Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 19

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 25. JAN ÚAR 2000 19 Ragnar og Ásgeir eingöngu með Volvo RAGNAR og Ásgeir ehf., vöniflutn- ingafyrirtækið í Grundarfirði, fékk nýlega afhentan fyrsta Volvo-vöru- bíl ársins hjá Brimborg. Er það dráttarbíll af gerðinni FH 16 en FH bílarnir hafa hlotið viðurkenning- una vörubíll ársins 2000. Fyrirtækið fær annan FH 16-bíl í næstu viku og verður þá alls með 11 vörubíla í rekstri, alla af Volvo-gerð. Ragnar Haraldsson, sem rekið hefur flutningaþjónustu um árabil, segir, að þegar nýi bíllinn hafi bæst við flotann verði fyi-irtækið með átta FH-vörubíla, sem eru stórir dráttarbílar, og síðan þrjá minni bíla í flotanum. Þá verða þrír nýir frystivagnar teknir í notkun á næst- unni, 13,60 m langir, og er hægt að opna 8 m gátt á hliðum þeirra. Segir Ragnar vagnana bæði vera viðbót og endurnýjun. Fyrirtækið flytur einkum fisk milli kaupenda og selj- enda víðs vegar um landið og segir hann miklar sveiflur í þeim flutn- ingum. Reglur komnar út í öfgar „Einn daginn erum við að flytja 40 tonn en þann næsta erum við beðnir að flytja 140 tonn og þá er eins gott að eiga nægan bflakost með frystivögnum," segir Ragnar og honum fmnst ný vinnutímatil- skipun sem nær til bílstjóra hefta mjög starfið í fyrirtæki sínu. „Það má enginn vinna neitt lengur og þessar reglur eru komnar í algjörar öfgar með þröngum hvíldartímaá- kvæðum og öðru. I vetrarferðunum getum við þurft að bíða vegna um- ferðartafa, ófærðar og veðurs og þegar vinnutíminn er orðinn langur verður allt í einu að hætta,“ segir Ragnar og nefnir að ekki sé þá leyfilegt að komast á áfangastað. Hann nefnir einnig að dráttarbíl- arnir séu búnir góðri svefnaðstöðu og því geti bflstjórar hvflst þegar ferðir gerast langar. „Þessar reglur Morgunblaðið/ Sigurður Jónsson Olil Amble íþrótta- maður Arborgar Selfossi - Olil Amble var kjörin íþróttamaður Árborgar fyrir árið 1999. Tilnefningin er á veg- um íþrótta- og tómstunda- nefndar Árborgar og fór fram á sérstökum hátíðarfundi. A þessum fundi eru einnig veittar viðurkenningar til þeirra sem hljóta tilnefningu til kjörsins og styrkveitingar ráðsins afhent- ar. Olil Amble keppir í hesta- íþróttum og náði mjög góðum árangri á síðastliðnu ári, varð meðal annars heimsmeistari í fjórgangi. Það var Kiistján Einarsson forseti bæjarstjórn- ar sem afhenti Olil veglegan grip til varðveislu. Á myndinni eru Kristján Einarsson forseti bæjarstjórn- ar, Olil Ambel og Sigmundur Stefánsson umsjónarmaður íþróttamála Árborgar. eru mjög takmarkandi fyrir starf- semi eins og við rekum og við höfum orðið að bregðast við með því að fjöjga bflstjórum." I niðurstöðu dómnefndar um vörubíl ársins segir að Volvo FH sé öruggur bíll og hagkvæmur í rekstri og er hann talinn í farar- broddi meðal vörubfla. Alls hafa selst um 150 þúsund slíkir bflar frá því framleiðslan hófst árið 1993. Þá er Volvo talinn vera hagkvæmasti vörubfll í Evrópu samkvæmt niður- stöðum vörubílatímarita í Evrópu. Alls tóku bflar frá átta framleiðend- um þátt í prófun þar sem vörubflum var ekið frá Antwerpen í Belgíu til Mílanó á Italíu, um 1.800 km vega- lengd. Mæld var eldsneytisnotkun, hraði og þyngd og fékk Volvo FH 12 flest stig fyrir hagkvæma eldsneyt- isnotkun svo og flest heildarstig. Fulltrúar Brimborgar afhenda Ragnari og Ásgeiri ehf. tíunda Volvo vörubílinn, dráttarbíl af gerðinni FH16. Frá vinstri Jóhann Jóhannsson, Ragnar Haraldsson, Egill Jóhannsson og Ásgeir Ragnarsson. Nýr stciður fyrir notaða bíia

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.