Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 41
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
tekning, mun halda áfram svo lengi
sem einhverjir sjá sér hag í henni,
víst ekki hægt að vaska þetta kusk
af mannkindinni frekar en erfða-
syndina.
Enga tölu hef ég á vettvangsskrif-
um mínum gegnum árin, hef ekki
haldið þeim til haga í rúma tvo ára-
tugi, en hvorki í þeim né almennum
skrifum mínum hef ég farið dult með
vissu mína á fölsunum málverka, hef
þannig oftsinnis furðað mig á þeim
mikla straumi íslenzkra málverka
frá Danmörku, sem hlutu í ljósi
þessa að hafa verið meira en lítið
vinsæl meðal þarlendra í eina tíð. En
svo undarlega vill þó til, að engar
sögur fara af góðri afkomu íslenzkra
málara í landi þar á þeim tímum, að
Jóni Stefánssyni og Júlíönu Sveins-
dóttur undanskildum, sem höfðu það
sæmilega gott og þá einkum Jón,
hinir héngu hins vegar á horriminni
og máttu reiða sig á stuðning að
heiman. Hver skyni borinn halur
mátti sjá að hér var málum meira en
lítið blandað, jafnvel þó vitað væri að
fyrir kom að menn fóru héðan með
verk utan til Kaupmannahafnar, í
þeirri von að selja þau á hærra verði
á uppboðum þar en mögulegt væri
að fá fyrir þau hér heima. Slíkt lán-
aðist þó trauðla fyrr en aðrir aðilar
fóru að sjá sér hag í því að fara utan
og bjóða í þau, og önnur tilfallandi,
selja svo til banka, opinberra stofn-
ana eða setja á uppboð í Reykjavík,
var orðin nokkur búgrein. Og fyrr
en varði hafði Listasafn Islands
bæst í hópinn, hafði hér enda hlut-
verki að gegna.
Fyrir nálægt tveim áratugum var
ég á leið frá Kaupmannahöfn til
Malmö á einhverja merka sýningu í
listahöllinni þar, í góðum félagsskap
Tryggva Ólafssonar málara. Þetta
var fyrir daga flugbátanna og tók
ferðin þá vel á annan tíma með skipi,
var oftar en ekki nokkuð ævintýri
með drjúgum gleðiskap um borð
eins og fjölda Islendinga mun enn í
fersku minni. Skeði þá á miðri útleið,
að maður kemur til okkar, kunnugur
Tryggva, hafði raunar lengi verið að
gefa okkur gætur, blimskakka til
okkar augunum. Kynnir sig sérstak-
lega fyrir rýninum, sem hann mun
hafa þekkt í sjón, sem Jón Jónsson
(nafnbreyting mín) málverkafalsara
o.fl. Þetta skrifaði hann á miða með
réttu nafni, sem ég gekk lengi með á
mér og mun eiga einhvers staðar
máðan og lúinn í pússi mínu. Ég
kannaðist við nafn kauða og hafði
lesið viðtal við hann í blaði nokkrum
árum áður og í fersku minni. Talið
barst fljótlega að þessu viðtali, eink-
um vegna þess að ég hafði áhuga á
að afsanna þá fullyrðingu, að þekkt
og yndisþokkafull kyrralífsmynd
eftir Picasso, sem héngi á Ríkislista-
safninu, væri ekki eftir meistarann, í
raun máluð af Jóni þessum. Kvaðst
þekkja sögu myndarinnar og gat
frætt hann á að Picasso hefði verið
að gera tilraunir með sérstakar olíur
í suma litafletina sem gerði það að
verkum að eftir tíu, tuttugu ár eða
svo kæmu fram fíngerðar sprungur,
sem og gekk eftir. Maðurinn viður-
kenndi fúslega að ég hefði rétt fyrir
mér, kvaðst bara hafa verið að vekja
á sér athygli, en þarna fékk ég
áþreifanlega staðfestingu og bak-
land á réttmæti ýmissa fyrri grun-
semda minna. Hef vikið að þessu at-
viki áður í vettvangsskrifi en sé
tilefni til að endurtaka söguna hér.
