Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 60

Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 60
jO FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hryðjuverk, óhróð- ur og rógur? HLOÐVER Krist- jánsson, fyrrverandi öryggisfulltrúi ísal fer mikinn í MBL-grein varðandi róg og óhróð- ur í garð ísal fyrir stuttu. Hann spyr hvort það sé trúlegt að "aíjTÍrtæki sem vanti starfsfólk stundi „terrorisma" gegn því? Eins segir hann að það hafi ekki tíðk- ast að hlaupa í fjöl- miðla þó eitthvað bjáti á. Varðandi róginn og óhróðurinn er best að vísa honum til föður- húsana. Mikil umræða hefur farið fram um fyrirtækið m.a. í Morgunblað- inu og á Netinu. Ekki hef ég séð minnsta vott af lygum og skora ég þvi á Hlöðver að upplýsa hver hefur logið einhverju um ísal í fjöl- miðlum. Hafi það verið gert er það fðvitað alvarlegt mál. Að það hafi ki tíðkast að fara í fjölmiðla kall- ast á góðri íslensku „meðvirkni". Framkoma framkvæmdastjórnar og stjórnenda Isal hefur verið með því móti að ekki er hægt annað en að nefna nokkur dæmi til að Hlöð- ver rifji nú upp „gamla tíma“. Hagræðingin Ég var bæði trúnaðar-og örygg- istrúnaðarmaður í hartnær 10 ár í skautsmiðju. Þannig kynntist ég stiórnendum ísal vegna ýmissa ■rnala sem upp komu. í samningum lentum við æ ofan í æ í því að semja um eitthvað sem ísal gerði síðan ágreining um að loknum samning- um. Það var t.d. samið um hagræð- ingarábata vegna hagræðingar. „Hagræðingin" átti sér stað en engin ábati fékkst til starfsmanna nema í tveimur minniháttar málum. Starfsmenn voru hlunnfamir um hundruð milljóna vegna þess að samningurinn var „rangt orðaður" og ísal ákvað að gera ágreining um málið. Mesta hagræðingin gekk út á að fækka starfsmönnum án þess að tæknilegar ástæður gæfu tilefni til. Þ.e.a.s. starfsmenn bættu við sig sinúningi og áttu síðan að fá hluta af Taunum þeirra sem var fækkað. Þegar fólk stendur í samningum vita báðir aðilar hvað verið er að semja um. Skrifað er undir og menn takast í hendur þar sem sátt og samlyndi stendur og fellur með heiðarleika samningsaðila. Síðan þá hafa starfsmenn ísal setið eftir með vinnuálagið og margir misstu vinnuna. Það gleymist oft hvers konar vinnustaður ísal er í raun. Mengun, hávaði, óhollt og hættulegt vinnuum- hverfi er staðreynd í þessari verksmiðju. Brottrekstur Þar sem öryggisfull- trúinn fyrrverandi lét að því liggja að allir brottreknir frá ísal séu reknir þaðan Jóhannes vegna óverðugleika Gunnarsson langar mig að fara yfir brottrekstur starfs- manna í skautsmiðju sl. ár. Sérstak- lega þar sem stíllinn hjá ísal er að enginn fái að verja sig. Ekki verður fjallað um þá sem hafa beinlínis verið hraktir úr skautsmiðjunni eða ráðnir „tímabundið" til fyrirtækis- ins. Starfsmaður getur verið „tíma- bundið ráðinn" í 4-5 ár hjá ísal. Einn hafði unnið hjá Isal í u.þ.b. 15 ár. Hann taldi sig eiga rétt á að skreppa í kaffi í nokkrar mínútur eftir gífurlega törn þar sem m.a. annars er unnið með 1500°C bráðið járn. Aðstoðarforstjóri afhenti hon- um viðvörunarbréf með vel völdum orðum yfir háttsemi hans. Nokkru seinna, m.a. eftir kröftug mótmæli trúnaðarmanna, var hann rekinn. Annar hafði unnið hjá ísal í u.þ.b. 15 ár. Hann hafði flekklausan feril og sagði ekki styggðaryrði um nokkurn mann og vann sitt starf án þess að nokkur þyrfti að skipta sér af því. Það sem hann vann sér til saka var að vera veikur yfir ein jól. Það þykir grunsamlegt ef einhver dirfist að veikjast yfir hátíðir. Það fór „lengra“. Hann var rekinn stuttu seinna. Eftir næstum 20 ára starfsferil var maður, sem m.a. er astmasjúk- lingur, rekinn. Hann hafði stundum verið frá vinnu vegna þessa. Þess ber að geta að talið er að allt að 10% þeirra sem hefja störf í kerskálum fái astma. Hann var í meðhöndlun hjá lungnasérfræðingi sem jafn- framt er trúnaðarlæknir ísal. Hann var strax eftir veikindin kallaður til trúnaðarlæknisins sjálfs og beðinn um að útskýra hvers