Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýlög um vitna- vernd og barnaklám SEX frumvörp urðu að lögum frá Alþingi í gær en meðal þeirra er frumvarp til breyt- inga á almennum hegningar- lögum sem felur í sér að bætt er við sérstöku ákvæði um refsinæmi brota sem beinast að vitnum, lagt er til að sekt- arhámark í hegningarlögum verði afnumið og loks eru lagðar til breytingar sem veita börnum frekari vernd gegn barnaklámi. Alþingi samþykkti einnig lög um umhverfismengun af völdum einnota umbúða, bann við uppsögnum vegna fjöl- skylduábyrgðar starfsmanna og fjáröflun til vegagerðar. Loks má geta laga um veið- ieftirlitsgjald og breytingu á gjaldtökuákvæðum nokkurra laga á sviði sjávarútvegs. Með fyrrnefndu lögunum eru öll ákvæði um gjald fyrir veiðieftirlit sameinuð í ein heildarlög til að samræma gjaldtökuna og gera hana skýrari. Með þeim síðari er kveðið skýrar á um grundvöll og fjárhæðir gjalda en gert var áður, og jafnframt að þróun- arsjóðsgjald miðist við hvers konar aflaheimildir innan árs en eins og ákvæðið var orðið í lögum miðaðist það ekki við aflahámark og krókaaflam- ark. Rætt um fæðingar- og foreldraorlofs- mál í dag LAGAFRUMVARP ríkisstjórnar- innar um fæðingar- og foreldraor- lof kemur til fyrstu umræðu á Al- þingi í dag en frumvarpinu var dreift í þinginu á miðvikudag. Leita þarf afbrigða til að frum- varpið komist á dagskrá, enda var það lagt fram eftir að tilskilinn frestur til að leggja fram ný þing- mál rann út. Ekki er þó líklegt að vandkvæði verði á því að málið verði tekið til umræðu og mun vera stefnt að því að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi fyrir þingfrestun um miðj- an maí. Þingfundur hefst kl. 13.30 og er áætlað að hann standi fram að kvöldmatarleyti. Morgunblaðið/Sverrir Annir verða á Alþingi næstu vikurnar enda styttist til þingloka. Gagnrýnir fjár- málaráðherra ÖGMUNDUR Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kvaddi sér hljóðs á Al- þingi í gær til þess að gagnrýna skriflegt svar sem þinginu hafði borist frá fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, við fyrirspurn Ögmun- dar sjálfs um launaþróun í heil- brigðisþjónustu. Ögmundur sagði hið skriflega svar hroðvirknislega unnið og af þeim sökum ekki boð- legt hinu háa Alþingi. I svarinu kemur m.a. fram að meðaltal heildarlauna hjúkrunar- fræðinga hafi verið rúmlega 169 þúsund krónur í janúar árið 1997 en þremur árum síðar eða í janúar árið 2000 hafi meðaltal heildarlauna hjúkrunarfræðinga verið rúmlega 265 þúsund krónur. Þá kemur fram að meðaltal heildarlauna sjúkraliða hafi verið rúmlega 128 þús. kr. í janúar 1997 en rúmlega 165 þús. í janúar 2000 og ennfremur að með- altal heildarlauna sérfræðinga hafi verið rúmlega 314 þús. kr. í janúar árið 1997 en rúmar 465 þús. kr. í janúar árið 2000. I fyrirspurn Ögmundar um launaþróun í heilbrigðisþjónust- unni hafði hann m.a. farið fram á svar við því hver mánaðarlaun starfsfólks á heilbrigðissviði hefði verið að meðaltali í janúar árið 1997 og í janúar árið 2000 og átti þar með við föst laun eða grunnlaun væru þau önnur. í athugasemdum með svarinu kemur á hinn bóginn fram að ekki hafí verið alveg ljóst hvað Ögmundur hafi átt við með föstum launum og því hafi verið reiknað meðaltal heildarlauna á stöðugildi hjá viðkomandi starfshópum eftir því sem unnt var. „Ekki var unnt að taka tillit til breytinga á vinnu- magni á tímabilinu og getur það því haft áhrif á útkomuna," segir enn- fremur í athugasemdum svarsins. Þetta atriði gagnrýndi Ögmund- ur á hinn bóginn m.a. á Alþingi í gær og sagði að upplýsingar um laun án tillits til vinnuframlags væru algjörlega marklausar. Efað- ist hann auk þess um að ekki væri hægt að reikna út grunnlaun eða föst laun og spurði til að mynda hvernig hægt væri að reikna út yf- irvinnu ef menn vissu ekki grunn- launin. Beindi hann því að síðustu til forseta Alþingis að hann beitti sér fyrir því að fjármálaráðuneytið endurynni svörin þannig að þau yrðu