Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Tollkvótum úthlutað vegna innflutnings á ostum og kjöti Engin spurn var eftir svínakjötskvóta LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ úthlutaði nýlega tollkvótum til fyrir- tækja sem gerðu tilboð í osta- og kjötkvóta fyrir tímabilið janúar-júní árið 2000. Tollkvóti felur í sér tiltekið magn af vöru sem flutt er inn á lægri tollum en gilda í tollskrá. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra hjá landbúnaðarráðu- neytinu, sóttu mun fleiri um en und- anfarin ár og tilboðin sem bárust voru yfirleitt hærri en áður sem hann segir vera í takt við aukna eftirspurn. Að þessu sinni bárust ekki tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á svína- kjöti. Ólafur segir ástæðuna vera lækkandi verð á svínakjöti hérlendis á undanförnum árum og segir að ís- lenskir sínakjötsframleiðendur séu orðnir fyllilega samkeppnisfærir við erlenda framleiðendur. Aukning á tilboðum vegna unninna kjötvara Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti eða 35.000 kíló á meðalverðinu 18 krónur á kíló. Það var fyrirtækið Dreifing ehf. sem fékk stærstan hluta kvótans eða 20.000 kíló. Þá bárust fimm tilboð í innflutning á alifuglum, samtals 35.100 kg á með- alverðinu 31 krónur á kíló. Það var einnig fyrirtækið Dreifing ehf. sem fékk stærstan hluta af þessum kvóta eða 17.100 kfló. Þrjú tilboð bárust í innflutning á öðru kjöti en það er hreindýrakjöt og strútakjöt. Alls var um að ræða 3.200 kfló á meðalverðinu 167 krónur á kfló. Töluverð aukning er á tilboðum í tollkvóta vegna innflutnings á unn- um kjötvörum og alls bárust 13 tilboð að þessu sinni í samtals 179.835 kfló. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækj- um um innflutning á 39.600 kflóum á meðalverðinu 236 krónur á kfló. Ólaf- ur segir að eftirspumin hafi aukist hraðar en stækkun kvótans. I upp- hafi var kvótinn 52 tonn á ári en nú er hann 79,2 tonn á ári. Á næsta ári verður hann 86 tonn. Ólafur segir að undir unnar kjötvörur falli ýmsar unnar kjötvörur eins og t.d. svokall- aðir „nuggets" kjúklingabitar, paté, forsteikt kjöt, kryddað og tilbúnir réttir. í þessum tollflokki var Dreif- ing ehf. með stærstan hluta eða 18.500 kfló. Ostakvótinn dreifist meira en síðast Að lokum bárust 10 tilboð í toll- kvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 139.950 kfló. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um inn- flutning á 54.400 kílóum á meðal- verðinu 179 krónur kflóið. Ólafur bendir á að þetta sé töluverð breyt- ing frá því tollkvóta á ostum var síð- ast úthlutað. Þá fékk Baugur nánast allan kvótann en dreifingin er meiri núna þótt Osta- og smjörsalan hafi fengið 34.000 kfló af honum. Morgunblaðið/Sverrir Mest var eftirspurnin eftir tollkvóta í flokknum unnar kjötvörur Nýtt Svið verkuð með gömlu aðferðinni HAGKAUP hefur hafið sölu á hreinsuðum sviðum frá KS á Sauðár- króki. í fréttatilkynningu frá Hag- kaupi kemur fram að sviðin séu frá- brugðin að því leyti að þau eru verkuð með „gömlu aðferðinni", en hún fer þannig fram að kósangas er notað við að svíða hausana og þeir sviðnir í lengri tíma en með gasi og súr. Sviðahausarnir eru á sérstöku tilboðsverði eða 299 krónur kflóið. Kalk fyrir beinin! OApótekp SmáVetorfii • Apóteki' Spðnginni Apftifijýj Krineiofíii! * Apóifiki* SmHovegi Apðteki> Su'urstrðnrt • Apóteki' bufeiii Apöteki* Hagkeup Skeífunni Apótoki- Hsgkéup Akiireyri Hftfnarfjsnai Apófek Cheez-it Crackers CHEEZ-IT snakk er nýtt á íslenska markaðnum. Á boðstólum eru fimm mismunandi tegundir, allt undir Cheez-it vörumerkinu. Þessar tegundir eru Cheez-it Big 397g, Cheez-it Nacho 425g, Cheez-it White Cheddar 283g, Cheez-it Hot & Spicy 283g og Cheez-it Party Mix 283g. www.creatine.is Ljósmyndir á myndgeisladisk H JÁ Hans Petersen er nú í boði að fá myndir sínar settar á geisladisk þegar komið er með filmu í framköll- un. Þegar komið er með filmu í fram- köllun á Kodak Royal pappír er hægt að fá 24 myndir settar á mynd- geisladisk. Hver diskur hefur að geyma forrit til að skoða myndimar, færa yfir í önnur forrit, senda beint sem tölvu- póst, prenta út, laga liti og lýsingu, útbúa myndaalbúm o.fl. Disknum fylgir einnig skjáhvflir og möguleiki til skjámyndasýningar, segir í frétta- tilkynningu. Hver mynd er vistuð í 5 mismun- andi upplausnum, sem henta ýmist til þess að senda myndir í.tölvupósti, setja myndir á Netið eða