Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdó Krosslaug í sumarskrúða. Kristnitökuafmælið í Borgar- fjarðarprófastsdæmi Hátíðarguðsþj ón usta við Kross- laug í sumar Athyglisvert unglingastarf Samstarf kirkju, skóla og félaga Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Unglingunum var m.a. kynnt notkun sigbeltis. Sigið var niður af svölum Félagsheimilisins á Flúðum Reykholt - Hátíðarguðsþjónustur, tónleikar, fræðslufundir og málþing um trúarbókmenntir miðalda eru helstu dagskrárliðir í Borgarfjarð- arprófastsdæmi á kristnitökuaf- mæli. I sumar, nánar tiltekið þann 16. júlí, verður messað við Kross- Iaug í Lundarreykjadal og þess minnst er Vestlendingar riðu heim af alþingi fyrir þúsund árum og tóku skím í þessari Iaug. Krosslaug liggur á landamærum Brennu og Reykja, skammt frá Englandsfossi, í hvarfi upp af veg- inum. Engar merkingar vísa á laug- ina en Þorbjöm Hlynur Ámason prófastur segir að stefnt sé að því að setja upp skilti fyrir sumarið. Laugin er falleg í sumarbúningi og er vatnið í henni um 40’C, en um- hverfis hana er nú afgirtur gróður- rreitur sem unninn var í samvinnu Lundarreykjadalshrepps og pró- fastsdæmisins fyrir nokkmm ámm. Jón Böðvarsson, bóndi á Brennu segir í samtali við blaðið að upp- haflega hafi Ingimundur heitinn Ásgeirsson, bóndi á Hæli, verið hvatamaður að því að laugarinnar yrði minnst í tengslum við kristni- tökuár og umhverfi hennar byggt upp. Veggir laugarinnar vom end- urhlaðnir árið 1980 og er hún nú friðlýst. Hrunamannahreppi - í vetur fór fram nokkuð sérstætt og athyglis- vert unglingastarf hér í sveitinni á vegum Hrana- og Stóra-Núps- prestakalla auk björgunarsveitar- innar Eyvindar, Rauða kross deildar Amesinga og Flúðaskóla. Upphaf þessa má rekja til stofnunar sér- stakrar nefndar um bama og ung- lingastarf í Hmnaprestakalli. Hlut- verk hennar var að vinna með sóknarpresti að mótun og skipulagi slíks starfs. Það kom síðan í hlut séra Eiríks Jóhannssonai- í Hmna að móta starfið frekar í samstarfi við séra Axel Amason í Stóra-Núps- prestakalli. „Við vomm strax sammála um að reyna að búa til breiðan gmnn undir þetta og hafa það nokkuð frábragðið hinu hefðbundna æskuýðsstarfi þjóðkirkjunnar," sagði Eiríkur í spjalli við fréttaritara. „Eftir að hafa skrifað öllum foreldmm sem eiga unglinga í 8.-10. bekk Flúðaskóla, var ákveðið að leita samstarfs við nokkra aðila sem hefðu áhuga á að gera eitthvað með kirkjunni fyrir unglingana. Þetta fékk strax jákvæð- an stuðning og var tekið af velvilja og fómfýsi. Það leiddi til þess að ung- lingunum var boðið upp á samvemr þar sem reynt var að hafa kristilegan undirtón að leiðarljósi, en byggja þó einnig á útivera, kynningu á starf- semi Rauða krossins, björgunar- sveitanna og fleiri." Leið til nokkurs þroska í byrjun vetrar var efnt til kynn- ingarkvölds þar sem unglingarnir mættu ásamt foreldram og var þessu verkefni vel tekið. Eiríkur segir að meðal þess sem gert hefur verið er að kynna unglingunum vélsleða, að læra að útbúa sig í gönguferðir, síga niður af svölum, farið var í ratleiki og kennd notkun áttavita, einnig var farið á Kjalames þar sem þátttak- endur fóm í hlutverkaleik sem nefn- ist Á flótta. Markmiðið með þessu er að kenna unglingunum að vera meira sjálfbjarga. Um þriðjungur af nemendum þessara þriggja beklqa Flúðaskóla tók þátt í unglingastarfinu sem fór fram á föstudögum, 10 sinnum í vet- ur, nokkrar klukkustundir í senn eft- ir hádegi þegar hefðbundnu skóla- starfi vikunnar lauk. Samvera-stundirnar hófust með þvi að sungnir vom sálmar, kennd vora messusvörin, lesið úr ritningunni og spjallað um hvað er að vera kristinn maður o.fl. „Stór hópur þeirra sem sóttu þetta er þeir unglingar sem era líka virkir í öðra starfi, t.d. íþróttum, en ég hafði vonast eftir að sjá fleiri sem ekki stunda íþróttir, þar sem með þessu var opnuð ný leið í félagsstarfi. Gjarnan hefði ég líka viljað að for- eldrar kæmu meira inn í þetta sam- starf við kirkjuna. Um 20 unglingar hafa tekið þátt í þessu verkefni okk- ar. Ákveðið er að Ijúka því með ferð í Helgaskála, sem er inni á afrétti, gista yfir