Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 11

Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 11 FRÉTTIR Stofnmælingar botnfíska á Islandsmiðum árið 2000 Miklar vonir bundnar við nýjustu árganga þorsksins Niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska (SMB, togararaii) 1996-2 ÞORSKUR, kgítogi 1996 1997 1*998 1999 ^loocf MEÐALTAL Breiðaflörður 82 kg/tog 130 kg/tog 158 kg/tog 69 kg/tog 76 kg/tog 103 kgí togi Faxaflói A 55 kg/tog 81 kg/tog 142 kg/tog 54 kg/tog 32 kg/tog 73 kgitogi Selvogsbanki/Eyrarbugt 85 kg/tog 225 kg/tog 184 kg/tog 123 kg/tog 110 kg/tog 145 kg í togi Þrídrangar/Skeiðarárdjúp 137 kg/tog 131 kg/tog 177 kg/tog 138 kg/tog 105 kg/tog 138 kg i togi Meðalland/Hvítingar 196 kg/tog 113 kg/tog 96 kg/tog 73 kg/tog 43 kg/tog 104 kgítogl ALLS 554 kg/tog 679 kg/tog 757 kg/tog 456 kg/tog 366 kg/tog 562 kg í togi BRÁÐABIRGÐA niðurstöður úr stonfmælingu botnfiska og stofn- mælingu þorsks, togararalli og neta- ralli sýna þríi- síðustu árgangar þorsks virðast gefa nokkrar vonir um að tveimur til þremur árum liðnum er þeir fara að bera uppi verulegan hluta aflans, en svo virðist sem hér sé um að ræða árganga sem eru um eða yfir meðalstærð. Uttekt á þorskstofni á síðasta ári benti ári til svipaðrar stöðu stofnsins í ár þar sem aukinnar nýliðunar væri ekki farið að gæta. Nú eru hins vegar uppi sterkar vís- bendingar um lakara ástand eldri ár- ganga og þar með um minna veiðiþol þorsks en áætlað hefur verið sl. tvö ár. Petta fæst þó ekki staðfest fyrr en að lokinni úttekt á öllum megin þátt- um máls í júní nk., svo sem áhrifum breytilegs veiðanleika og umhverfis- þátta. Stofnmæling botnfíska á ís- landsmiðum í mars (togararall) Stofnmæling botnfiska á Islands- miðum (togararall) fór fram í 16. sinn dagana 6.-25. mars sl., en fjórir tog- arar voru leigðir til verkefnisins: Bjartur NK 121, Jón Vídalín ÁR 1, Ljósafell SU 70 og Páll Pálsson ÍS 102. Togað var á 532 stöðluðum tog- stöðvum allt í kringum land eftir sfastri áætlun. Alls voru mældir um 239 þúsund fiskar af 75 tegundum og kvarnir til aldursgreiningar voru teknar úr um 15 þúsund fiskum. Af einstökum teg- undum var mest mælt af þorski, 58.600 fiskar, en af þeim fjölda voru kvarnir teknar til aldursákvörðunar úr 4.300 fiskum. Næstmest var mælt af ýsu, um 48.600 fiskar (4.100 kvöm- um safnað), um 40.000 gullkarfar vom mældir, 21.700 skrápflúrur, 19.300 steinbítar, en mun minna af öðrum tegundum. Stofnmæling þorsks á hrygningarslóð Stofnmæling á hrygningarslóð (netarall) hefur farið fram allt frá ár- inu 1996 í samvinnu við netabáta sunnan og suðvestanlands. Ails tóku fimm bátar þátt í rannsókninni á tímabilinu 5.-19. apríl s.l.: Ai-nar SH 157, ÁJaborg ÁR 25, Glófaxi VE 300, Hafdís SF 75 og Örvar SH 777. Rannsóknunum er fyrst og fremst ætlað að varpa ljósi á samsetningu hrygningarstofns þorsks, en mun er fram í sækir og þegar samanburður fæst á milli ára, einnig nýtast við stofnmat. Enn sem fyrr er stofnmæl- ing botnfiska í mars ásamt rannsókn- um á afla og aflabrögðum mikilvæg- ustu þættir við mat á ástandi þorskstofnsins. Meðfylgjandi tafla sýnir aflabrögð í netaralli 1996 til 2000 þar sem í gróf- um dráttum er svipuð sókn ár hvert á hverju svæði. Töluverð aukning í þorskafla var frá 1996 til 1998, en síð- an hefur aflinn í