Langt er síðan ég þóttist sjá á
sýningum og listhúsum hér í borg,
að eitt og eitt myndverkið gæti
trauðla verið eftir skráðan höfund, á
stundum útilokað, og var síst að fara
í launkofa með það á staðnum, ei
heldur í skrifum mínum. Telst þó
naumast í verkahring okkar listrýna
að skera upp herör, við hvorki for-
verðir né efnafræðingar, hins vegar
rétt og skylt að vekja hér athygli á.
Þá mun engum hafa dottið í hug að
fölsunarmálið væri jafn umfangs-
mikið og nú virðist raunin, læt þó
stóru orðin og alla getspeki eiga sig.
Enginn er að gera minna en
skyldi úr þessu vonda máli, en hef
furðað mig á að forsíðu slúðurblaðs
þurfti til að menn rumskuðu við sér
og standa nú nokkrum árum seinna
alveg hvumsa yflr öllu saman og
margur hrekklaus krónunum fátæk-
ari. Ekki ráð nema í tíma sé tekið og
byrgja skal brunninn áður en barnið
er dottið í hann eins og sagt er.
Stóra spursmálið er óneitanlega,
hvernig þetta gat skeð, og þrátt fyr-
ir að á síðum stærsta blaðs þjóðar-
innar hafi um meira en þrjátíu ára
skeið reglulega birst upplýsingar
um meintar og staðfestar falsanir. A
síðustu áratugum hvortveggja grun-
semdir og fullvissa um að slíkt ætti
sér einnig stað hér á landi, íslend-
ingar væru síður en svo öðruvísi inn-
rættir en aðrar þjóðir, komnir af
hrossapröngurum og sauðaþjófum
eins og það er stundum orðað.
Ég vil fullyrða að í svarinu liggur
stórum alvarlegra mál til umfjöllun-
ar og krufningar en falsanirnar í
sjálfu sér og fyrir þeirri hlið hef ég
einnig reynt að opna augu manna
frá því ég hóf skrif í blaðið fyrir 34
árum. Sem starfandi málari og
kennari við Myndlista- og handíða-
skóla Islands, með drjúga menntun-
arlega yfirsýn, var mér ljós hin
hrikalega fáfræði sem ríkti í þessum
efnum hér á landi og að úrbóta væri
þörf. Skilvirkt upplýsingaflæði ekk-
ert, engar stofnanir til fremdar
sjónlistum utan MHÍ og Myndlistar-
skóla Reykjavíkur, og báðir skólarn-
ir í hrikalegu fjársvelti væri tekið
mið af þjóðhagslegu gildi þeirra. Is-
lenzka menntakerfið vildi ekki skilja
þýðingu og gildi sjónmennta né
mjúkra gilda í heild sinni til framn-
ingar sterkrar þjóðarheildar, þjóð-
reisnar um leið. Að hér væri um
grunnatriði að ræða sem öll þjóðríki
tækju fyllsta tillit til, listakademíur
og listiðnaðarskólar með sama vægi
innan menntakerfa þeirra og bók-
námsháskólar. Tvö öflugustu ríki
heims, Bandaríkin og Þýskaland,
með listaháskóla/akademíu í hverri
einustu stórborg og naumast tækni-
háskóli innan Bandaríkjanna svo
aumur að ekki sé innan vébanda
hans myndlista- eða sjónmennta-
deild. En í Háskóla íslands voru
sjónmenntir og hugvit ekki í náð-
inni, ekki inni á borðinu, ekki til
nema sem punt. Stofnuninni bar þó í
eðli sínu skylda til að hafa forgöngu
um deild í byggingarlist í það
minnsta. Arangurinn af þeirri van-
rækslu einni má sjá hvert sem litið
er, ekki síst í höfuðborginni, sem er
líkust stærsta og óskipulagðasta
smáþorpi í Bandaríkjunum, þar sem
valtað hefur verið yfir öll náttúru-
og fegurðargildi. Neyðarlegast að
byggingar herraþjóðarinnar fyrr-
verandi, ásamt innfluttum húsum
frá Noregi, keyptum eftir pöntunar-
listum, eru ennþá glæsilegastur, í
öllu falli merkilegastur, húsakostur
hérlendis. Þá hafa fáar þjóðir reist
sér reisulegri minnisvarða en eitt
betrunarhús, sem nú hýsir æðstu
stjórn landsins sem má vera meira
en táknrænt í þessum efnum. Tök-
um einungis eitt lýsandi dæmi um
sjónrænan þroska landsmanna á
þeim vettvangi, sem er Síðumúla-
fangelsið (!); eitthvað báru fyrrum
drottnarar okkar meiri virðingu fyr-
ir fagurfræðinni hér, ólánsömum
þjóðfélagsþegnum um leið. Þá eru
Menntaskólinn í Reykjavík, Viðeyj-
arstofa, þjóðmenningarhúsið og
Bessastaðir vel að merkja danskur
arkitektúr, eins og flestir eiga að
vita.
