Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ull o g ástleitni MYNDLIST B í I a r & 1 i s t, V e g a in ót a s t í g MÁLVERK - LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR Til 29. aprfl. Opið á verslunartíma. LILJA Kristjánsdóttii- fylgir und- arlegri hefð sem er sjaldséð hér á landi og gæti kallast sannleikslist í merkingunni „sannleikurinn mun gera yður frjálsa". í verkum hennar er allt eins og það á ekki að vera, hjúpað þagnarmúr hefðar og holl- ustu við gamalgrónar venjur. Það er sem hulunni hafi verið svipt frá aug- um Lilju og nú lætur hún gamminn geisa í fullkomnu háði sem hún bein- ir gegn samfélagi pukurs og þag- mælsku. Það er ekki síður merkilegt að skoða með hvaða hætti Lilja túlkar úrtakið sem hún skopast að. Málverk hennar eru máluð af mikilli vissu og töluverðri innlifun. Þau eru í lýsing- arstíl þeim sem oftast er kallaður raunsæi. Það hugtak er þó líklega orðið of útvatnað til að hægt sé að nota það til að skilgreina myndlist þar sem brugðið er ljósi á ýmsa und- arlega þætti í samfélagsgerðinni án þess að þeir séu beinlínis sýnilegir. Stíll Lilju er illústratífur, eða frá- segjandi, og byggir á myndskreyt- ingum. Stundum fer hún nærri tíma- ritastílnum, myndskreytingum ástarsagnanna, en er þó ávallt snöggtum fjarlægari og tæknilega snarpari en meistarar slíkrar listar. Allsterkur munur er milli dökkra og ljósra tóna líkt og í málverkum gömlu barokkmálaranna. Hjá Lilju eru allir að fást við ullarvinnu, spinna og pijóna, og heklaðar blúnd- ur fylgja baðstofusamneytinu eins og köngulóarvefir. Reyndar bendir Ljósmynd/Halldór Bjöm Ein af myndum Lilju Kristjáns- dóttur á sýningunni í Bflar & list við Vegamótastíg. margt til þess að prjónaskapurinn lúti svipuðum flærðarlögmálum í list hennar og hann gerir í verkum fransk-ameríska myndhöggvai-ans Louise Bourgeois. Kynferðislegar tilvísanir vaða hvarvetna uppi í myndum Lilju líkt og prjónastofan sé hálfgert heimilis- rekið lastabæli. Sumar myndir henn- ar virðast býsna nærgöngular þótt aðrar búi yfir góðlátlegu gríni. Sum- ar þeirra eru þó býsna alvarlegar ádeilur á almenna kynhegðun til sveita, þótt ef til vill megi heimfæra sögusviðið víðar. Tæknin er prýðileg og virðist henta vel frásagnarandan- um sem hverfist um smekkleysi, fánýti, flærð og losta. Hvernig Lilja hyggst þróa þetta merkilega þema væri gaman að vita, en greinilega hefur hún hitt í mark, það sýna allir rauðu punktarnir. Halldór Björn Runólfsson Þrír hlutu styrk úr Hlj ómdiskasj óði Á AÐALFUNDI Félags íslenskra tónlistarmanna 25. apríl sl. voru afhentir styrkir úr Hljómdiska- sjóði félagsins. Að þessu sinni hlutu styrk, EÞOS kvartettinn til útgáfu á tvöföldum geisladiski með íslenskri tónlist fyrir strengja- kvartett, Peter Máté píanóleikari til útgáfu á íslenskri píanótónlist og Pétur Jónasson gítarleikari einnig fyrir einleiksdisk með ís- lenskri tónlist. Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Bóasdóttir, formaður FÍT, Peter Maté, Guðmundur Krist- mundsson, Greta Guðnadóttir og Auður Hafsteinsdóttir. Þegar myndin var tekin voru fjarverandi Bryndís H. Gylfadóttir og Pétur Jónasson. Nýjar bækur • „ALCOHOLICS Anonymous in Iceland. From Marginality to Main- stream Culture“eftir Hildigunni Ól- afsdóttur. í ritinu er fjallað um AA-samtökin og hvemig þau hafa aðlagast íslensku samfélagi. Höfundur byggir á ára- löngum rannsóknum sínum á AA- samtökunum sem fjölþjóðahreyfingu. I rannsókninni koma fram nokkur