netarallinu farið minnkandi. „Magn af þorski er nokkuð minna í ár en það var árið 1999, og verulega minna en árin tvö þar á undan, sem reyndar voru mun betri en næstu 5 ár þar áður. Mikilvægt er þó að hafa í huga að áraskipti geta verið á veiðan- leika og á það einnig við um togara- rallið jafnt sem aflabrögð fiskiskipa. Mikið var af eins árs fiski og sam- kvæmt núverandi stofnmælingu er ár- gangur 1999 svipaður 1984 árgang- inum bæði í magni og útbreiðslu en hann fannst mest út af Austfjörðum. Af 2ja ára fiski mældist svipað magn og áður af árgöngum 1985 og 1993 sem bendir til meðalárgangs eða um 200 milljónir 3ja ára nýliða. Af 3ja ára fiski hefur ekki fengist meira magn síðan 1988 sem er þó mun minna en fékkst af árgöngum 1983-1985. Flest bendir þó til að 1997 árgangur sé af meðal- stærð miðað við langtíma meðaltal. Varðandi eldri árgangana staðfesti stofnmælingin enn fyrri grunsemdir um að árgangar 1994 og 1996 séu mjög lélegir. Einkum er árgangm- 1996 slakur, sennilega sá lakasti frá upphafi mælinga, en 1994 árgangur- inn er sá þriðji lélegasti. Af eldri þorski en 6 ára fékkst frekar lítið, sérstaklega veldur 1993 árgangurinn vonbrigðum. Hann hefur verið met- inn sem besti þorskárgangur síðan 1985, þ.e. meðalárgangur, en vísitala 7 ára fisks reyndist nú sú lægsta síð- an árið 1995. Magn ýsu í ralli var mun minna en áður hefur sést, en stofninn virðist hafa minnkað jafnt og þétt síðan árið 1989. Talsvert fékkst af 1 og 2ja ára ýsu sem bendir til betri tíðar þótt ástand veiðistofnsins sé ekki gott í augnablikinu. Víðast lægð hjá öðrum tegundum Varðandi aðrar tegundir er víðast að sjá nokkra niðursveiflu í stofn- mælingunni 2000 miðað við leið- angurinn 1999. Hvort slæmt tíðarfar og veiðanleiki ráði einhverju þar um er erfitt að segja að svo stöddu, en niðursveiflan virðist ná til flestra teg- unda. Niðurstaða stofnmælingarinnar sem hér er kynnt til bráðabirgða, er einn þáttur árlegrar úttektar Haf- rannsóknastofnunarinnar á ástandi nytjastofna við landið, en úttektinni mun ljúka í byrjun júní. Fyrir dyrum stendur mikil úrvinnsla gagna svo sem nánari sundurgreining á afla í stofnmælingunni (m.a. með tilliti til aldurs) og nákvæmari greining afla á vertíðinni sem ekki er síður mikil- vægt til glöggvunar á ástandi stofns- ins,“ segir meðal annars í fréttatil- kynningu frá Hafrannsóknastofnun. Skipaður stýrihópur um mótun stefnu í málefnum aldraðra HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra hefur skipað stýri- hóp til að móta stefnu í málefnum aldraðra til næstu fimmtán ára. Hópnum er ætlað að gera úttekt á málefninu og skila tillögum um stefnumótun hinn 1. janúar 2002. Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að stýrihópurinn hafi verið skipaður í kjölfar árs aldraðra. Fyrir fyrsta fund hópsins, sem haldinn var í gær, voru lögð ýmis gögn sem til eru um málefnið. Stýrihópnum er ætlað að skoða ýmsa málaflokka með tilliti til stöðu aldraðra, meðal annars at- vinnumál, efnahagslega stöðu, fé- lagslega stöðu, heilbrigðismál og húsnæðismál. Hlutverk hópsins er að leggja mat á stöðuna eins og hún er í hverjum málaflokki fyrir sig, meta hvaða áhrif fyrirsjáan- legar breytingar á aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar og þróun búsetu mun hafa á hvern þessara mála- flokka