Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 39 List í sendiráðum MYNDLIST Sendiráö Kandaríkjanna MYNDVERK AMERÍSKIR MYNDLISTARMENN Opið á tímum sendiráðsins fyrir þá sem eiga erindi í húsið. FYRIR skömmu var mér sem fleiri listiýnum og frammámönnum í listum sem þjóðfélagsgeiranum stefnt á sérstaka móttöku í sendiráði Bandaríkjanna, og var tilgangurinn að kynna verkefni sem nefnist; List í sendiráðum. Jafnframt að bjóða einn listamannanna sem nú eiga verk á veggjum sendiráðsins, málarann Mary Heebner velkominn. Þótt þetta sé lokuð sýning og einungis ætluð þeim sem eiga erindi á sendi- ráðið þykir mér rétt og skylt að fara um hana og framkvæmdina í heild nokkrum orðum, um að ræða afar mikilsverða starfsemi og mjög til eft- irbreytni. Hér er farið skipulega og markvisst að hlutunum eins og má vera von og vísa þá slyngasta þjóðfé- lag markaðssetningar á sviði list- menningar í heimi hér stendur að verki. Bandaríkjamenn eru óþreyt- andi að kynna menningu sína og færa út landhelgi hennar, jafnframt halda utan um eigin landhelgi sem þeir gera öllum betur. Árangurinn Mary Heebner: Pangea: Vúlkan, þurr lit- arefni og bindiefni, akryl á óstrekktan striga, 1997.182.9 x 127 sm. geta menn séð í hverri einustu stór- borg í landinu, en söfnin keppast um að viða að sér úrvali innlendrar sem erlendrar heimslistar, engin innan- sveitarannáll hér. Eins og segir í handhægri og upp- lýsandi sýningarskrá sem frammi liggur; er þetta frumkvæði til al- mannatengsla, sem fór rólega af stað árið 1964, hefur þróast í margbrotna Réttað yfir bæjarfélagi KVIKMYIVDIR Háskúlabfó FELLUR MJÖLL í SEDRUSSKÓGI „SNOW FALLING ON CEDARS" ★★>/2 Leikstjóri: Scott Hicks. Handrit: Hicks og Ron Bass eftir bók David Guthersons. Tónlist: James Newton Howard. Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Youki Kudoh, Rick Yune, Max von Sydow, James Cromwell, James Rebborn og Richard Jenk- ins. 1999. FELLUR mjöll í sedrusskógi, sem ástralski leikstjórinn Scott Hicks hefur kvikmyndað eftir þekktri sögu David Guthersons, er lýsing á litlu bandarísku sjávarþorpi þar sem búa innflytjendur af nor- rænum uppruna, sem bera nöfn eins og Gudmundson, ásamt nýlegri inn- flytjendum af japönskum ættum, sem reyna með dugnaði að skapa sér nýtt líf. Samskiptin milli þessara ólíku kynstofna einkennast af vin- skap og virðingu á yfírborðinu en sumstaðar undir niðri krauma for- dómar og jafnvel hatur sem kemur berlega í ljós þegar einn af hvítu mönnunum finnst látinn um borð í trillu sinni og böndin berast að ung- um Japana. Fjölskyldur þeirra, þ. e. faðir annars og móðir hins, áttu í deilum og svo virðist sem gamalt vandræðamál hafi þróast með óskap- legum hætti. Ur aðstæðum þessum gerir Scott Hicks réttardrama þar sem lítið mannlegt samfélag, kannski heimur- inn í hnotskurn, er fyrir rétti. At- burðirnir verða nokkrum árum eftir síðari heimsstyrjöldina en myndin gerist mikið í fortíðinni því Hick púslar henni saman úr mörgum ólík- um brotum þar til eftir stendur lýs- ing á litlu bæjarfélagi í tvo áratugi. Innan í brotum þessum rúmast leyni- leg ástarsaga á milli ungs drengs og japanskrar stúlku, örlög japönsku innflytjendanna í síðari heimsstyrj- öldinni, sem fluttir voru í risastórar fangabúðir, og síðari heimsstyrjöldin þar sem aðalpersónur sögunnar börðust fyrir þjóð sína. Hicks klippir út úr þessu heilmikla ástar- og örlagasögu svo ekki sé minnst á glæpasögu því límið í mynd- inni eru réttarhöldin þar sem ekki síst fortíð bæjaifélagsins er rifjuð upp. Helsti gallinn við úrvinnslu Hicks (Shine) er að hann mjólkar melódramað þurrt úr hverju einasta atriðið og í stað þess að leyfa áhorf- andanum að gerast þátttakandi og lifa sig inn í atburðina á sínum eigin forsendum fær hann slíka leiðsögn frá Hicks að hann missir að nokkru áhugann. Minnstu smáatriði eru dramatíseruð fram úr öllu hófi með tónlist og myndatöku þegar betra hefði verið að segja frá á lágstemmd- um nótum því sagan er þessleg að hún krefst ákveðinnar varfærni og hófstillingar. Hicks virðist halda að hún geti ekki staðið undir sér og lyft- ir undir dramað öllum stundum og verður illu heilli þreytandi sem leik- stjóri annars mjög forvitnilegrar myndar. Sumar persónumar eru heldur ekki nægilega skýrar. Ethan Hawke er í hlutverki blaðamannsins Isma- els, sem ungur átti í ástarsambandi við japanska stúlku og virðist ekki hafa jafnað sig á því en það er þó eitt- hvað sem við verðum mjög að geta okkur til um. Ástæðan fyrir því að hann hagar sér eins og hann gerir (geymir ákveðna vitneskju með sér) er heldur óskýr; hvað er hann að hugsa og hvers vegna? Aðrar eru betur gerðar frá hendi handritshöf- undanna