Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 49 MINNINGAR tSigmar Jóhann- esson fæddist á Hofi, Skagahreppi, 20. mars 1936. Hann lést á heimili sínu, Sunnuvegi 2 á Skagaströnd, 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Björnsson bóndi og Dagný Guðmundsdóttir húsfreyja. Jóhannes lést árið 1977, en Dagný dvelur nú í hárri elli á Héraðs- hælinu á Blönduósi. Fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum í Skagahreppi. Fyrst í Örlygsstaða- seli, en lengst af á Kaldrana og Kálfshamri, síðar á Fjalli, Keldu- landi og að Spákonufelli. Þegar Spákonufell var lagt í eyði árið 1955 flutti fjölskyldan á Skaga- strönd. Bræður Sig- mars eru Páll Valdim- ar, búsettur á Skagaströnd, Krist- inn Vilberg, kvæntur Agnesi Sæmundsdótt- ur, þau búa í Grinda- vík, og Óskar Jens, sem er búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðbjörgu Péturs- dóttur. Eiginkona Sigmars var Sigurbjörg Ang- antýsdóttir húsfreyja, en hún lést árið 1997. Hún var dóttir Jó- hönnu Jónasdóttur, sem búsett er á Skagaströnd og Hilmars Angan- týs Jónssonar. Dætur Sigmars eru: 1) Jóhanna Bára Hallgríms- dóttir sem býr í Borgarnesi, gift Benjamín L. Fjeldsted. Börn þeirra eru Sigþrúður Dagný, Hall- björg Erla og Vilhjálmur Smári. 2) Dagný Marín Sigmarsdóttir sem býr á Skagaströnd, maki hennar er Adolf Hjörvar Berndsen. Börn þeirra eru Sverrir Brynjar, Sonja Hjördís og Sigurbjörg Birta. Á árum áður stundaði Sigmar sjóinn á ýmsum bátum. Hann var afar handlaginn og góður smiður og starfaði lengst af við smíðar bæði hjá Skipasmíðastöð Guð- mundar Lárussonar og síðustu 20 árin hjá Trésmiðju Helga Gunn- arssonar á Skagaströnd. Áhuga- mál Sigmars voru margvísleg. Hann var góður söngmaður og söng í áratugi með kirkjukór Hólaneskirkju auk þess sem hann söng með Samkórnum Björk hin síðari ár. Sigmar hafði gaman af lestri góðra bóka og var fjölfróð- ur, afar áhugasamur um lífið fyrr á öldum, einkum gamalt hand- verk. Hann var einnig mikill nátt- úruunnandi og náttúruskoðari og reri til fiskjar á sumrin sér til ánægju. Utför Sigmars verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd i dag og hefst athöfnin klukkan 14. SIGMAR JÓHANNESSON Það er varla að maður trúi því enn að Sigmar sé farinn frá okkur, nokkrum klukkustundum eftir að hann yfirgaf okkur glaður eftir góða máltíð. Við sitjum hljóð og skiljum ekki tilgang lífsins á slíkum stundum. Sigmar þekkti ég í um tuttugu ár. Þau kynni byggðust á virðingu og trausti. Sigmar var vandaður maður sem mat fjöl- skyldu sína mikils, dæturnar og barnabörnin skipuðu stóran sess í lífi hans að ekki sé minnst á hans ástkæru eiginkonu Sigurbjörgu Angantýsdóttir sem lést árið 1997 eftir erfið veikindi. Veikindi og frá- fall Simbu mörkuðu djúp spor í líf Sigmars og hans nánustu, þau hjónin voru mjög náin og samheld- in. í erfiðum veikindum Simbu sýndi Sigmar vel hvaða mann hann hafði að geyma, sú nærgætni og al- úð sem hann sýndi henni var ein- stök. Sigmar var maður sem bar ekki tilfinningar sínar á torg , samt fannst okkur að hann væri óðum að jafna sig eftir makamissinn. Sigmar starfaði lengi við smíðar, þar naut hann sín vel, vandvirkur, útsjónarsamur og ötull. Heimili mitt og dóttur hans Dagnýjar fékk oft að kynnast hæfileikum hans á þeim sviðum, alltaf var hann reiðu- búinn að aðstoða og taka til hend- inni og er minnisvarða um hand- bragð hans víða að sjá á heimili okkar. Mér er flest betur til lista lagt en smíðavinna. Því þótti mér vænt um það fyrir nokkrum árum er Sigmar var að leggja parket á heimili okkar að hann hafði þau orð um tengdasoninn, sem reyndi að aðstoða „að það mætti alveg nota hann“. Líklega er þetta mesta hrós sem ég hef fengið á því sviði. Sigmar var góður söngmaður, starfaði hann lengi með kirkju- kórnum á staðnum auk þess sem hann söng með Samkórnum Björk. Var Sigmar öflugur liðsmaður á þeim vettvangi. Seinni árin var söngstarfið hans aðaláhugamál. Sigmar var sannur vinur barna- barna sinna, hafði hann einstakt lag á að tala við þau og sýna þeim þá hlýju og öryggi sem skapaði gagnkvæma virðingu og ást. Barnabörnin hafa misst mikið því Sigmar var góður afi sem kenndi þeim margt. Dóttir mín Sonja Hjördís sagði við mig daginn eftir fráfall hans „Pabbi veistu það að afi Sigmar skammaði mig aldrei, afi talaði bara við okkur.