Morgunblaðið - 28.04.2000, Page 62

Morgunblaðið - 28.04.2000, Page 62
ii FOSTUDAGUR 28. APRIL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvers virði eru heilbrigðir fætur? Vafalaust svara flestir þessari spum- ingu á þann veg að heilbrigði fóta þeirra sé þeim mikils virði. Samt sem áður gera margir sér ekki grein fyrir því fyrr en eitt- hvað bjátar á og fer wsu'skeiðis. Það er einfaldlega þannig að okkur finnst sjálfsagt að allt kerfið virki vel þótt eðlilegu viðhaldi sé ekki sinnt eða forvörnum. Bfleigendur vita að bfllinn endist þeim ekki lengi sé viðhaldi hans ekki sinnt sem skyldi. Þess er vandlega gætt að hann fái sitt eftir- lit og smurningu með reglulegu millibili. Þannig endist bíllinn leng- ur og þeim mun lengur sem betur er Margrét Jónsdóttir hugsað um hann. Um síðir kemur þó að því að hann gengur úr sér, en þá er hægt að skipta honum út fyrir annan, nýrri og betri. Þetta getum við ekki gert við fæturna okkar þegar þeir verða sárir og aumir. Að vísu geta fótaaðgerðafræðingar bætt aumt ástand fót- anna og oft komið þeim í samt lag aftur, en til að fyrirbyggja fótamein er afar brýnt að byrja nógu snemma að hyggja að því að halda fótunum vel við svo þeir haldist heilbrigðir sem allra lengst. Betra er heilt en vel gróið. Við könnumst við það að ef við finnum fyrir sársauka í fótunum veigrum við okkur við að ganga og Fætur hhh Gl/ÍSILEG SÍRVERSLUN MEÐ ALLT i BAÐHERBERGIÐ BAÐSTOFAN BÆJARLIND 14. SÍMI 564 57 00 Samtdk um betri byggð Aðalfundur DG MALÞING STDFA 1 D1 , ODDA, Háskdla Íslands í DAB FÖSTUDAG KL. 1 5:DD FRAMTÍÐ HÖFUÐBDRGARINNAR « Guðjdn Erlendssdn, arkitekt NÝ VIÐHORF í AÐFERÐAFRÆÐI SKIPULAB5 DG KYNNING Á RANN5ÓKNARVERKEFNI UM FRAMTÍÐAR’ ÞRÓUN 5YGGÐAR Á HÖFUBBORGARSVÆÐINU, * SlGURÐUR ElNARSSDN, ARKITEKT SVÆÐI5S KIPULAG HDFUÐBGRGARSVÆÐISINS 2000-2020 e Anna jdhannsddttir dg □ rn Sigurðssdn, arkitektar Nesio, þróun til vesturs: Tillöguorög vinnu- hóps Samtaka um betri byggð að svæðis- SKIPULAGI HÖFUÐBDRGAR5VÆÐI5IN5 2D00-2040. e ÖSSUR SKARPHÉÐINSSDN - ERINDI e PALLBORÐSUMRÆÐUR e egill Helgason stýrir málþinginu Brúðhjón Allur borðbúnaöur - Glæsileg gjafðva-ra - Biúóhjónalislar Ar.if/)"X\\v\V VERSLUNIN Lattgai'egi 52, s. 562 4244. Flest fótamein, segir Margrét Jónsddttir, or- sakast af röngu skóvali. allir vita hvaða áhrif hreyfingarleysi hefur á líkamann auk þess sem röng líkamsbeiting, sem oft er afleiðing sársauka í fótum, getur haft slæm áhrif á bak og mjaðmir. Mikilvægt er að velja skó sem hæfa fótunum. Foreldrar eru oftast meðvitaðir um mikilvægi þess að velja rúma og rétt formaða skó handa börnum sínum fyrstu ár þeirra, en eftir að börnin komast á legg er oft ekki eins mikið lagt upp úr því og þá fá tískustraumar oft að ráða skóvali. Fóturinn er áhrifa- gjarn alla ævi og breytist auðveld- lega eftir ytri aðstæðum og skór geta oft á tíðum verið skaðræði. Flest fótamein orsakast af röngu skóvali. Það er útbreiddur misskilningur að fótaaðgerð sé eingöngu fyrir aldraða. Eðlilega sækja fleiri aldr- aðir en þeir sem yngri eru eftir þjónustu fótaaðgerðafræðinga. Fætur þeirra eru oft orðnir slæmir eftir áralangt álag og af ýmsum öðr- um ástæðum auk þess sem stirðleiki og sjóndepra geta valdið því að þeir eiga erfitt