eins og lögfræðingurinn, sem Max von Sydow leikur frábær- lega; það hefði mátt gera heila mynd um hann. Sagan fjallar um kynþáttafordóma og jafnvel hatur og um ást í meinum og áhrifin sem glötuð ást getur haft á menn og hún gerir ýmislegt vel; um- hverfi allt er stórkostlega fallegt og myndatakan góð, leikurinn að mestu með ágætum og kjarni sögunnar skín í gegn. Með talsvert meiri hófstill- ingu hefði ugglaust mátt gera betur. Arnaldur Indriðason áætlun sem heldur utan um og stendur fyrir sýningum á meira en 3500 uppruna- legum verkum, sem fengin eru að láni til sýninga á op- inberum svæðum á heimil- um sendiherra og hjá bandarískum sendinefnd- um um allan heim. Sérstak- lega skal vísað til þess, að sýningar LIS draga upp mynd af fjölbreytileika og einstaklingseðli tjáningar sem bandarískir listamenn hafa frelsi til að koma á framfæri eins og þar stend- ur orðrétt. Hér er þannig um skipulagða miðlun bandarískrar listar að ræða, en ekki neina ein- stefnu né áróður afrnark- aðra stílbrota. Það kennir þannig margra grasa, en um meiri fjölbreytni og víðsýni að ræða en t.d. á ís- lenzkum sendiráðum sem ég hef komið í, svo tekið sé nærtækasta dæmið. Á veggjum sendiráðsins gat þannig að líta myndir listamanna sem maðm- hafði ekki hugmynd um að væru til, en eru þó mjög vel þekktir bógar í heimaríkjum sínum innan Bandaríkjanna, jafnvel heims- borginni New York. Og í bæklingi sem frammi liggur sér maður að myndverk eftir heimskunna núlista- menn rata einnig á veggi sendiráð- anna. Vildu menn svo grennslast betur fyrir um verkefnið, þá voru þarna tvær tölvur og heimaslóðin; www.state.gov,/artinembassyes, þar sem gat að líta sýningarskrár frá hverju landi og tengla í sendiráð, lánveitendur, listamenn, sýningar- sali og söfn. Þetta er sem sagt öllum opið forvitnum og áhugasömum til nánari kynningar, ekkert leynimakk né pukur hér, hver maður hefur fullt frelsi til að mynda sér skoðanir, velja og hafna. Og eins og Gwen Beriin sem er í fyrirsvari fyrir LIS segir í lokaorðum kynningar; Verkefnið - List í sendiráðum er stolt af því að vera í fararbroddi þessa alheims- verkefnis, sem heldur á lofti lista- frekum bandarísku þjóðarinnar. Ég vona að upplifun þín hafi verið eftir- minnileg og uppfræðandi. Bragi Ásgeirsson Eitt verka Guðmundar Björgvinssonar í Galleríi Reykjavík. Sýning á acrylmyndum GUÐMUNDUR Björgvinsson myndlistamaður opnar 34. mynd- listarsýningu sína í Galleríi Reykja- vík, Skólavörðustíg 16, á laugardag kl. 16. Að þessu sinni sýnir Guðmundur eingöngu acrylinálverk, öll máluð á síðastliðnum vetri. Hann nam myndlist við University of Redlands í Kaliforníu. Hann hefúr hefur sýnt viða, meðal annars haldið þrjár stórar einkasýningar á Kjarvals- stöðum, í Norræna húsinu, Riggs galleries í Kaliforníu, Galleri Magstræde 18, í Kaupmannahöfn og viðar. Guðmundur hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Sýningin stendur til 14. maí og er opin virka daga frá 10-18, laugar- daga frá 11-16 og sunnudaga 14 -17. Hlynur Hallsson sýnir í Kaupmannahöfn NU stendur yfir sýning Hlyns Halls- sonar, „Bláljós - Blaulicht - Bluel- ight - Blalys“, í sýningarrýminu „Window space“ í Kaupmannahöfn. í fréttatilkynningu segir: „Hlynur vinnur gjarnan með inngrip í ákveðnar aðstæður í verkum sínum. Eins og í verkinu „Opnir gluggar“ (1997) þar sem það eina sem hann gerði var að opna gluggann og skrifa stuttan texta um tilgang þess að opna gluggana. Eða í verkinu „Heit- ur pottur“ frá 1995 þar sem sett var upp laug með heitu vatni á gangstétt fjölfarinnar umferðargötu í Hanno- ver og gestum boðið að baða sig og spjalla saman. í verkinu „Viðtal“ einnig frá 1995 tók hann viðtöl við sýningargesti Kunstnerens Hus í Osló á íslensku án þess að viðmæl- endumir skildu tungumálið eða hann þeirra tungumál. Og í verkinu „Dagbók“ frá þessu ári í sýngarröð- inni „Veg(g)ir“ á Kjarvalsstöðum skrifaði hann Dagbókina sína á vegginn þannig að sýningargestir gátu lesið hvað hafði á daga hans drifið og um leið orðið hluti af dag- bókinni. í verkinu fyrir „Window space“ hefur Hlynur komið fyrir bláu lög- regluljósi sem snýst í sífellu en gest- ir vita ekki hvað er búið að gerast eða hvort það á eitthvað eftir að ger- ast. En allt bendir til þess að danska lögreglan tengist málinu nánar.“ Björg Ingadóttir hefur rekið sýn- ingairýmið „Window space“ frá því í október 1999 í kjallaraglugga í Peter Skramsgade 16b í miðborg Kaup- mannahafnar og er þetta fjórða sýn- ingin á staðnum. Sófi kr. 64.900 stgr Sófaborð kr. 18.900 stgr Áklaeði: blátt eða grænt SUÐURLANDSBRAUT 22 SlMI 553 7100 & 553 6011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.