Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 80
,80 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 S---------------------- MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi, sími 530 1919 HASKOLABIO HASKOLABIO kl.8. 10.30. Sýnd kl, 5.20, 8 Frá leikstjóra SHINE kemur ein áleitnasta ástarsaga mynd allra tíma Sýnd kl. ■SWtelliftl ■MMKl'flEl FYRIB 990 P'JNKTA FERBU í BIÓ NÝTTOGBETRA SASA-I Alfnbakka O, simi 087 8900 o<) 587 8905 „lOIIA gOH :i Davtomch Eumii) Tím Robbins alvöm fjallahjal Fr<t lcíksljóra Austin Powcrs 1 & 2 kcmur spron<jhlícyilcf| cjrinmynd um litla bæinn Mystcry i Alaska. Aðalhlutvcrk Russel Crowc, scm var til- ncfndur til Óskarsvcrðlauna á siðustu Óskarsvcrðlaunahátið, Hank Azaria (Godzilla) og Burt Rcynolds (Boogic Nights). Mynd eftir Brian De Palma Fremstu vísindamenn veraldar stigu a plánetuna Mars... og hurfu. I\lú hefur bjorgunarleiðangur verið sendur til að komast að þvi hvað gerðist. Fjöiskylilan er að stÍEkka Sýnd með fslensku tali Id. 4 og 6. Með ensku tali ki. 4,6,8 og 10. mym FRÁ SÖMU FRAMLEIÐENDUM OG BIG DADDY MAN ON THE MOON Svnd 1010 kl. 3.45, 6, 8 og 10.20. ■mnca™. Sýnd kl. 8.15 og 10. ícheixe PFEIFFER Prnti SIORYofUS www.samfilm.iswww.bio.is íslendingur leikstýrir sænskri poppstjörnu inn á heimssviöið Tóku upp MTV- myndband í Prag * Islenska fyrirtækið Labrador sendi menn út af örkinni til Prag á dögunum í þeim tilgangi að taka upp tónlistarmyndband fyrir sænska poppstjörnu, Börkur Gunnarsson fylgdist með tökum og *hitti ýmiss konar furðufugla auk íslenskra kvikmyndagerðarmanna. BLAÐAMAÐUR er búinn að standa í þónokkum tíma við hliðina á lúða- legum pilti í íþróttagalia og fylgjast með undirbúningi á næstu senu í myndbandinu þegar Ragnar Braga- son leikstjóri snýr sér allt í einu að piltinum við hliðina á mér og kallar hann inn í ljósadýrðina og blaðamað- ur gerir sér grein fyrir því að dreng- urinn sem hann ætlaði að biðja um að skjótast eftir kaffi fyrir sig er sænska poppstjaman sem þetta tíu milljón króna myndband snýst um. Martin er fræg poppstjarna í Sví- þjóð en hefur ekki enn stigið skrefið ^jnn á heimssviðið. Útgáfufyrirtæki ‘hans, Universal, hefur ákveðið að gera innrás inn á heimsmarkaðinn með annarri plötu þessa sænska poppgoðs. Það var reyndar búið að gera poppmyndband við þetta lag goðsins, sem heitir „0, o, o, je, je“, en eins og Peter Hard hjá Universal sagði, þá var það nógu gott fyrir Svía en ætti ekki séns á heimsmarkaðnum. Hugmynd frá íslandi best Þeir fengu þess vegna nokkur fyr- irtæki frá Danmörku, íslandi og Bretlandi til að koma með hugmyndir Hkð myndbandi við lagið, en eftir að hugmynd Ragnars kom á borðið var samkeppnin flautuð af. „Hugmynd Ragnars var einfald- lega of góð til að það þyrfti að halda áíram að leita,“ segir Peter frá Uni- versal. „Ekki var það heldur til að eyðileggja fyrir að Ágúst Jakobsson væri tökumaður, hann er einn sá besti "í^heiminum í dag.“ Guðjón Hauksson, Ágúst Jakobsson og Ragnar Bragason við vinnu sína. Þannig kom það til að hið nýstofn- aða íslenska fyrirtæki Labrador fór við fimmta mann til Prag á dögunum og tók þar upp tónlistarmyndband. „Eg held að það sé bara einsdæmi að svona stór íslensk „pródúksjón“ sé al- gjörlega fjármögnuð af erlendum að- ilum,“ segir Guðjón Hauksson, fram- kvæmdastjóri hjá Labrador. Hann tekur ekki augun af skjánum þar sem sést hvemig senan lítur út á meðan hann svarar spumingum blaða- manns. Þeir hafa nefnilega breytt rústum gamallar prentsmiðju í leik- hús og era að taka upp í ganginum sem liggur inn á sviðið. Þar sem gangurinn er frekar þröngur og yfir 120 manns vinna við upptökumar er eðlilega frekar þröngt um manninn. Inn á milli má sjá ýmiss konar furðu- fugla sem leika aukahlutverk, eins og klæðskiptinga, fatafellur, eldlista- menn, fimleikafólk og tamningar- menn ýmissa dýra. Prag heillandi borg En hvers vegna varð Prag fyrir valinu? „Ragga langaði bara svo mik- ið til Prag,“ segir Guðjón og glottir. „Og það sér enginn eftir því að hafa komið hingað. Samstarfið við Tékk- ana er búið að vera frábært. Þú hefðir átt að sjá aumingja fatafellumar í gær. Þær stóðu úti í kuldanum á nær- unum einum fata frá klukkan sjö um morguninn og langt fram á kvöld án Sænska poppstjarnan Martin ásamt slöngunni og temjara hennar. Ljósmynd/Börkur Gunnarsson Ragnar Bragason strýkur slöngunni. þess að kvarta svo mikið sem einu sinni. Það er á hreinu að við komum hingað aftur. Ég er bara hræddastur um að það verði erfitt að ná Ragga aftur niður á jörðina. Það er svo mikil stéttaskipting í bransanum hér, sem þekkist ekki heima. Það er komið fram við leikstjórann eins og hálfguð, hann er með hjólhýsi út af fyrir sig með klósetti, eldhúsi og öllu tilheyr- andi. En hann verður að sætta sig við að pissa í sama klósett og við hin þeg- ar heim kemur.“ í því hrópar hálfguðinn: „Shoot- ing!“ og gefur Ágústi merki um að byrja tökur. Ágúst er sjálfur eins og hálfur maður og hálf vél með „steady- cam“-kvikmyndavélina í axlarhæð en úr henni liggur stálrani niður í mittis- beltið og snúrur falla niður með bak- inu einsog hárlokkar. Martin gengur öruggum skrefum í átt að sviðinu með Ágúst á eftir sér. Á móti honum koma niðurbrotnir eld- listamenn og akróbatar. Samkvæmt handritinu á Martin að vera að ganga inn á svið í leikhúsi, en í salnum era mjög erfiðir áhorfendur sem hafa hrakið hvem listamanninn á fætur öðmm af sviðinu. En þegar Martin kemur slær hann í gegn. Þar sem þetta lag er fyrsta skrefið sem hann tekur inn á heimssviðið vonast hann væntanlega til þess að hann nái að heilla áhorfendur í þeim sal jafn auðveldlega og þessa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.