prenta út mynd á heimilisprentara. Stærsta skráin er 5 Mb og er því hægt að prenta út mynd í 10x15 cm í fullum gæðum. uöovanoiga? Hofuöverkur ? BlOflex seeulmeóferð hefur slegið í ræða seguípynnur í 5 stærðum sem húðvænum plástri. Dæmi þar sem BlOflex segulþynnan hefur sýnt frabær áhrif egn á íslandi. Um er að r eru á líkamann með riiHirm Ég hef kvalist af höfúðverk og vöðvabólgu í hnakka í mörg ár, reynt flest sem í boði er án árangurs. Ótrúlegt en satt að tvær segulþynnur geti breytt öllu. Mæli svo sannarlega með þeim. Kristjana Kristjánsdóttir, nemi Höfuðverkur • Hnakki • Axlir • Tennisolnbogi • Bakverkir • Liðaverkir • Þursabit • Hné • Æðahnútar • Ökklar Segulþynnurnar eru fáanlegar í flestum lyfjaverslunum, Heilsuhúsinu, Yggdrasil og Græna Torginu - Blómavali ítarlegar íslenskar leiðbeiningar ií á Upplýsingasími er 588 2334 Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Nýkaups. Umfjöllun um Nýkaup í bandarísku tímariti Endurhönnun í takt við breyttar neysluvenjur AUKIN samkeppni og þarfir neytandans hafa orðið til þess að smásalar á flestum sviðum versl- unar hafa í auknum mæli ráðist í útlitsbreytingar verslana sinna, hvort sem er í stórum keðjum matvöruverslana, vöruhúsum eða sérvöruverslunum. Vaxandi þörf neytandans fyrir þægindi hefur leitt til þess að áhersla er nú lögð á opnar og að- gengilegar einingar og er mat- vörutegundum blandað meira saman í uppröðun en áður. Stór- markaðir hafa margir hverjir ráð- ist í algjöra endurhönnun tfl þess að gefa tilbúnum matvælum, heit- um sem köldum, aukið rými í versluninni í takt við breytingu á neysluvenjum fólks. Frá þessu er sagt í bandaríska tímaritinu Retail Operations & Constructions, og þessu til stuðn- ings er m.a. tekið dæmi um breyting- arnar á Nýkaupsverslununum í Reykjavík. Tekið tillit til breytinga á neysluvenjum Finnur Amason, framkvæmda- stjóri Nýkaups, segir að með endur- hönnun Nýkaupsbúðanna hafi verið tekið tillit til þeirrar þróunar sem hefur orðið í neysluvenjum á mat og þar með sé verið að fylgja eftir þróun matvöruverslana í Bandaríkjunum og í nágrannalöndunum þar sem aukin áhersla er lögð á skyndibita og hálftilbúinn mat. „Á sama tíma eru neytendur orðnir meðvitaðri um gæðaþætti og ferskleika matvæla og sinnum við þeim þáttum t.a.m. með þeirri áherslu sem við leggjum á ferskt grænmeti, auk þess að vera með bakarí inni í búðinni," segir Finnur. Hann segir að hluti af þessari þró- un sé að auðvelda viðskiptavininum að versla og jafnvel að búa til n.k. lausnir á því hvað hann ætlar sér að versla. „Viðskiptavinir vilja vera fljótir að versla og hægt er að létta þeim það með því að gefa þeim hug- myndir, t.a.m. með því að raða upp hlið við hlið mjólk og morgunkorni, Fixturíng with a fresh uision From departmení storcs to supermarkets, retaðers wani pcrmanent fixtures vrith functkm, flcdbitity and styie pasta og pastasósum eða salati, ólív- um og dressingu, líkt og hefur reynst mjög vinsælt hjá okkur.“ Alþjóðleg matargerð sífellt vinsælli Hann bendir jafnframt á að al- þjóðleg matargerð eigi sífellt meir upp á pallborðið hjá íslendingum sem fleirum. „Sérstaklega hefur ind- versk, kínversk, ítölsk og mexíkósk matargerð notið mikilla vinsælda og höfum við lagt töluverða áherslu á hráefni til þessarar matargerðar og þá sérstaklega í Nýkaupi í Kringl- unni.“ Hann segir að í þeini búð sé jafn- vel gengið skrefi lengra í átt til þess að bjóða viðskiptavinum upp á til- búinn mat því inni í búðinni séu kaffi- hús, pizzugerð og smurbrauðsstofa. Hönnuðirnir sem endurskipulögðu Nýkaupsverslanirnar eru banda- rískir og hafa að sögn Finns hlotið viðurkenningu fyrir störf sín víða um heim. Hann segir þá afar ánægða með niðurstöðurnar. Aðspurður seg- ist hann almennt fá jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum varðandi breyt- ingar þótt það taki að sjálfsögðu tíma fyrir fólk að læra á búðina að nýju eftir breytingar. leiðbeinandi MARKm/ð/i/n ehf. námskeið til árangurs *Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt Frábær námskeið í sjálfsrækt og markmidaselningu ■ ■ ^ JK r m m^ m Brian Tracy m Naðu arangri og Phoemx Kynningarfundur á Hótel Loftleiðum haldinn miðvikudaginn 26. janúar kl. 20 Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 27. janúar kl. 18 www.markmidlun.is s.896 5407 markmidlun@markmidlun.is MARKmöw Upplýs. og skráning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.