Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 s----------------------- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Guðrún Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 28. októ- ber 1928. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans 22. apríl 2000. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur J. Hoffmann Magnússon banka- ritari f. 14.11. 1894, d. 28.5. 1963 og Ás- dís Magnúsdóttir f. 8.12. 1906, d. 18.12. 1955. Foreldrar Pét- urs voru hjónin Magnús Ólafsson Ijósmyndari f. 10.5. 1862, d. 26.7. 1937 og Guðrún Jónsdóttir Thor- steinsson f. 19.9. 1862, d. 21.12. 1926. Foreldrar Ásdísar voru hjón- in Magnús Guðmundsson kenndur við Bergstaði í Reykjavík f. 20.1. 1875, d. 8.10. 1956 og Bjamdís Bjarnadóttir f. 12.9. 1888, d. 16.3. 1958. Bróðir Guðrúnar er Magnús Kæra Guðrún. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. -» þigumvefjiblessunogbænir, égbið að þú sofir rótt. Pó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuað hafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Pó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem liflr oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Hólmfríður Lillý. Karl Pétursson f. 7.8. 1935, maki Ingibjörg Pétursdóttir f. 19.8. 1937. Eftirlifandi eigin- maður Guðrúnar er Guðmundur Rafn Guðmundsson mál- arameistari f. 19.9 1929. Foreldrar hans vora hjónin Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Húnakoti í Þykkvabæ f. 16.1. 1885, d. 7.2. 1981 og Guðmundur Kristjánsson sjómað- ur og verkamaður í Reykjavík frá Borgartúni í Þykkvabæ f. 23.6. 1882, d. 23.7. 1950. Guðrún og Guðmundur gengu í hjónaband 15.10. 1959 . Böra Þeirra eru 1) Ásdís kennari f. 9.1. 1960, maki Jón Bjaraarson verkstjóri f. 6.7. 1951. Bara þeirra er Björn f. 23.8. 1996. 2) Pétur húsasmíðameistari f. 24.1. 1962, Minningarnar sem hrannast upp við fráfall ástvinar eru margar, sum- ar sérstæðari en aðrar. Þær eru þó ekki nógu margar til að fylla upp í það skarð sem myndast hefur eftir að þú yfirgafst þennan heim. Minn- ingar um sundferðir, heimsóknir og jóladagskvöld. Allt eru þetta minn- ingar sem eiga eftir að lifa vel og lengi. Við mig varst þú undantekn- ingalaust sérstaklega góð og hjálp- söm. Þegar mamma var uppi á spít- ala að eiga Pétur Frey dvaldi ég hjá ykkur í eina viku. Þá var ég að verða sex ára. Á þeirri viku kenndir þú mér að lesa og það er eitthvað sem ég á eftir að búa að allt mitt líf. Og sund- ferðimar, já, þú kenndir mér einnig að synda, þú syntir á hverjum degi, og ég hef ætíð þótt nokkuð góður í þeirri grein. Ég man enn eftir því þegar við fórum í Laugardalslaug- ina, svömluðum um, syntum og fór- um svo í heita pottinn. Þessi litlu brot munu lifa í minningunni. Ef mig maki Hólmfríður Lillý Ómarsdótt- ir húsmóðir f. 11.5. 1962. Börn þeirra eru a) Ómar Sigurvin f. 21.12.1984 b) Pétur Freyr f. 28.10. 1990 c) Guðrún f. 5.2.1995. 3) Guð- mundur Kristján málarameistari f. 20.5. 1966, maki Svanlaug Sigurð- ardóttir leikskólakennari f. 23.4. 