Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 43

Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 43 UMRÆÐAN Barnahús - ein- stakt úrræði MIKIÐ hefur verið ritað að undanförnu um þá stöðu sem kom- in er upp vegna nýt- ingar á Barnahúsi vegna meintra kyn- ferðisafbrota gagnvart börnum. Með tilkomu Barna- hússins voru hags- munir barna og fjöl- skyldna þeirra hafðir í fyrirrúmi þegar tekið var á jafn alvarlegu máli og aðstæðum og kynferðisleg misnotk- un er. Með tilkomu Barna- hússins var rannsókn- arferli í þessum málum einfaldað mjög. Þverfaglegt samstarf var haft að leiðarljósi og stuðlað að því að allt umhverfi væri börnum afar vinsa- mlegt. Aður en Barnahús kom til var það ferli sem börn þurftu að ganga í gegnum eitthvað á þessa leið: 1. Lögreglan fékk málið, hún yfir- heyrði barnið. 2. Barnaverndarnefnd og starfs- menn könnuðu málið - ræddu við barnið. 3. Dómarinn fékk málið - ræddi við barnið. 4. Skoðun á sjúkrahúsi. 5. Reynt að finna meðferðarúr- ræði við hæfi bæði fyrir foreldra og barn. Frá þessum gangi á milli Pon- tíusar Pílatusar og Heródesar var horfið, - til hagsbóta fyrir barnið - þolandann í málinu og Barnahús var stofnað. Allir aðilar komu að málinu á einum og sama staðnum, hvort sem um var að ræða barnaverndar- starfsmann, rannsóknarlögreglu, dómara eða aðra sérfræðinga. Að- stæður í Barnahúsi bjóða upp á vinsamlegt og sérútbúið viðtalsher- bergi þar sem rætt er við barnið, en sérþjálfaður starfsmaður ræðir við það, allir aðilar máls geta hlust- að og beðið starfsmann að bæta við spurningum, sé þörf á slíku. Barnahús er nú fyrirmynd um alla Evrópu og eitt fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Hingað koma margir sérfræðingar til þess að kynna sér málin og sérfræðingar Barnaverndarstofu og Barnahúss eru kallað- ir utan til þess að segja frá þessu fyrir- komulagi og starfinu, sem er til fyrirmynd- ar að mínu mati. Með þeim breyting- um sem nú hafa verið gerðar, eru fyrstu við- töl við börnin tekin í Héraðsdómi, og hvernig skyldi börn- um llða að ganga inn í það stóra hús, í stað venjulegs íbúðarhúss í venjulegu íbúðarhverfi? Hættan við þessar breytingar er auðvitað sú að börn þurfi á nýjan leik að ganga Heródesar/Pílatusar-göng- una, sem getur ekki verið neinu barni til góðs. Mikið og gott samstarf hefur verið milli Barnahúss og Barna- spítala Hringsins og þeirra sérf- ræðinga. Börn voru skoðuð í Barnahús Með tilkomu Barna- hússins, segir Guðrún Ögmundsdóttir, var rannsóknarferli í kyn- ferðisafbrotum gegn börnum einfaldað mjög. Barnahúsi, en verða nú skoðuð á spítalanum eins og áður var. Því spyr ég: Hvers vegna erum við að taka mörg skref afturábak í stað þess að leysa þetta mál með hags- muni og aðstæður barna í huga? Að mínu mati er þetta mál einungis til þess að leysaá farsælan hátt með hagsmuni barna í huga og ef til þess þarf lagabreytingar, á Al- þingi að gera þær. Málið er ekki flóknara en svo. IJöfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðrún Ögmundsdóttir Losnaðu við fituna úr fæðunni! Fat Binder er 100% náttúrulest faeðubótar- efni sem bindur sis við fitu í meltinsarvesinum os hindrar að líkaminn nýti sér hana. Fitan sem þannig er bundin skilst út úr líkamanum en meltist ekki og þú grennist. 