Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 5£ Nýju fotin keisarans INNAN tíðar verð- ur stofnaður flokkur upp úr því bandalagi A-flokka, Kvennalista, Þjóðvaka og einhverra óskilgreindra óháðra, sem buðu fram undir nafni Samfylkingar í síðustu kosningum. Fylkingin sú hefur átt afskaplega bágt allt undanfarið ár eftir að ljóst var að nýju klæðin hins sameigin- lega framboðs voru engu merkari en nýju fötin keisarans í sögu H.C. Andersens. Nú setja menn traust sitt á að formleg flokksstofnun með lúðraþyt og söng hressi upp á ím- yndina. Kannski verður þeim að ósk sinni. Brauð og leikar hafa alltaf gefist vel, en aldrei þó til langframa. um framhaldið? Væri ekki ómaksins vert að gera svolitla úttekt á stefnumálunum, greina hvaðan þau eru komin og hvað þar er nýtt að finna, ef það er eitthvað? Og væri ekki ómaksins vert að spyrja svolítið út í að- ferðir við stofnun hins nýjaflokks? Hreppaflutningar að vori? Aðferðafræðin virð- ist svo gjörsamlega á reiki að fáir vita hvern- ig standa á að verki og raunar virðist eiga að fara ýmsar leiðir til að tryggja sæmilega stærð flokksins. A.m.k. fer tvennum sög- Stjórnmál Kristín Halldórsdóttir Nýr Alþýðuflokkur Enn er flokkurinn kenndur við Samfylkingu, en öðru hverju skýtur þó upp kollinum umræða um nýtt heiti og þá helst Jafnaðarflokkur eða Jafnaðarmannaflokkur. Eðlilegast virðist þó að taka ein- faldlega aftur upp nafnið Alþýðu- flokkur, því það er nákvæmlega það sem hinn „nýi“ flokkur er. Hann er gamall grautur í nýrri skál. Þeir sem sjá eitthvað annað láta gamla draumsýn villa um fyrir sér. Tveir kratar fara nú um landið og halda fundi og segjast vera í sam- keppni um formennsku í nýja Al- þýðuflokknum. Fjölmiðlar hafa ekki getað sagt neinar bitastæðar fréttir af fundum þeirra. Þar kemur ekkert fram sem ekki hefur áður verið sagt þótt a.m.k. annar kratanna segist vera að fylla upp í eyðurnar í stefnu Samfylkingarinnar, sem gerðu hon- um svo erfitt fyrir í kosningabarátt- unni fyrir ári. Tíðindin ei-u helst þau að nú þorir hann að viðra fullum hálsi gömul baráttumál Alþýðu- flokksins fyrir aðild að Evrópusam- bandinu og sölu veiðileyfa í sjávar- útvegi. Hafa menn heyrt eitthvað annað fréttnæmt? Hvert er eigin- lega nýjabrumið? Gagnrýnislaus umfjöllun Athyglisvert er hvað fjölmiðlar eru að mestu áhugalitlir um það sem aðstandendur Samfylkingar segja merkustu pólitísku tíðindi um aldamót, sem er augljóslega afgreitt sem innihaldslaus kokhreysti. Þeir hafa talað heldur máttleysislega við formannsefnin og síðan varla sög- una meir, ef frá er talin gagnrýnis- laus umfjöllun Dags sem getur ekki leynt tilhlökkun sinni og von um betri daga hjá sínum eftirlætis flokki. Þetta áhugaleysi fjölmiðla jaðrar við brigð á upplýsingaskyldu. Væri ekki ómaksins vert að bera saman hvað sagt var í aðdraganda Sam- fylkingar og það sem nú er verið að gera? Væri ekki ómaksins vert að rifja upp fyrri svardaga leiðtoga í þeim flokkum og samtökum sem mynduðu Samfylkinguna þess efnis að hér yrði farið að öllu með gát, ekki væri ætlunin að leggja niður flokkana, heldur gera tilraun með sameiginlegt framboð og láta reynslu næstu fjögurra ára skera úr Athyglisvert er, segir Kristín Halldórsdóttir, hvað fjölmiðlar eru að mestu áhugalitlir um það sem aðstandendur Samfylkingar segja merkustu pólitísku tíð- indi um aldamót. um af gangi mála hjá konum sem enn eru skráðar í Kvennalistann, þar sem sumar eru sannfærðar um að þær verði sjálfkrafa stofnfélagar, en aðrar telja sig hafa sönnun þess að þær geti verið áfram í Kvenna- listanum þótt þær vilji ekki fyrir nokkurn mun eiga aðild að Samfylk- ingunni. Spurningin er hvor túlkun- in er rétt og hvort eins