“ Sverrir Brynjar sonur minn varð fyrir því að festa bifreið okkar í snjó s.l. vet- ur og það um miðja nótt, „björgun- in“ fólst í því að hringja í afa, sem brást að sjálfsögðu vel við og bjarg- aði drengnum úr vanda. Líklega hefur syninum þótt meiri líkur á aðfinnslum frá pabba en afa. Barnabörnin í Borgarnesi fengu oft óvæntar helgarheimsóknir frá afa, sem átti það til að birtast öllum að óvörum. Og litla Sigurbjörg Birta, sólargeislinn hans afa, segir við okkur þessa dagana að nú sé afi Sigmar hjá ömmu engli. Oldruð móðir Sigmars, Dagný Guðmundsdóttir, sér á eftir góðum sjmi sem sinnti henni vel, aðdáun- arvert var hversu oft hann heim- sótti hana þar sem hún dvelur á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Sigmar kveður okkur alltof fljótt, en við verðum að trúa því að ein- hver sé tilgangurinn. Það er trú mín að Simba og hann leiðist nú saman um ný lönd, eða bara sitji saman og lesi góða bók eins og þau gerðu svo oft meðan þau voru á meðal okkar. Þeir sem eftir lifa eiga góðar og fallegar minningar um góðan og gegnan mann. Guð blessi minningu þína og styrki okk- ur öll. Adolf H. Berndsen. Elsku afi, ég trúi því ekki ennþá að þú sért dáinn, það var svo margt sem ég átti eftir að tala um við þig og margt sem við áttum eftir að gera saman. En núna ertu hjá ömmu og þið eruð örugglega að gera eitthvað skemmtilegt saman. Afi, ég á svo margar minningar um þig, við fórum saman í veiðiferð, við skreyttum jólatréið þitt og ömmu á hverjum aðfangadagsmorgni. Þú komst alltaf og skaust upp flugeld- um með okkur á gamlárskvöld. Þú varst svo skemmtilegur. Þú verður alltaf í huga mér, ég mun aldrei gleyma þér. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Sonja Hjördís. í vinnuhópi Trésmiðju Helga Gunnarssonar var Sigmar Jóhann- esson virtur og vel kynntur. Okkur sem skipum þann hóp þykir þungt að hugsa til þess að þessi trausti og kjarnmikli félagi okkar sé horfinn á braut. Allir þekktum við að þar fór maður sem var enginn veifiskati. Sigmar var fastlyndur og þéttur fyrir í hverri brýnu. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir á flestum málum og stóð í öllu vel fyrir sínu. Það hafði snemma komið í ljós að þar sem hann gekk að verkum munaði um hendur hans og hugsun. Hann var ágætur smiður með glöggt auga fyrir öllu því sem gera þurfti. Hann hafði ríkan netnað fyrir eigin hönd og fyrirtækisins og var garpur til geðs og vilja. Ailir eigum við ófáar minningar um liðið samstarf og samskipti. Þar glamp- ar á marga perluna sem gott er að eiga í hugskotinu og ylja sér við. Sigmar var góður félagi og þótt hann væri að eðlisfari alvörugefinn maður, gat hann verið hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Þá skein kátínan úr augum hans og svip og hressilegur hlátur hans kitlaði hláturtaugar annarra. Það er því margs að minnast og söknuð- urinn er mikill því engum gat dott- ið í hug að dauðinn myndi höggva þetta skarð svo óvænt og fyrirvara- laust. Það minnir okkur á hvað skammt er milli lífs og heljar og þekking okkar smá á þeim rökum sem þar ráða. ^ Sigmar Jóhannesson var áhuga- maður um þjóðlegan fróðleik og var minnugur á margt sem gleymskan máði út hjá öðrum. Hann var söng- maður góður og hafði yndi af öllu söngstarfi og sá ekki eftir þeim tíma sem í það fór. Sigmar varð fyrir þeirri sorg að missa konu sína úr illvígum sjúkdómi haustið 1997. Þá reyndi mjög á hann og sýndi hann í þeim raunum þann styrk sem við vissum að hann bjó