Morgunblaðið - 28.04.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 37
LISTIR
Karlakórinn Hreimur.
,T öfrsasttinclir
Borgaöu með VISA
þú gætir hitt
á töfrastund!
I------1
VI54
I_______]
ALLT SEM ÞARF!
Karlakór-
inn Hreim-
ur í Lang-
holtskirkju
Laxamýri. Morgunblaðið.
KARLAKÓRINN Hreimur í Suður-
Þingeyjarsýslu heldur tónleika í
Langholtskirkju á sunnudag kl. 16. Á
efnisskránni eru 22 innlend og erlend
lög, mörg hefðbundin karlakórslög
með léttu ívafi og sungin verða bæði
einsöngslög og tvísöngslög.
I Hreimi eru 50 starfandi söng-
menn og heldur kórinn upp á 25 ára
afmæli um þessar mundir. Kórinn
hefur sungið víða um land og farið í
fimm söngferðir til Evrópu. Síðast
var farið til Þýskalands og sungið
m.a. í Mellrichstadt þar sem kórinn
fékk góða dóma gagnrýnanda sem
hreyfst mjög af íslensku karlakór-
slögunum.
Hreimur hefur gefið út fjóra
hljómdiska og sá nýjasti „Söngurinn
göfgar og glæðir“ kom út á sl. hausti.
Á þeim aldarfjórðungi sem Hreim-
ur hefur starfað hefur hann breyst úr
dæmigerðum sveitakór yfir í að vera
kór sem nær til manna úr flestum
stéttum þjóðlífsins og úr flestum
sveitarfélögum Suður-Þingeyjarsýslu
að Húsavík meðtalinni. Má segja að
kórfélagar hafi ekki látið vegalengdir
aftra sér frá því að stunda áhugamál
sitt, sönginn, um leið og félagsskap-
inn sem gefur þeim mikið.
Stjómandi kórsins er Robert
Faulkner, tónlistarkennari við Hafra-
lækjarskóla, og hefur hann stjómað
kómum allt frá árinu 1988.
Þar á undan stjómuðu kómum
Úlrik Ólafsson, Guðmundur Nordahl,
Rudolf Chech og Ladislav Voitja.
Undirleikarar kórsins hafa verið
fjölmargir, ekki síst á fyrstu starfsár-
unum, en síðan 1987 hefur Juliet
Faulkner annast undirleik fyrir kór-
inn auk þess sem hún aðstoðar við
raddæfingar og söngkennslu.
Þau Robert og Juliet em bæði
fædd í Englandi og stunduðu bæði
tónlistamám við Royal Academy of
Music auk þess sem Robert nam við
Guildhall School of Music and Drama
og við U niversity of Reading.
Einsöngvarar kórsins em Ás-
mundur Kristjánsson, Baldur Bald-
vinsson, Einar Hermannsson, Guð-
mundur Jónsson og Sigurður
Þórarinsson.
Karlakórinn Hreimur hefur sungið
víða á starfsárinu, m.a. á Raufarhöfn,
Kópaskeri, Akureyri og Húsavík.
Nýlega hélt kórinn vorfagnað í Ýdöl-
um með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur óp-
emsöngkonu og kórinn syngur í Sel-
fosskirkju annaðkvöld kl. 21. Segja
má að vetrarstarfi kórsins Ijúki form-
lega með tónleikunum í Langholts-
kirkju.
gsm 897 3634
Þrif á rimlagluggatjöldum.
WBk
ALLTA EINUMSTAÐ
Áburbarkalk
ó grasib /5 kg.
SAHARA
vinnuhanskar
kr.
449
casoron'
CASORON
mmm
* •£ 4
&35FW!
verb ábur kr. 1750
I " f'
1250
Sérvalið
kartöfluútsæbi
í spírunarkassa \ 5 kg.
' . ________________________________________________________________
Malarhrífa
899
Strókústur
,499
Malarskófla
.1799
Laufhrífa
699
ÍSií
.,'v
Upplýsingasími: 5800 500