Frjálst og fullvalda ríki er nokkuð
annað og meira en undirskriftir
pappíra við hátíðlega athöfn, berja
svo fagnandi á brjóst sér og veifa
flöggum, því án sterkra burðarstoða
gengur dæmið ekki upp. í stað þess
að taka hið besta upp frá herraþjóð
okkar og bæta um betur, slá henni
við líkt og til að mynda hinir sigruðu
Japanir gerðu er þeir „stálu“ hug-
myndum frá Bandaríkjunum, slitum
við öll bönd. Þóttumst geta jafn vel
og betur án nokkurs bakgrunns og
metnaðarfullra rannsókna. Fljót-
lega hljóta að koma fram brestir í
ytra sem innra byrði þjóðfélags-
byggingarinnar er þannig er farið að
hlutunum, og hvað ytra byrði snertir
höfum við þá hvarvetna fyrir augun-
um í bókstaflegum skilningi.
Sprunguskemmdir í húsveggjum
fæddust þannig næstum samhliða
lýðveldinu og urðu er tímar liðu að
viðamiklu sjálfskaparvíti til kostnað-
arsamrar úrlausnar. Vandamálið
mesta var þó hið hégómlega um-
stang og eftirsókn eftir sýndarveru-
leik og hverfulum jarðneskum gæð-
um sem vaknaði í mannfólkinu við
nýfengið frelsi. Gerði að verkum, að
þjóðarauði fengnum fyrir kröm mil-
ljóna úti í heimi var sóað út í veður
ogvind á fáum árum.
í stað þess að varðveita hið dýr-
mætasta úr fortíðinni var kappkost-
að að valta yfir það til sjávar og
sveita, meðal annars eru nær allar
menjar hernámsins sem færði okkur
þjóðarauðinn og framfarirnar horfn-
ar. í stað þess að meta gildi hugvits
með langtímamarkmið að leiðarijósi
var græðgi og skyndigróði látinn
ráða för. Og í stað þess að hefja
sjónmenntir á stall við hlið bók-
mennta, er fært hefði mikinn auð í
sameiginlegt bú er fram liðu stund-
ir, trúlega ekki minni en eitt eða
fleiri álver, urðu þær olnbogabarn
þjóðarinnar, ýtt til hliðar. Skólakerf-
ið býður hér ekki upp á lágmarks-
fræðslu og landsmenn eiga þess
engan kost að líta skilvirkt og hlut-
lægt yfirlit innlendra sjónmennta á
einum stað líkt og gerist hvarvetna
annars staðar í nágrannalöndunum.
Þá forvitnum hugnast að víkka
sjónhringinn með lestri menningai--
tímarita og blaða uppgötva þeir að
innlendir eru ekki lengur hafðir að
féþúfu af dönskum kaupmönnum, ís-
lenzka ríkið hefur nú gengið fram
fyrir skjöldu, allt í senn um okur,
skattlagningu og nánasarsemi.
