Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MERKILEGUR VIÐBURÐUR VÍKINGASÝNING Smithsoniansafnsins í Washington í Bandaríkjunum er merkilegur sögulegur viðburður. Þó að það verði vissulega að hafa fyrirvara á öllum fullyrð- ingum um hver hafi verið fyrstur Evrópumanna að sigla vestur um haf og þó að hugtakið landafundir hafi sérkenni- legan hljóm í eyrum frumbyggja Ameríku, sem eru heldur ekki að öllu leyti sáttir við afleiðingar þeirra, þá voru Vín- landsferðir íslenskra manna mikil afrek, afrek sem jafna má við merkustu landnám sem gerð hafa verið í tækni og vísindum nútímans. Hillary Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, dregur upp þessa skemmtilegu hliðstæðu í formála að mikilli bók sem gefín er út í tilefni af víkinga- sýningunni er hún líkir langskipum hinna norrænu víkinga við veraldarvefinn. I formála sínum segir frú Clinton enn- fremur að gildi frumkvöðulsins og rannsakandans sem saga víkinganna boðar eigi vel við nú á árþúsundamótum þegar við horfum fram veginn. Gildi sýningarinnar fyrir Islendinga felst hins vegar ekki síst í því að hún mun tvímælalaust gera vitneskjuna um afrek íslenskra sjófarenda til forna almennari. Miðað við þá miklu upplýsingu sem átt hefur sér stað um Amer- íkuferðir Kólumbusar hafa sögur um Vínlandsferðir Is- lendinga vart náð máli á alþjóðlegum vettvangi. Með þess- ari sýningu má vænta að þar verði nokkur breyting á. Jafnframt hefur sýningin gildi fyrir rannsóknir á þessu sviði. Þar er ekki aðeins dregin saman sú þekking sem al- þjóðlegur hópur fræðimanna hefur aflað um ferðir víkinga til forna heldur mun sýningin væntanlega einnig vekja meiri áhuga á þessum rannsóknum og mikilvægi þeirra fyrir sögu Evrópu og Ameríku, ekki aðeins sögu landa- funda sem slíkra heldur og hugmyndasögu, samfélagssögu og fleira. Og okkur Islendinga skiptir kannski ekki minnstu máli að með sýningunni og allri þeirri kynningu sem henni fylgir, til dæmis í bandarísku menntakerfi, hljóta Islendingasögurnar aukna athygli, sá arfur sem sýnir að íslendingar bjuggu ekki aðeins yfir áræði og þekkingu sem skilaði þeim þvert yfir úfíð Atlantshafíð heldur skrifuðu einnig heimsbókmenntir. Það má til sanns vegar færa að íslendingar hafa verið óþarflega hógværir í kynningu á þessum afrekum sínum. Sú hógværð er ef til vill til merkis um skilnings- og skeyt- ingarleysi um menningararfleifðina eins og Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra, benti á í grein í Morgunblaðinu í gær. Nú eins og að fornu kemur upphefðin utan frá. Við ættum að nýta okkur þann meðbyr eins og hetjur sagn- anna kunnu manna best. KRISTINNIMETRO- POLITAN-ÓPERUNNI KRISTINN Sigmundsson þreytti frumraun sína í því heimsfræga óperuhúsi, Metropolitan í New York, sl. þriðjudagskvöld. Þá söng hann hlutverk Hundings í Valkyrj- um Wagners undir stjóm James Levines. Margir þekktir söngvarar tóku þátt í flutningi óperunnar með Kristni, en þekktastur þeirra er vafalaust Placido Domingo. Óperugestir tóku vel á móti Kristni og féll áheyrendum augljóslega vel í geð söngur og framkoma þessa frábæra söngvara að mati Islendinga, sem viðstaddir voru sýninguna. Full ástæða er til að óska Kristni til hamingju með frama hans á söngbrautinni. Hann hefur nú sungið í öllum helztu óperu- húsum heims, auk Metropolitan, La Scala, Covent Garden, Berlínaróperunni og Bastilluóperunni í París. Aðeins Vínar- óperan er eftir, en Kristinn vonar að þar syngi hann og síðar. Hann syngur aftur í Metropolitan-ópemnni nk. þriðjudag, en vegna anna varð hann að