yfir. Eftir þann þrautatíma gekk hann að störfum sem áður og bar harm sinn í hljóði. Það var ekki hans háttur að flagga því hvernig honum leið. En við sem unnum með honum dag hvern vissum að hann glímdi. við söknuð og sorg. Slík barátta er erfið og þungbær. Það var þó sannfæring okkar að hann hefði náð að sigra í þeirri glímu og við fundum að hann leit fram til sumarsins með tilhlökkun og hugsaði sér margt að starfa, ferðast og njóta þess tíma þegar náttúran er öll í blóma, en það átti ekki fyrir honum að liggja. Þau rök hafa talað sem engum tjáir í mót að mæla. Sú niðurstaða er dapurleg en henni fær ekkert breytt. Við kveðjum Sigmar, félaga okií* ar, með hlýrri þökk fyrir samstarf- ið og biðjum honum velfarnaðar inn í hið óþekkta. Ástvinum hans öllum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd vinnufélaga. Helgi Gunnarsson. SVERRIR BJÖRNSSON + Sverrir fæddist að Narfastöðum í Viðvíkursveit í Skagafirði 14. jan- úar 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga á Sauðárkróki 23. apríl síðastliðinh. Foreldrar hans voru Björn Björnsson, f. 30.11. 1873, d. 17.07. 1952, bóndi á Narf- astöðum og síðar í Viðvík og kona hans Sigríður Pálsdóttir, f. 31.1. 1879, d. 30.7. 1964. Sverrir var fjórði í röðinni í hópi sjö systkina, sem öll eru látin. Sverrir kvæntist 11. nóvember 1936, eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Hjálmarsdóttur (Sissu), hún fæddist 9. júní 1918 á Helgustöðum í Fljótum í Skagafirði, foreldrar hennar voru Hjálmar Jónsson og Sigríður Eiríksdóttir. Þriggja vikna gömul fór Sissa í fóstur til hálfsystur sinnar Sig- urlínu Hjálmarsdóttur og eiginmanns hennar Jóns G. Jónssonar í Tungu í Stíflu í Skaga- firði, og ólst hún þar upp. Sverrir og Sissa hófu búskap í Viðvík í Skagafirði vorið 1937 í félagi við foreldra hans og einn bróður. Árið 1964 brugðu þau búi í Viðvík og fluttu til Sauðárkróks, þar sem þau hafa átt heima síðan, lengst af á Hólavegi 20. Börn Sverris og Sissu eru: 1) Björn, býr á Sauðár- króki, f. 1937, kvæntur Helgu Sig- urbjörnsdóttur f. 1943, þau eiga þrjá syni og sjö bamabörn. 2) Svavar, býr á Ákureyri, f. 1939, var kvæntur Rósu Ólafsdóttur, f. 1947, þau eiga tvær dætur og sex barnaböra, þau slitu samvistum. 3) Torfi, býr á Akureyri, f. 1941, kvæntur Herdísi Ólafsdóttur, f. 1944, þau eiga fimm börn og átta bamabörn. 4) Sigríður Sigurlína, býr í Svfþjóð, f. 1942, gift Maríusi Sigurbjörnssyni, f. 1942, þau eiga fjóra syni og sex barnabörn. 5) Erl- ingur Viðar, býr á Sauðárkróki, f. 1952, kvæntur Maríu Grétu Ólafs- dóttur f. 1956, þau eiga tvær dætur og hann á tvo syni fyrir hjónaband. 6) Hilmar, býr á Sauðárkróki, f. 1956, kvæntur Jenný Ragnarsdótt- ur, f. 1954, þau áttu fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Utför Sverris Björnssonar frá Viðvík verður gerð frá Sauðár- krókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. « Himinninn hefur gefið mönnunum þrjár náðargjafir: Hugsjónina, kærleikann og dauðann. (P. Rosegger.) Mig langar í nokkrum fátæklegum orðum að kveðja hann afa minn. Þeg- ar mér barst sú fregn að afi væri dá- inn hrönnuðust upp ýmsar minning- ar frá því við vorum saman, hvort sem það var verið að sprauta bílinn hans eða steypa planið á Hólavegin- um eða bara spjall í eldhúsinu yfir kaffibolla. Þú varst oft að bauka við smíða aska eða skera út meðan ég gæddi mér á lummunum eða kleinunum hennar ömmu.Umræður yfir kaffinu voru um heima og geima, dægurþras eða afi sagði gamansögur af ýmsum mönnum eða stöku atburðum sem hann upplifði eða hafði heyrt um. Þessar sögur sagði afi ekki hverjum sem var því það varð að grafa djúpt niður í hugarheim hans, en þegar sá gállinn var á honum var hann hrókur alls fagnaðar. Það var eitt af því sem ég lét helst aldrei ógert þegar ég kom norður á Krók, það var að heim- sækja afa og ömmu. Skipti þá ekki neinu hvort stoppað væri stutt eða