Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 35

Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 35 Alþjóðadagur í háskólanum Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðadagar Háskólans verða í Odda og Lögbergi. NÆSTKOMANDI fímmtudag, 27. janúar, verður haldinn alþjóðadag- ur við Háskóla íslands í ODDA fyrir íslenska stúdenta sem huga á nám erlendis eða taka þátt í stúd- entaskiptaáætlunum eins og ERASMUS, NORDPLUS og IS- EP. Dagskráin byggist á þátttöku erlendra skiptistúdenta sem kynna tilhögun náms í eigin landi og sitja fyrir svörum. Islenskir stúdentar sem þegar hafa tekið þátt í stúdentaskiptum halda stutt erindi í Lögbergi 12—13 og í Odda í stofu 201 frá 16-17. Alþjóðaskrifstofa háskólastig- sins, Landsskrifstofa Leonardó, Fulbright stofnun, SÍNE og LÍN dreifa kynningarefni. Alþjóðadeg- inum lýkur með skemmtun fyrir stúdenta í stúdentakjallaranum. Að alþjóðadeginum standa Al- þjóðaskrifstofa háskólastigsins, Stúdentaráð Háskóla íslands, og Landsskrifstofa Leonardó. Inngangsorð flytja Karítas Kvaran og Ragnhildur Zoega. Reynslusögur af stúdentaskipt- um verða fluttar í Lögbergi 101 frá 12-13: Gunnlaugur P. Erlendsson lög- fræði, Erasmus nemi í Löven Belgíu, Sólrún Engilbertsdóttir mannfræði, Nordplus nemi í Kaupmannahöfn, Sigrún Kvaran mannfræði, Erasmus nemi í Kaup- mannahöfn, Nökkvi Pálmason verkfræði, Leonardó starfsþjálfun hjá Siemens Þýskalandi, Atli Már Ingólfsson lögfræði, MAUI nemi í Baylor Texas, Bandaríkin. Reynslusögur af stúdentaskipt- um verða fluttar í Odda 201 frá 16- 17: Pálína Dögg Helgadóttir mann- fræði, Erasmus nemi á Spáni, As- dís Friðriksdóttir lyfjafræði, Erasmus nemi á Spáni, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir lögfræði, Leo- nardó starfsþjálfun í Luxemborg, Anna Hjartardóttir stjórnmála- fræði, ISEP nemi í Bandaríkjun- um, Vala Ingimundardóttir við- skiptafræði, ISEP nemi í Bandaríkjunum, Gunnar M. Pet- ersen, viðskiptafræði í Ástralíu og Elva Gísladóttir, líffræði í Ástral- íu. Eftirtaldir aðilar verða með kynningarborð: Alþjóðaskrifstofa háskólastig- sins, Fulbright stofnunin - Mennt- astofnun Islands og Bandaríkj- anna, Samband _ íslenskra námsmanna erlendis SINE, Lána- sjóður íslenskra námsmanna Nám í Bandaríkjunum Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á laugardaginn verður op- in námsmannaráðstefna haldin í Lögbergi Háskóla Islands á morg- un kl. 16-18:30. Hún er öllum opin, en er einkum ætluð Hún er öllum opin en er einkum ætluð stúdent- um á háskólastigi sem hyggja á framhaldsnám í Bandaríkjunum. Nemar úr framhaldsskólum sem áhuga hafa á háskólanámi utan Is- lands eru einnig velkomnir^ Ráðstefnan er á vegum Islensk- ameríska félagsins, Áiþjóðaskrif- stofu háskólastigsins og Ful- brightstofnunarinnar í tengslum við ofangreinda Alþjóðadaga Há- skóla íslands. Tilgangur ráðstefn- unnar er að miðla hagnýtri reynslu fólks sem stundað hefur nám í Bandaríkjunum og starfar nú á ýmsum sviðum íslensks atvinnu- lífs. Meðal þeirra spurninga sem fjallað verður um á ráðstefnunni er hvaða augum atvinnulífið lítur nám í Bandaríkjunum, hvernig það nýtist, hvernig er að hefja nám í Bandaríkjunum, hvað þarf að hafa í huga við ákvarðanatöku og hvar hægt er að leita upplýsinga. Áhugi á námi í Bandaríkjunum virðist fara vaxandi og núna í ár stunda um 600 Islendingar nám í Bandaríkjunum. Eru það fleiri ís- lenskir námsmenn en í Danmörku sem hingað til hefur verið vinsæl- asta námsland íslendinga. skólar/námskeið ýmislegt ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN SCHOOL OF ICELANDIC, GERÐUBERGI 1, 3. hæð R. Að hefjast: UNDIRBÚNINGSNÁM FYRIR INNTÖKUPRÓF í ATVINNU- FLUG í STÆ, EÐL. Námskeið fyrir grunnskóla og SAM- RÆMDU PRÓFIN í STÆ, DAN, ENS. Námskeið og námsáfangar kl. 1830 eða 20: ENS I, n, n, ENS 102, DAN I, DAN 102, SPÆ 103, FRA 103, ÞÝS 103. Tölv- ugrunnur: kl. 13—14.20. Námsaðstoð fyrir framhaldsskóla f flestum greinum og námskeið og námsaðstoð fyrir háskóla í t.d. STÆ 1A, 1B, 1C, EÐL o.fl. Hrað- námskeiðin "ICELANDIC" I og II: fyrstu 4 og 6 vikna námskeiðin eftir jól hefjast mán. 31. jan. kl. 9—11.45. (Sxviku) eða 18.30-19.50 (3xviku). Skráning s. 557 1155. |nudd ■ www.nudd.is _______myndmennt____________ ■ Keramiknámskeið í Gallerí Kóbolt Námskeiðin hefjast í febniar. Upplýsingar gefur Brita Berglund í símum 552 6080 og 562 4841. tungumái ■ Þýskunámskeið Germaníu eru nýhafin. Boðið er upp á byrjendahóp, fjóra framhaldshópa og tvo talhópa. Upplýsingar í símum 551 0705 (kl. 16.30-17.45, símsvari kl. 12.00-22.00) og 894 4145. Enn er hægt að bæta við nemendum í alla hópa. Endurtekin vegna mikiilar eftirspurnar Þekkingarstjórnun Námskeiö haldið mánud. 