vegna hann hefði verið frá vinnu. Hann var rek- inn stuttu seinna. Mjög svo dugleg kona um fertugt var einnig rekin. Hún vann sitt starf óaðfinnanlega og kláraði sitt með sóma og ríflega það. Hún lenti tvisvar í því að hvolfa skautvögnum Starfsnám Þetta fólk fékk ekki einu sinni að verja sig, segir Jóhannes Gunnarsson, hvað þá viðvönm fyrir- fram eins og eðlilegt mætti teljast. með skautum fyrir kerskála. Vegna aukinnar álframleiðslu þarf æ stærri skaut. Skautin stækka og stækka en vagnarnir eru alltaf jafnstórir. í hverri ferð þarf að draga yfir 15 tonn úr skautsmiðju í kerskála, á traktor! Ég marg varaði stjórnend- ur við að nota vagnana því þeir væru of valtir og þeim hvolfdi reglulega eftir að skautin stækk- uðu. Aðstoðarforstjóri tjáði mér að konunni hefði verið sagt upp vegna „óvarkárni“. Hjá ísal eru „hérumbil slys“ skráð. Þ.e. óhöpp sem valda ekki slysum á fólki. Þetta flokkaðist und- ir slíkt slys. Brottrekstur fyrir slíkt óhapp hlýtur að fá þá sem eftir verða til að hugsa sinn gang varð- andi skráningu á slíkum óhöppum ef það getur kostað þá vinnuna. Sá síðasti í röðinni hafði unnið hjá ísal í 22 ár. Duglegri mann er vart hægt að finna. Hann stundaði sína vinnu vel. Þegar verkstjóri og trún- aðarmaður skautsmiðju, nefnilega undirritaður, voru hættir störfum setti starfsmaðurinn upp lista þar sem hann óskaði eftir að menn tækju þátt í að gefa trúnaðarmann- inum kveðjugjöf. Næstu dagvakt á eftir var það fyrsta verk deildar- stjóra rafgreiningar að reka hann. Trúnaðarmenn eru nefnilega ekki góð sort af starfsmönnum í augum framkvæmdastjórnar. Þessi starfs- maður tapaði síðan máli gagnvart ísal vegna þess að lögin leyfa at- vinnurekendum að reka fólk til vinstri og hægri án þess að nefna ástæðu. Stundum eiga uppsagnir rétt á sér en í þessum tilvikum hefur þetta saklausa fólk verið beitt órétti af skapvondum stjórnendum enda fær enginn fastráðingu hjá ísal nema hann standi sig. Þetta fólk fékk ekki einu sinni að verja sig, hvað þá viðvörun fyrirfram eins og eðlilegt mætti teljast. Áskorun Ég skora á alla þingmenn en þó sérstaklega þingmann Reykjaness, Gunnar Birgisson, sem einnig er í stjórn ísal, að koma í veg fyrir geð- þóttauppsagnir og mannorðssvipt- ingu starfsfólks, algjörlega að ástæðulausu, með því að vinna að því að „samþykkt Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar nr. 158, um uppsögn starfs af hálfu atvinnurek- enda“ taki gildi. Að hún skuli ekki hafa tekið gildi er íslensku þjóðfé- lagi til háborinnar skammar. Höfundur er verkamaður í skauts- miðju bjá ÍSAL og var í starfsnáms- nefnd til að koma á starfsnámi bjá ís- aI. 25 prósent hækkun á skólagj öldum NÝVERIÐ barst nemendum Háskólans í Reykjavík skeyti frá rektor, Guðfinnu S. Bjamadóttur, sem bar miður spennandi frétt- ir. Skólagjöld skyldu hækkuð um 25% á einu bretti, úr tæplega 55.000 kr. í 69.000 kr. frá og með haustönn 2000. Ekki hafa þessar fréttir farið hátt í þjóð- félaginu í dag, enda ef- laust margt áhugaverð- ara sem fangar athygli fréttamanna heldur en raunir háskólanema. Hversvegna? Ástæður fyrir þessari hækkun eru gefnar upp í bréfi rektors. Orðrétt segir: ,Aukinni starfsemi fylgir ýmis viðbótarkostnaður, vegna viðbótar- kostnaðar og almennrar launaþróun- ar í landinu var ákveðið á fundi há- skólaráðs í febrúar að skólagjöld fyrir næsta ár yrðu hækkuð í 69 þ.kr. á önn.