Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 63

Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 63 Staðardagskrá 21 og verktakavinna við skógræktarverkefni UMHVERFIS- BRAUT hefur verið starfandi við Garð- yrkjuskóla ríkisins síð- an 1988. Gagngerðar breyt- ingar hafa nú verið gerðar á umhverfis- braut skólans og í tengslum við hana stofnuð skógræktar- braut. Er bóklega námið sameiginlegt fyrstu þrjár annimar en á fjórðu og síðustu önn eru síðan kennd sérfög hvorrar brautar um sig. Hér er um starfsréttindanám að ræða og er það sem slíkt lánshæft hjá LÍN samkvæmt 20 ára regl- unni. Náhari upplýsingar um al- menna uppbyggingu náms við Garðyrkjuskólann er að finna á heimasíðu skólans:/ reykir.is. í sameiginlegri bóklegri kennslu beggja brauta er lögð áhersla á vistfræði, náttúruumönnun og nátt- úruauðlindir. Er í vistfræðinni lögð áhersla á að nemendur öðlist þekk- ingu á uppbyggingu vistkerfa, helstu vistfræðilegu vandamálum íslands og hvaða vistfræðilegu for- sendur þurfa að vera til staðar til þess að breyta megi auðn í frjósamt land. í náttúruumönnun er áherslan á umgengni við landið út frá því sem það þolir án þess að gengið sé nærri því. Að námi loknu er ætlast til að nemendur kunni skil á helstu þáttum í skipulagningu sumar- dvalastaða, þ.m.t. tjaldsvæði og önnur útivistarsvæði, ásamt göngu- stígagerð. Einnig felur kennsla í náttúruumönnun í sér að nemendur geti að námi loknu verið færir um að meta ástand lands (landlæsi) ekki síst beitarsvæða og þekki til helstu úr- ræða við landgræðslu. í þessu námi er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á helstu forsendum sjálfbærrar þróunar ekki síst með það í huga að náttúruauð- lindir jarðarinnar eru bankainnstæða hennar og að ekki má rýra höfuðstólinn. A fjórðu önn bók- lega námsins er öll áhersla lögð á sértæka kennslu hvorrar brautar fyrir sig. Þeir nemendur sem valið hafa verknám umhverfisbrautar sem undirbúning öðlast nú færni og þekkingu á sviði umhverfistækni, einkum í helstu ör- verustarfsemi í niðurbrotsferlum lífrænna auðlinda ásamt hringrás- um helstu næringar- og stoðefna í endurvinnslu þeirra. Einnig er lögð mikil áhersla á að nemandinn öðlist þekkingu á lögum, reglum, hugtök- um og verklagi við framkvæmd Staðardagskrár 21 þannig að þeir sem útskrifast af þessari braut geti bæði stýrt og tekið þátt í því mikla starfi Staðardagskrár 21 sem nú er víðast að fara í gang hjá sveitar- félögunum. Einnig munu þessir nemendur geta stýrt moltugerð og meðferð lífrænna auðlinda sem sí- fellt verður mikilvægari ekki síst hjá sveitarfélögum. Þessir nemend- ur munu einnig kunna skil á upp- byggingu og viðhaldi útivistar- svæða, ekki síst þeirra sem tilheyra „grænu treflunum" sem flest bæj- ar- og sveitarfélög hafa skipulagt. Þeir nemendur sem valið hafa verknám skógræktarbrautar sem Nám Gagngerðar breytingar hafa nú verið gerðar á umhverfísbraut Garð- yrkjuskólans, segir Steinunn Kristjáns- dóttir, og í tengslum við hana stofnuð skóg- ræktarbraut. undirbúning öðlast nú færni og þekkingu á sviði skógræktar þannig að þeir kunni að námi loknu skil á helstu þáttum sem lúta að verkleg- um framkvæmdum í skógrækt, verkstjórn og jarðvinnslu og áburð- argjöf. Þessir nemendur öðlast þjálfun í því að túlka skógræktar- áætlanir og fylgja því verklagi sem ætlast er til við framkvæmd þeirra. Vegna landshlutabundinna skóg- ræktarverkefna sem nú fer fjölg- andi, verður þessi þekking æ eftir- sóttari og opnar leið fyrir margs konar verktakavinnu í sambandi við skógrækt. Einnig læra nemendur á þessari braut að þekkja þær plöntu- tegundir sem nýttar eru til skóg- ræktar. Þeir læra lífmælingu trjáa ásamt grisjun og leiðum til nýtingar þess viðar sem til fellur við grisjun og lokavinnslu. Má geta þess að verið er að skoða möguleika á því að nokkur hluti þessa verknáms geti farið fram við skógtækniskóla á Norðurlöndum. Höfundur er fagdeildarstjóri