP-símar bjóða upp á þráðlaus samskipti við Netið. Hann segir að búið sé að hanna lausn sem nota má í þessu skyni og því þurfi fyrirtækin ekki sjálf að leggja í tímafreka og dýra forritunar- vinnu. Sagði hann það geta tekið nokkra mánuði undir venjulegum kringumstæðum að færa vefsíður yfir á WAP-form en WAPorizer styttir þann tíma niður í nokkra daga. Flugleiðir taka hugbúnaðinn í notkun í þessari viku og verða fyrsta flugfélagið til að geta selt fiugfarmiða með WAP. Dímon var í samstarfi við veffyrirtækið Salt við útfærslu Flugleiðasíðunnar. Þá verður hægt að leita annarra upp- lýsinga af vef Flugleiða. WAP-símar eru að koma á mark- að um þessar mundir og hafa bank- ar og netmiðlar boðið ýmsa þjón- ustu sem unnt er að fá gegnum slíka síma. Hjalti segir að auk Flugleiða hafi Islandssími ákveðið að taka í notkun búnað frá Dímon og unnið sé einnig að markaðssókn erlendis. Viðræður standi yfir við fulltrúa erlendra stórfyrirtækja sem sýnt hafi búnaðinum áhuga og kveðst Hjalti búast við að árangur þeirra viðræðna komi í Ijós næstu daga. Þá nefndi Hjalti sem dæmi að norræna flugfélagið SAS hefði til- kynnt að það myndi geta boðið við- skiptavinum að kaupa farmiða gegnum gsm-síma í apríl en nú væri ljóst að Flugleiðir myndu bjóða þá þjónustu í þessari viku. Dímon, hugbúnaðarfyrirtæki, hefur aðsetur í Reykjavík og eru starfsmenn fjórir við forritun. Bfll mældist á 189 kfló- metra hraða BÍLL mældist á 189 km hraða á Reykjanesbraut, í Hafnar- firði við Stálbræðsluna, um há- degi á sunnudag. Lögregla náði ekki bílnum vegna hraðans, en honum er lýst sem rauðum Volkswagen Golf sportbfl. Lögreglan í Hafnarfirði segir þennan akstur með því hraðara sem þar hafi sést og bendir á að akstur af þessu tagi sé hreinn og klár glæpur. Með honum sé ökumaður að stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu og segir lögreglan skelfilegt að vita til þess að ökumenn skuli leyfa sér að aka á slíkum hraða. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru viðurlög við slík- um hraðakstri allt að 6 mánaða svipting ökuleyfis og 50.000 kr. sekt. Tölvufyrirtæki í eigu Sir Bob Geldof auglýsir eftir íslenskum forriturum Ætlar að ráða eins marga og hægt er BRESKA netfyrirtækið Deck- chair.com auglýsti í Morgunblaðinu í fyrradag eftir íslenskum tölvu- forriturum til starfa en fyrirtækið er staðsett í London. Annar aðai- eigenda fyrirtækisins er írski hljómlistarmaðurinn Sir Bob Gel- dof, sem Elísabet Englandsdrottn- ing aðlaði fyrir störf að mannúðar- málum, og segir Geldof ástæðu þess að fyrirtækið ákvað að auglýsa á íslandi þá, að lítið framboð sé af forriturum í Bretlandi, auk þess sem stjórnendur þess liafi fengið þær upplýsingar að á Islandi væri að finna fjölda hæfra forritara. „Það virðist sem hver einasti tölvuforritari í Bretlandi sé þegar í fastri vinnu,“ segir Geldof í samtali við Morgunblaðið. Hefur fyrirtæki hans af þessum sökum ítrekað þurft að leita út fyrir landsteinana vegna starfsmannamála og t.d. ráðið for- ritara frá Indlandi og Tékklandi. Aukinheldur hafði verkefnastjóri hjá fyrirtækinu, Islendingurinn Valberg Lárusson, sagt Geldof og meðeiganda hans, James Page, að hann vissi af mörgum færum for- riturum á Islandi. Um þessar mundir starfa 32 hjá Deckchair.com að sögn Geldofs, en meiningin er að fjölga starfsmönn- um upp í um 60 á næstu mánuðum. „Við þurfum á íjölda nýrra starfs- manna að halda,“ segir Geldof, „og við ætlum að ráða eins marga for- ritara og við getum náð í.“ Er gert ráð fyrir að þeir for- ritarar, sem ráðnir verða hér á ísl- andi, taki þátt í að þróa leitarvél Deckchair.com, en fyrirtækið sér- hæfir sig í því að afla ódýrra flugf- armiða út um allan heirn íyrir við- skiptavini sína á Netinu. Hyggjast Geldof og félagar bjóða upp á sambærileg launakjör og al- mennt eru á boðstólum í Bretlandi í þessum geira atvinnulífsins, en Ben Pearson, framkvæmdastjóri hjá Deckchair.com, vakti í samtali við Morgunblaðið sérstaka athygli á því að starfsmönnum Deckchair.