Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 66

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 66
66 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Hillir undir reið- höll á Akureyri Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Á myndbandsspólunni frá Istöltinu má meðal annars sjá glæsitilþrif Filmu frá Reykjavík sem eigandinn Magnús Arngrímsson sýndi með ágætum. HESTAMENN á Akureyri kom- ust vel á bragðið með að njóta að- stöðu innandyra fyrir hesta- mennsku þegar haldin var töltkeppni í nýrri skautahöll í bænum í vetur. Nú eru hestamenn þar farnir að hugsa alvarlega um reiðhallarbyggingu eða eins og Sigfús Helgason, formaður Léttis, sagði að þetta væri ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær .höllin risi. Fyrir liggur tilboð um byggingu hallar fyrir mun lægri upphæðir en hingað til hefur verið áætlað að kostaði að reisa slíkt mannvirki. Fyrir dyrum liggur að reisa stórt kjúklingabú í 7000 fermetra hús- næði í nágrenni Akureyrar og sagði Sigfús að ástæðan fyrir því hversu lágar upphæðir um væri að ræða væri sú að reiðhallarbygg- ingin yrði látin fljóta með bygg- ingu kjúklingabúsins. Kosnaður undir 50 milljónum Hér væri um að ræða innflutt hús með einangruðum einingum og taldi hann þetta mjög spennandi dæmi. Ef málið nær fram að ganga væri verið að tala um hús sem væri 80 metrar á lengd og 40 metrar á breidd. Völlurinn yrði 70 metrar á lengd og 30 metrar á breidd. Kostnaðurinn yrði undir 50 milljónum króna, sem er talsvert lægri upphæð en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. A annan dag páska var haldinn fundur hjá félaginu þar sem málið var kynnt og kannaður hugur fé- lagsmanna til þess. Þar kom fram að áhugi fyrir málinu er mikill og hægt að segja að hugur sé í mönn- um. Tveir félagsmenn, Sigfús for- maður og Auðbjörn Kristinsson, voru skipaðir á fundinum til að kynna bæjaryfirvöldum málið. Bæjaryfirvöld hliðholl Sigfús sagði að ástandið væri orðið þannig á Akureyri að ekki yrði lengur komist hjá því að reisa reiðhöll. „Við erum að verða eftir- bátar í hestamennskunni. I Húna- vatnssýslum eru komnar svo margar reiðskemmur að ég er hættur að telja þær og Skagfirð- ingar eru að fara af stað með byggingu glæsilegrar hallar. Kú- vending varð í umræðunni meðal hestamanna eftir mótið í skauta- höllinni í vetur. Við munum leita eftir svipuðum rammasamningi og hestamannafélög og önnur íþrótta- félög hafa gert við sveitarfélög víða um land. Hér í bæ eru bæði bæjaryfirvöld og íþróttaforystan okkur hliðholl þannig að ég er nokkuð bjartsýnn á að hér rísi reiðhöll á skömmum tíma,“ sagði Sigfús að endingu. ÞEIR Töltheimamenn láta kné fylgja kviði eftir velheppnað ístölt í Skautahöllinni í Reykjavik fyrir tæpum mánuði og hafa nú gefið út myndbandsspólu frá mótinu þar sem getur að líta svo til alla keppnina frá upphafi til enda. Getur þar að líta alla keppendur sem þar komu fram og svo úrslitin að lokinni forkeppni. Sem kunnugt er endaði keppnin f æsispennandi einvígi milli Sigur- bjöms Bárðarsonar á Markúsi frá Langholtsparti og Magnúsar Am- grímssonar á Filmu frá Reykjavík sem endaði með sigri hinna síðar- nefndu. Nú geta áhugamenn um keppnina farið yfír hlutina á mynd- bandinu og endurmctið en sjaldan Istöltið á mynd- band hefur orðið eins mikil umræða um úrslit nokkurrar keppni sem þessar- ar. Hér í hestaþætti var sagt að sig- urinn hefði getað farið á hvorn veg- inn sem var svo jafnt sem þetta var. Myndbandsspólur scm þessar era góð heimild um eftirminnilegar stundir og gegna sömuleiðis mikil- vægu hlutverki í mati manna á til dæmis stöðu reiðmennsku fyrr og siðar. Viðburðir kvöldsins eftir- minnilega era raktir í sömu röð og þeir gerðust um kvöldið og þulir sem þar töluðu og sú tónlist sem þar var leikin látin rúlla með myndefn- inu en engin hljóðblöndun inn á myndina í stúdíói. Að sjálfsögðu nokkuð hrá vinnsla en skilar þvi sem skila þarf. Aðstaða til myndatöku í Skautahöllinni er frekar þröng og kemur það nokkuð niður á mynda- tökunni auk þess sem dómarar vora inni á miðjum velli og koma þeir af þeim sökum nokkuð við sögu í myndinni. Átta mót um helgina ÁTTA mót verða