1968. Barn þeirra er Guðmundur Rafn f. 24.3.1994. Að loknu barnaskólanámi fór Guðrún f Ingimarsskólann og það- an í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1948. Siðar á ævinni lauk hún tækniteiknaranámi við Iðnskólann í Reykjavík. Að loknu stúdents- prófi vann hún um langt árabil á skrifstofu ríkisféhirðis, lengst af sem gjaldkeri og var um tima sett- ur ríkisféhirðir. Eftir að hún og Guðmundur gengu í hjónaband helgaði hún sig húsmóðurstörfum og uppeldi barna sinna, en þegar þau voru uppkomin vann hún um skeið fyrst hjá gatnamálastjóran- um í Reykjavík og síðar hjá Lyfja- nefnd ríkisins. Utför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 28. apríl og hefst klukkan 15. vantaði einhverja hjálp við að orða eitthvað í ritgerðum varst það alltaf þú sem fyrst komst upp í huga minn. Og hjálpin var vel þegin enda kennd- ir þú mér svo ótal margt í íslensku. Greind kona varstu og vel máli farin, samtölin við þig voru fjörug, löng og fræðandi. Ef eitthvað vakti áhuga þinn, þá leitaðir þú alltaf að nánari útskýringum. Jóladagskvöldin eru líka eitthvað sem fjölskyldan öll mun minnast en þá söfnuðust börnin þín og bamabömin saman, við borðuð- um góðan mat og spjölluðum. Ég man að þú naust þess að fá fjölskyld- una í heimsókn á þessum degi. Ég hef lengi stefnt á læknanámið og þú hafðir mikinn áhuga á því sem og allri menntun og þegar ég heimsótti þig á Landspítalann spurðir þú mig strax er þú sást mig hvort ég ætlaði í „læknaskólann“. Eftir baráttu þína við þann illvíga sjúkdóm sem krabbamein er, varðst þú að láta í minni pokann. Skelfilegt þótti mér að þurfa að horfa upp á sjúkdóm þinn ágerast en það ýtti bara undir vilja minn til að verða læknir. Þegar að ég lít yfir farinn veg vildi ég að heimsóknirnar hefðu verið fleiri, samtölin lengri og sundferðirnar fleiri. En þannig á ekki að hugsa. Betra er að þakka íyrir að hafa getað varið þessum tíma með þér og talað við þig. Á okkar síðasta fundi kvaddi ég þig með orðunum „Ég ætla að kveðja núna“ en þá vissi ég ekki að þú yrðir dáin morguninn eftir. Samt er ég feginn að ég náði að kveðja þig almennilega því að þú vildir að allt væri almennilegt. Hvíl þig nú móðir. Hvíl þig, þú varst þreytt þinni ró ei raskar framar neitt, á þína gröf um ókomin ár. Otal munu falla þakkar tár. Blessuð sé minning þín. Ómar Sigurvin. Elsku amma okkar. Okkur langar að kveðja þig með bænunum sem þú kenndir okkur og fórst alltaf með fyrir okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesús, mæti. (höf. ókunnur) Hvíl í friði, elsku amma. Við sökn- um þín. Pétur Freyr og Guðrún (Rún). Nú, þegar okkar kæra æskuvin- kona, Guðrún Pétursdóttir, eða Lillý, eins og hún var kölluð, hefur kvatt okkur langt um aldur fram, að okkur finnst, rifjast upp minningar frá æskuárunum á Skólavörðustígn- um. Allar eru þær á ljúfum nótum, saklausar og góðar. Á þessum árum lékum við okkur mest utan dyra, enda húsnæði ekki eins rúmt og í dag. Þegar morgunmat var lokið flýttum við okkur út til að byrja leiki dagsins. Bílaumferðin var ekki mikil og því gátum við eins leikið okkur á götunni og í húsagörðum. Þegar svo ein okkar flutti af „Skóló“ hjóluðu hinai' tvær til hennar til þess að halda samverunni áfram. Já, þær eru margar og dýrmætar minning- arnar, sem við eigum frá þessu ald- ursskeiði. Síðan fór lífið að taka aðra stefnu, leiðir skildu, en við héldum sambandi okkar áfram. Hver okkar eignaðist nýja vini og skólafélaga og þar kom að allar stofnuðum við heimili og eignuðumst börn.. Lillý giftist Guðmundi Rafni, mál- arameistara, frábærum manni, sem bar hana á höndum sér alla lífsleið- ina og saman sýndu þau mikinn styrk í erfiðum veikindum hennar. Þau virtu og dáðu hvort annað og bar heimili þeirra vott um reglusemi og samheldni í hvívetna. Þar leið öllum vel, börnunum þeirra þremur, tengdabörnum og barnabörnum. Lillý var greind og glæsileg kona, fáguð í framkomu, skemmtileg, heil- steypt, traust og góður