Kynning sjónmennta á skjáunum
harmasaga til skamms tíma og í
engu hlutfalli við það sem gerist er-
lendis, hin menningarlega lögsaga
óvarin og galopin. Og er listháskóli
er loks stofnaður, eru inntökuskil-
yrðin slík að menn eins og Bertel
Thorvaldsen, Ásgrímur, Kjarval,
Erró og margir fleiri væru þar ekki
gjaldgengir! Innflutningur erlendra
kennara slíkur að ætla mætti að um
illkynjaðan og andlegan dreyrasjúk-
dóm sé að ræða innan stofnunarinn-
ar.
Brennur ekki helst á að breyta
hér um hugsunarhátt, hefja íslenzkt
hugvit, listir, metnað og mannauð til
vegs?
Sýning
ungra mynd-
listarnema
I menningarmiðstöðinni
Gerðubergi verður opnuð sýn-
ing á verkum 6-12 ára nemenda
Myndlistaskólans í Reykjavík á
morgun, laugardag.
Skólinn hefur á yfirstand-
andi vorönn boðið upp á mynd-
listakennslu íyrir 6-12 ára böm
í samstarfi við Menningarmið-
stöðina Gerðuberg og Iþrótta-
ogtómstundaráð.
I námskeiðunum er unnið að
margvíslegum viðangsefnum í
þrívídd og tvívídd. Börnin
vinna að verkefnum sem tengj-
ast náttúru og menningu þar
sem þau í upphafi verks ranns-
aka og skoða frá sem flestum
hliðum þau fyrirbæri sem fjall-
að er um hverju sinni. í öllu
ferlinu er lögð áhersla á að leik-
og sköpunargleði barnanna fái
notið sín sem best og að þessu
sinni hafa börnin m.a. fengist
við verkefnin fuglar, grímur,
þrívíð form úr þæfðri ull o.fl.
Leiðbeinendur á vormisseri
eru Brynhildur Þorgeirsdóttir
og Ina Salome Hallgrímsdóttir.
Myndir á
pappír í Man
RÚNA Gísladóttir, listmálari,
opnar myndlistarsýningu í
Listasal Man, Skólavörðustíg
14, á morgun, laugardag, kl. 15.
A sýningunni eru myndir
unnar á pappír með blandaðri
tækni. Myndefnið er að nokkru
leyti skírskotun í landform í
ljóðrænum anda, segir í frétta-
tilkynningu.
Rúna stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands 1978-82 og einnig í Nor-
egi. Hún hefur haldið nokkrar
einkasýningar og sýndi síðast í
Listasafni Kópvogs, 1999, auk
þess sem hún hefur tekið þátt í
mörgum samsýningum. Rúna
hlaut nýlega norska viðurkenn-
ingu og Ryvarden 2000 styrk-
inn, en honum fylgir boð um að
sýna myndverk í Noregi.
Rúna starfar á vinnustofu
sinni að Suðurgötu 2 á Seltjarn-
arnesi og rekur jafnframt
Myndlistaskólann Mynd-mál.
Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 14. maí og er opin alla
daga kl. 10-18, mánudaginn 1.
maí kl. 14-18. Aðgangur er
ókeypis.
Tréskurður
í Háteigs-
kirkju
HIN árlega vorsýning Félags
áhugamanna um tréskurð verð-
ur í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju á morgun, laugardag og
sunnudaginn 30. apríl kl. 13-17,
báða dagana.
Yfii'skrift sýningarinnar að
þessu sinni er landnám/kristni.
Heiðursgestur sýningarinnar
er Helgi Angantýsson, mynd-
skurðarmeistari.
Dönsk
listakona
á Skóla-
vörðustíg
DANSKA listakonan Sidsel
Stubbe Schou opnar sýningu í
Galleríi nema hvað, Skólavörðu-
stíg 22c, í dag, föstudag kl. 17.
Galleríið er opið frá kl. 14-18.
Sýningin stendur til 2. maí.