Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 27 ERLENT Aðild Dana að Efnahags- og myntsambandi Evrðpu Taugatitringur meðal stuðn- ingsmanna EMU Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „KOMIÐ ykkur í vinnuna.“ Þetta voru skilaboð Pouls Nyrups Rasmus- sens forsastisráðherra nýlega til leið- toga borgaralegu flokkanna. Forsæt- isráðherra álítur þá ekki taka nógan þátt í baráttunni fyrir danskri aðild að Efnahags- og myntsambandi Evrópu, EMU, fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna 28. september. Svar leiðtoganna er að það þjóni ekki málstaðnum að stuðningsmenn EMU-aðiIdar kýti sín á milli. I vikunni lét Marianne Jelved, efnahagsráðheri’a Dana, í ljós þá skoðun í Berlingske Tidende að rétt- ast væri að hætta þjóðaratkvæða- greiðslum um einstök atriði Evrópu- samstarfsins, því umræðan snerist alltaf um eitthvað annað en málefnin. Allt er þetta merki um vaxandi taugatitring, því skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum og ekki marktækur munur. Síðast sýndi skoðanakönnun Gallup að 46 prósent studdu aðild en 44 prósent voru á móti. Já-vængurinn íjársterkari Þótt flokksforysta Venstre og íhaldsflokkurinn styðji aðild eind- regið er auðsætt að almennir flokks- menn eru í meiri vafa en í fyrri at- kvæðagreiðslum um Evrópu- samstarfíð. Bæði Anders Fogh Rasmussen, formaður Venstre, og Bendt Bendtsen, formaður Ihalds- flokksins, benda á að gagnrýni Ny- rups á þeirra flokka sé síst til að bæta andrúmsloftið. Það vakti síðan ergelsi nei-vængs- ins þegar Marianne Jelved lýsti því yfir að ástæða væri til að hætta at- kvæðagreiðslum, því nei-vængurinn hefði dregið inn svo mörg málefni ótengd EMU-aðild að kjósendur yrðu ruglaðir í hvað verið værí að kjósa um. Það væri til dæmis fárán- legt að brydda upp á sjálfstæði og velferðarmálum í samhengi við EMU-aðild. Fyrir þessi ummæli sín hefur Jelved hlotið gagnrýni fyrir að vera að hóta kjósendum. Smáflokkurinn á hægri vængnum, Kristilegi þjóðarflokkm-inn, mun taka þátt í baráttunni á nei-vængn- um. Formaðurinn Jan Sjursen er á móti aðild, en margir flokksmenn eru fylgjandi henni. Flokkminn mun leggja til baráttunnar um hundrað þúsund danskar krónur eða um millj- ón íslenskra króna. Fjái-munirnir verða þó öllu meiri á já-vængnum og þar munar um stuðn- ing verkalýðsfélaga, þótt enn sé óljóst hversu víðtækur hann verður. CO-Metal, samtök verkalýðsfélaga og atvinnurekenda í málmiðnaði, og Dansk Industri munu í sameiningu leggja fram 2,5 milljónir danskra króna til að koma upp tengiliðum á vinnustöðum er vinna í þágu EMU- aðildar. Landbúnaðarráðið mun verja um hálfri milljón danskra króna í upp- lýsinga- og fundaherferð. Evrópu- hreyfingin, samtök áhugamanna um ESB, hyggst safna 1-3 milljónum danskra króna tO að kosta herferð um landið, meðal annars að rúta á vegum hreyfíngarinnar keyri um landið síðustu sex vikur fyrir at- kvæðagreiðsluna. Féð sem mest munar um kemur frá Jafnaðarmönnum, Venstre og Ihaldsflokknum. Jafnaðarmenn leggja 5 milljónir í baráttu sína, Venstre 5,1 mOljón og íhaldsflokkurinn hyggst verja á milli 3 og 6 mOljónum í herferðina. Hér er því um að ræða um og yfir 20 milljón- ir danskra króna, sem stuðnings- menn aðildar sjá fram á að verja til baráttu sinnar. Skiptimynt á nei-vængnum Á móti þessu er það nánast skipti- mynt, sem andstæðingar aðddar hafa úr að moða. Sósíalíski þjóðarflokkur- inn, Júnflireyfingin og Þjóðarhreyf- ingin gegn ESB hyggjast hver um sig verja um mflljón danskra króna í herferðir. Þeir bjartsýnustu eru Samtök hægrimanna í Evrópu þjóð- anna, sem um þessar mundir hafa að- eins tíu þúsund handbær í baráttuna, en reikna með að fá milljónir þegar baráttan hefst að ráði. Nú um helgina heldur danska al- þýðusambandið fund, þar sem ákveð- ið verður hvort og hvernig samband- ið beiti sér fyrir aðild og hversu mikið fé verði lagt í baráttuna. Þó ljóst sé að forysta alþýðusambandsins sé höll undir EMU-aðild er ekki víst að þátt- taka sambandsins í baráttunni verði mjög afgerandi sökum andstöðu víða í aðildarfélögunum. Jafnaðarmanna- flokkurinn og þá Nyrup forsætisráð- herra