21. og þriðjud.22. febrúar. Þekkingarstjórnun eflir vinnustaöinn með því að varðveita betur þekkingu sem verður til við dagleg störf. Á námskeiðinu er farið yfir ieiðir til að efla og miðla þekkingu á vinnustað. Nánari upplýsingar í síma 564 4688. Netfang: skipulag@vortex.is Minnum einnig á námskeiðin Inngangur að skjalastjórnun haldið 7. og 8. febrúar Skjalastjórnun 2; skjöl í gæðaumhverfi haldið 14. og 15. febrúar Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Menntaáætlun Sókratesar SÓKRATES-menntaáætlun: Minnt er á umsóknarfresti SÓKRATES-verkefna sem er 1. mars 2000. Miðstýrð verkefni COMENIUS Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB/EES- löndum við að koma á fót endur- menntunarnámskeiðum fyrir kenn- ara. Grundtvig - fullorðinsfræðsla - samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB/EES-löndum. Mínerva - opið nám og fjamám - samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB/EES-löndum að koma á opnu námi og fjarnámi. Landsstýrð verkefni COMENIUS (Lingua B) - end- urmenntun tungumálakennara. Styrkir eru veittir til að sækja end- urmenntunarnámskeið í 2-4 vikur. Gagnkvæmar nemendaheim- sóknir - sam- starfsverkefni tveggja skóla frá ESB/EES- löndum. COMENIUS (Lingua E) - nemendaskiptaverk- efni, þar sem tveir skólar skiptast á heimsóknum minnst 2 vikur a.m.k. 10 nemendur í hóp og vinna sam- eiginlega að verkefni. COMENIUS Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi frá jafnmörg- um ESB/EES-löndum. COMENIUS (Lingua C) - að- stoðarkennsla. Skólar geta sótt um að fá er- lendan aðstoðarkennara fyrir skólaárið 1999/2000. íslenskir grunn- og framhaldsskólai' sækja um að fá aðstoðarkennara frá e-u ESB-landi. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar. Alþjóðaskrifstofa háskólastigs- ins minnir á alþjóðadag'kynningu á stúdentaskiptum fimmtudaginn 27. janúar í Odda frá kl. 12-17. Erlend- ir skiptistúdentar taka þátt í kynn- ingunni auk þess sem íslenskir stúdentar segja frá reynslu sinni. Nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknir sími: 525 4311 ask@hi.is, Nýtt efni á bókasafni Nýtt efni á bókasafni Euro Info Centre: 1. Euro Info Centre netið - Evrópa styður við lítil og meðalstór fyrirtæki. 2. Best Business Web Sites - October 1999 3. Eurostat Yearbook - A statist- ical eye on Europe. Data 1987- 1997. Nánari upplýsingar í síma 511 4000 eða netfang: www.icetrade.is Nýjar bækur KENNSLUBÓKIN Tólf sporin, andlegt ferðalag er komin út. Út- gefandi er Vinir í bata á Islandi. Þýðing er eftir Margréti Eggerts- dóttur. Bókin er sjálfshjálparbók sem byggist á kenningunni um sporin 12 sem AA-samtökin hafa notað. Markmiðið er að fólk með „skadd- aðar tilfinningar“ noti hana eða þeir sem eru að leita sér hjálpar til að ná tökum á lífi sínu. Bókin er ætluð sem handbók fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig í tilverunni og lifa lífinu í gleði og fullri gnægð eins og þeir eru skapaðir til. Höfundar bókarinnar nálgast batann eftir viðurkenndum tólf- sporaaðferðum en þeir hafa líka skilning á andlegu hliðinni og kristnum rótum tólf-sporanna og þeir viðurkenna Jesú Krist sem sinn æðri mátt. Efnið er fyrst og fremst ætlað fullorðnum sem í uppvexti sínum hafa orðið fyrir neikvæðum áhrif- um af umhverfi sem hvorki var uppbyggjandi né nærandi. Bókin er skipulögð sem vinnu- bók. Hún er með markvisst upp- byggðar spurningar og fólk fetar sig eftir tólf sporunum sem þekkt eru hjá AA-samtökunum. Oft eru myndaðir hópar sem kallaðir eru fjölskylduhópar. Þar verður oft trúnaður og traust, umhyggja og kærleikur. I þessu umhverfi lærir fólk að takast á við vankanta sína, það sem aflaga hefur farið í lífinu og vinna sig hægt og rólega út úr því. Bókin er í raun markviss kennslubók til enduruppbygging- ar einstaklingsins. Tólf sporin „Vinir í bata á íslandi eru lítill hópur fólks sem fékk þessa bók í hendur og sá að hún var gott verkfæri til þess að hjálpa þeim mörgu, sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig í tilverunni og lifa lífinu í gleði og fullri gnægð eins og Guð hefur skapað okkur til,“ segir í inngangi. SKIPULAG & SKJÖLehf SKJALASTJÓRNUN - ÞEKKINGARSTJÓRNUN Alfa Kristjánsdóttir og Sigmar Þormar Hamraborg 1 - 200 Kópavogi - Sími 5644688 - Fax 5644689 skipulag@vortex.is Les allar tegundir greiöslukorta sem notuö eru á íslandi. Er meö lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraövirkur hljóðlátur prentari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.