hafna þátttöku í fímm sýningum þar fyrr í vetur. Hann býst við því að verða boðið að synga aft- ur í þessu fræga óperuhúsi í framtíðinni. Tveir Islendingar hafa sungið þar á undan honum, María Markan og Kristján Jóhannsson. Frami Kristins Sigmundssonar er orðinn einstaklega glæsi- legur. Hann hefur unnið marga og mikla sigra á listabrautinni með sinni fögru og djúpu rödd og þeirri hófsemd og látleysi, sem einkennir alla framkomu hans. Kristinn Sigmundsson hefur uppskorið virðingu þjóðarinnar allrar fyrir einstakan árangur á alþjóða vettvangi og hvemig þeim árangri hefur verið náð. Sú hógværð sem einkennir afstöðu hans til þessa árangurs og listarinnar sjálfrar er aðalsmerki mikils lista- manns. Víkingasýning í tilefni þúsund ára afmælis landai V, f\ VV'Jíf '5 » U Meðal gesta við opnun víkingasýningarinnar í Smithsonian-safninu voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, íslands í Washington, og eiginkona hans, Bryndís Schram. Washington. Morgunblaðið. Áætlað er manna mi Víkingar: Saga Norður-Atlantshafsins, sýning í tilefni þúsund ára afmælis landa- funda norrænna manna í Ameríku var opnuð í Smithsonian-safninu í Washington í gær. Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður og Ásdís Asgeirsdóttir ljósmyndari voru viðstödd opnun sýningarinnar og greina frá henni í máli og myndum. VIKINGASYNINGIN er til húsa í The National Mu- seum of Natural History, einu af ellefu sýningarhús- um Smithsonian-stofnunarinnar í höf- uðborg Bandaríkjanna. Hún verður opnuð almenningi á morgun, laugar- dag, og stendur fram á haust er hún mun flytjast til annarra borga í Banda- ríkjunum og Kanada. Áætlað er að um 15-20 milljónir manna muni skoða hana áður en yfír lýkur, en sýningunni lýkur um haust árið 2002 í Ottawa í Kanada. Formleg opnunarathöfn hófst í Washington í morgunsárið í gær er þeir Lawrence Small, forstjóri Smit- hsonian-stofnunarinnar, og Robert Fri, stjórnandi NMNH, tóku á móti fúlltrúum Norðurlanda við komuna til safnsins, forseta íslands, Ólafí Ragnari Grímssyni, og Dorrit Moussaieff, Har- aldi konungi Noregs og Sonju drottn- ingu, Tarja Halonen Finnlandsforseta og manni hennar, Pentti Arajarvi, Jóakim Danaprinsi og Viktoríu, krónprinsessu Svía. Aðrir í sendinefnd Islands við opn- unina voru Björn Bjamason mennta- málaráðherra og eiginkona hans Rut Ingólfsdóttir, Jón Baldvin Hannibals- son, sendiherra íslands í Washington, og Bryndís Schram, eiginkona hans, Sigríður Anna Þórðardóttir, forseti Norðurlandaráðs, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og eiginmaður hennar Hjörleifur Sveinbjömsson. Auk þeirra vora viðstödd opnunina Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni ís- lands og Gísli Sigurðsson prófessor frá stofnun Ama Magnússonar auk Hann- esar Heimissonar, Sveins Bjömssonar og Maríu Gylfadóttur úr utanríkisþjón- ustunni, Örnólfs Thorssonar, ráðgjafa forsetans, og Guðnýjar Helgadóttur úr menntamálaráðuneytinu. Meðal annarra gesta frá Norður- löndum má nefna Thorbjom Jagland, utanríkisráðherra Noregs, Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finn- lands, Suvi Linden, menningarmálar- áðherra Svíþjóðar, Monu Sahlin, ráð- herra iðnaðar- og atvinnumála í Svíþjóð, og Elsebeth Gemer Nielsen, menningarmálaráðherra Danmerkur og formann norrænu ráðherranefndar- innar. Hlutur íslands veglegur Smithsonian-stofnunin í Bandaríkj- unum hefur unnið að undirbúningi vík- ingasýningarinnar um nokkurra ára skeið í samstarfi við norrasnu ráð- herranefndina og helstu þjóðminjasöfn á Norðurlöndum