skógræktar- og umhverfisbrautar. Steinunn Krisljánsdtíttir dndverk og evðapjónusta Sýning i Lnugardalshöllinni 28. april til 1. mai Glæsilegt úrval af handverksmunum allstaðar að af landinu. Gestir frá Færeyjum og Grænlandi. Farðu í fríið á íslandi! Ferðaþjónustan kynnir spennandi möguleika á ferðum innanlands Það verðtír kátt í Höllinni Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík 70 ára 2000 í DAG eru liðin 70 ár frá stofnun Slysa- varnadeildar kvenna í Reykjavík. Það mun ■ hafa verið fyrir til- stuðlan Jóns E. Berg- sveinssonar, þáverandi starfsmanns _ Slysa- varnafélags íslands, sem kom að máli við konur um að þær stuðl- uðu að aukinni þátt- töku kvenna í slysa- varnamálum. Það var mikill vilji og samhug- ur um stofnun deildar- innar, því konum fannst þær ekki geta setið hjá og haldið að sér höndum þegar um væri að ræða öryggi sjómanna og úrræði þeim til handa. Kvennadeild Slysavarnafélags ís- lands í Reykjavík, eins og deildin nefndist í fyrstu, hefur látið flest slysavarnamál til sín taka og yrði of langt mál að telja upp ótal verkefni sem hún hefur stutt með framlög- ’ um; þó má nefna hennar stóra þátt í að reisa skipbrotsmannaskýli víðs- vegar um landið, söfnun fjár fyrir fyrstu björgunarskútu félagsins og fjárframlag til kaupa á sjúkrabifreið fyrir Slysavarnafélag Islands. Þá hefur deildin um árabil staðið að baki björgunarsveit Ingólfs. Mér finnst að öll íslenska þjóðin J megi vera stolt af því að til voru kon- ur sem höfðu kjark til að byrja að starfa á þessu sviði. Það er léttara ! fyrir þær sem á eftir ganga þegar gatan hefur verið rudd. Ekki var útlitið glæsilegt um þær mundir sem Reykja- víkurdeildin var stofn- uð. Bilið milli öryggis- leysis og öryggis hefur verið brúað á því tíma- bili sem liðið er og bet- ur en nokkurn gat dreymt um þá. Tuttug- asta öldin var öld hrað- ans og er ekki hægt að neita því að orðið hafa stórstígar framfarir og afköst aukist af þeim sökum og eru slysa- varnir sem betur fer engin undantekning þar á. íslenska þjóðin hefur sótt lífs- björg sína í skaut hafsins út á fiski- miðin. Hún á veglegan kaupskipa- flota sem siglir um heimsins höf og góðan fiskiskipaflota sem dregur að mikinn auð. Á seinustu öld var aðal- vinna slysavarnakvenna fólgin í fjár- öflun, merkjasölu og kökubakstri, og er kannski hægt að segja að yngri konur hafi jafnvel flúið deild- ina af þessum orsökum. Það þarf að breyta áherslum deildarinnar að einhverju leyti, gera starfið nútímalegra og fá konur til að sækja í deildina. Nú á nýrri öld horfum við fram á veginn; við þurf- um að fá konur inn í deildina hvar sem er á Reykjavíkursvæðinu. Því verður ekki neitað að við höfum áhyggjur af framþróun á svæðinu þar sem Reykjavík þenst út og eru aðstæður hér í borginni öðruvísi en Tímamót Það þarf að breyta áherslum deildarinnar að einhverju leyti, segir Birna Björnsdóttir, gera starfíð nútímalegra og fá konur til að sækja í deildina. t.d. í litlum plássum úti á landi. Það þyrfti að skipta deildinni og stofna fleiri, t.d í samvinnu við hags- muna-, foreldra- og hverfafélög. Á öllum tímum og hverjum stað eru verkefni næg og margþætt ef að er gáð. Það er einlæg ósk mín að hver einasta kona í Reykjavík gerist meðlimur í deildinni okkar og starfi með okkur eða styrki með greiðslu félagsgjalda. Slysavarnadeild kvenna í Reykja- vík hefur í gegnum árin mætt skiln- ingi borgarbúa, fyrirtækja og ein- staklinga sem hafa verið reiðubúnir að leggja okkur lið í ýmsum málum þegar til þeirra hefur verið leitað. Þetta er því kærkomið tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til Reykvíkinga og annarra velunnara fyrir veittan stuðning á liðnum ár- um. Höfundur er formaður Slysavarna- deildar kvenna í Reykjavfk Birna Björnsdtíttir 28. april til 1. mai! Opnunartímar: 28. aprilfrá 14 til 18 29. april »it 1 mai frá lOtii 18 SÖLUSÝNENG '9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.