Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 76
76 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM 1. : 1. : 6 : Pottþétt 19 2. : 2. '24 : Supernatural 3. 1 4. 1 18 I 0n How Life Is 4. : 7. : 28 : Distance To Here 5. j 6. i 29 12. Ágúst 1999 6. | 9. ] 47 ; Ágætis byrjun 7. j 3. ; ó | Englar Alheimsins 8 i 11 i 8 ; Vondo Shepard 9. ; 18. i 20 ; Slipknot 10. : 19.: 21 i Invincible Ymsir : Pottþétt | Sontona ! BtóG ! Wacy Gray | Sony i Live ; Universol i Sólin Hans Jóns tóín: i Sigurrós ■ Smekkleyso i Hilmar Örn/Sigur Rós; Krúnk i Ally McBeal II i Sony : Slipknot : Five ; Roadrunner Morgunblaðið/Golli Tónlist Hilmars Arnar og hljomsveitarinnar Sigur Rósar úr Englum alheimsins er ofarlega á Tónlistanum. Pottþett- ar vin- sældir VINSÆLASTA tónlist líðandi stund- ar er að fínna á safnplötunni Pottþétt 19 og er hún í fyrsta sæti Tónlistans, eftir sex vikur á lista. A henni er m.a. að finna tvö lög úr sýningunni Thril- ler sem Verslunarskólinn setti upp sem hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu og m.a. haldið sig nærri toppsæti Topp 20 listans sem gestir vefsíðunnar mbl.is velja. Gamla kempan Santana lætur ekki deigan síga og fer ekki langt frá topp- sæti Tónlistans þar sem hann dvaldi langdvölum í vetur. Plata hans, Sup- ernatural, virðist höfða til fólks á öll- um aldri og af flestum þjóðemum því hún hefur verið vinsæl víða um heim. Hljómsveitin Live hefur verið tæp- ar 30 vikur á lista með plötu sína Distance To Here. Hún er nú í fjórða sæti og fast á hæla henni fylgir plata á svipuðum aldri; 12. ágúst með Sál- inni hans Jóns míns. Tónlistin úr kvikmyndinni Englum alheimsins er ekki síður vinsæl en kvikmyndin en á disknum er að finna tónlist eftir Hilmar Örn og hljóm- sveitina Sigur Rós. Agætis byrjun Sigur Rósar gerir þó betur en Englatónlistin og er í níunda sæti listans og fer hún að nálgast eins árs afmæli sitt á Tónlist- anum og er þar með aldursforseti hans þessa vikuna. Það virðist síðan vera nokkur upp- sveifla í hörðu rokki hérlendist og vinsældir sveita á borð við grímuball- kóngana í Slipknot og ólátabelgina í <[,imp Bizkit færast sífellt.í aukanna eins og sjá má á lista vikunnar þar sem Slipknot rokka upp um heil níu sæti og Limp Bizkit um átta. Varið ykkur nú blöðrupopparar, rokkið er að taka völdin enn á ný!! 11. : 13. : 23 12. : 16.! 8 S&M : Universal 13.! 20. j 36 ; Significant Other : Aquo : Universol 14. ; 26. j 16 ; Songs From Ally McBeal 15. ; 21. ; 16 ; Writings On The Wall j Ump Bizkit ; Universal Californication 18.: 41.: 35 i Sogno : Red Hot Chili Peppers : Worner I Universol 19.; 10.: 17 : Glanni glæpur ! Ymsir : Latibær ehf 20.1 12.; 8 ! MACHIHA/the machines of God ; Smoshing Pumpkins ■ Etól 21. : 27.: 25 : Human Clay | Creed ; Sony 22. • 14. * 27 j Reload ; Tom Jones ; V2 23. ; 33.; 41 ; Baby One More Time ; Britney Speors ; EMI 24. ; 17. | 8 | Air-Virgin Suicides OST i Air j Etól 25. i 30. | 19 i Jabdabodð : Ýmsir : Spor 26. ; 31.: 17 : Westlife jWestlife :BtóG 27. i 102.; 10 : Hoorey For Boobies j Bloodhound Gong j Universal 28. : 8. j 4 ! Reinventing Steel jPantera jWarner 29. j 35. j 23 j All The Way...A Decade Of Songsj Celine Dion j Sony 30. j 15. j 25 j I Am j Selma j Spor Tónlistinn er unninn of PricewoterhouseCoopers fyrir Sambandhljómplötufromleiðando og Morgunblaðið í somvinnu við eftirtaldarverslanir: Bókvol Akureyri, Bónus, Hogknup, Jopis