Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 29

Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 29 LISTIR Leikhópurinn Perlan á gdðri stundu. Morgunblaðið/Kristinn Leikhópurinn Perlan fær fastan samastað í Iðnó LEIKHÓPURINN Perlan hefur fengið sama- stað fyrir sýningar sínar í Iðnó. Mun leikhóp- urinn sýna þar reglulega í framtíðinni. Meðal gesta á sýningum hópsins á þessu ári verður Björk Guðmundsdóttir söngkona. Að sögn Önnu Maríu Bogadóttur, kynning- arfulltrúa Iðnó, eru sýningar hópsins kær- komin viðbót við ijölbreytta starfsemi hússins. „Með sýningum Perlunnar í Iðnó gefst al- menningi kostur á að sjá einlæga og hrífandi Ieiktúlkun Perluleikara og um leið verða lista- mennirnir sýnilegri í þjóðfélaginu." Leikhópurinn Perlan er skipaður fullorðnu þroskaheftu fólki sem hefur það að markmiði að sýna opinberlega. Hópurinn kom fyrst fram árið 1982 og hef- ur margoft sýnt í sjónvarpi, á ráðstefnum, hjá félögum og félagasamtökum, styrktarskemmt- unum og listahátíðum. Einnig hefur hópurinn farið í Qölmargar leikferðir til útlanda. „Perluleikarar hafa hvarvetna vakið athygli fyrir einlægan hrífandi og fallegan leik og má segja að þau hafi með sérstæðri listsköpun sinni bætt við nýjum lit í litróf listanna," segir Anna María. Sigríður Eyþórsdóttir, leikkona og kennari, er umsjónarmaður Perlunnar og listrænn leiðbeinandi. Björk Guðmundsdóttir er verndari Perlunnar. Sýningar Perlunnar í Iðnó í ár verða í maí og desember og eru þær hluti af dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. Kallast sýningin, sem samanstendur af þremur verkum, Þrjár perlur. Sigríður Ey- þórsdóttir leikstýrir öllum verkunum og tón- Iistarmenn og búningahönnuðir taka þátt í þeim. Boðið til evrópskr- artón- iistar- hátíðar TÓNLISTARHÁTÍÐIN EUROPAMUSICALE 2000 verður haldin í Tékklandi, Ungverjalandi, Póllandi og í ellefu þorpum í Bæjaralandi dagana 18. júní - 31. júlí næst- komandi. Hátíðin, sem nú er haldin í annað skipti, var fyrst haldin í Munchen 1993, en þá kynntu rúmlega þrjátíu evrópskar sin- fóníuhljómsveitir tónlistarhefð landa sinna. Áhersla á fjölbreytileika kammertónlistar í ár verður lögð áhersla á fjölbreytileika evrópskrar kammertónlistar sem, að því er segir í fréttatilkynningu EUR- OPAMUSICALE, er talin hafa haft mikil áhrif á tónlistarþró- un. Þá verður einnig lögð sér- stök áhersla á tónlist 20. aldar- innar. Fjöldi einleikara, hljóðfæra- sveita og kóra mun koma fram á hátíðinni að þessu sinni og kynna, líkt og áður, tónlist síns lands. Verkefnisstjóri EUROPA- MUSICALE 2000 er prófessor Siegfried Mauser, tónlistar- fræðingur og píanóleikari frá Þýskalandi. Trúnaðarmannaráðstefna BSRB verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 31. janúar nk. kl. 10.00-17.00. Munið að skrá ykkur á ráðstefnuna t á skrifstofum félaganna. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Sími: 562-9233 Netfang: strv@bsrb.is STARFSMANNAFELAG RÍKISSTOFNANA Starfsmannafélag ríkisstofnana Sími: 562-9644 Netfang: sfr@bsrb.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.