vinur. Við söknum vinkonu okkar, þökkum henni vináttu og tryggð og biðjum henni blessunar á nýrri vegferð. Ást- vinum hennar öllum vottum við og fjölskyldur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa þá alla í sorg þeirra. Guðný (Ninný) og Sigríður (Liila). Sagt hefur verið sagt að þá fyrst megi manninn reyna þegar hann stendur frammi fyrir örlögum sín- um. Það fannst mér koma vel fram hjá systur minni, Guðrúnu, sem með- al fjölskyldu og vina var ætíð kölluð Lillý, er hún háði sína lokabaráttu við langvarandi illvígan sjúkdóm á sinn hógværa og hljóða máta í Dym- bilviku. Hún hafði greinst með ill- kynja sjúkdóm fyrir u.þ.b. 5 árum sem tók sig upp á nýjan leik fyrir tæpu ári síðan. Svo mikið var henni í mun að halda reisn sinni og að fólk umgengist hana ekki sem sjúkling, að hún fékkst ekki til að segja öðrum en nánustu fjölskyldu frá veikindum sínum og kom það því mörgum á óvart hversu komið var þegar að leiðarlokum dró. Lillý var fædd og uppalin í gömlu Reykjavík, nánar tiltekið á Skóla- vörðustíg 16A. Þar bjuggu í sama húsi og næsta nágrenni þrír ættliðir í báðar áttir. I móðurætt okkar voru bændur en langafi okkar og lang- GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR + Sigurður Ámundason fæddist í Reylqavík 17. janúar 1937. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 21. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Nanna Helga Ágústsdóttir, f. 2.6. 1912, og Ám- undi Sigurðsson, for- stjóri, f. 29.6. 1905, d. 8.8. 1976. Systkini hans voru Margrét, f. 30.9. 1933, gift Guð- mundi Gunnari Ein- arssyni, málarameistara; Jón Orn, f. 20.3. 1944, kvæntur Ernu Hrólfsdóttur, flugfreyju. Sigurður kvæntist 20.7. 1957 Rannveigu Bjarnadóttur, f. 9.6. 1936. Þau slitu samvistir. Þeirra börn eru: 1) Ámundi, f. 5.9. 1959, hans kona er Þóra B. Þórisdóttir, f. 17.4. 1957. Synir þeirra eru Al- exander, Sigurður Þórir og Óskar Þór. Áður átti Ámundi dótturina Kæri bróðir. Það er alltaf erfitt að kveðja þó nokkuð lengi hafi verið ljóst að hverju stefndi. Minningabrot skjóta upp kollin- um frá bemsku okkar, og þrátt fyrir ífð þú værir 7 árum eldri gafstu þér oft tíma til að leika við litla bróður. Ég man eftir veiðiferðunum vestur í Dali með foreldrum okkar og hvað við gátum hlegið að öllu og öllum. Ég man eftir þegar þú varst að keppa með Val í yngri flokkunum og ég stóð á línunni og dáðist að þér, mér fannst þú vera langbestur og Ifettastur. Ég man eftir þegar þú Diljá með Hildi Helgadóttur. 2) Bjarni, f. 18.6. 1961. Hann á tvo syni með Ingibjörgu Hjartar- dóttur, Stefán Þór og Ingólf Kolbein. 3) Ingi Eldjárn, f. 26.12.1962, kvæntur Sunnevu Simonsen, f. 27.8. 1971. 4) Nanna Helga, f. 30.10. 1967, búsett í Bandarfkjunum. Sigurður lærði byggingatæknifræði í Katrinaholms Teckniske skole í Svíþjóð á árun- um 1967-70. Hann vann á Teikn- istofu Gísla Halldórssonar til fjölda ára. Seinna stofnaði hann fyrirtækið Verktakatækni í sam- bandi við viðgerðir á húsum. Sig- urður bjó með Ásdísi Ásgrims- dóttur, f. 1935, d. 1991, frá 1985. