Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Byggða- samlag stofnað um vatnsveitu Morgunblaðið/Golli Einar Andri Þörsson, Auður Yr Guðjónsdóttir og Pétur Daði Heimisson eru ósátt við nýjan leikskóla í Alfatúni. Krakkar safna undir- skriftum gegn leikskóla Sveitarfélög sunnan Rvk, GARÐABÆR, Hafnarfjörð- ur, Kópavogur og Bessa- staðahreppur hafa orðið ásátt um drög að stofnsamn- ingi fyrir sameiginlega vatnsveitu sveitarfélaganna. Gert er ráð f'yrir að stofn- að verði byggðasamlag um reksturinn. Byggðasamlagið annist útvegun neysluvatns frá vatnsbóli, væntanlega vatnsbóli Hafnfirðinga í Kaldárbotnum, og miðlun vatnsins að dreifikerfi sveit- arfélaganna, en þau muni áfram reka dreifikerfí eigin vatnsveitna. Guðjón Friðriksson, bæj- arritari í Garðabæ, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta mál væri búið að vera lengi í umræðunni innan sveitarfélaganna. Vatnsveitumálum sveitar- félaganna fjögurra er þannig háttað nú að Kópavogur dreifir, með eigin kerfi, vatni, sem keypt er af Orku- veitu Reykjavíkur, Garða- bær rekur eigin veitu og sel- ur Bessastaðahreppi vatn. Hafnarfjörður rekur eigin veitu og er í nokkurri lykilað- stöðu í samstarfinu, að sögn Guðjóns, vegna gæða vatns- bóls bæjarins við Kaldár- botna. Gert er ráð fyrir að megin- lindir byggðasamlagsins verði þar til að byrja með og höfuðstöðvar byggðasam- lagsins verði í Hafnarfirði. Guðjón sagði að vatnsból Garðbæinga við Vífilsstaða- vatn stæði bæði nálægt byggð og hesthúsahverfi og eins orkaði staðsetningin tví- mælis vegna mikillar um- ferðar manna og dýra um útivistarsvæðið í grenndinni. Bæjarstjórn hefði um skeið talið nauðsyn að huga að framtíðarfyrirkomulagi vatnsveitu bæjarins. Nýja byggðasamlagið mun dreifa vatni til dreifikerfis sveitarfélaganna og greitt verður fyrir með vatnsgjaldi sem sveitarfélögin inn- heimta. Stofnfé byggðasamlagsins er 50 m.kr. en í stofnsamn- ingnum segir að þörf fyrir aukningu sé fyrirsjáanleg. Stofnaðilarnir hafa skuld- bundið sig til að auka fram- lagið í allt að 200 milljónir. Framlagið er greitt í hlutfalli við íbúafjölda 1. desember 1998 og skiptist hlutfallslega þannig að Bessastaðahrepp- ur gi-eiðir 2,9%, Garðabær 16%, Hafnarfjörður 37,7% og Kópavogur 43,4%. Aukningin verður greidd í hlutfalli við íbúatölu 1. des. 1999. Kópavogur ÞRIR 11 ára krakkar, sem búa í grennd við nýjan leik- skóla sem á að reisa við Álfa- tún, hafa efnt til undir- skriftasöfnunar í hverfinu sínu til að mótmæla áform- unum. Þremenningarnir, Auður Yr Guðjónsdóttir,Einar Andri Þórsson og Pétur Daði Heimisson, Iitu inn á rit- stjórn Morgunblaðsins á föstudag með undirskriftar- listann sinn þar sem er að finna um 20 nöfn. Krakkarn- ir segja hins vegar að á bak við listann standi mun fleiri, því sumir sem skrifuðu undir hafi sagst gera það fyrir hönd allra í húsinu. Af hverju eru þau á móti leikskólabyggingunni? „Það er brekka efst við götuna. Þar er mjög góð skíðabrekka og átti að búa til skíðalyftur,“ segjaþau. „Þetta er besta skíða- brekkan í nágrenninu, hún er alveg geðveik. Efst í götunni á að koma hringtorg og brjáluð umferð. Það er mikil umferð núna, fólk sem á að mæta í vinnuna klukkan átta á morgnana þarf að leggja af stað klukkutima fyrr. Umferðin á eftir að verða miklu meiri. Við viljum ekki fá leikskól- ann þarna, allir krakkarnir eru á móti þessu. Meira að segja fólkið niðri í Grundum er líka á móti þessu. Allir krakkarnir eru reiðir yfir þessu og við höfum talað um að setjast í brekkuna og leyfa þeim ekki að gera neitt.“ En það eru biðlistar eftir leikskólaplássum. Þarf ekki leikskóla þarna fyrir litlu börnin? „Það er leikskóli rétt hjá og það hætta fullt af krökkum þar í vor og byija í skólanum. Þá verður fullt af plássum." Þremenningarnir ætla að halda áfram að safna undir- skriftum næstu daga en tjáðu blaðamanni að þau væru að hugsa um að af- henda svo bæjarstjóranum undirskriftarlistana. KR hættir rekstri Rauða ljónsins Seltjarnarnes NÝIR aðilar tóku við rekstri Rauða ljónsins við Eiðistorg sl. föstudag. Það er fyrirtæk- ið Traustar veitingar sem leigt hefur reksturinn af KR- Sport til nokkurra ára. Að fyrirtækinu standa þeir Trausti Víglundsson, Hörður Traustason og Asgeir Víg- lundsson. Að sögn Trausta verða einhverjar nýjar áherslur