boðleg Alþingi. Þess má geta að Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp hanskann fyrir fjármála- ráðherra, sem ekki var staddur á þingi í gær, þegar þessi umræða fór fram og sagði m.a. að Ögmundur þyrfti að leggja fram nákvæmari spurningar ætlaðist hann til þess að fá nákvæmari svör. Stjórnarandstaðan um endurmat á verðmæti Landssímans Staðfesting á ólögmætri rfldsaðstoð ENDURMAT á verðmæti Lands- símans og ríkisstuðningur við fyr- irtækið var til umræðu utan dag- skrár á Alþingi í gær og var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra m.a. inntur eft- ir því hvort hann væri enn þeirrar skoð- unar að réttast væri að selja Landssímann í einu lagi, í stað þess að skipta honum upp. Kom fram í svari hans að þetta hefði verið skoðun hans en hann hefði engum kostum hafnað í því efni, enda hefði nefnd, sem sett var á laggirnar til að und- irbúa sölu fyrirtækisins, verið fal- ið að leggja mat á þetta. Málshefjandi var Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylk- ingar, og gerði hann að umtalsefni nýlega niðurstöðu starfshóps sam- gönguráðherra um að Landssím- inn hefði verið vanmetinn um 3,8 milljarða þegar fyrirtækinu var breytt úr stofnun í hlutafélag. Sagði Lúðvík að með þessu máli öllu væri staðfest að Landssíminn hefði notið ólögmætrar ríkisað- stoðar sem hamlaði samkeppni. Ennfremur væri ríkisstuðningur- inn til skoðunar hjá Eftirlitsstofn- un EFTA, enda þai- um að ræða hugsanlegt brot á EES-samning- num. Lúðvík sagði að öllum mætti ljóst vera að það væri ein megin- forsenda þess að íslenskt atvinnu- líf yrði samkeppnishæft og al- menningur nyti sambærilegra lífskjara og tíðkast í nágranna- löndum að skapað yrði umhverfi þar sem frumkvæði, sköpunar- kraftur og samkeppni fengju notið sín. í því sambandi skipti staða Landssímans og aðferðafræðin við sölu þess fyrirtækis öllu máli. Microsoft-ástand varasamt Sturla Böðvarsson samgöngur- áðherra tók skýrt fram í svari sínu að nefndin sem upphaflega lagði mat á verðmæti Íslandssíma hefði bent á það að notast væri við eignamatsaðferð í mati sínu en að til væri önnur leið, svonefnd nú- virðisleið. Sú leið hefði nú orðið fyrir valinu og gæfi aðra niður- stöðu og í framhaldi hefði sam- gönguráð- herra farið fram á að Landssíminn endurgreiddi ríkissjóði rúm- lega 5 millj- arða króna. Neitaði Sturla einnig alfarið þeirri staðhæfingu Lúðvíks að ein af af- leiðingum ríkisstuðnings við Landssímann hefði verið að fyrir- tækið hefði um nokkurt skeið ver- ið að kaupa upp í heild áhrifamikla eða ráðandi hluti í 15-20 fyrir- tækjum á fjarskipta- og tölvumar- kaði. Sagði hann reyndar bullandi samkeppni milli símafyrirtækj- anna þriggja og það væri af og frá að Landssíminn væri að kaupa upp öll minni fyrirtæki á fjarsk- iptamarkaði. A hinn bóginn mætti líta svo á að það væri skylda Landssímans að ganga til liðs við smærri fyrirtæki á markaðnum. Áherslumunur í afstöðu stjórnarflokkanna tveggja Þann áherslumun sem er í af- stöðu stjórnarflokkanna tveggja til sölu Landssímans bar nokkuð á góma í gær, m.a. í ræðu Lúðvíks Bergvinssonar. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, vitnaði í dóm Hæstaréttar Banda- ríkjanna um að tölvufyrirtækið Microsoft væri orðið of stórt og því bæri að skipta í a.m.k. tvo hluta. Sagði hann fyrir þessu ákveðin rök, hættan á fákeppni og einokun væri alvarleg og gegn henni þyrfti að sporna. Sagði Hjálmar síðan að yrði Landssíminn seldur í einu lagi væri verið að koma á Microsoft- ástandi hér á landi. Varaði hann við því og sagðist ekki sjá rökin gegn því að ríkið héldi eftir grunn- neti Landssímans við sölu fyrir- tækisins. ALÞINGI Stj órnarandstöðuflokk- arnir í hár saman við um- ræðu um stjórn fískveiða í ODDA skarst með þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna á Al- þingi í gær þegar fram fór önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Gagnrýndu þing- menn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Frjálslynda flokksins þar harðlega ummæli Rannveigar Guðmundsdóttur, for- manns þingflokks Samfylkingar, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í fyrra- kvöld og sögðu hana þar hafa farið með ósannindi. Þessu höfnuðu tals- menn Samfylkingar alfarið og gengu skeytin milli flokkanna fram eftir degi í gær. Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður FF, hóf þingfund i gær með því að kveðja sér hljóðs um stjórn þingsins. Fór hann fram á að þing- forseti kæmi þeirri ábendingu til forsvarsmanna Ríkisútvarpsins að fimm þingflokkar væru á Alþingi. Tilefnið var Kastljóssþáttur Sjón- varpsins í fyrrakvöld þar sem kall- aðir voru til viðtals talsmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Frjálslynda flokksins, í kjölfar ut- andagskrárumræðu um stjórn fisk- veiða, sem fram fór í þinginu á mið- vikudag. Þegar frumvarp sjávarútvegsráð- herra um breytingar á stjórn fisk- veiða var tekið til umræðu, sem hef- ur þann megintilgang að fresta um eins árs skeið gildistöku nokkurra ákvæða varðandi veiðar smábáta sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi, gagnrýndi Guðjón ummæli Rannveigar Guðmunds- dóttur þingflokksformanns Sam- fylkingar í Kastljósþættinum. Þar sagði hún að það sætti undrun hversu fáar og viðalitlar tillögur frjálslyndir hefðu sett fram um fisk- veiðistjómarkerfið umdeilda, í ljósi þess að flokkurinn hefði haft þau mál efst á stefnuskrá sinni í kosn- ingum á síðasta ári. Undir gagnrýni Guðjóns tóku Ög- mundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn vinstri grænna, og sögðu það einfaldlega ósannindi að eina framlag frjáls- lyndra og vinstri grænna til um- ræðu um breytingar á fiskveiði- stjómarkerfinu hefði verið að leggja til að skipuð yrði nefnd um málið. Sögðu þeir að Rannveigu bæri þeg- ar að leiðrétta þessar rangfærslur. Rannveig Guðmundsdóttir hafn- aði því að hún hefði farið með ósann- indi. Sagði hún að menn hefðu sann- arlega átt von á því að frjálslyndir kæmu með grjótharðar tillögur varðandi fiskveiðistjómina en það hefði ekki gerst. Henni væri fylli- lega heimilt að hafa skoðun á því. Spunnust út frá þessu nokkrar umræður talsmanna vinstri grænna og Samfylkingar um þá samstöðu sem stjórnarandstöðuflokkar þyrftu að sýna og sýndist sitt hverjum um það efni og ennfremur deildu flokk- arnir á tillögur hinna í sjávarútvegs- málum. Komið til móts við þá sem gert höfðu ráðstafanir á grundvelli núgildandi laga Fram kom í máli Einars K. Guð- finnssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, að meirihluti sjávarútvegs- nefndar mælti með samþykkt fmmvarpsins. Gerir hann hins veg- ar tillögu um breytingar, sem m.a. fela í sér að komið verði til móts við þá sem ákveðið höfðu nýsmíði á bát- um á grundvelli núgildandi laga og stofnuðu til fjárhagsskuldbindinga með það í huga að hefja veiðar á þeim innan hins nýja krókaafla- marks frá 1. september nk. Ennfremur er í breytingartillög- um meirihlutans kveðið á um að horfið verði frá því að binda veiði- leyfi með krókaaflamarki við sex brúttótonna stærðarmörk. Þess í stað verði veiðileyfi þeirra einvörð- ungu bundið við tegundir sem þeir hafa krókaaflamark í og tegundir sem ekki sæta takmörkunum á leyfilegum heildarafla. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar, gerði grein fyrir nefndaráliti minnihluta sjávarút- vegsnefndar, en þar kemur fram að Samfylkingin hyggst sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins, enda hafí flokkurinn lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fisk- veiða sem gera myndi þetta frestun- arfrumvarp óþarft ef að lögum yrði. Ennfremur gerðu þeir Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokkn- um, og Ámi Steinar Jóhannsson, vinstri grænum, grein fyrir þremur breytingartillögum sem þeir hafa gert við frumvai-pið, en í máli þeirra kom fram að frumvarp sjávarút- vegsráðherra væri ekki með öllu ósvipað frumvarpi sem þeir sjálfir hefðu lagt fram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.