á næstu árum og meta hvort nauðsynlegt sé að mæta þessum áhrifum með því að breyta áherslum. Ráðherra hefur skipað Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra, formann stýrihópsins. Aðrir nefnd- armenn eru Guðmundur H. Garð- arsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi alþingismaður, til- nefndur af forsætisráðherra, Helga Jónsdóttir hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, Hrafn Páls- son, deildarstjóri í heilbrigðisráð- uneytinu og Ingi Valur Jóhanns- son, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Ritari stýrihópsins er Margrét Erlends- dóttir, verkefnisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. Lögfræðingar sjá meinbugi á tillögu um að Alþingi staðfesti skipun hæstaréttardómara Eðlilegt að skoða hvernig dómarar eru skipaðir EIRÍKUR Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands, og Ásgeir Thoroddsen, formaður Lög- mannafélags Islands, sjá ýmsa meinbugi á þeirri hugmynd að Al- þingi verði falið það hlutverk að staðfesta skipun dómara við Hæstarétt, eins og gerð er tillaga um í frumvarpi sem sjö þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi. Eiríkur telur þó eðlilegt að skoðað sé hvaða fyrirkomulag eigi að hafa á við skipun dómara við Hæstarétt og Ásgeir segir að lög- mönnum hafi þótt skorta á jafn- vægi í Hæstarétti. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hafa nokkrir þing- menn Samfylkingai'innar lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem gerð er sú tillaga að forsætirsáðherra tilnefni hæstaréttardómara að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi í stað þess að dómsmálar- áðherra hafi það verkefni að gera tillögu um dómara. Aðspurður hvort tímabært sé að breyta fyrirkomulagi við skipan dómara við Hæstarétt sagðist Eir- íkur Tómasson hafa verið þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að skoða með hvaða hætti dómarar við Hæstarétt séu skipaðir. „Þeim er fengið vald til að skera úr um hvort lög sem Alþingi setur standist stjórnarskrána. Sú skoðun hefur verið sett fram, að það sé óeðlilegt að dómarar, sem ekki hafa hlotið skipun eða staðfestingu af hálfu þjóðþingsins, hafi þetta vald. Hins vegar er það svo að dómurum hefur verið falið þetta vald i öðrum Evrópuríkjum þótt þeir séu skipaðir af ráðherra. í Bandaríkjunum þurfa hins vegar hæstaréttardómarar að fá staðfest- ingu í skipun af öldungadeild þingsins. Þar hefur Hæstiréttur einnig gengið lengra en þekkt er í öðrum löndum að víkja lögum til hliðar ef hann telur að þau stangist á við stjórnarskrá," segir Eiríkur. Hætta á að pólitísk lirossakaup ættu sér stað „Gallinn við þessa tillögu (í frum- varpi Samfylkingarinnar, innsk. Mbl.) er sá, að ef þetta fyrirkomu- lag yrði tekið upp er hætt við því að skipun dómara yrði pólitískari en hún er núna og það myndu jafn- vel eiga sér stað pólitísk hrossaka- up um skipun dómara í réttinn, sem er auðvitað óheppilegt. Eg dreg því í efa að þetta sé rétta leið- in sem þarna er boðið upp á,“ sagði Eiríkur. „Önnur leið væri sú að snúa þessu við þannig að ráðherra skip- aði dómarana en tiltekinn meiri- hluti á Alþingi mætti hnekkja þeirri ákvörðun. En gallinn við þá leið að draga Alþingi inn í þetta er sá að hætta skapast á að skipanir dómaranna verði pólitískari," sagði hann. Eiríkur