sé staðið að hjá öllum eða hvort mismunandi reglur gilda eftir því hvort um er að ræða Kvennalistann, Þjóðvaka eða A- flokkana? Er það rétt að ætlunin sé að leggja nýja flokknum til félaga í slumpum með því að einstök félög og hópar geti gerst' stofnendur hans? A að beita sömu aðferðum og við myndun hins fræga miðlæga gagnagrunns á heilbrigðissviði, þar sem upplýst samþykki er látið lönd og leið og þeir verða með sem ekki lýsa því sérstaklega yfir að þeir vilji ekki vera með? Er sem sagt ekki ætlunin að hver og einn gerist félagi sem einstaklingur og af innri þörf og vilja, heldur eigi á hættu að verða fluttur hreppaflutningum eins og niðursetningar fyrr á árum? Hvað sem öllu líður er augljóst að með stofnun hins nýja flokks verður grundvellinum kippt undan sér- stöku starfi viðkomandi flokka hvers um sig, þótt upphaflega væri ítrekað fullyrt að þeir yrðu til og hefðu hlutverk eftir sem áður. Margir létu blekkjast af slíku tali eða létu a.m.k. yfir sig ganga í nafni einhverrar samstöðu eða tryggðar við sinn gamla flokk. Nú kunna það að verða örlög sumra að verða dregnir óafvit- andi inn í krataflokkinn, sem stofn- aður verður innan nokkurra daga. Höfundur er fv. þingkona. Hippatískan í algleymingi hjá okkur ■ Gallaefni, skrautbönd og perlubönd. VIRKA Mörkin 3, sími 568 7477. Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18, laugard. kl. 10-16. Hugsaðu um hj artað ÞRÁTT fyrir að talsvert hafi unnist í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma eru þeir enn aðaldánaror- sök á vesturlöndum í dag. Því helgar land- læknisembættið apríl- mánuð umræðu um hjarta- og æðasjúk- dóma. Vekja þarf al- menning til umhugs- unar um kransæða- sjúkdóm og áhættu- þætti hans þannig að hver og einn geti hug- að að forvörnum í tíma, því betra er heilt en vel gróið. Áhættuþættir Helstu áhættuþætti kransæða- sjúkdóms má flokka í tvennt. Ann- ars vegar þá sem við getum haft áhrif á og hina sem við ráðum ekki við. Áhættuþættir sem við getum breytt Reykingar Hár blóðþrýstingur Hátt kólesteról Offita Hreyfingarleysi Streita Mikil áfengisneysla Áhættuþættir sem við getum ekki breytt Kyn Erfðir Aldur Allir ættu að huga að þessum áhættuþáttum í tíma og temja sér frá barnæsku reglubundna hreyf- ingu ásamt hollri fjölbreyttri fæðu. Blóðþrýsting og kólesteról er rétt að mæla reglulega eftir fer- tugt, fyrsta meðferð er oftast al- menn ráð varðandi mataræði og hreyfingu. Offita og hreyfingarleysi eru mikilvægir áhættuþættir og hafa ekki bara sjálfstæð áhrif á þróun sjúkdómsins heldur einnig skaðleg áhrif á aðra áhættuþætti og magna þá upp. Offitu og hreyfingarleysi fylgir oft hækkaður blóðþrýstingur og kólesteról ásamt aukinni hættu á fullorðinssykursýki. Við mat á offitu má miða við líkamsþyngdar- stuðul (BMI) sem reiknaður er út frá hæð og þyngd (kg/ m2). Þumalfingurs- regla er að sá sem er 1,8 m á hæð ætti ekki að vera þyngri en 80 kg og sá sem er 1,7 m á hæð væri í kjör- þyngd ef hann væri um 70 kg. Annað við- mið er mittismál. Ef víðasta ummál kviðar um mitti er yfir 94 cm hjá körlum og yfir 80 cm hjá konum telst viðkomandi í áhættu. Reykingar eru sá áhættuþáttur sem mikilvægast er að taka á. Auk æðakölkunar valda reykingar van- heilsu á annan hátt eins og lungna- Hjartasjúkdómar Vekja þarf almenning til umhugsunar um krans- æðasjúkdóm og áhættu- þætti hans, segir Emil L. Sigurðsson, þannig að hver og einn geti hugað að forvörnum í tíma. sjúkdómum og krabbameinum. Það er engin leið ódýrari og betri í forvörnum en reykleysi. Hreyfingarleysi og gildi hreyf- ingar í forvörnum hefur verið rannsakað mikið og niðurstöðurn- ar sýna að hreyfingarleysi er sjálf- stæður áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Með aukinni tækni og velmegun höfum við dregið úr daglegri hreyfingu. Fólk notar bif- reiðar til að komast leiðar sínar, situr meira við tölvur og sjónvarp. Hlutfall neyslu og notkunar á hita- einingum er því óhagstætt. Ekki þarf maraþonhlaup til, heldur skiptir öll dagleg hreyfing máli. Hana má auka með að ganga eða hjóla til vinnu, nota ekki lyftur og síðan að temja sér reglubundna hreyfingu s.s. sund og göngu 3-4 sinnum í viku, hálftíma í senn. Mataræði er einnig lykilatriði í forvörnum. Draga þarf úr neyslu í feimeiti og auka hlut grænmetis og ávaxta. Allir ættu að borða minnst fimm skammta af græn- meti, ávöxtum eða kartöflum á dag. Þessu er unnt að ná með því að fá sér ávöxt eða ávaxtasafa að morgni, grænmetissalat með há- degismatnum, ávöxt síðdegis o^. kartöflur og grænmeti með kvöld- matnum. Einkenni Helstu einkenni kransæðasjúk- dóms eni verkur, þrýstingur, sviði eða önnur einkenni fyrir brjósti sem koma helst við áreynslu. Verkurinn getur leitt upp í háls og út í vinstri handlegg. Einkennin eru ekki alltaf augljós og því er rétt að ráðfæra sig við lækni til frekari greiningar. Staðan í dag Rannsóknir Hjartaverndar sýna að lækkun á tíðni kransæðasjúk- dóma má skýra með lækkun á tíðni háþrýstings og fituminlR; fæðu. Með þvi að taka á ofan- nefndum áhættuþáttum er unnt að fyrirbyggja sjúkdóminn og draga verulega úr afleiðingum hans hjá þeim sem þegar hafa fengið hann. Hver og einn verður að bera ábyrgð á heilsu sinni, að áhættu- þættir séu greindir og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Með einföldum lífsstflsbreytingum er unnt að draga úr vægi flestra áhættuþátt- anna en í sumum tilfellum þarf líka að beita lyfjameðferð t.d. háum blóðþrýsting og kólesteróli. Markmið hvers og eins ætti að vera að hreyfa sig reglulega, velja holla og fjölbreytta fæðu með áherslu á grænmeti og ávexti, al- gert tóbaksbindindi og láta fylgj- ast með blóðþrýstingi og kólester- óli. Á þann hátt hugsum við vel um hjartað. Höfundur eryfirlæknir á Heilsu- gæslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði. Emil L. Sigurðsson Lífeyrissjóðurinn Hlíf auglýsir arsfund 2000 Fundardagur: Laugardagurinn 29. apríl 2000. Fundarstaður: Skáli, Hótel Sögu (2. hæð). Fundartími: Kl. 15.00 Dagskrá: 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjómar. 3. Gerð grein fyrir ársreikningum. 4. Tryggingafræðileg úttekt. 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins. 6. Reglugerðarbreytingar. 7. Ákvörðun um laun stjórnar. 8. Kosning tveggja stjórnarmanna og tveggja til vara. 9. Önnur mál. Upplýsingar um rekstur og stöðu sjóðsins: • Heildareign til greiðslu lífeyris var í árslok kr. 2.847 millj. og hafði aukist um 32,4% á árinu. • Hrein raunávöxtun (eftir verðbólgu og kostnað) var 22,1 % • Heildarávöxtun (eftir kostnað) var 29,0%. • Sjóðurinn á 5,2% umfram heildarskuldbindingar og batnaði staðan um 8% frá fyrra ári. • Sjóðurinn á 25,9% umfram áfallnar skuldbindingar. • Rétthafar í séreignardeild fengu 29% ávöxtun á sinn spamað. Fjöldi rétthafa í séreignardeild samsvarar 40% af greiðendum í sameignardeild. • Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár er 12,6% • Lífeyrisgreiðslur voru alls kr. 54,8 milljónir eða 44,5% af innborguðum iðgjöldum. Skipting greiðslna var þannig: • Ellilífeyrir 73,3% • Makalífeyrir 17,2% • Örorkulífeyrir 8,9% __________________« Barnalífeyrir____0,6%____________________________________________________________ Bæði sjóðfélagar (þeir sem greiða eða hafa greitt í sameignardeild) og rétthafar (þeir sem greiða í séreignardeild) eiga rétt til fundarsetu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.