Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um netsjúkrahús var fjölsótt á Grand hótel í gær. Morgunblaðið/Kristinn Sjúklingar strikamerktir og lyfseðlar rafrænir Ráðstefna á vegum Nýherja um upplýs- ingatækni á heilbrigðissviði var haldin í gær. Þar kom fram m.a. að unnt yrði að draga úr kostnaði við rekstur Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri um 51 milljón kr. á ári með því að innleiða strikamerkingar. Jesper Bredese Torben Linér Jeff Schou JESPER Bredesen er danskur skurðlæknir sem hefur undanfarin ár starfað hjá IBM við innleiðingu raf- rænna sjúkraskráningakerfa og er jafnframt ráðgjafl á heilbrigðissviði í Danmörku og Svíþjóð. Bredesen hef- ur undanfarin sjö ár unnið að þróun rafrænna sjúkraskráa á vegum Healthcare Nordie, sem er stofnun innan Evrópusambandsins. Hann segir að þróun þessara mála sé lengst komin í Svíþjóð og mun lengra en í Danmörku, Noregi og íslandi. Um 40% sjúkraskráa á sænskum sjúkrahúsum ena raíræn. „Margir heimilislæknar era með rafrænar sjúkraskrár inni á sinni tölvu, t.a.m. næstum 90% heimilislækna í Dan- mörku. En á sjúkrahúsunum, þar sem virkileg þörf er fyrir slíka tækni, þekkist hún varla, annars staðar en í Svíþjóð. Með rafrænum sjúkraskrám fylgil• sjúkrasagan sjúklingnum hvert sem er. Upplýsingarnar eru geymdar á einum stað en birtist á mörgum stöðum og stöðugt er verið að bæta við sjúkraskrána á mismun- andi stöðum. Það eru margir kostir við rafrænar sjúkraskrár en mitt starf felst í því að þróa þessa aðferð og innleiða hana á sjúkrahúsunum. Eg reyni að leiða starfsmönnum sjúkrahúsanna, læknunum og hjúkr- unarfólki, fyrir sjónir hvemig tæknin getur nýst þeim,“ segir Bredesen. Hann segir að hægt sé að aðlaga rafrænar sjúkraskrár þörfum hvers sjúkrahúss fyrir sig, t.a.m. aðgang að upplýsingunum. Bredesen sagði í er- indi sínu frá reynslu sinni sem læknis af innleiðingu rafrænna sjúkraskráa á sjúkrahúsunum í Svíþjóð og Dan- mörku. „Ég held að þörf sé á rafrænum sjúkraskrám á öllum norrænum sjúkrahúsum, þar sem meðferðar- stigið er almennt mjög hátt. Kerfið getur bætt meðferðina enn frekar. Sjúklingamir geta fengið betri þjón- ustu og hægt er að draga úr mistök- um,“ segir Bredesen. Hann nefnir sem dæmi um hætt- una á mistökum við skráningu í hefð- bundnar sjúkraskrár að þegar sjúkl- ingi er gefið lyf er það fyrst skráð í sjúkraskrána af lækni, hjúkrunar- fræðingur les sjúkraskrána og skráir hjá sér það lyf sem á að gefa sjúkling- num og að lokum fær þriðji heilbrigð- isstarfsmaðurinn það verkefni að gefa sjúklingnum lyfið. Með rafrænni sjúkraskrá hafa þessir þrír aðilar all- ir aðgang að sömu gögnunum. Einnig hangi uppiýsingar um viðkomandi sjúkling betur saman í rafrænni sjúkraskrá en hefðbundinni. Hann segir að öryggi rafrænna sjúkraskráa sé einnig meira en hefð- bundinna sjúkraskráa því því sem þar er skráð er ekki hægt að breyta. Hann segir að mikilvægasti kostur rafrænna sjúkraskráa sé aukin gæði og framleiðni heilbrigðisstarfsmanna og meiri samfella í meðferð sjúklinga. Slíkt kerfi hafi einnig í för með sér beinan fjárhagslegan sparnað. Hann nefnir dæmi um að framleiðni á til- teknum spítala í Danmörku hafi auk- ist um 4% vegna innleiðingar raf- rænna sjúkraskráa. Kerfið færi einnig sjúklingunum meira öryggi, starfsmönnum betra vinnuumhverfi og auki framleiðni, eins og fyrr segir. Bredesen dregur ekki dul á það að talsverður kostnaður er fólginn í upp- setningu rafrænnar sjúkraskrár á spítölunum en reynsla hans er sú að aukin framleiðni borgi hann fljótt upp. Netsjúkrahús Torben Linér hefur yfir 20 ára reynslu við ráðgjöf og tækniþjónustu áupplýsingatæknisviði. Hann starfar hjá IBM við ráðgjöf og samskipti við heilbrigðis- og lyfjageirann í Dan- mörku. Hann fjallaði í sínum fyrir- lestri um það hvemig sjúkrahús og samstarfsaðilar geta unnið með tækni netviðskipta á heilbrigðissviði. Hann segir að enn sem komið er sé þetta fremui' hugmynd en lausn þótt í raun sé ekkert því til fyrirstöðu tæknilega að hrinda slíku sjúkrahúsi í framkvæmd. Hann segir að spítalarnir séu í raun nauðbeygðir til að beina sjónum að aukinni netvæðingu og þjónustu í gegnum Netið. Þeir