20% afsláttur í öllum verslunum LyOu á meðan kynningu stendur. Cb LYFJA Lágmúla, Reykjavík Setbergi, Hafnarfirði Hamraborg, Kópavogi Grindavík WBPltiCíass jj) PHARMANOTRIENTS- ÞREKRAUN EHF. FEILSMÚIA 24, SlMI: 553 5000 Úr dagbók lögreglunnar Hraðakstur, óhöpp og innbrot 21. til 24. janúar BLÍÐSKAPARVEÐUR var f Reykjavík um helgina og voru marg- ir á ferli í miðbænum að næturlagi. Ekki úrðu mikil vandræði en þó bar nokkuð á innbrotum, umferðarlaga- brotum og óhöppum, einnig var til- kynnt um tvær líkamsárásir. Aðfaranótt laugardags var fremur liflegt yfirbragð í miðborginni án teljandi vandræða. Ekki var sér- staklega margt fólk á ferð en umferð talsverð. Eitt ungmenni var fært í athvarf. Biðraðir voru við marga skemmtistaði milli kl. þrjú og hálf- fimm og kl. fimm var enn röð við tvo staði. Tilkynnt var um minniháttar líkamsárás og tvær rúður brotnar. 72 teknir við of hraðan akstur Ellefu ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina og 72 stöðvaðir við of hraðan akstur. 21 hafði ekki ökuskírteini meðferðis og 22 notuðu ekki bílbelti við akstur. A laugardagsmorgun tilkynnti vegfar- andi að mikil hálka væri á Gullinbrú og að nokkrir ökumenn hefðu misst stjóm á bifreiðum sínum, án þess þó að tjón hlytist af. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Suðurlands- vegi við Geitháls á laugardagsmorg- un er hann tók fram úr öðrum bíl, bifreið hans valt. Ökumaður fann til eymsla í höfði og farþegi fékk áverka á höfuð og var fiuttur á slysadeild. Þeir voru báðir með öryggisbelti. Tilkynnt var um slagsmál milli unglinga í vesturborginni aðfaranótt sunnudags. Er á vettvang var komið lá maður í götunni meðvitundarlítill eftir barsmíðar. Árásarmenn vom farnir en sá slasaði fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Sömu nótt var maður sleginn með flösku í and- lit í Hafnarstræti. Hann var fluttur á slysadeild, hugsanlega nefbrotinn og með lausar tennur. A föstudag var tilkynnt að brotist hefði verið inn í vinnuskúra í Vatns- mýri og stolið talsverðu af verkfær- um. Þá var tilkynnt um innbrot í skóla í austurborginni þar sem ýms- um tækjum var stolið. Einnig var til- kynnt að farið hefði verið inn í þrjú fyrirtæki í Vesturbænum þar sem ýmsum tækjum og tékkheftum var stolið. Aðfaranótt föstudags var til- kynnt að farið hefði verið inn í íbúð í kjallara í vesturbæ þar sem fatnaði, matvöru og fleim var stolið. Á laug- ardagsmorgun var tilkynnt að farið hefði verið inn um glugga í fyrirtæki í vesturborginni þar sem tölvubún- aði og hljómtækjum var stolið. Maður laumaðist inn í eldhús veit- ingastaðar í miðborginni og stal tals- verðum peningum úr fötum starfs- manna á laugardag. Á sunnu dagsmorgun var tilkynnt að járn- hurð hefði verið tekin af hjömm í fyrirtæki í austurborginni og pen- ingum stolið. Maður fór í sjóinn við Sæbraut að- faranótt sunnudags. Lögregla náði manninum sem hafði verið að rífast við unnustu sína. Um morguninn var tilkynnt um mann sem kvaðst ætla stökkva í sjóinn við Miðbakka. Lög- regla kom að áður en hann stökk. Gleraugnasalan, Laugavegi 65. VÖRN FYRIR AUGUN Gleraugu fyrir unga fólkið afsláttur Z5-56% Veggfóður & borðar \ S ~ 820,^ Rósettur Er skrautlistar 19% afsláttur Fiberstrígi Voxdúkar 19% afsláttur 19% afsláttur Lrttu Inn, við tökum vel á mótí þér. Grensásvegi 18 • Símí 581 2444. Opið: MánudagatilfóstudagafráW.9-18. Laugardaga frá kl 10-16 & sunnudaga fra kl. 11-15 (málningardeild). JOJO • tilboð! 12 KJUKLINGABITAR STÓR SKAMMTUR AF FRÖNSKUM KARTÖFLUM PEPSI 2L KjUKLINGAR 1 SERFLOKKl FRA KFC HAFNARFIRÐt • REYKJAVÍK • SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.