og á Bretlandi. Hlut- ur íslands er veglegur á sýningunni og hafa Þjóðminjasafn íslands og Stofnun Áma Magnússonar lánað nokkrar af menningargersemum íslendinga til sýningarinnar, t.d. næluna frá Trölla- skógi, eina af fjölunum frá Flatatungu, sverðið sem fannst á Hrafnkelsdal, tvö blöð úr Eiríkssögu rauða, fjögur blöð úr Egilssögu Skallagrímssonar og handrit Jónsbókar. Þá er og til sýnis eftirlíking af Flateyjarbók. Kostnaður við sýninguna er alls um þijár milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur um 230 miHjónum íslenskra króna. Sýningarsvæðið er gríðarstórt og alls era til sýnis um 300 munir frá víkingatímanum; skartgripir, vopn, handrit, haugfé (frá um 800 til 1400), kirkjumunir, handrit og margt fleira. Fimmtán sérfræðingar frá mörgum löndum komu að uppsetningu sýning- arinnar undir stjóm Williams Fi- tzhugh og Elisabeth Ward. Sú síðar- nefnda er af íslensku ættemi - móðir hennar er íslensk. í veglegri sýningarskrá, eða bók öllu heldur, eru greinar eftir fjölmarga fræðimenn, þar á meðal íslenska, og forsíðuna prýðir mynd af víkingaskip- inu Islendingi. í tengslum við opnun sýningarinnar verður haldið málþing um víkinga. Sonja Noregsdrottning mun flytja ávarp við setningu þess, í bítið í dag, föstudag, ásamt Birni Bjamasyni menntamálaráðherra og Elsebeth Geme Nielsen, menningar- málaráðherra Danmerkur. Meðal fyr- irlesara á málþinginu er dr. Gísli Sig- urðsson, sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar, en hann fjallar um Vínl- andssögu. Þá mun fyrstu sýningar- helgina verða boðið upp á brúðuleik- húsverkið Leifur heppni og landafundimir, en leikhúsið Tíu fingur setur það upp í leikstjóm Þórhalls Sig- urðssonar og leikari er Helga Amalds. Ein umfangsmesta sýning í sögu Smithsonian Þegar þjóðhöfðingjamir höfðu geng- ið um sýningarsalina í gærmorgun stilltu þeir sér upp á sviði fyrir hina formlegu opnunarathöfn. Fulltrúar Smithsonian-stofnunar- innar tóku fyrstir til máls. í máli þeirra kom fram að Víkingasýningin væri ein sú umfangsmesta sem stofnunin hefði ráðist í á seinni áram. Miklar vonir væra bundnar við hana, enda væri hún söguleg íyrir margra hluta sakir. Hún væri afrakstur samvinnu margra landa, fjölmargra fræðimanna af ólíku þjóðemi og að líkindum myndu margar milljónir manna líta hana augum áður en yfir lyki. Til þessa hefði þekking Bandaríkjamanna á víkingatímanum ekki verið mjög yfirgripsmikil, en lík- legt væri að það breyttist mjög með sýningunni og vegna áhrifa hennar til lengri tíma litið. Haraldur V. Noregskonungur mælti fyrir munn þjóðhöfðingja Norðurlanda og hann hóf mál sitt á að óska aðstan- dendum sýningarinnar til hamingju um leið og hann þakkaði þeim fyrir framúrskarandi vinnu við undirbúning og skipulagningu hennar. „Fyrir vikið er sameiginieg aríleifð okkar nú aðgengileg á þessari sýningu. Um leið kemur enn betur í ljós hin sameiginleg saga Norðurlandanna. Þjóðimar eru ekki aðeins nágrannar, heldur eiga þær svo ótalmargt sameig- inlegt að öðram finnst á stundum erfitt að greina þar á milli. Um leið eiga þjóð- imar sameiginlega einlæga vináttu við Bandaríkin og bandarísku þjóðina," sagði Haraldur. Noregskonungur lagði í ræðu sinni áherslu á vísindalegt gildi sýningarinn- ar, hún sýndi glögglega að víkingar hefðu verið á ferð í vesturheimi fimm hundrað áram áður en Kólumbus sigldi þangað, og minntist tímamóta rannsóknar norsku hjónanna Helge og Anne Stine Ingstad árið 1960 sem leiddi til fundar L’Anse Aux Meadows,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.