Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 1 3 FRÉTTIR Hannes Hólmsteinn Gissurarson heldur fyrirlestra í háskólum í Hong Kong og Japan Sveitarfélög fjalla um opinber verkefni í fjarvinnslu Mikill áhugi á íslenska fiskveiðikerfínu í Asíu Hannes Hólmsteinn Gissurarson flutti fyrirlestur í Hong Kong Univers- ity um eignarréttindi út frá hagfræðilegu og siðferðilegu sjónarhorni. EIGNARÉTTINDI út frá hag- frasðilegu og siðfræðilegu sjónar- horni, með sérstöku tilliti til fiskim- iða, voru viðfangsefni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófes- sors við Háskóla íslands, í fyrirlestri sem hann flutti á þriðjudag í Hong Kong University. Þetta var þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestraferð hans um Asíu, en í síðustu viku talaði hann í Chiba Háskóla nálægt Tokýó í Japan og í Tokyo University of Fisheries. Hannes Hólmsteinn segir í sam- tali við Morgunblaðið að bæði í Hong Kong og Japan sé mikill áhugi á ís- lenska fiskveiðikerfinu og margir hafi látið í Ijós áhuga á því að í Asíu yrði haldin alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar þar sem íslenskir fræði- menn miðluðu af reynslu íslendinga. Umíjöllun um frelsi og eignar- rétt með tilliti til fískimiða í fyrirlestri sínum í Hong Kong University sagði Hannes Hólm- steinn meðal annars að ofveiði væri að sumu leyti eins og mengun og að orsakir hennar væru hinar sömu og mengunar, enginn ættiþað sem væri nýtt og ofnýtti það þess vegna. Hann sagði kvóta bera svip af eignarétt- indum, en yfirvöld á íslandi hefðu ekki viljað viðurkenna hann sem slík, sem gerði öryggi handhafanna minna en æskilegt væri og framtíð- aráætlanir erfiðari. Aðalatriði máls- ins væri þó að íslendingar hefðu, ólíkt öðrum fiskveiðiþjóðum, náð sæmilegum tökum á nýtingu fiskist- ofnanna, sem sæist ef til vill best á því að á Islandi væri aðalvandinn ekki talinn tap sjávarútvegsfyrir- tækja, heldur gróði þeirra. í fyrirlestrinum í Chiba háskóla fjallaði Hannes Hólmsteinn um frelsi og eignarétt með tilliti til fisk- imiða og lýsti því hvernig kvótakerf- inu var komið á til að stilla sókninni í hóf eftir að fiskveiðilögsaga Islands var færð út. Hann benti á að kerfið væri umdeilt og vísaði í því sambandi í dóma Hæstaréttar í svonefndum Valdimars- og Vatneyrarmálum. í Tokyo University of Fisheries lýsti hann íslenska fiskveiðistjómar- kerfínu, hvernig kvóta væri úthlut- að, hvemig viðskiptummeð hann og eftirliti með veiðum væri háttað. Hann sagði að hagsmunir útgerðar og þjóðar færu saman því gott ást- and fiskistofna og lágur kostnaður við veiðar væru hagsmunir útgerð- armanna, þar sem þeir væru hand- hafar hluta í heildarafla hvers árs. Skapa má fjölda starfa á lands- byggðinni SAMRAÐSFUNDUR fulltrúa sveit- arfélaga og íslenskrar miðlunar, sem var haldinn í Reykjavík fyrir nokkru, hefur fulla trú á að skapa megi umtalsverðan fjölda starfa á landsbyggðinni með því að flytja op- inber verkefni til fjarvinnslustöðva. Fram kemur í yfirlýsingu frá fundin- um að fagnað er stefnumótun hins opinbera á þessu sviði og áhuga stjórnmálamanna á flutningi verk- efna í fjarvinnslu en telur að alltof hægt gangi að koma áformum stjórnvaldaíverk. „Þó lýsir fundurinn yfir ánægju sinni með það verk sem nú er unnið á þessu sviði undir forystu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Fundar- menn eru einhuga um að þrýsta á stjórnvöld um að flutningi opinberra starfa til landsbyggðarinnar verði hraðað mjög.“ Til fundarins var boðað af hálfu Stöðvarhrepps til að ræða verkefn- astöðu í fjarvinnslu víðsvegar um landið og með hvaða hætti þau sveit- arfélög, sem hagsmuna eiga að gæta, geti þrýst á stjórnvöld vegna flutn- ings opinberra verkefna í Qarvinnslu á landsbyggðinni. Fulltrúar sveitar- félaganna sem hlut eiga að máli hafa ekki áður fundað sameiginlega en stefnt er að því að halda fleiri slíka samráðsfundi þegar við á. Til fundarins voru boðaðir full- trúar eftirfarandi sveitarfélaga: Stöðvarhrepps, Fjarðabyggðar, Vopnafjarðar, Raufarhafnar, Hrís- eyjar, Olafsfjarðar, Blönduóss, ísa- fjarðarbæjar, Bolungarvíkur, Vest- urbyggðar og Grundarfjarðar. Bjartsýni um uppbyggingu fjarvinnslustöðva Fulltrúar allra ofangreindra sveit- arfélaga taka undir niðurstöðu fund- arins og lýsa áhuga á þátttöku í sam- starfi aðilanna. Hið sama gerir fulltrúi Kaldrananeshrepps. Fundarmenn voru sammála um að ástæða væri til bjartsýni um upp- byggingu fjarvinnslustöðva á lands- byggðinni þótt enn sem komið er hafi gengið alltof hægt að flytja opin- ber verkefni til slíkra stöðva. Fund- armenn fögnuðu því frumkvæði sem Skráningarstofan hf. sýndi með því að semja við íslenska miðlun um að veita upplýsingar úr ökutækjaskrá frá samskiptaveri fyrirtækisins á Raufarhöfn. „Fordæmisgildi samningsins er mikilvægt og fyrir liggur að unnt er að vinna fjölmörg verkefni af þessu tagi með hagkvæmum hætti í fjar- vinnslustöðvum á landsbyggðinni. Þannig má auka fjölbreytni í at- vinnulífi á landsbyggðinni, styrkja stöðu byggðanna og hamla gegn þeim þjóðflutningum sem nú eiga sér stað frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins." Mazda Premacy er sannkallaöurfjölskyidubíll. Vib hönnun hans var kappkostað vib aö tryggja ítrasta öryggi, bestu þægindi, nægilegt rými og fjölbreytta notkunarmöguleika. Nú kostar Premacy aðeins kr. 1.749.000 Komdu og kynntu þér hann nánar! Opib laugardaga 12-16 , Skúlagötu 59, síml 540 5400 www.raesir.ls ísafjðrður: Bllatangi ehf. Akureyri: BSA hf. Egilsstaðir: BHasatan Fell Selfoss: Betri bilasaian Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstæði Muggs Akranes: Biiás Keflavik: Btiasala Keflavikur Hornafjórður: Vélsmiðja Hornafjarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.