Morgunblaðið - 28.04.2000, Page 12

Morgunblaðið - 28.04.2000, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Starfsfólk fyrirtækja og stofnana Reykjavíkurborgar morgunoiaoio/uoiii Starfsfólk Ráðhúss Reykjavíkur taldi ekki eftir sér að vaða út í tjörn í gær, við tiltektina. Borgin kom óvenju illa undan vetri í ár og hefur fólk tekið til hendinni undanfarna daga og hreinsað rusl- ið sem birtist undan snjónum. Morgunblaðið/Kristinn Nánasta umhverfí hreinsað Höfði brenndur til kaldra kola að lok inni stóræfíngu STARFSFÓLK fyrirtækja og stofn- ana Reykjavíkurborgar hefur staðið í hreinsunarátaki undanfarna daga, en nýverið hvatti borgarstjóri stofn- anir og fyrirtæki í Reykjavík til að hreinsa nánasta umhverfí sitt vegna þess hve mikið rusl kom í ljós þegar snjóa leysti. Ákvað starfsfólk borg- arinnar að láta ekki sitt eftir liggja. „Borgin kom óvenju illa undan vetri í ár,“ segir Jónas Vigfússon sem stjórnar verkefninu Reykjavík í sparifötin, en hann hefur umsjón með hreinsunarátakinu. „Það var mikill snjór svo lengi. Yfirleitt hefur verið reynt að hreinsa í þýðuköflum á vorin, en þeir voru fáir og komu seint þannig að það var ekki fyrr en snjóinn tók upp sem hægt var að byrja að gera eitthvað. Fyrir bragðið hefur borgin verið óvenjulega illa útlítandi und- anfarið.“ Fólki bent á að henda ekki rusli á götum úti Jónas segir að starfsfólk margra borgarstofnana og fyrirtækja hafi verið á ferðinni í gær, til dæmis hafi starfsfólk Orkuveitunnar tekið til í Öskjuhlíðinni og starfsfólk í Ráð- húsinu hreinsað þar í kring. í dag fer starfsfólk SVR af stað og hreins- ar meðal annars í kringum skipti- stöðvar. Skólalóðir borgarinnar hafa einnig verið hreinsaðar að undan- fömu, kennarar hafa farið með nem- endum út á lóðimar að tína msl og í sumum tilfellum hafa skólar fengið foreldrafélög í lið með sér. Jónas segir þörf á því að benda fólki á að ganga betur um og henda ekki frá sér msli á götum úti. I næstu viku verður sendur bækling- ur til allra heimila í borginni þar sem kynntir verða sérstakir hreins- unardagar, 6. til 14. maí næstkom- andi. Þá munu starfsmenn borgar- innar fjarlægja allan lífrænan úrgang sem fólk setur út á lóðamörk við heimili sitt. í bæklingnum verð- ur fólki einnig bent á hvert það eigi að snúa sér hafi það ábendingar um umhirðu í borginni. SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur stóð fyrir stóræfingu í yfirgefnu húsi við Köllunarklettsvegi, á miðvikudag, þar sem einkum var æfð reykköfun. Um 20 slökkviliðsmenn tóku þátt í æfíngunni, sem stóð yfír frá há- degi til miðnættis og var húsið síðan brennt til kaldra kola að lokinni æf- inngunni og vaktað um nóttina. Húsið, sem nefndist Höfði, hefur verið í eigu Reykjavíkurhafnar und- anfarin ár og staðið autt en var upp- haflega byggt um 1950 sem starfs- mannahús fyrir starfsmenn OLIS. Að sögn varðstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur hefur verið æft í hús- inu án elds og reyks en siðan ákveð- ið að halda stóræfingu við raun- verulegar aðstæður. Vegna stærðar sinnar var húsið injög hentugt æf- ingahúsnæði en Slökkviliðið í Reykjavík hefur verið á hrakhólum með framtíðaræfingarsvæði fyrir liðsmenn sína. Útvegun á æfingaað- stöðu fyrir slökkviliðið er nú í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Morgunblaðið/Kristinn Sinubruni við Hofsstaðaskóla Stafkirkjan reist á næstu vikum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Myndin sýnir svæðið þar sem Stafkirkjan mun rísa. Unnið við garðhleðslur á stafkirkjusvæðinu. KALLA varð út sjö slökkviliðsmenn og tvo dælubfla frá Slökkviliði Hafnarfjarðar þegar kveikt var í sinu við Hofsstaðaskóla á miðviku- dagskvöld. Skemmdir urðu á tijá- gróðri í brunanum og tók slökkvist- SKIPULAGSSTOFNUN ríkisins hefur lokið athugun á mati á umhverf- isáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við dýpkun Sundahafnar í Reykjavík. Fellst skipulagsstjóri ríkisins í úr- skurði sínum á framkvæmdimar sem felast í dýpkun Sundahafnar frá Klettasvæði inn fyrir Vogabakka í Kleppsvík. Áformað er að nýta dýpk- unarefnið í landfyllingar á hafnar- svæðinu og að framkvæmdin hefjist í ár og geti í heild tekið 10-15 ár. Gerir stærri skipum kleift að sigla inn í höfnina Markmiðið með þessum fram- kvæmdum er að gera stærri skipum mögulegt að sigla inn í höfnina og mæta auknum kröfum um frídýpi og stærri snúningssvæði til að auka