Broutnrholti, Jopís Kringlunni,Jopís Lougotvegi, Músík og Myndir Austurstræti, Músík og Myndir Mjódd.Samtónlist Kringlunni, Skífun Kringlunni, Skífon Lougorvegi 26. í Heimi hljóða TONLIST Geisladiskur THE OPPOSITE The Opposite, geisladiskur Heimis Björgúlfssonar. Unnið, hljóðritað og samsett á ýmsum stöðum ís- lenskum sem hollenskum á árunum 1998 til 1999.18,40 mín. FIRE.inc. gefur út. SAMKVÆMT kenningu Aristótel- esar er manninum eðlislægt að flokka heiminn í kringum sig og tönlist fer ekki varhluta af því. Menningarleg fyrirbæri eru skilgreind til hægri og vinstri og alltaf eru að myndast nýir stílar, straumar og stefnur. Sumu fólki finnst þetta vera hið bagalegasta og rómantíkerar hafa gjarnan á orði að „tónlist sé bara tónlist" og þykir óþarfi að vera flækja það eitthvað. Engu að síður rúmast innan tónlistar- innar hundruð undirflokka, mismun- andi eins og þeir eru margir. Ein er sú stefna sem liggur lengst út á jaðrinum, svokölluð „noise“-tón- list eða óhljóðalist. Þar víkja dægiljúf- ar melódíur og tónvísi gjarnan íyrir hreinum og beinum óhljóðum. Hljóð- færi, ef þau eru til staðar, eru gjaman óhefðbundin og oft notfæra lista- mennimir sér tölvutækni og hvers- dagslega hluti eins og tunnur og ann- að slíkt til listsköpunarinnar. Minnisstæðir era tónleikar þýsku íramúrstefnusveitarinnar Einstu- erzende Neubauten hér á landi en þá sóttu meðlimir sér „hljóðfæri“ í verksmiðju Sindrastáls. Islenska sveitin Stilluppsteypa hef- ur náð allnokkrum árangri í þessari gerð tónlistar og er svo komið að þeir em orðnir vel þekktir í þessum smáa en virka undirheimi tónlistarinnar. Plötur sveitarinnar seljast upp út um allan heim en hana reka þeir með- fram akademísku tón/hljóðlistanámi. Undanfarið hafa þeir farið að sinna einleiksverkefnum í ríkari mæli og ríður Heimir Björgúlfsson á vaðið með útgáfu á slíku efni með þessari plötu sinni. Stilluppsteypa hefur á undanföm- um áram færst frá óhljóðunum yfir í mýkri hljóma og þessi diskur fylgir þeirri stefnu að málum. A honum er fremm- að finna „hljóðlist" en „óhljóðlist". Þeir sem vora svo heppn- ir að sjá hina rísandi stjörau íslenskr- ar óhljóðslistar, Auxpan, spila á Mús- íktilraunum Tónabæjar fengu þar sýnishom af því hveraig vel heppnuð óhljóðslist getur virkað, hávaði var mikill og áreiti á stundum óþolandi fyrir suma. Ekkert slíkt er að finna á The Opposite. Nafnið sem þýðir „andstæða" er tilkomið af ákveðinni hugmyndafræði sem Heimir fylgdi „Það er ljóst að Heimir og félag- ar hafa rambað á rétta hillu hvað listsköpun varðar,“ segir m.a. í dómnum. við gerð verksins þar sem hann blandar saman hljóðum úr íslenskri náttúru saman við algerlega „ónátt- úruleg" hljóð, fengin úr tölvum. Tónlistin eða hljóðlistin er einkar ljúf á að hlýða og minnir hljóðsam- setningin stundum á hina finnsku Pan Sonic en þó einkum á hina öllu óþekktari sveit Main. Diskurinn sam- anstendur af níu hljóðbútum sem era allt frá hálfri mínútu að lengd upp í fullar sex mínútur. Ekki fer mikið fyrir taktnotkun í lögunum, þau era umhverfð, líða rólega áfram og við endurtekna hlustun hættir maður að taka eftir hljómunum en það er fagur- fræðilegur styrkur þegar umhverfð tónlist er annars vegar. Hljómstyrk- ur laganna er ekki mikill og eyma- áreiti er í lágmarld. Samfelld uppbygging er ekki til staðar á plötunni, skyndilegar stemmningsbreytingar eru ein- kennandi. Hljóðin ná ákveðnu há- marki en þá er snögglega