hafi á vissan hátt setið eftir í hraðri þróun upplýsinga- tækninnar og innan þeirra séu mörg ónýtt tækifæri. Öli tækni og tækni- lausnir séu nú þegar fyrir hendi og málið sé í raun í höndum stjómvalda í hverju landi fyrir sig. Linér nefnir að aðgengi að Netinu aukist stöðugt og t.a.m. um 70% íslendinga hafi aðgang að því. Fylgi opinberar sjúki-ahús- stofnanir þróuninni á þessu sviði gæti það, að mati Linér, leitt til þess að markaðsöflin tækju að hluta til yfir hlutverk sjúkrahúsanna. Hann segir að með auknum aðgangi almennings að Netinu hafi sprottið upp íyrirbæri eins og netlæknar og allir geti keypt lyf í gegnum Netið. Sjúklingar muni leita upplýsinga um mein sitt á Net- inu og afla sér upplýsinga um viðeig- andi lyfjameðferð áður en þeir leita til læknis. Með þessa vitneskju í far- teskinu leiti þeir til lækna og mæli þeir síðan með annarri og e.t.v. dýrari lyfjameðferð geti svo farið að sjúkl- ingar fari sínar eigin leiðir í skjóli ráðgjafar frá markaðsfyrirtækjum á Netinu. „En hvers vegna em ekki tii opinberir netlæknar sem nýta sér sérþekkinguna sem er til innan sjúkrahúsanna til að mæta framboði mai'kaðsaflanna?" spyr Linér. Hann kveðst sjá fyrir sér net- sjúkrahúsið m.a. á þann hátt að for- eldrar veikra bama geti nýtt sér það til að leita upplýsinga um hvað skuli taka til bragðs í stað þess að panta tíma hjá lækni og eyða dýrmætum tíma hans. Einnig ættu foreldrar að geta sótt aðra þjónustu tii netsjúkra- hússins og t.d. sýnt veiku barni sínu hvaða meðferð eða aðgerð bíði þess og upplýst það um ferlið sem bíður þess og dregið úr kvíða. Hann sér fyrir sér að sjúkrahúsin verði farin að nýta sér þessa tækni í auknum mæli innan þriggja til fimm ára. Linér seg- ir að dönsk stjómvöld hafi sett fram heilbrigðisstefnu þar sem sjónum er einmitt beint að upplýsingatækninni og netviðskiptum í því skyni að befr- umbæta allt ferli innan sjúkrahús- anna. Einnig hafi fjármunum verið varið til þessara mála þar í landi. Strikamerki á sjúklingana Jeff Schou er framkvæmdastjóri hjá Symbol Technologies í Banda- ríkjunum. Hann ber ábyrgð á sam- skiptum og samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á heilbrigðissviði. Hann fjallaði um hvemig notkun strika- merkja á sjúkrahúsum, handtölva og þráðlausra neta getur aukið hag- kvæmni starfseminnar og bætt ör- yggi og þjónustu við sjúklinga. Hann segir að tækni Symbol auki fram- leiðni starfsfólks og dragi úr mistök- um. Kerfið leiði til þess að læknar geti skoðað fleiri sjúklinga á hverjum degi þar sem kerfið dragi verulega úr allri skriffinnsku. Sömuleiðis geti hjúkmnarfræðingar varið meiri tíma með sjúklingunum því í stað þess að þurfa að fara af vettvangi til að skrá inn upplýsingar um sjúklinga geri þeir það við sjúkrabeðinn með hand- tölvu eða fartölvu. Tölvumar ná þráð- lausu sambandi við gagnagrunn sjúkrahússins og hægt er að gefa út lyfseðla, stýra lyfjagjöf og bæta inn upplýsingum um sjúklinginn í sjúkra- skrá. Sehou segir að fyrirtæki sitt hafi um 80% markaðshlutdeild í heimin- um fyrir strikamerkjaskanna en sú tækni er einmitt stór hluti af tækni- lausn þess fyrir sjúkrahúsin. Hann segir að strikamerki bindi saman upplýsingar á pappír og heim raf- rænna upplýsinga. Með því að tengja margvísleg gögn í gagnagmnni sjúkrahússins við strikamerki á úln- lið sjúklings sé hægt að koma í veg fyrir margvísleg mistök. Aðgangur að sjúkraskrá er auðveldaður til muna og bii-tast þær á handtölvu við- komandi starfsmanns sé beðið um þær. Mörg hundmð sjúkrahús víðs vegar um heim nýta sér nú strika- merkingar á sjúklingum til að auka framleiðni sinna starfsmanna. Schou segir að helstu kostirnir séu einmitt aukin framleiðni. Með handtölvunni hefur læknirinn jafnframt aðgang að öllum upplýs- ingum um lyf og lyfjameðferðir, virkni lyfja, lyfjaskammta og auka- verkanir. A handtölvunni birtast þessar upplýsingar sem læknir þyrfti annars að leita uppi í bókum með ær- inni fyrirhöfn og tímaeyðslu. Jafn- framt getur læknirinn með handtölv- unni sent lyfseðilinn rafrænt í þá lyfjabúð sem best hentar sjúkling- num að sækja lyfin. Schou segir að þekkt sé að margir læknar hafi slæma rithönd og það