ör- yggi í höfninni, Að mati skipulagsstjóra hefur dýpkunarframkvæmdin ekki umtals- verð áhrif á fuglalíf og hugsanlegar hrygningarstöðvar umfram það sem arf um tvær klukkustundir. Sinubrunar hafa verið mjög fyr- irferðarmiklir í starfi slökkviliða innan sem utan höfuðborgarsvæðis- ins í þurrviðrinu sem verið hefur í aprfl. núverandi hafnarstarfsemi og byggð í Reykjavík hefur haft fram að þessu. „Upplýsingar um botnlíf á hafnar- svæðinu og nágrenni þess eru tak- markaðar. Þrátt fyrir þennan ann- marka telur skipulagsstjóri ríkisins að það að fjarlægja mengað set af hafsbotni vegi upp þau neikvæðu áhrif sem framkvæmdin kann að hafa á botnlíf," segir m.a. í niðurstöðu skipulagsstjóra. Þá kemst skipulagsstjóri að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin muni ekki hafa neinar hættur eða óþægindi í för með sér, s.s. vegna neðansjávar- sprenginga, fyrir íbúa eða starfsfólk fyrirtækja í nágrenninu. Sýnt hafi verið fram á að framkvæmdin auki ör- yggi skipa sem um höfnina fara og breyti ekki að ráði öldulagi á Viðeyj- arsundi eða ströndum Viðeyjar. Heimilt er skv. lögum að kæra úrskurð skipulagsstjóra til umhverf- isráðherra og er kærufrestur til 31. maí næstkomandi. Vestmannaeyjar - „Við tókum að okkur þetta verkefni að því að það var sérstaklega áhugavert og það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað þetta svæði verður stórkostlega glæsilegt þegar lokið verður við það í sumar,“ sagði Steinþór Einarsson, hleðslumaður hjá Garðyrkju ehf., sem sér um hellulagnir og garðhleðslur á staflrirkjusvæðinu við Skansinn í Vestmannaeyjum. Eins og fram hefur komið hafa Norðmenn ákveðið að gefa íslending- um staflrirkju að gjöf í tilefni að 1000 ára afmæli kristnitöku íslendinga og verður hún reist við Hringskershafn- argarðinn við innsiglinguna í Vest- mannaeyjahöfn, en talið er að Hjalti Skeggjasqn hafi reist fyrstu kirkju í kristni á Islandi við Hörgaeyri, norð- an við innsiglinguna. Steinþór og hans fólk vinnur nú í óða önn við að hlaða hraunveggi, tvöfalda hraun- veggi með torfi í toppi, dæmigerðir hlaðnir íslenskir veggir sem sést hafa víða um land. Alls verða veggirnir 250 m að lengd umhverfis stafkirkjuna og Landlyst sem verður endurreist á svæðinu. Vinnubrögðin bera Steinþóri og hans fólki glöggt vitni um natni við hvem einasta stein og er ljóst að veggimir verða algjört listaverk þeg- ar verkinu verður lokið, en áður en af því verður á eftir að helluleggja með gamaldags hellusteini 800 fermetra af göngustígum um svæðið. Var sagt að aldrei festi snjó í Eyjum Þegar Steinþór gerði tilboð í veridð sl. haust var honum sagt að snjó festi aldrei í Eyjum, kannski tvo tO þrjá daga, og aldrei væri þar frost í jörðu. Þar til nýlega hafði verið snjór yfir öllu í fjóra mánuði og mikið frost í jörðu og hefur þessi vetur ekki verið betri fyrir þá sem starfa í landi eða fyrir sjómennina sem helst aldrei komast á sjó vegna brælu. En nú er komið vor og tekið hefur verið til óspilltra málanna, síðasta haust var gengið frá pollum í hafnargarðinn, pollum úr amerískum harðviði sem unnin er hjá Harðviði á Húsavík og setja þeir mikinn svip á garðinn en á milli pollanna kemur 45 cm há blá- steinshleðsla og í öðrum hverjum polla verður lukt. Á næstu vikum verður hafist handa við að reisa staf- kirkjuna, en hún ein og sér er lista- verk, segir Steinþór, og í maí þegar Gullborg hefur farið síðustu netaróðr- ana á vertíðinni verður henni komið fyrir í nausti skammt innan við kirkjuna og verður brú af hafnargarð- inum út í skipið. Þá mun Landlyst rísa aftur og þar verða í framtíðinni kaffi- veitingar fyrir gesti og gangandi. Að lokum sagði Steinþór okkur frá því að þeim liði mjög vel að vinna að þessu verkefni, enda eitt það viða- mesta sem fyrirtækið hefur tekið að sér hingað til og trúlega það áhuga- verðasta, ekki skemmdi fyrir að í hópnum er einn lærlingur í garð- yrkju, Guðlaug Þorsteinsdóttir, ung Eyjamær, sem við Eyjamenn vitum að heldur þeim við verkið og sér um að hver steinn sé á réttum stað. Það var einmitt það sem öllum finnst hér, að allir steinarnir séu nákvæmlega þar sem þeir eiga að vera og hafa allt- af verið, þrátt fyrir þá staðreynd að steinamir eru fluttir frá Hrauni í Ölf- usi yfir sundið til Eyja. Alls fara um 250 rúmmetrar eða um 500 tonn í garðana. S kip u lags s tj ó r i samþykkir dýpkun Sundahafnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.