Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 71 FRÉTTIR Góður árangur íslenzkra dans- ara í Blackpool Blackpool. Morgunblaðið. DANSHÁTIÐ barna og unglinga í Blackpool er ein virtasta og sterk- asta danskeppni sem haldin er í heiminum í dag. Þessi keppni hefur verið haldin árlega í hartnær 40 ár og hafa íslendingar getið sér gott orð í þessari keppni hin síðari ár. Keppnin hófst mánudaginn 24. apríl sl. og var þá keppt í tveimur flokkum og keppti yngri flokkurinn í jive. Eins og skemmst er að minn- ast sigruðu Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir glæsilega í þeirri keppni. Flokkur 12-15 ára keppti í vínarvalsi og komust Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg í 12 para undanúrslit í þeim flokki. Á þriðjudeginum keppti flokkur 11 ára og yngri í sígildum sam- kvæmisdönsum. Næstum 70 pör voru skráð til leiks, þar af níu pör frá íslandi, og fóru sjö þeirra áfram í aðra umferð. Þrjú þeirra fóru í 24 para undanúrslit, og verður þetta að teljast afskaplega góður árangur í svo sterkri keppni. Boðið var upp á keppni fyrir 12- 13 ára unglinga og var keppt í cha, cha, cha og rúmbu. Tæplega 70 pör voru skráð til leiks, þar af fjögur frá íslandi. Öll íslenzku pörin fóru áfram í aðra umferð og Sigurður Ragnar Arnarsson og Sandra Esp- ersen komust í 24 para undanúrslit, en þar við sat. Keppendur í flokki 12-15 ára kepptu í samba, alls voru 170 pör skráð til leiks og þar af átta frá Isl- andi. Fimm þeirra fóru áfram í aðra umferð og eitt í þá þriðju en lengra komust Islendingar ekki að þessu sinni, samt sem áður er þetta nokk- uð góður árangur. Þess má geta hér að íslenzkum pörum var boðin þátt- taka í liðakeppni milli sex landa sem var bæði hörð og spennandi og fóru gestgjafarnir, Bretar, með verð- skuldaðan sigur af hólmi. Á miðvikudaginn kepptu yngstu keppendurnir í pasodoble, sem fyrr voru 70 pör skráð til leiks í þessum flokki og íslenzku pörin níu komust öll áfram í aðra umferð. í 25 para úrslit komust Björn Ingi Pálsson og Þorlákur Þór Guðmundsson og Thelma Arngrímsdóttir. Ásta Björg Magnúsdóttir, Bjöm Einar Björnsson og Herdís Helga Arnalds, Baldur Kári Eyjólfsson og Erna Halldórsdóttir og Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir. Þau síðastnefndu gerðu sér lítið fyr- ir og komust alla leið í úrslit og end- uðu í 3. sæti, eins og sagði í Morg- unblaðinu í gær. Davíð Már Steinarsson og Sunn- eva Sirrý Ólafsdóttir. Flokkur 12-15 ára keppti i sígild- um samkvæmisdönsum með miklum glæsibrag, um 160 pör voru skráð til leiks, þar af átta frá Islandi. Fjögur þeirra komust áfram í aðra umferð eftir harða og mikla baráttu, en að- eins eitt par komst í þriðju umferð. íslendingarnir dönsuðu þó mjög vel, en mótherjarnir voru ótrúlega Morgunblaðið/J6n Svavarsson Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg. sterkir og góðir dansarar. Það er létt yfir íslenzka hópnum hér í Blackpool og menn ánægðir með árangur íslenzku keppendanna. Þegar þetta er skrifað eru enn eftir þrír dagar af þessari miklu danshá- tíð, sem lýkur á laugardaginn. Is- lenzki hópurinn flýgur svo heim aft- ur aðfaranótt 1. maí. Söfnuðu 650.000 kr. til styrkt- arSKB BRIAN Tracy, Vegsauki og Hard Rock Café á Islandi afhentu Styrkt- arfélagi krabbameinssjúkra barna 650.000 kr. styrktarframlag sem söfnuðust á dögunum þegar Vegsa- uki og Hard Rock Café buðu aðdá- endum Brians Tracys í hádegisverð á Hard Rock Café á 10.000 kr. á mann sem rann óskert til samtak- anna. Myndin var tekin í Borgar- leikhúsinu þegar Þorsteini Ólafs- syni, framkvæmdastjóra SKB, var afhent ávísunin en auk Þorsteins eru Einar Bárðarson, framkvæmda- stjóri Hard Rock Café, og Brian Tracy., fyrirlesari og fræðimaður á sviði slgórnunar, sölu og