atriði sem eru einkennandi fyrir AA á íslandi. í íyrsta lagi hversu útbreidd samtökin eru, í öðru lagi sú stað- reynd að nánast allir sem koma í samtökin gera það eftir að hafa farið í meðferð, í þriðja lagi hvemig smæð samfélagsins nánast útilokar að fé- lagamir geti haldið hlutverkum sín- um í samfélaginu aðgreindum frá þátttöku sinni í AA og í fjórða lagi að andiegi þátturinn er með kristilegra ívafi í túlkun flestra íslenskra AA- félaga en þekkist annars staðar. Rannsókn höfundar sýnir að mikill breytileiki er í túlkun á AA og blæ- brigðamunur á starfinu á milli landa og innan svæða. Hildigunnur Ólafsdóttir er yfir- félagsfræðingur á geðdeild Land- spítalans. Hún hefur starfað við rannsóknir á sviði áfengismála og af- brotafræði. Utgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er276 bls. kilja. Verð2.590 kr. Háskólaútgáfan sér um dreifíngu. Sæt lítil mús í fjölskyldufaðmi KVIKMYNDIR Stjörnubíó ug L a u g a r á s b í ó STUART LITLI ★ ★% Leikstjóri: Rob Minkoff. Handrit: Gregory J. brooker eftir sögu E.B. White. Leikarar: Geena Davis, Hugh Laurie og Jonathan Lipnicki. Isl. leikraddir: Bergur Ingólfsson, Guðfinna Rúnarsdóttir, Gunnar Hansson, Sigurður Jökull Tómas- son og Hjálmar Hjálmarsson. Colombia Pictures 1999. HERRA og frú Kríli ætla að ætt- leiða lítinn dreng og er sonur þeirra Georg mjög spenntur yfir því. Mús- in Stuart sem stödd er á munaðar- leysingjahælinu heillar hjónin upp úr skónum og þau ættleiða hann í staðinn. Af einhverjum völdum er Georg ekki ánægður að eignast mús sem bróður, en lærir að sætta sig við það, en kötturinn Snjóber er alls ekki ánægður með að eitthvert mús- arkvikyndi sé háttsettari en hann á heimilinu. Þannig hefst þessi kvikmynd sem er byggð á bók eftir E.B. White sem öll bandarísk börn þekkja. Sagan er ósköp sæt (og amerísk) og boðskap- ur hennar er hversu gott er að eiga fjölskyldu, og að það skipti ekki máli þótt innan hennar séum við ekki öll eins. I handritinu er ekki nægilega unnið í því að börnin geti lifað sig inn í myndina út frá drengnum, til- finningum hans og upplifun. Þannig skipa samskipti hjónanna við mús- ina stóran sess, auk ýmissa vand- ræða músarinnar við að aðlaða sig nýja heimilinu, í stað þess að leggja áherslu á hvernig músinni tekst að vinna vináttu drengsins. Það vantar líka skemmtileg atriði til að festa þessa vináttu og væntumþykju í sessi, og fá þannig samkennd áhorf- endanna, svo þeir geti lifað sig inn í það sem eftir kemur. I þessu tilviki hefðu atriðin sem rúlla undir kreditlistanum í lok myndarinnar, þar sem Stuart og Georg eru að fífl- ast saman, komið að góðu gagni. Börn í dag eru góðu vön og gera kröfur. Þau sætta sig ekki við að músin sé bara sæt, þau vilja inni- hald og skemmtun. Hvort sem um hasar eða blíðari sögu er að ræða. Hlutina þarf að gera almennilega og hana nú! Það vantar hins vegar ekki að allt útlit myndarinnar er frábært. Sviðs- mynd og búningar minna á barna- myndir sjöunda áratugarins sem reyndar passar mjög vel við þessa sögu og boðskap hennar. Tækni- brellurnar eru frábærar og með því skemmtilegra sem maður hefur séð. Sérstaklega er músin Stuart svo sæt og rosalega raunveruleg. Kett- irnir, sem eru alvörukettfr sem unn- ið er með í tölvu eftir á, eru býsna góðir og sérstaklega fyndnir. Islenska talsetningin er alveg ágæt, en það vantar einhvern kraft í hana. Eg get vel ímyndað mér að þannig hafi bandaríska útgáfan líka verið, það væri í stíl við leikstíl sjöunda áratugarins. Þessi mynd er ágætisskemmtun fyrir fjölskylduna. Það er samt ekk- ert einstakt við hana og það sem vantar eru einhverjir örlitlir töfrai' til að gera gæfumuninn. Hildur Loftsdóttir ||3 O t::í mHl: jkBBl w \ ‘ ésjk nL I m ét ?