benti einnig á að gert sé ráð fyrir því í gildandi lögum að Hæstiréttur Iáti í té umsögn um umsækjendur um dómarastöður við réttinn. Gagnrýna megi það fyrirkomulag sem geri ráð fyrir að þeir dómarar sem fyrir eru í réttin- um ákveði hverjir taki sæti dómara við réttinn. „Mér finnst hins vegar sjálfsagt að þessi mál séu skoðuð með þessi sjónarmið í huga. Á þessu er engin einföld lausn. Sú skipan sem hér er, tíðkast víðast hvar annarsstað- ar. Það heyrir til undantekninga að þingið staðfesti skipun dómar- anna,“ sagði Eiríkur að lokum. Hæstiréttur hefur synjunarvald „Gildandi lög um dómstóla eru nýleg, frá 1. júlí 1998. I þeim er nýmæli að dómsmálaráðherra er skylt að hlíta umsögn Hæstaréttar um hæfi umsækjenda. Hæstiréttur hefur nú synjunarvald um umsækj- endur, sá verður ekki skipaður sem Hæstiréttur metur ekki hæfan,“ segir Ásgeir Thoroddsen. „í frumvarpi Lúðvíks Bergvins- sonar og fleiri þingmanna virðist gert ráð fyrir að synjunarvald Hæstaréttar verði frá honum tekið og fært til Alþingis. Þar muni sérn- efnd Alþingis eiga að fjalla um hæfni umsækjanda, en Hæstiréttur aðeins hafa umsagnarrétt. Hjá Lögmannafélaginu hefur nýframkomið frumvarp ekki verið rætt né reyndar er sérstök um- ræða í gangi um þörf á breyttri til- högun við skipun hæstaréttardóm- ara,“ sagði Ásgeir. Þriðjungur þingmanna gæti gert Hæstarétt övirkan Hann benti á að íslensk stjórn- skipun byggist á þrígreiningu rík- isvalds en samkvæmt 1. grein stjórnai'skrárinnar er ísland lýð- veldi með þingbundinni stjórn. Ríkisstjórn sitji því aðeins með vilja eða að minnsta kosti aðgerð- arleysi einfalds þingmeirihluta. „Mér sýnist því skjóta skökku við að einfaldan þingmeirihluta þurfi til að mynda eða fella ríkisstjórn en 2/3 hluta þingmanna þurfi til þess að hæstaréttardómari verði skipað- ur eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Er hyggilegt að þriðjungur þing- manna geti gert Hæstarétt óvirkan með því að hafna tillögu forsætis- ráðherra um skipun hæstaréttar- dómara? Á minnihluti þingmanna hér að hafa meira afl og betri samningsstöðu en í öðrum þingmál- um? Þannig þarf aðeins einfaldan meirihluta til breytinga á stjórnar- skrá þótt þar þurfi að vísu tvö þing með kosningum á milli. Þriðjungur þingmanna hefur ekki það afl hvorki við almenna lagasetningu né við myndun ríkisstjórnar. I óefni mundi stefna ef forsætisráðherra þyrfti í þessum efnum að lúta áliti minnihluta þings. Gæti þannig þriðjungur þingmanna gert æðsta dómstól ríkisins illa starfhæfan - og jafnvel haft líf ríkisstjórnar í sínum höndum," sagði Ásgeir. Hefur þótt skorta á jafnvægi í Hæstarétti „Hefði frumvarpið hins vegar gert ráð fyrir því að skipun hæsta- réttardómara væri háð samþykkis einfalds meirihluta þingmanna í stað 2/3 hluta væri sú tilhögun vissulega verð umhugsunar. Að því er best verður séð virðast lögmenn sæmilega sáttir við núverandi laga- ákvæði um skipun hæstaréttar- dómara. Annað mál er að lögmönn- um hefur þótt skorta á jafnvægi í Hæstarétti. Þar þyrftu að starfa fleiri sem hafa aðra starfs- og lífs- reynslu en einungis af störfum við héraðsdómstóla eða hjá hinu opin- bera. Hér er spurning um fram- kvæmd skipunarvalds dómsmála- ráðherra og lagabreytinga vonandi ekki þörf,“ sagði Ásgeir að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.