árangurs. Styrkir lausir til umsóknar REYKJAVÍKURBORG gerðist aðili að samstarfssjóði á síðasta ári sem höfuðborgir Grænlands og Færeyja, Nuuk og Þórshöfn, höfðu stofnað með sér 1985. Þetta var ákveðið á fundi borgarstjóra þess- ara bæja, sem haldinn var í Reykjavík í júní sl. Til þessa hefur sjóðurinn veitt styrki til ýmissa gagnkvæmra heimsókna og menningarsam- skipta milli Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Sjóðurinn hefur þann tilgang að efla kynni og samskipti milli bæj- anna og íbúa þeirra og veitir styrki til verkefna og viðburða sem hafa það að markmiði, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Styrkir af þessu tagi eru nú í fyrsta sinn auglýstir hér á landi. Umsóknir skal senda Samstarfs- sjóði Nuuk-Reykjavíkur-Tórshavn, b-t. Jóns Björnssonar, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 26. maí nk. Umsækjendur þurfa að lýsa fyr- irhuguðu verkefni ítarlega með eigin orðum, þ. á m. kostnaði og fyrirkomulagi. Verkefnið verður að tengjast tilgangi sjóðsins og æski- legast er að það tengi alla bæina þrjá. Hver bæjanna þriggja leggur jafna upphæð til sjóðsins árlega, u.þ.b. 600 þúsund kr. hver, en auk þess á sjóðurinn nokkra peninga- eign. Morgunblaðið/Golli Rætt um Hinn guðdómlega gleðileik KRISTJAN Árnason, prófessor við Háskóla íslands, heldur í kvöld, föstudaginn 28. aprfl, kl. 20.30 fyrir- lestur á vegum Stofnunar Dante Al- ighieri í Smára, salarkynnum Söng- skóla Reykjavíkur v/Veghúsastíg 7. Mun hann gefa hinu heimsfræga bókmenntaafreki, Dante Alighieri; Hinum guðdómlega gamanleik, La Divina Comedia, greinargóð skil og fjalla um verkið bæði í máli og mynd- um. Kristján mun njóta liðsstyrks leikarans og upplesarans Hjalta Rögnvaldssonar, sem mun lesa upp úr íslenskri þýðingu borgfírska skáldsins og bóndans, Guðmundar Böðvarssonar. Allir eru velkomnir. LEIÐRÉTT Gauksstaðaskipið Gauksstaðaskipið var rangnefnt Gautstaðaskipið í myndatexta með grein Jóns Baldvins Hannibalsson- ar um bókina Vikings. The North Atlantic Saga í blaðinu í gær. Leiðréttist það hér með. Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsi í frásögn af hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu á skírdag féllu nið- ur nöfn tveggja fyrrverandi þjóð- leikhússtjóra; þeirra Sveins Ein- arssonar og Gísla Alfreðssonar. Sveinn færði Þjóðleikhúsinu að gjöf tvo minningarskildi í minn- ingu leikaranna Bríetar Héðins- dóttur og Helga Skúlasonar og Gísli flutti Þjóðjeikhúsinu kveðjur Leiklistarskóla íslands. Vorsýning áhugamanna um tréskurð HIN árlega vorsýning Félags áhugamanna um tréskurð er haldin í safnaðarheimili Háteigskirkju laug- ardaginn 29. og sunnudaginn 30. aprfl kl. 13-17. Yfirskrift sýningar- innar að þessu sinni er landnám/ kristni. Heiðursgestur sýningarinn- ar er Helgi Angantýsson mynd- skurðarmeistari. Allt áhugafólk um handverk vel- komið. Aðgangur ókeypis. Innlausnarverð árgreiðslumiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 2. maí 2000 er 4. fasti gjalddagi árgreiðslumiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1995. Gegn framvísun árgreiðslumiða nr. 4 verður frá og með 2. maí nk. greitt sem hér segir: Árgreiðslumiði að nafnverði: 50.000 kr. = 56.749,00 100.000 kr. = 113.498,00 1.000.000 kr. = 1.134.979,90 Ofangreind fjárhæð er afborgun af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 1. október 1995 til 2. maí 2000 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á vísitölu neysluverðs. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð árgreiðslumiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn árgreiðslumiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 2. maí 2000. Reykjavík, 28. apríl 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.