í rekstrinum. Sal á efri hæð verður breytt, bæði nafni og útliti, og segir Trausti að þar verði lögð áhersla á brúðkaup, ferming- arveislur, afmæli og stærri veislur, sem verið hafa sér- grein hans til margra ára. Þeir félagar eru allir KR-ing- ar og þeim leist mjög vel á þetta nýja verkefni. Morgunblaðið/Golli Frá undirritun samningsins um rekstur á Rauða ljóninu. Frá vinstri talið eru þeir Björgólfur Guðmundsson, for- maður KR, Hjörtur Nielsen frá KR-Sport, Trausti Víg- lundsson, Hörður Traustason og Ásgeir Víglundsson. Gatnaframkvæmdir í Flugumýri Mosfellsbær í IÐNAÐARHVERFINU við Flugumýri í Mosfellsbæ eru að hefjast gatnaframkvæmd- ir, en þar er verið að bæta við nýjum botnlanga með sex lóð- um. Lóðirnar eru 2.000 til 3.000 fermetrar að stærð og hafa allar verið seldar undir iðnaðar- og verktakastarf- semi. Tryggvi Jónsson, bæjar- verkfræðingur í Mosfellsbæ, segir að níu tilboð hafi borist í útboði vegna gatnafram- kvæmdanna. Tilboðin voru á bilinu 11 til 19 milJjónir króna. Lægsta til- boðið kom frá fyrirtækinu Mottói ehf. og var gengið til samninga við það. I verkefninu felast jarð- vegsskipti fyiTr götur og lagn- ing lagna og er áætlað að framkvæmdum ljúki 15. júní. Endurskipulagning í bifreiðarekstri lögreglunnar Þjónustustöð sett upp í húsi V egagerðarinnar Reykjavík BÍLAMIÐSTÖÐ ríkislög- reglustjórans og Lögreglan í Reykjavík hafa tekið á leigu húsnæði í eigu Vegagerðar ríkisins í Borgartúni 5 þar sem áður var starfrækt véla- verkstæði Vegagerðarinnar. Þar mun fara fram skoðun lögreglubifreiða og almenn umsýsla en ekki verður um að ræða viðgerðarverkstæði eins og það sem starfrækt hefur verið fram til þessa við Bíldshöfða á vegum Lög- reglunnar í Reykjavík Búist er við að starfsemi í Borgartúni 5 hefjist eftir næstu mánaðamót en Vega- gerðin hefur sótt um hjá byggingafulltrúa Reykjavík- urborgar að fá að gera breyt- ingar á húsnæðinu vegna væntanlegrar starfsemi. M.a. þarf að bæta við dyrum á húsnæðinu og innrétta skrif- stofuaðstöðu er uppfylli kröf- ur um brunavarnir og fleira. Leigusamningur til þriggja ára Húsnæðið er 300 fermetr- ar að flatarmáli og skiptist jafnt á milli bílamiðstöðvar ríkislögreglustjórans og Lögreglunnar í Reykjavík sem og kostnaður vegna leig- unnar. I húsnæðinu verður m.a. sjálfvirk þvottastöð sem ætl- að er þjóna lögregluumdæm- um á höfuðborgarsvæðinu. Leigusamningur lög- reglunnar og Vegagerðar- innar tók gildi um síðustu áramót og gildir til ársins 2003. Starfsemi þjónustustöðv- arinnar er liður í endurskipu- lagningu bifreiðareksturs ríkislögreglustjórans sem er skáður eigandi allra lög- reglubifreiða í landinu, um 150 talsins, en endurskipu- lagningin miðar m.a. að því að breyta háum viðgerðar- kostnaði á gömlum lögreglu- bifreiðum í endurnýjunar- kostnað. Þannig er áætlað að með endurnýjunarátaki því, sem stendur nú yfir hjá ríkis- lögreglustjóranum, takist að koma meðalaldri lögreglu- bifreiða niður fyrir fimm ár á næsta ári og endurnýja bif- reiðirnar þaðan í frá mun ör- ar en hingað til hefur verið gert. Meðalaldur ökutækja lögreglunnar nú er um níu ár að bifhjólum meðtöldum. Á síðasta ári voru endur- nýjaðar 29 lögreglubifreiðir en til samanburðar hafa að meðaltali verið endurnýjaðar 12 bifreiðir undanfarin ár. Á þessu ári er enn gert ráð fyr- ir mikilli endurnýjun bifreiða og reiknað með svigrúmi til að endurnýja 35 bifreiðir. Morgunblaðið/Jim Smart Bætt aðgengi að lögreglustöðinni Austurbær AÐGENGI fatlaðra er nú að taka stakkaskiptum við lög- reglustöðina við Hverfisgötu. Búið er að steypa brautir að dyrum hússins að báðum inn- göngum. Til hefur staðið í nokkum tíma að lagfæra tröppur hússins og var ákveð- ið að gera aðgengi íyrir fatl- aða um leið. I framhaldinu verða tröppur hússins brotn- ar upp og steyptar að nýju. Þá verður settur hiti undir tröpp- ur og brautir. Við aðrar dyrn- ar er mikill bogi á brautinni, sem stafar af því að ákveðin viðmið eru til samkvæmt reglum um leyfilegan halla á slíkum brautum. Til þess að hallinn yrði ekki of mikill varð að setja brautina í stóran boga. Framkvæmdin mun nú bæta aðgengi þeirra sem sækja í lögreglustöðina, en þangað þurfa margir að sækja um vegabréf og ökuskírteini og leita eftir ýmsu öðru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.