klippt á þau og við tekur annars konar stemma. Heimir leikur sér einnig svolítið með tvíóminn (e. stereo), lætur hljóðin hoppa á milli hátalararanna og tíðni- sviðið er notað tU fullnustu, mikill bassi í bland við mikla hátíðni. Heimir vinnm- enn fremur nokkuð með þögn- ina og beitir fyrir sig svonefndum punktilískum stíl, skyndUegt tilvilj- anakennt hljómabrak er rofið með sviplegri þögn, mislangri að lengd. Það er ljóst að Heimir og félagar hafa rambað á rétta hillu hvað list- sköpun varðar, þeir stai-fa innan geira sem stöðugt leitar að nýjum og ferskum leiðum til túlkunar og í þeim málum eru þeir að standa sig og vel það. Þessi fyrsta einleiksskífa Heimis Björgúlfssonar er ágætur vitnisburð- ur um þennan árangur. Arnar Eggert Thoroddsen Utvarpsstjarnan Ólafur fær óvænta félaga í bólið til sín í Þjóðleikhúskjallara Aðalatriðið er að vera hress! TILRAUNAELDHUSIÐ og Menningarborgin halda áfram hinu vel heppnaða samstarfsverk- efni sínu Óvæntir bólfélagar í kvöld. Að þessu sinni verður boðað til rekkju í Þjóðleikhúskjall- Oaranum og gestgjafinn er enginn annar en hin nýbakaða útvarpsstjarna Ólafur. „Þetta verður hressandi bólferð, svona spjall- þáttur. Eg ætla að taka á móti góðum og hressum gestum. Kvöldið mun byija á því að Óttarr Proppé steikir skífur. TAL-símgjömingur Tele- fóníunnar verður á sínum stað. Kór Grafar- vogskirkju undir stjóm Harðar Bragasonar flyt- íf;r verkið í Vægðarheimum eftir Barða Jóhannsson, þann hressa Bang Gang mann og Henrik B. Björnsson. Nokkrir hressir eldri borg- arar ætla að sýna dans, Lárus H. List Iítur við og Dr. Bjarni mun segja nokkur hressandi orð. Rús- ínan í pylsuendanum er síðan aðalgestur þáttar- ins, sjálfur Dr. Love.“ Ætlar hann að gefa þérgóð ráð íbólinu, Ólaf- ur? „Já og þetta er einnig í fyrsta sinn sem hann mun bjóðast til þess að svara spumingum úr sal sem ætti að geta orðið nokkuð hressileg skemmtun." Talandi um fyrstu skipti. Þetta er í fyrsta sinn sem þú kemur fram opinberiega ekki svo? „ Jú, svo mun vera. En alls ekki í það síð- asta.“ Nú hefurðu fyrst og fremst getið þérgott orð sem útvarpsstjarna, hvað ertu að viija upp á svið;þú ert ekkert að ofmetnast er það? „Nei, nei. Þeir hjá Tilraunaeldhúsinu bókuðu mig einfaldlega íþetta verkefni. Þeir vissu eflaust af góðum kunningsskap okkar Dr. Love og hafa viljað gera sér mat úr honum. Dr. Love er náttúriega hress drengur líkt og ég, alltaf hress.“ Lítur björtum augurn til framtíðar Eftir iýsingunni að dæma þá mun dag- skránni hjá þér svipa fremur til sjónvarpsþáttar en iítvarpsþáttar. Er næsta skrefíð fyrir þig sem Ólafur er með hressari mönnum útvarpsstjarna aðgerast sjón varpss tjarna ? „Ja, það er aldrei að vita. Ekki þó á næstunni allavega. En maður er hress og það er um að gera að líta björtum aug- um á framtíðina." Það er því aldrei að vita nema að hinn nýi Hemmi Gunn sé loksins að fæðast? „Eg er ávallt hress.“ Ætiar Barði vinur þinn ekki að kíkja upp í bólið til þín? „Hann samdi fyrir mig kór- verk eins og áður segir í félagi við annan vin minn Henrik en að öðru leyti verður Barði fjar- verandi að þessu sinni og ég er alveg hress með það.“ Gerirhann eitthvað afþvíað læða að þér bröndurum oggóð- um punktum? „Nei, þótt hann sé hress þá er bara í tónlistinni og önnum kaf- inn við þá iðju.“ Eitthvað að lokum? „Kannski bara það að minna fólk á að vera hresst.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.