•• ' 'yfl r m ■ W ’ m w&íjr i mi -• • «§ ■i \ A - J p;. t". M P' ’ Tsj Wt. R KV • . ’• •;: tm -i jáE E -3 ML Jm Árnesingakórinn Arnesingakórinn í Ymi ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur sýna ár- legu vortónleika í tónlistarhúsinu Ymi við Skógar- hlíð á morgun, laugardaginn kl. 17. Kórinn flytur m.a. vinsæl dægurlög, negrasálma, lög eftir Sigfús Einarsson, Jón Ásgeirsson og Geor- ge Gershwin og syrpu úr Meyjarskemmunni eftir Franz Schubert. Einsöngvarar með kórnum eru Árni Sighvatsson og Þorsteinn Þorsteinsson, undir- leik annast Richard Simm og stjórnandi er Sigurður Bragason. Ragnheiður Jóns- dóttir í óvissuferð á veggnum RAGNHEIÐUR Jónsdóttir er sjötti og síðasti listamaðurinn sem tekur þátt í sýningarverkefni Veg (gir) á vegg miðrýmis Kjarvals- staða. Hún tók við veggnum af Gunnar Erni í gær og við það tæki- færi gaf listamaðurinn út eftirfar- andi yfirlýsingu: „Vegleysur... Þetta verður ein af þessum óvissuferðum - ég veit ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þannig upplifi ég oft tilfinninguna að byrja á nýju verkefni. Ég hugsa mér að feta hina ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands gengst fyrir styrktartónleikum vegna hátíðarinnar Bjartar nætur sem haldin verður í júní. Fyrstu tón- leikarnir verða í Hafnarkirkju á Hornafirði í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20; þá í Djúpavogskirkju á morg- un, laugardag, kl. 13; í Stöðvarfjarð- arkirkju sama dag kl. 16 og í Egils- órannsakanlegu vegi hugarflugsins - um firnindi - veg-leysur. Þar eru klettar - klungur - urð og grjót. Ferðin hefst þarna í suðvestur- horninu (50 cm frá gólfi). Takmar- kið er að komast um þessar veg- leysur - alls 350.000 cm2 - og ná til ákvörðunarstaðar á norðaustur- horninu (50 cm frá lofti) fyrir 18. maí anno 2000. Nestið er fátæklegt; nokkrir pakkar af viðarkolum - rauðvíns- flaska (tóm) - ónýtu sokkarnir mínir - strokleður." staðakirkju kl. 20. Sunnudaginn 30. apríl í Seyðisfjarðarkirkj u kl. 13 og kl. 17 í Miklagarði, Vopnafirði. Félagar úr Óperustúdíói Austur- lands flytja aríur, dúetta og kóra úr þekktum óperum, s.s. Rakaranum frá Sevilla, La Traviata, II Trova- tore, Rigoletto og Carmen. Stjórnandi er Keith Reed. Fyrirlestr- ar og nám- skeið í LHÍ FINNSKI myndlistarmaður- inn Lauri Antilla Antilla flyt- ur fyrirlestur á ensku í dag, föstudag, kl. 12.30 er hann nefnir „Space- time art“, þar sem hann fjallar m.a. um sýn- ingu, sem hann tekur þátt í ásamt öðrum finnskum lista- mönnum í Nýlistasafninu, og tengsl milli listar og vísinda. Einnig mun hann segja frá deild sem hann sér um við Akademíuna í Helsinki þar sem sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um tíma og rými. Fyrirlesturinn verður á Laug- arnesvegi 91, stofu 24. Námskeið Gunnlaugur St. Gíslason myndlistarmaður kennir vatnslitamálun „Skissugerð úti og inni“. Kennd verður meðferð vatnslita og vatns- litapappírs, reynt að ná fram gagnsæi og tærleika litanna. Farið verður í myndbyggingu og formfræði. Kennt verður í Listahá- skóla Islands, stofu 212, Skip- holti 1. Inngangur B. Kennsla hefst mánudaginn 22. maí. Styrktartónleikar á Austurlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.