Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BUGL, Stuðlar og SÁÁ hefja samstarf í málefnum barna og ungmenna Markmiðið að tryggja skjól- stæðingum örugga þjónustu Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Páll Pétursson félags- málaráðherra staðfestu þjónustusamning milli Landspítala -háskóla- sjúkrahúss, Barnaverndarstofu og SÁÁ í gær. GERÐUR hef'ur verið þjónustu- samningur milli Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, Barnaverndarstofu og sjúkrastofnana SÁA sem miðar að því að tryggja bömum og unglingum með geðraskanir, vímuefnavanda og hegðunartruflanir eins góða, slqóta og örugga þjónustu og frekast er kostur. Með samningnum skuldbinda samningsaðilar sig m.a. til að vinna sameiginlega að þessu markmiði með nánu samstarfi sín á milli, m.a. með reglubundnum samráðsfundum yfir- manna viðkomandi stofnana, eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti og með starfsemi fagteymis sem m.a. fjalli um málefni einstakra bama og unglinga og önnur þau úrlausnarefni sem eru til þess fallin að mæta þörf- um skjólstæðinga samningsaðila. I samningnum felast m.a. þau nýmæli að á bama- og unglingageð- deild Landspítalans (BUGL) verða opnuð tvö ný bráðapláss fyrir ungl- inga í bráðaástandi vegna geðraskana og ennfremur verður BUGL skuld- bundið til að veita Stuðlum sem og öðmm meðferðarheimilum á vegum Bamavemdarstofu reglulega þjón- ustu sérfræðings í barna- og ungl- ingageðlækningum sem og þjónustu hjúkrunarfræðings. Þá ber BUGL samkvæmt samningnum að veita unglingadeild SÁÁ sérfræðiráðgjöf í geðlækningum sem nemur hálfu stöðugildi og ennfremim að veita Bamavemdarstofu og SÁÁ bakvakt- arþjónustu sérfræðings allan sólar- hringinn, alla daga vikunnar. Samn- ingurinn tekur gildi hinn 1. júní nk. og þýðir að fjárframlög úr ríkissjóði til geðheilbrigðisþjónustu við böm og unglinga aukast um rúmar 40 milljón- ir króna á ári en vegna ýmiss konar stofnkostnaðar svo sem breytinga á húsnæði og þjálfunar og fræðslu starfsfólks er gert ráð fyrir því að rúmar 52,5 milljónir króna fari í þetta verkefni í ár. Samningurinn var kynntur á blaða- mannafundi í gær og sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamavemd- arstofu, m.a. við það tækifæri að um tímamótasamning væri að ræða. „Það merkilegasta í honum er sú áhersla sem lögð er á samhæfingu og sam- starf þessara ólíku aðila,“ sagði hann og bætti við að allir bæm þeir mikla ábyrgð á meðferð bama og ung- menna sem eiga við geðraskanir, hegðunarvanda og vímuefnavanda að stríða. „Auðvitað hefur átt sér stað samstarf milli þessara aðila fram að þessu en með samningnum er því samstarfi markaður ákveðinn farveg- ur sem ég er ekki í nokkmm vafa um að muni skila sér í markvissari með- ferð, betri nýtingu fjármuna og mun betri þjónustu fyrir böm og ungl- inga.“ Ráðherrar staðfesta samninginn Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra og Páll Pétursson félags- málaráðherra staðfestu samninginn á blaðamannafundinum í gær og sögðu eins og Bragi að um tímamótasamn- ing væri að ræða. „Þetta er stórt og merkilegt skref sem hér hefur verið tekið," sagði félagsmálaráðhema og benti á að það hefði lengi verið gagn- rýnt hve lítil samhæfing hefði verið milli þeirra aðila sem kæmu að með- ferð og greiningu barna og ungmenna í umræddum hópi. Með samningnum hefði hins vegar tekist afar gott sam- komulag um samstarf þessara aðila. Heilbrigðisráðherra tók í sama streng og ítrekaði þakkir til þeirra sem að samningu hans hefðu komið. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn- ir á BUGL, lýsti eins og aðrir yfir mikilli ánægju með samninginn ekki síst vegna þess að hingað til hefði ákveðin tortryggni ííkt milli þeirra meðferðaraðila sem að honum kæmu, þ.e. skort hefði á að gagnkvæmt traust hefði ávallt verið til staðar. Það hefði að sjálfsögðu ekki gagnast böm- unum, unglingunum og fjölskyldum þeirra. Ólafur lagði þó áherslu á að þrátt fyrir ágæti samningsins leysti hann ekld allan vanda sem við væri að etja í þessum geira. Benti hann m.a. á í því sambandi að enn vantaði „fram- haldsmeðferðarúrræði" iyrir ungl- inga á unglingadeild BUGL. „Við er- um mjög ánægð með þennan samning en hann leysir ekki allan vanda.