með að annast fætur sína sjálfir. Heilladrýgst er að leggja sig fram um að halda fótunum heilbrigðum alla ævi. Það eykur líkur á almennri vellíðan. Því er það góð regla eftir tvítugt að fara a.m.k. einu sinni á ári til fótaaðgerðafræðings, láta skoða fæturna og þiggja ráð um eigin meðhöndlun. Fótaaðgerðafræðing- ar leiðbeina og gefa ráð varðandi skóval og almenna umhirðu fóta. Þeir koma líka oft fyrstir auga á ef eitthvað er að fara úrskeiðis varð- andi fæturna og geta beitt viðeig- andi meðferð eða bent á leiðir til úr- bóta. Fætur íþróttafólks, þjóna, verzl- unarmanna, hjúkrunarfólks og einnig þeirra sem standa mikið við vinnu sína eru oft undir miklu álagi og hjá þeim er mikið í húfi að halda fótum sínum heilbrigðum. Þeim er því einkar brýnt að vera vel á verði varðandi heilbrigði fóta sinna og sinna umhirðu þeirra reglulega. Látum fæturna ekki verða útund- an í rækt og umönnun líkamans. Að halda fótunum heilbrigðum er ein af meginforvörnum á heilbrigð- issviði og eykur lífsgæði. Höfum fæturna í fyrirrúmi. Höfundur er formaður Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga. Island og öryggi á vinnustöðum ISLENDINGAR leggja mikla áherslu á mannréttindamál og velfarnað sjúklinga sinna. Við gerum hvað við getum til að skapa mannlegt og réttlátt umhverfi fyrir þá en nú er kominn tími til að við lítum á starfs- fólkið. íslendingar þurfa að kynna sér betur þarfir starfs- manna og hugtakið „öryggi á vinnustað". Við vitum að heimur- inn verður æ smærri Eyþór og að við getum lært Vfðisson mikið af reynslu ann- arra þjóða og menningarheima, en ísland hefur hlotið litla umfjöllun hvað varðar öryggismál. Það er grundvallarmunur á því hvernig tekið er á hlutunum í Bandaríkjunum og á íslandi. Astæðan er kannski stærðarmunur- inn sem endurspeglast í ólíkri menningu. Helsta vandamál örygg- issérfræðings á Islandi er sú stað- reynd að almenningur, þ.m.t. marg- ir stjórnendur fyrirtækja, lítur ekki á öryggismál sem verðugt málefni. Afbrotatíðni er hlutfallslega lág á íslandi þó þar séu framdir glæpir eins og þjófnaður, falsanir, innbrot og líkamsárásir. Sjaldgæfari eru þó alvarlegri glæpir. Sterk tengsl eru milli áfengisneyslu og afbrota og þó um sé að ræða mun færri einstakl- inga en í öðrum löndum þá hafa ís- lendingar áhyggjur af tölu eitur- lyfjaneytenda. Mig langar að segja nokkur orð varðandi þeSsi mál og þar sem lítið sem ekkert er til af vísindalegum fróðleik varðandi öryggismál á ís- landi þá mun ég tala út frá pers- ónulegri reynslu minni. Ég hef bæði lært og unnið að öryggismálum í Bandaríkjunum og legg nú stund á nám við slík fræði í Bretlandi. Því tel ég mig vita talsvert um þennan málaflokk í báðum þeim löndum og hef grunn fyrir samanburð þar af. Á íslandi hef ég unnið á sjúkra- deild sem vinnur með eiturlyfja- neytendur og langveika áfengis- sjúklinga sem þjást einnig af gæðrænum sjúkdómum. Slíkri vinnu fylgir óumflýjanlega nokkurt ofbeldi og fólst starf mitt á deildinni því helst í að sinna örygg- ismálum. Almennt viðhorf til öryggismála á Islandi er ólíkt því sem gerist í Bandaríkjunum. Þar sem afbrotatíðni hér er lág er oft litið á brotamenn sem utan- gsirðsmenn. Það virðist sem almenningur líti á slíkt fólk sem „öðru- vísi“ og því sé okkur sem heiðarleg teljumst í lófa lagið að „sjá út“ hver er líklegur til að brjóta af sér og þar með koma í veg fyrir það. Þetta leiðir til örvæntingar og skorts á umburðarlyndi. Einstök atvik eru Oryggi Islendingar eru ansi aft- arlega á merinni, segir Eyþór Víðisson, hvað varðar nútímahug- myndir um öryggi á vinnustað. meðhöndluð sem slík, einstök, og eins og hvert um sig séu þau „slys“ þar sem einstaklingnum er alltaf um að kenna. Gagnrýni á sér sjald- an stað á stærri grundvelli, að eitt- hvað gæti verið að í þjóðfélaginu, uppbyggingu þess og einstaka kerf- um innan þess. Kannski þess vegna lítum við svo á að við þurfum ekki að takast á við glæpi í sameiningu, heldur láta lögregluna alfarið um slíkt. Lögreglan upplifir því ein- angrun og gagnrýni, fyrirtæki og stofnanir deila ekki ábyrgðinni og virðast ekki sjá tilganginn í sameig- inlegri vinnu að öryggismálum. Ég þykist stundum sjá hugsana- ganginn „hver maður fyrir sig“ og hvergi er það eins sláandi og í heilsugeiranum. Ofbeldi sem starfs- fólk lendir í er ekki meðhöndlað á breiðum grundvelli, ef það er höndl- að yfir höfuð. Sem dæmi nefni ég deildina sem ég vann á. Þar er lítill gaumur gefinn að öryggismálum. Húsnæðið er afar illa hannað, þung- ir blómapottar lausir á öllum göng- um, venjulegt gler í öllum myndar- ömmum, öll horn kröpp og veggirnir með svo grófri hraun- málningu að ekki þætti öruggt inni á heimilum fólks. Engin skipulögð aðferðafræði er þar til þegar kemur að ofbeldi gagn-vart starfsfólki, öll atvik eru meðhöndluð ein og sér og eftirmeðferð fyrir starfsfólk er eng- in. Sjötíu ára gömul regla gildir þess efnis að ekki má nota nein áhöld til að reyna að halda ofbeldis- hneigðum sjúklingum niðri. Ef slík staða kemur upp verður að treysta á handafl starfsfólksins, sem allt of oft er óreynt og líkamlega vanhæft til að eiga við ofbeldi og eru meiðsl á starfsfólki því allt of algeng. Þegar um meiðsl á starfsfólki er að ræða, þá er ekki hægt að kæra þann sem meiðir og lítil sem engin fjárhagsað- stoð er fyrir persónulegar skemmd- ir. Viðhorf stjórnenda er ýmist undrun á því að atvikið skuli eiga sér stað eða, það sem verra er, starfsmanninum er jafnvel kennt um að hafa meiðst. Almennt við- horft stjórnenda er: „Þú valdir það að vinna hér, þú veist um hætturnar ogJ)ú ræður alveg við þetta.“ Island er eitt af iðnvæddustu löndum heims og við teljum okkur standa framarlega í mannréttinda- málum. Okkur finnst réttlæti þjóðar endurspeglast í því hvernig farið er með þá þegna sem minna mega sín. Þessi hugsanagangur er aðdáunar- verður og margar þjóðir mættu vissulega taka hann upp. Hinsvegar erum við ansi aftarlega á merinni hvað varðar nútíma hugmyndir um öryggi á vinnustað. Hugtakið er nánast ekki til á sumum vinnustöð- um. Á þeim árum sem ég hef dvalið erlendis hef ég oft rætt við sérfræð- inga um þessi mál og oftar en ekki greint frá aðstæðum í smáatriðum og sjaldnast verið trúað. Við getum lært heilmikið af öðrum þegar kem- ur að nýjum aðferðum og hugmynd- um í öryggismálum og kannski er Island verðugt verkefni í þeim efn- um. Höfundur stundar mastersnám í öryggisstjórnun við háskólann í Leicesterá Englandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.