haldin um næstu V ormót Léttis ur. Nýhestamótinu hefur enn verið frestað en ekki verið ákveðið hven- ær það verður haldið. Á Selfossi heldur Sleipnir firma- keppni og Gustsmenn verða með sína firmakeppni í Glaðheimum í Kópavogi. Öll ofantalin mót verða á laugardeginum en ekkert mót er *skráð sunnudaginn 30. apríl en mánudaginn 1. maí verða Hörður í Kjósarsýslu og Dreyri á Akranesi með firmakeppni, Dreyri á Æðar- pdda og Hörður á Varmárbökkum. I skránni er getið um firmakeppni Sindra en ekki er getið dagsetn- ingar. KEPPENDUR á Vormóti Léttis á Akureyri hafa vafalaust hugsað hlýtt til reiðhallarbyggingar þegar þeir norpuðu í kuldanum mótsdagana sem voru skírdagur og laugardagur- inn þar á eftir. Mótinu átti reyndar að ljúka á annan í páskum en þar sem þátttakan var í dræmari kantin- um var hægt að Ijúka því íyrr en ætl- að var. Þrátt fyrir kulda var veður þó skaplegt að öðru leyti báða dagana. Völlurinn í Lögmannshlíð þar sem mótið var haldið var allþokkalegur, að mestu frosinn en þó farið að losna á köflum. Léttismönnum þykir orðið tímabært að bæta aðstæður við skeiðbrautina, sem er of stutt og gerir að verkum að niðurhægingar- kaflinn er að mestu í beygju og telur formaður félagsins, Sigfús Helga- son, vera af þessu mikla slysahættu sem ekki sé lengur bjóðandi upp á. Úrslit urðu annars sem hér segir: TöltA 1. Höskuldur Jónsson á Sölva frá Syðra-Garðsh., 7,59. 2. Helga Árnadóttir á Þokka frá Ak„ 7,50. 3. Stefán Friðgeirsson á Galsa frá Ylskógum, 7,11. 4. Baldvin A. Guðlaugsson á Tuma frá Skjaldarv., 6,53. 5. Þorbjörn Matthíasson á Fljóð frá Brún, 6,53. TöltB 1. Amar Sigfússon á Emil frá Ing- ólfshvoli. Unglingar 1. Rut Sigurðardóttir á Stormi frá Krossi, 5,93. 2. Dagný B. Gunnarsdóttir á Fálka frá Ak„ 4,58. Börn 1. Elísabet Þ. Jónsdóttir á Fáki frá Ak.,4,72. 2. Skarphéðinn P. Ragnarsson á Víkingi frá Gili, 3,45. Fjórgangur - opinn flokkur 1. Eyþór Jónasson á Safír frá Þór- eyjamúpi, 6,84. 2. Helga Árnadóttir á Þokka frá Akureyri, 6,82. 3. Baldvin A. Guðlaugsson á Tuma frá Skjaldarvík, 6,78. 4. Þorbjörn Matthíasson á Vini frá Litla-Dunhaga, 6,57. 5. Úlfhildur Sigurðardóttir á Skugga frá Tumabrekku, 6,37. Unglingar 1. Dagný B. Gunnarsdóttir á Fannari frá Hólshúsum, 5,74. 2. Rut Sigurðardóttir á Stormi frá Krossi, 5,72. Börn 1. Elísabet Þ. Jónsdóttir á Baldri fráGili. Fimmgangur - opinn flokkur 1. Baldvin A. Guðlaugsson á Ljós- vaka frá Akureyri, 6,75. 2. Þorbjöm Matthíasson á Ómi frá Brún, 6,72. 3. Höskuldur Jónsson á Hákoni frá Krithóli, 6,51. 4. Vignir Sigurðsson á Syrpu frá Ytri-Hofdölum, 6,20. 5. Björgvin D. Sverrisson á Sölku frá Akureyri, 6,16. Gæðingaskeið - opinn flokkur 1. Höskuldur Jónsson á Hákoni frá Krithóli, 7,16. 2. Erlendur A. Óskarsson á Ösp frá Brennihóli, 6,95. 3. Friðrik Kjartansson á Sorta frá Akureyri, 6,12. 4. Baldvin A. Guðlaugsson á Eld- járni frá Efri-Rauðalæk, 5,54. 5. Eyþór Jónasson á Góu frá Gýgj- arhóli, 4,25. Fermingartilboð Hnakkar, beisli, skóreiðbuxur með GSM-vösum Munið vinsælu gjafakortin Póstsendum Sími 568 4240 FREMSTIR FYRIR GÆÐI -------------'........... fisrúnD helgi sem telst vera þrír dagar þar sem 1. maí kemur þar inn í. Hæst ber opna gæðingakeppni sem Fák- ur heldur í nafni MR-búðarinnar. Þá verður Snæfellingur með sitt íþróttamót í Ólafsvík að því er fram kemur í mótaskránni. Sömu- leiðis verður Sóti með sitt íþrótta- mót á Mýrarkotsvelli á Álftanesi. Hjá Sörla í Hafnarfirði átti að halda Hróa Hattarmótið sem hald- ið hefur verið árlega við miklar vinsældir yngri kynslóðarinnar og sömuleiðis frestuðu nýhestamóti en þar sem enn vantar herslumun- inn á að nýgerðir vellirnir séu til- DÚnir verður engin keppni hjá Sörla að sinni. Hróa Hattarmótið hefur verið sameinað Kassagerðar- degi Andvara sem haldinn verður á laugardaginn þar sem pollar, börn og unglingar munu keppa í tölti með útsláttarfyrirkomulagi og á eftir verður boðið upp á mat og drykk, væntanlega grillaðar pyls- Morgunblaðið/V aldimar Höskuldur Júnsson og Sölvi frá Syðra-Garðshorni áttu gúðu gengi að fagna á vormúti Léttis. Myndin er hins vegar tekin í Skautahöllinni í Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.