“ Enn á gjör- gæsludeild eftir bflslys LÍÐAN fimmtán ára piltsins sem slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann á bílastæði við Sólheima 23 á þriðjudagskvöld er enn óbreytt frá því hann var lagður inn á gjörgæslu- deild eftir slysið. Hann hlaut and- litsáverka í slysinu og er haldið sof- andi í öndunarvél. Tuttugu og fjögurra ára gömul kona, sem var nær drakknun eftir að bifreið sem hún var farþegi í, valt út í Hólmsá 16. apríl, liggur einnig ennþá á gjörgæsludeildinni. Líðan hennar er óbreytt og er henni haldið sofandi í öndunarvél. ---------------- Hald lagt á fíkniefni LÖGREGLAN í Kópavogi lagði hald á um 40 grömm af fíkniefninu maríúana síðdegis á miðvikudag- Efnið fannst við leit á ökumanni bifreiðar sem stöðvuð var við hefð- bundið eftirlit í bænum. Ökumaðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu og sleppt að því loknu. Málið telst upplýst og verðui? tekið til áframhaldandi meðferðar hjá ákæruvaldi. Maður- inn er á þrítugsaldri og hefur áður komiðíyið sögu lögreglunnar vegna fíknieœa- og auðgunarbrota. Á miðvikudag lagði lögreglan í Kópa- vogi einnig hald á um 115 grömm af hassi, tæp 2 grömm af amfeta- míni og 2 e-töflur eftir leit á heim- ili karlmanns á fertugsaldri í Kópavogi. Maðurinn var handtek- inn en sleppt að loknum yfir- heyrslum, enda telst málið upplýst eins og hið fyrra. Haraldur greip til Argostækis í sam- bandsleysinu HARALDUR Örn Ólafsson pólfari var símasambandslaus í gær vegna bilunar sem kom upp í Iridium-kerfinu. Hann greip þá til Argos- senditækis síns og tjáði þannig bakvarðasveit sinni að allt væri með felldu með kóðanum 00 sem merkir „All OK“. Haraldur gekk um 16 km á ferð sinni á mið- vikudag og er því kom- inn 527 km áleiðis á pólinn og á um 240 km ófarna. Ólafur Örn Haraldsson, faðir Haraldar, taldi í gær ekki ólík- eftir legt að Haraldur teldi að lokun Iridium-kerfisins, vegna gjald- þrots fyrirtækisins, væri loksins komin til framkvæmda. Bilun í jarðstöð í Róm Bilunin, sem átti ræt- ur að rekja til jarð- stöðvar i Rómaborg, var þó skammvinn og lauk viðgerð seinni part dags í gær. Beið bak- varðasveitin því spennt heima eftir því að Haraldur prófaði símann aftur og léti frá sér heyra klukkan eitt í nótt eins og hann er vanur. THE TIMES ATLAS OF THE WORLD Kortabókin frá Times hefur alltaf verið í sér- flokki og þessi útgáfa af Times Atlas - í tilefni aldamótanna - er í einu orði sagt stórkostleg sem vísar þér veginn um allar álfur heims. Webstcr’s Encydopcdic Unabridged Dictionaiy VVchslcr's Lncvdgiiedic Unáhi'iogea Didionárv Philip's Concise World Atlas Erlendar bækur daglega 2.495 kr. _w Kyniiimlssoii Austurstræti 5111130* Kringiunni 533 1130 • Hafnarfirði 555 0045 Sálumessa Nínu Bjarkar Arnadóttur SÁLUMESSA fyrir Nínu Björk Árnadóttur var sung- in í Landakotskirkju í gær. Prestur var sr. Hjalti Þorkelsson, ávarp flutti sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, einsöngvarar vora Sigrún Hjálmtýsdótt- ir og Sigurður Skagfjörð. Einleik á fiðlu lék Laufey Sigurðardóttir, organisti var Úlrik Ólafsson og karl- araddir úr Hljómkórnum sungu. Kistuna í og úr kirkju báru Jón Proppé, Hrafn Jökulsson, Sigrún Hjaltested, Elísabet Jökulsdóttir, Sveinn Einarsson og Þorsteinn frá Hamri. Hlaut Rosen- stiel-verðlaunin GÍSLI Pálsson, prófessor við Há- skóla íslands og forstöðumaður Mannfræðistofnunar HÍ, hlaut um miðjan mánuðinn verðlaun Rosen- stiel-hafrannsóknarstofnunarinnar við Miami-háskóla í hafvísindum en viðurkenning þessi er veitt ár- lega einum einstaklingi fyrir framúrskarandi árangur á sviði hafrannsókna. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 1971 og er Gísli Pálsson því 24. verðlaunahafinn. Voru verðlaunin að þessu sinni veitt fyr- ir mikilsvert framlag á alþjóða- vettvangi til rannsókna á stefnu- mótun í sjávarútvegi. Gísli Pálsson tók við verðlaunun- um við formlega athöfn í Miami hinn 18. þessa mánaðar úr hendi Charles Cobb, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi, en Cobb er formaður skólanefndar Miami-háskóla í Bandaríkjunum. Gísli Pálsson, prófessor við HÍ, tekur við viðurkenningunni úr hendi Charles Cobb, formanns skólanefndar Miami-háskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.