auki hættuna á mistökum. Menn hafi reitt sig á að lyfjafræðingar leiðrétti villur í lyf- seðlum en þeir geti ekki séð hvort mistök hafi verið gerð þegar kveðið er á um t.d. 5 mg lyfjaskammt í stað 1,5 mg. Schou segir að slík mistök geti einmitt verið afdrifarík. Með því að fylia út lyfseðilinn rafrænt sé dregið úr hættu á villum af þessu tagi. Schou kom vel undirbúinn hingað til lands og hafði gert athugun á út- gáfu lyfseðla hér á landi. Hann segir að íslenskir læknar gefi út um 2,5 milljónir lyfseðla á ári og rannsóknir Symbol Technologies sýni fram á að villur af einhverju tagi sé að finna í 15% allra lyfseðla. Þar sé ekki um að ræða alvarlegar villur í öllum tilvik- um en þær leiði hugsanlega tii minni árangurs af lyfjagjöf eða nýrrar lyfjameðferðar. Mildll kostnaður sé samfara þessu. Schou lagði mat á hugsanlegan spamað sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri gæti náð fram með því að innleiða tæknilausnir Symbol Technologies. Schou segir að niður- staðan sé sú að sjúkrahúsið geti spar- að 51 milljón króna á ári með því að strikamerkja sjúklinga og lyf og færa sjúkraskrár inn í kerfið. Miðað við sjúkrahús með 200 rúmum er kostn- aðurinn við kaup á kerfi Symbol Technologies gróflega áætlað nálægt 100 þúsund bandaríkjadollurum. Dæmdur í 4 mánaða fangelsi og 3 milljóna sekt fyrir skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt framkvæmdastjóra og stjórnarformann fyrirtækis sem rak tækja- og vélaleigu, námavinnslu og útgerð þungavinnuvéla, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið gegn lögum um virðisaukaskatt. Akærði var einnig dæmdur til greiðslu þriggja milljóna króna sekt- ar. Vegna þess hversu langt var um liðið frá því að brotið var framið, án þess að ákærða væri gefin sök á hve mikill dráttur varð á rannsókn máls- ins, var fullnustu refsingarinnar frestað um þrjú ár. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra ákærði manninn fyrir að van- telja virðisaukaskattskylda veltu, út- skatt og innskatt félagsins á virðisaukaskýrslum og koma sér með því undan því að standa Sýslu- manninum í Hafnarfirði skil á hluta af þeim skilaskylda virðisaukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni einkahlutafélagsins á árinu 1995 og að láta undir höfuð leggjast að skila hluta af skilaskyldum virðisauka- skatti samkvæmt innsendum virðis- aukaskattsskýrslum. Vanskil talin nema rúmum 6,8 milljónum króna Vanskil vegna framangreindra brota voru talin nema rúmum 6,8 milljónum króna. Hluta refsikröfu ákæruvaldsins vegna vangoldins virðisaukaskatts að fjárhæð rúmar. 4,3 milljónir var vísað frá dómi. Akært var einungis vegna hluta árs- ins 1995, janúar til október, en við rannsókn málsins kom í ljós að fyrir- tækið hafði ekki skilað skattframtöl- um fyrir 1994 og 1995 og 1989-1991. Akærða var gert að greiða sektina innan fjögurra vikna, ellegar komi 3ja mánaða fangelsi í hennar stað. Jafnframt var hann dæmdur til að borga hluta sakarkostnaðar að með- töldum málsvarnarlaunum Sigurðar Sigurjónssonar hæstaréttarlög- manns og verjanda síns. Helgi Magnús Gunnarsson, lög- lærður fulltrúi hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari dæmdi í málinu. ----------------- Boðaðri vinnustöðvun hjá Flugleið- um aflýst SAMNINGANEFNDIR Flug- virkjafélags íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu nýjan kjarasamning vegna flugvirkja hjá Flugleiðum hf. í húsakynnum rík- issáttasemjara skömmu eftir mið- nætti í gær. Jafnframt var boðaðri vinnustöðvun flugvirkja aflýst. Samningurinn kemur í stað fyrri samnings sem var felldur í at- kvæðagreiðslu meðal flugvirkja. I fréttatilkynningu frá ríkis- sáttasemjara segir að í nýja samn- ingnum sé tekið nánar á nokkrum ágreiningsatriðum viðsemjenda en launatölur séu óbreyttar. Emil Þ. Eyjólfsson, formaður samninganefndar flugvirkja, vildi ekki greina frá innihaldi sam- komulagsins að svo stöddu þar sem ekki var búið að kynna samn- inginn fyrir félagsmönnum Flug- virkjafélagsins í gær en það verð- ur gert á fundi sem haldinn verður í dag. I framhaldi af því verða svo greidd atkvæði um samninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.