“ Hér er athyglisvert að minnst sé á almenna launaþróun í landinu. Þann 13. apríl tilkynntu Verka- mannasamband íslands, Landssam- band iðnverkafólks og Samtaka at- vinnulífsins nýjan samning sem felur í sér 3,9-8,9% hækkun launa. Sérstak- Jón Arnar Guðmundsson lega var tekið fram að ekki sé hægt að hækka laun eins og krafist var, en samninganefndir hefðu náð saman í þess- um tölum. Ein ástæða fyrir því hlýtur að vera að nú þarf að spoma við vaxandi þenslu og verð- bólgu í þjóðfélaginu. Þvi hlýtur það að vera umhugsunarvert þegar Háskólinn í Reykjavík, sem meðal annars kennir þjóðhagfræði og kenndi sig við viðskipti, ákveður að hækka skólagjöld sín um 25%! REGNFATNAÐUR A R N VERSLANIR SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425 FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 HIR hefur margt að bjóða... Ef við beram saman Háskólann í Reykjavík og Háskóla íslands verður að segjast að HIR ber af á mörgum sviðum. Skólahúsið er nýtt og býr að tölvubúnaði af bestu gerð. Innan skólans era kennarar í nánum tengsl- um við atvinnulífið, þannig að nem- endur njóta reynslu þeirra. Ég var meðal nemanda á fyrsta ári Við- skiptaháskólans í Reykjavík og verð að kallast heppinn, því að það ár vora einungis fyrsti árgangur í viðskipta- deild pg tveir árgangar í tölvunar- deild. í ár bættist við einn árgangur í tölvu- sem og viðskiptadeild og á næsta ári verður í fyrsta sinn kennt þriðja ár viðskiptadeildar. Því er ljóst að nemendafjöldi við HIR fer vaxandi á hveiju ári og er svo komið að skóla- húsið er í raun sprangið á öðru ári. Innritunargjöld við HI era hins- vegar 24.000 kr. á ári á meðan HÍR fer fram á 110.000 kr. í skólagjöld og ætlar að hækka í 138.000 kr. á ári. Rök sem rektor hefur gefið nemend- um kalla á nánari skýringar og er vonandi að rektor sjái sér fært að svara þessari grein. Mikil umræða spannst í kringum áætlaða hækkun skólagjalda við HÍ og sameinuðust nemendur HÍ til að mótmæla. Nem- andafjöldi HÍR er vissulega minni en við HI en það þýðir ekki að við mun- um ekki láta heyra í okkur. íslendingar og hækkanir íslendingar hafa hinsvegar þann leiða ávana að láta ekki heyra í sér þegar eitthvað fer úrskeiðis í þjóðfé- laginu. Við mætum bensínhækkun- um, matarhækkunum og hækkun símakostnaðar með slíku fálæti að halda mætti að þessar hækkanir ættu sér stað í öðra landi. Ef til vill er þetta afleiðing þess að búa á lítilli eyju í Norður-Atlantshafinu þar sem veð- ráttan og landslagið krefst þess af íbúunum að þeir sýni æðraleysi í öll- um sínum gjörðum og sætti sig við Gjöld Það hlýtur að vera ljóst, segir Jón Arnar Guð- mundsson, að nú er kominn tími til að láta heyra í sér. orðinn hlut. Þegar bensín hækkaði í Frakklandi fyrir tveim árum tóku vörabílstjórar sig saman og lokuðu landamærum Frakklands og Spánar til að láta óánægju sína í ljós. Ekki er ég að leggja slíkar aðgerðir fram sem okkar eina kost en það hlýtur að vera ljóst að nú er kominn tími til að draga djúpt andann og láta heyra í sér. - Nám með atvinnu Hækkunin snertir sérstaklega nemendur sem ætla sér að taka þriðja ár sitt á fjórum önnum. Ég hef verið að velta framtíð minni fyrir mér ogvil gjarnan taka þátt í atvinnulífinu og klára mitt nám með vinnu. Hins- vegar fer HÍR fram á sömu skóla- gjöld óháð því hversu marga áfanga þú tekur. Ég hafði ætlað mér að taka 3 áfanga á önn næstu 4 annir og klára þannig BS-gráðu í tölvufræði vor 2002. Fyrir það þai-f ég að greiða HÍR 69.000 kr. á önn eða samtals 276.000 kr. Þá væri ég búinn að greiða 386.000 kr. í skólagjöld eða svipað og nemendur HÍ greiða á fimmtán árum! Nemendur við HÍR hljóta að krefjast þess að skólinn taki tillit til þeirra nemenda sem era í hlutanámi og bjóði upp á önnur kjör en þessi. Skólinn er fyrir nemendur Mér er minnisstætt þegar ég heyrði Guðfinnu halda ræðu á fyrsta skóladegi HÍR. Framundan vora bjartir tímar og miklar kröfur yrðu settar á nemendur. Ekki myndu allir klára námið en það var von rektors að nemendur myndu byggja á náminu það sem eftir væri. Sérstaklega situr í mér þegai- rektor talaði um mikilvægi nemenda fyrir skólann. Skólinn væri ekkert án nemenda og í þessum skóla skyldi setja nemendur í fyrsta sæti, líkt og markaðurinn ætti að setja neytendur í fyrsta sæti, enda ætti skólinn í harðri samkeppni við aðra skóla á háskólastigi. Ekki finnst mér að Háskólinn í Reykjavík standi við þessi mætu orð í dag. Höfundur er nemandi við Háskólann { Keykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.