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. teiknaðir fyrir mig myndir, þú varst alltaf svo fær að teikna. Svo varstu allt í einu orðinn full- orðinn og farinn að skjóta þér í stelpu. Ég man eftir brúðkaupsdeg- inum ykkar Ransý og hvað mér fannst þið fallegt par. Og svo fórstu út í heim að læra og komst aftur út- skrifaður byggingatæknifræðingur með konu og börn, fékkst góða vinnu og lífið virtist brosa við ykkur. En þá tóku örlögin í taumana og óregla komst á líf þitt. Það var sárt að sjá hvernig hlutirnir vildu ekki ganga upp hjá þér og hjónabandið leysast upp. Seinna kom svo Ásdís inn í líf þitt og þá var allt bjartara kringum þig og mér fannst þú vera kominn á beinu brautina aftur. Enn tóku örlögin í taumana. Ykkur Ás- dísi var ekki ætlað að eiga langan tíma saman. Veikindi hennar og andlát voru þér þung raun og mér fannst eins og þú hefðir misst þráð- inn í lífi þínu eftir það, baráttuþrek- ið horfið. En ég veit líka að þú áttir góða vini síðustu árin, vini sem þótti vænt um þig og ég veit að sakna þín. Ég átti því láni að fagna að vinna með þér síðustu mánuðina áður en þú veiktist. Mér fannst gott að vera í návist þinni, alltaf stutt í glaðværð- ina og hnyttin tilsvör og þú gerðir oft góðlátlegt grín að sjálfum þér. Þegar þú sagðir mér að veikindi þín væru banvæn og stutt væri eftir dáðist ég að æðruleysi þínu. Þú tal- aðir svo hispurslaust um dauðann og að þú værir alveg sáttur við að fara. Það var aldrei vafi í þínum huga að lífið héldi áfram á öðru til- verustigi. Kæri bróðir. Ég vona að algóður guð haldi verndarhendi yfir þér og færi þér þá hamingju, sem mér finnst að þú eigir skilið. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Jón Örn Ámundason. Jæja Siggi minn, nú ert þú farinn frá okkur og til hennar Ásdísar þinnar og mikið held ég að hún hafi tekið vel á móti þér. Siggi minn, mikið held ég að við rjómaklúbburinn eigum eftir að sakna þín. Það var svo gott að hafa þig með í öllum þeim ótal ferðum sem við fórum síðastliðin tíu til tólf ár bæði um páska og verslunar- mannahelgina og margar aðrar stundir. Við vorum níu til að byrja með og svo lést Ásdís okkar en sem betur fer hélst þú áfram að koma með og mikið hefur nú alltaf verið gaman hjá okkur. Og ekki má nú gleyma öllum þeim kvöldum sem við Dísa gátum fengið þig til að spila nokkrar rispur og ég veit að þú gerðir það oft bara fyrir okkur að þvælast í þetta ómerkilega spil en ég held að þetta hafi nú gefið okkur margar gleðistundir. Siggi minn, það var svo gott að eiga þig fyrir vin, þú varst svo heið- arlegur og góður drengur og aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mann. Svo þegar Dísa og Hansi keyptu sumarbústaðinn uppá Mýr- um hættum við í bændagistingunum og fórum þangað og þar var nú þröng á þingi, áður en hann var stækkaður og urðum við nú bara að láta okkur nægja eldhúsið til að sofa í, ég á litlum bekk og þú á dýnunni á gólfinu og áttum við nú margar góð- ar stundir þar sem við röbbuðum saman áður en við fórum að sofa. Mikið er gott að eiga svona góðar, minningar um blíðan og góðan vin. Þótt þú værir mikið veikur varst þú ákveðinn í að koma með okkur núna og hafa það kveðjupartý eins og þú sagðir en þú gast ekki komið með okkur en ætlaðir að koma dag- inn eftir á skírdag en það náðist nú ekki, vinur, því þú fórst í lengra ferðalag eftir miðnætti sama dag, en þú varst með okkur í anda, Siggi minn, og nú er bara að muna eftir öllum gleðilegu samverustundunum okkar og þakka Guði fyrir þær. Svo bið ég Guð að blessa fjölskyldu þína og gefa henni styrk í sorginni. Jæja Siggi minn, nú kveð ég þig í bili með vissu um að við hittumst seinna, bið að heilsa vinur. Ljúfi Jesú leiddu mig lof mér ganga þér við hlið hönd mín þráir handtak þitt bænheyr mig ó herra minn, bænheyr mig. (O.Á.) Edda Larsen. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. SIGURÐUR ÁMUNDASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.