lengi. Síðast þegar við hittumst var hann nýlega búinn að taka þá ákvörðun að hann og amma færu á ellideild sjúkrahússins því hann vildi ekki leggja það lengur á ömmu að hjúkra sér heima. Það lýsir hversu góðan hug afi bar til ömmu. Amma, ég veit að afa líður vel núna og að þú og allt starfsfólk sjúkrahússins gerðu allt sem ykkur bar til að afa liði sem allra best. Amma, megi góður guð vera með þér og þínum og veita allan þann styrk sem til er hægt að ætlast af honum. Kveðja, Sverrir Björn Björnsson. Elsku afi! Mér voru færðar þær fréttir áðan að þú værir dáinn. Þessar fréttir hef ég reynt að búa mig undir að fá núna seinustu daga, en samt er sorgin og söknuðurinn svo mikill. En ég veit að þér líður vel núna, miklu betur en áð- ur, því þegar sólin sest hér hjá okk- ur, rís hún upp fallegri og skærari einhvers staðar annars staðar. Ég man svo vel þegar ég var yngri og kom til ykkar ömmu niður á Hóla- veg, þá varstu alltaf að smíða eitt- hvað og skera út, aska eða öskjur og það eru falleg verk, sem þú skilur eftir þig og mátt vera stoltur af. Minningarnar sem ég á um þig eru margar og ómetanlegar. Eins og þegar þið amma komuð í mat til okk- ar upp í Raftahlíð á aðfangadag- skvöld, og við vorum að borða eftir- réttinn, sem var ís og rjómi. Ég var líklega ekki eldri en tíu ára og þá getur maður allt, eða finnst það alla vega. Ég tók rjómasprautuna og ætl- aði að fá mér rjómann sjálf, en í stað- inn fyrir að sprauta á skáhna mína, sprautaði ég rjómanum yfir ömmu, sem var svo fín á íslenska búningn- um sínum. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð þig hlæja jafn innilega. Þú varst alltaf svo duglegur og hafðir alltaf nóg að gera. Stóri garð- urinn niðri á Hólavegi var alltaf svo fallegur hjá ykkur ömmu, enda höfð- uð þið svo gaman af að halda honum við og fyrir vikið var hann einn af fal- legustu görðunum hér á Sauðái’- króki. Ég veit hvað þér þótti vænt um ljóðin eftir mig, sem ég gaf ykkur ömmu í jólagjöf og líka hvað þú varst ánægður þegar pabbi var búinn að lesa þau inn á disk fyrir ykkur, af því að þú gast ekki lengur lesið, þá var ég stolt og glöð. Nú ert þú kominn í friðinn, afi minn og mér líður vel að hafa náð að segja þér í síðustu viku, eins og svo oft áður, hvað mér þótti vænt um þig. Elsku amma, ég sendi þér mína dýpstu samúð. Hrafnhildur Viðarsdóttir. Elsku afi minn! Fólk fæðist og fólk deyr, í millitíð- inni á það misjafnlega langa og góða ævi. Þú varst það lánsamur að lifa bæði vel og lengi. Þú og amma eign- uðust 6 heilbrigð börn, sem hafa fært ykkur barnabörn og út af þeim barnabarnabörn. Þú skilur eftir þig hér á jörðu stóran hóp ástvina, sem munu sakna þín sárt. Allar góðu minningarnar, sem lifa í huga og hjarta okkar sem eftir stöndum, eru dýrmætar. Minningarnar sem eru mér efst í huga, eru þær fjölmörgu stundir, sem við áttum saman þegar þið amma bjugguð á Hólavegi 20. Ég var bara htil stelpa, sem hafði dálæti á^ afa sínum og vildi gera allt eins og hann. Þú sast alltaf í eldhúsinu og skarst út aska eða prjónastokka og svona til að ég væri nú eins, þá sat ég við hliðina á þér og tálgaði spýtu- kubba. Þess á milli lékst þú þér við mig úti í garði eða fórst með mig og ömmu niður á sanda, þar sem við tíndum strá og skeljar. Við gátum alltaf dundað okkur við eitthvað skemmtilegt og þær minningar mun ég varðveita, þar til kemur að því að við hittumst aftur. Ég efast ekki um það, afi minn, að leið þín til Himnaríkis var greið, því þú varst góður maður, með stórt hjarta. Nú hefur þú sameinast for- eldrum þínum og öllum þínum systk- inum aftur og ég samgleðst þér á slíkri stundu. Þakka þér íyrir stund- irnar sem við áttum saman hér, ég mun sakna þín. Elsku amma, nú er afi farinn. Ég votta þér alla mína dýpstu samúð. Þú veist það amma mín, að þú verður aldrei ein. Kveðja, Margrét Viðarsdóttir. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.