- com sé boðið að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu á hagstæðu gengi og þannig eignast hlut í gróða ört stækkandi fyrirtækis á vaxandi markaði. . j Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Pajero 2500 diesel, f. skrd. 06.02.1998, 4 d., beinskiptur, ekinn 43.000 km, ásett verð 1.990.000, skipti á ódýrari Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu, Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. I2-I6 BÍLAÞINGáEKLU Nvwc-r cíH í noiv<?viYi bíhm! sími 569 5500. Laugavegi 17-4.105 Reykjavfk. slmi 569-5500 vjv/vj Lil.'iUiiritj i-í • v/v/vj Lilptliirifj n-. • v/v/v/ Lllntiimrj Ui Skíðasvæði lokuð und- anfarnar tvær vikur Morgunblaðið/RAX Ekki er unnt að hafa lyftur í gangi í Bláfjölluin þar sem grjót stendur víða upp úr í brekkunum. Ekki þyrfti þó nema þriggja til íjögurra tíma snjókomu til að bæta úr þessu. SKÍÐASVÆÐI landsins hafa vel- flest verið lokuð undanfarnar tvær vikur sökum snjóleysis en umsjón- armenn svæðanna binda vonir við að úr rætist á næstu dögum og hægt verði að opna svæðin um eða eftir næstu helgi. Misjafnt er reyndar eftir landshlutum hversu mikinn snjó þarf til að hægt verði að opna skíðasvæðin og t.d. vantar ekki nema herslumuninn syðra til að hægt sé að opna skíðasvæði fyr- ir almenningi. Einmuna hlýindi á landinu und- anfarna daga valda snjóleysinu og var 13 stiga hiti á Akureyri og hvassviðri þegar Morgunblaðið ræddi við ívar Sigmundsson, for- stöðumann skíðastaðanna þar í gær. Skíðasvæðin á Akureyri voru opnuð 18. desember og sagði ívar tímabilið hafa farið mjög vel af stað, gott skíðafæri hefði verið í um þrjár vikur en að fyrir um tíu dögum hefði tekið að hlýna og allur snjór horfið. Spáði ívar því að snjóa þyrfti vel í um sólarhring áð- ur en hægt yrði að opna skíðasvæð- in. Svipaða sögu er að segja af skíðafæri á ísafirði og Seyðisfirði. Kristinn Lyngpió, umsjónarmaður skíðasvæða á ísafirði, sagði skíða- tímabilið reyndar hafa farið vel af stað og að enn væri nægur snjó í fjöllum fyrir gönguskíðamenn. Er stefnt að því að halda bikar- mót í göngu um næstu helgi en til að opna skíðasvæðin almennt þarf hins vegar góða snjókomu í sólar- hring eða meira, að sögn Kristins. I heildina var hann þó bjartsýnn á framhaldið og sagði að aldrei hefðu selst eins mörg árskort í skíðalyft- ur og nú í vetur. A Seyðisfirði hefur nánast ekk- ert verið hægt að hafa skíðasvæði opin í vetur og sagði Gunnþór Jónsson, umsjónarmaður skíða- svæða, að allur snjór hefði horfið fyrir um viku. Menn vonuðust þó til að úr rættist innan tíðar. Þorsteinn Hjaltason, fólkvan- gsvörður á Bláfjallasvæðinu og umsjónarmaður skíðasvæða á höf- uðborgarsvæðinu, sagði ástandið hins vegar ekki svo slæmt hjá sér. Reyndar væri lygilega mikill snjór á svæðinu og giskaði Þorsteinn á að ekki þyrfti að snjóa nema í um fjórar klukkustundir til að allt kæmist á fulla ferð að nýju. Engu að síður hefur lítið verið opið á skíðasvæðum á höfuðborgar- svæðinu undanfarnar tvær vikur og viðurkenndi Þorsteinn að þetta ylli tekjutapi fyrir rekstraraðila skíðasvæðanna en það væri á hinn bóginn ekkert óvenjulegt að í jan- úar væri skíðafæri rysjótt. Sagði Þorsteinn að útlitið væri annars þokkalegt, Veðurstofan spáði slyddu á miðvikudag og að það þýddi oftast snjó á Bláfjalla- svæðinu. Því væru góðar líkur á að skíðasvæði yrðu opin um helgina. • • Skipstjóri togarans sem kviknaði í undan Ondverðarnesi Rétt viðbrögð urðu til bjargar „VIÐ vorum á siglingu niður á Flæmingjagrunn og ætluðum að koma við í Reykjavík,“ segir Viðar Benediktsson skipstjóri á togaranum Orvari frá Skagaströnd sem kviknaði í um 10 sjómflur undan Öndverðar- nesi á laugardagskvöld. „Þá kviknaði í rafli í rými ijósavél- ar á millidekki. Við þetta sló rafmagn út og mikill reykur barst á svip- stundu um allt skipið. Vélstjóramir fóru þá með reykköfunarbúnað niður í rýmið og lokuðu því.“ Viðar segir að reynt hafi verið að slökkva eldinn með sjálfvirkum slökkvibúnaði auk þess sem fimm slökkvitæki hefðu verið tæmd. „Þetta dugði til að minnka eldinn mikið en það kraumaði enn í glæðum.“ Stuttu eftir að eldurinn kom upp slokknaði á aðalvél skipsins. „Menn voru hræddir um að eldurinn brytist út um allt skip. Það er alvarlegt þeg- ar kviknar f úti á sjó og aldrei að vita hvað gerist, en þama urðu rétt við- brögð til bjargar." Viðar segir að skipið hafi verið á reki í um klukkustund áður en tókst að koma vélinni í gang á ný. 20 manns vom um borð í togaranum. Engan sakaði en allir vom í viðbragðsstöðu og meðal þess sem skipverjar gerðu á siglingunni til Reykjavíkur var að dæla sjó á dekkið til að kæla það. Skipið kom til Reykjavíkur ldukkan hálfþrjú aðfaranótt sunnudags og þá slökkti Slökkvilið Reykjavíkur í glæðunum. Tæknideild og rannsókn- ardeild Lögreglunnar í Reykjavík rannsaka nú upptök eldsins. Skipið er í viðgerð og þarf meðal annars að skipta um rafal og raflagnir. Viðar segist vona að skipið verði komið í lag í lok vikunnar og þá verði ferðinni á Flæmingjagmnn haldið áfram. Hann segir ekki Ijóst hversu mikið tjónið er en býst við að það nemi einhveijum milljónum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.