reiðir sig mjög á stuðning sam- bandsins og lin svör og lítið framlag þaðan yrðu mikið áfall fyrir hann. Styttist í fær- eysku olíuna? Þórshöfn. Morgunblaðið. HUGSANLEGA er farið að styttast í færeyskt olíuævintýri en svo mikl- ar líkur þykja á olíufundi á færeyska landgrunninu, að eitt af stærstu olíu- fyrirtækjum í heimi, BP-Amoco, hefur ákveðið að hefja þar leit. BP-Amoco hefur sett upp útibú eða skrifstofu í Færeyjum en 17. maí nk. lýkur fyrstu útboðshrinunni, þ.e.a.s., að þá verður ljóst hvaða ol- íufélög hafa boðið í leit á svæði, sem er um 14.000 ferkílómetrar og er fyrir austan og suðaustan Færeyjar. Eyðun Elttpr, sem fer með olíu- málin í landsstjórninni, segir, að mestar líkur séu á, að olía finnist á þessu svæði en þar hafa farið fram miklar jarðfræðirannsóknir. Er það milli Færeyja og Hjaltlands en inn- an bresku lögsögunnar hefur fundist mikil olía. Reiknað er með, að búið verði að afgreiða útboðið eða umsóknirnar í september í haust og leit að olíu gæti þá hafist á næsta ári. Verða fyrir- tækin að greiða ákveðið gjald fyrir leitina og ræðst það af stærð leitar- svæðisins. Þá vill landsstjórnin einn- ig, að einhverjir Færeyingar taki þátt í starfi olíufélaganna í því skyni að afla sér reynslu með framtíðina í huga. Landsstjórnin mun meta umsókn- ir fyrirtækjanna m.a. með tálliti til hugsanlegs hagnaðar alls samfélags- ins og þar virðist BP-Amoco vera með á nótunum. Það hefur t.d. leigt flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways við ýmis tækifæri og yfir færeyska útibúinu er Hjarn- ar Djurhuss, Færeyingur, sem var í mörg ár háttsettur hjá Shell. Námstefna á Hótel Loftleiðum 12. maí kl. 9:00 - 11:00: STÖRF STJÓRNARMANNA - Hlutverk, skyldur, ábyrgð Sti&ytiiimiétag ■ Mmés Hvert er hlutverk stjórnarmanna? Er þeirra eina hlutverk að ráða og reka framkvæmdastjórann? Hvernig geta stjórnir haft áhrif til aukins árangurs? Má draga stjórnarmenn til ábyrgðar ef illa fer? Hver er siðferðileg skylda stjórnarmanna? Fyrirlesarar: • Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa hf. • Páll Skúlason, lögmaður • Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags íslands hf. • Dr. Bjarki Brynjarsson, framkvæmdastjóri Námstefnugjald: Almennt verð kr. 12.900, SFÍ verð kr. 9.900. Innifalin í námstefnugjaldi er bók Páls Skúlasonar, Hugvekja, handbók fyrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra í félögum. Skráning: C 533 4567 - stjornun@stjornun.is Samtals: 104.970, A4 mynlesarafiötur. 600x1200 pát upplausn. 19200 pát hugbúnaðar |e bm. upplausn. 36 bita litadýpt. Myndvinnsiu-og textainnlesturforrit fylgja. AÐEIIUS 75 PAKKAR! Myndlesari 1.990,- Prentari 2.990,- Tölvurisi 99.990,- 3 bls á min í sv. 1 bls á min f lit. 2 blekhylki. Kodak PhotoRet HP 610 Ijósmynda- prentari. Notar Kodak PhotoRet prenttæknina. Líttu við f næstu búð og sjáðu útprentani úr þessum frábæra prentara. Flft* * coMPursiö' i*su>Am: Beint á nctið á topp hraða. Þú ert ekki i neinum vandræðum með að skila af þér skóla- verkefnunum þvi Word 2000, vinsælasta rítvinnsla i heimi, fylgir með. Fujitsu Siemens tölvurisinn stendur svo sannarlega f fTT~r2 ' 4 • undirnafni! •Windows98SE » - • MicrosoftWord 2000 m ‘Fráæbært tilboð sem gildir meðan birgðir endast. Láttu drauminn rætast og fáðu bæði prentara og myndlesar á gjafverði þegar þú kaupir Fujitsu Siemens 466 MHz tölvurisa! > 17" vandaður skjár > Intel Celeron 466Mhz • 64MB innra minni • 8,4 GB harður diskur • 40 hraða geisladrif > Intel skjákort á móðurborði > 64 radda hljóðkort > 56K innbyggt mótald > Margmiðlunarlyklaborð, • Vönduð mús með hjóli • Fujitsu hátalarar með tengi fyrir heyrnatól IMOKIA5110 með BT framhlið! LÆKKAÐ VERP Nú bjóðum við 100 stk af vinsælasta síma á fslandi á lægra verði með BT framhlið. 2990 Pyngdt170jgfömm:, Biðtimi’nllt aðl270 klst Táltimi!allt'aði5:klst: 150 númer i simaskrá'., SMS skil.iboö, » . . . TAI 11 numerabirtirog klukka: TAll2^S^«K!? '30 Simhringingar.\ Simkórtið kostar kr. l'.999£dg • 3 ÍnnbyggdÍrJeÍkÍrA J.grcitt fyrir það aukaleg . : .rií'-. BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.