nótt og ganga síðan til byggða meðfram hinum stórbrotnu Laxárgljúfram, um 15 km leið,“ segir séra Eiríkur Jóhannsson að lokum. Veiðidagar í Hlíðarvatni STANGAVEIÐIFÉLAGIÐ Árblik í Þorlákshöfn fékk sl. sumar tvær stangir í Hlíðar- vatni í Selvogi til útleigu fyrir félagsmenn sína og aðra áhugasama. Var veiðin með ágætum. í sumar hefur félagið aftur fengið veiðileyfi í vatninu og er almenn sala á þeim nú hafin. í fréttatilkynningu segir: „Hlíðarvatn er eitt gjöfulasta veiðivatn á Suðurlandi og rómað fyrir náttúrafegurð. Umhverfi allt er fallegt og til- valið fyrir fjölskyldufólk að dvelja við veiðar og útivist á þessum friðsæla stað. Nýtt veiðihús í eigu Stanga- veiðifélagsins Árbliks í Þor- lákshöfn er við vatnið. Aðstaða við það hefur verið bætt nú í vor og er hún með ágætum.“ Jarðhiti í Austur- Skaftafellssýslu Höfn - Heitt vatn hefur fundist á nokkrum stöðum í Austur-Skafta- fellssýslu og spyija menn sig nú hvort það sé í nógu miklu magni, eða nógu heitt, til nýtingar. Á Hala í Suðursveit hefur þégar verið ráðist í framkvæmdir, boraðar hafa verið 11 holur sem lofa góðu um framahaldið. Einkum era menn þar á bæ bjartsýnir á að geta virkjað heitt vatn til húshitunar innan fárra ára. í kjölfar þessa hafa vaknað spurn- ingar um hvort heitt vatn sé að finna í næsta nágrenni þéttbýlisins við Hornafjörð, vatn, sem ef til vill væri hægt að nota til upphitunar. Að sögn Alberts Eymundssonar, bæjarstjóra Hornafjarðar, hafa til- raunaborholur verið boraðar á nokkram stöðum í sýslunni og hefðu þær gefið góð fyrirheit um að heitt vatn kynni að vera þar að finna í nýtanlegu magni. Þeir staðir sem um raeðir era Skaftafell og Freysnes í Öræfum, Reynivellir og Hali í Suðursveit og Hoffell í Nesjum, en vegna nálægð- ar við þéttbýlið er Hoffell sá staður sem menn horfa einkum til. Einnig segir Albert að Horna- fjörður hefði lent dálítið útundan í styrkveitingum til heitavatnsrann- sókna, þar sem aðstæður hér væra ekki allar á hinn besta veg. Jafnframt sagðist hann vita um áhuga iðnaðarráðherra á því að halda áfram að veita fé í að rannsaka hvort heitt vatn væri að finna á köld- um svæðum. Þannig að ekki sé útséð um ennþá, hvert framhaldið verður. Sæheimar á Blönduósi Hvala- og selaskoð- unarferðir í sumar Blönduósi - Hópur manna á Blönduósi hefur stofnað hlutafélag- ið Sæheima um rekstur á skemmt- isiglingabáti sem gerður verður út frá Blönduósi. Báturinn, sem er keyptur frá ísa- firði, getur tekið fimmtán manns og er ætlunin að bjóða upp á hvala- og selaskoðunarferðir í sumar jafn- framt því sem hægt er að bjóða upp á sjóstangaveiði, sagði Hans Vil- berg Guðmundsson einn af hluthöf- unum. Hans Vilberg gat þess einnig að möguleikar á notkun bátsins ein- skorðuðust ekki bara við það sem áður er upptalið. Ferðir á Strandir verða án vafa í boði og töfrar Húna- fióans eru óendanlegir þannig að verkefnin ættu að vera næg. Hans Vilberg sagði að fyrsta rekstrarár- ið yrði fyrst og fremst kynning og það væri ætlun þeirra sem að rekstrinum standa að láta ferða- áætlanir standast sem allra best. Þessi Sómabátur sem Blönduós- ingar hafa nú eignast mun bera nafnið Kópur en HU hvað, er ekki ljóst á þessari stundu. Gunnarsdóttir og Svanborg Frostadóttir vígðu nýja píanó- ið í Félagsheimilinu á Blönduósi. Hópur nemenda í harmonikuleik kom fram á fjáröfiunartónleikunum. Félagsheimilið á Blönduósi Nýtt píanó tekið í notkun Blönduósi - Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslu (HUH) stóðu fyrir tónlistarveislu laugardaginn fyrir páska og var tilefnið að afla fjár til kaupa á nýju píanói í Félagsheimilið á Blönduósi. Um tuttugu tónlistar- atriði vora flutt og fjöldi hún- vetnskra tónlistarmanna kom fram. Þórir Jóhannsson, fremstur með- al jafningja í HUH, afhenti Gesti Þórarinssyni, formanni stjórnar fé- lagsheimilisins, píanóið formlega til eignar. Linda Björk Gunnarsdóttir og Svanborg Frostadóttir vígðu síð- an píanóið með því að leika fjórhent á það. Fjöldi gesta var á fjáröflunar- hátíðinni og var gerður góður róm- ur að frammistöðu tónlistarmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.