Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 84
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Metverð á ýsu á fisk- mörkuðuin í gær Ýsukfló- ið á 555 krónur METVERÐ var á ýsu á fiskmörk- uðunum í gær. Hæst fór verðið í 555 krónur kflóið. Utflytjendur fersks flsks með flugi börðust um alla stór- ýsu sem barst á land. Sjómenn trúðu varla fréttum af verðinu sem þeir fengu. Lítið framboð er af ýsu um þessar mundir en eftirspumin mikil. Kom þetta ástand skýrt fram á uppboð- um fiskmarkaðanna í gær. Verð á stórri slægðri netaýsu fór upp í 555 .^^rónur kílóið á Fiskmarkaði Breiða- íjarðar og Fiskmarkaði Suðurlands í Þorlákshöfn. Verð á óslægðri línu- ýsu fór upp í 525 krónur hjá Fisk- markaði Suðurnesja á ísafirði. Stjórnendur fiskmarkaðanna telja að verðið sé hærra en nokkru sinni hefur sést áður. Vilhjálmur Garðarsson hjá Fiskmarkaði Suður- lands segir að venjulegt verð á svona fiski sé um 150 krónur. Verð- ið hafi farið upp í 250-270 krónur undanfarna daga og menn talið að það væri langt ofan við það sem væri að reikna með. Karl Gunnarsson hjá Fiskmarkaði Suð- urnesja á ísafirði telur að spennan stafi af útflutningi á ferskum fiski með flugi, enda hafi fískurinn farið til kaupenda suður með sjó. „Sögðu okkur ljúga“ „Þeir sögðu okkur ljúga til um verðið,“ sagði Vilhjálmur Garðars- son í Þorlákshöfn þegar hann var spurður um viðbrögð sjómannanna sem fengu 555 krónur fyrir ýsukfló- ið. „Þeir spurðu hvort menn væru að verða vitlausir en sögðust svo ætla að drífa sig út til að leggja lín- una aftur,“ segir Karl Gunnarson á Isafirði. ■f «r Krían er komin KRÍAN er komin og lentu tveir fyrstu fuglamir í Óslandi rétt utan við Höfn í Hornafirði um klukkan fimm í gærdag. Björn G. Arnarson, sem fylgst hefur með komu farfugl- anna, sagði að krían væri mjög stundvís og að sér hefði virst hún óþreytt eftir flugið. „Hún hefur hins vegar verið fyrr og fyrr á ferðinni undanfarin ár,“ sagði hann. „Krían tekur flug- ið í rólegheitum yfir hafið. Hún er ekki eins og hinir fuglarnir, skógarþrestir og aðrir sem fljúga hingað í einum rykk.“ Morgunblaðið/Ásdís Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff skoða víkingaskip við opnun víkingasýningar í Smithsonian-safninu í Washington. Víkingasýn- ingin opnuð SÝNINGIN Víkingar: Saga Norð- ur-Atlantshafsins var opnuð í Smithsonian-safninu í Washing- ton, höfuðborg Bandarikjanna, í gær. Sýningin er sett upp í tilefni af þúsund ára afmæli landafunda norrænna manna í Ameríku. Við- staddir voru þjdðhöfðingar Norð- urlanda, meðal annars ðlafur Ragnar Grímsson, forseti Islands. Sýningin verður opnuð al- menningi á morgun og er áætlað að 15-20 milljónir manna muni skoða hana þar og í fleiri borgum Bandarfkjanna og Kanada. ■ Áætlað er/42 Aðeins 4-5 áfangastaðir innanlands í framtíðinni YFIR 91% allra sem ferðast í innan- landsflugi með Flugfélagi íslands fara á milli Reykjavíkur og fjögurra staða á landsbyggðinni, þ.e. Akur- eyrar, ísafjarðar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Yfir 70% þeirra sem ferðast með flugi innanlands eru landsbyggðarfólk á leið til Reykjavíkur í ýmsum erindagjörð- um. Þetta kom fram í máli Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Flugfélags íslands, á ráð- stefnu um almenningssamgöngur sem haldin var í Borgarnesi í gær. Jón Karl sagði að rekstur innan- landsflugs hefði alltaf verið erfiður. Áfangastöðum hefði fækkað jafnt og þétt og sagðist hann búast við að svo yrði áfram þrátt fyrir að farþegum fjölgaði stöðugt og yrðu þeir trúlega ekki nema fjórir eða fimm. Fjölgun farþega hefði orðið þrátt fyrir bætt- ar samgöngur á landi, en á síðasta ári ferðuðust um 460.000 manns með innanlandsflugi. Hann sagði að hægt væri að halda uppi samkeppni á fjór- um til fimm stærstu áfangastöðun- um, en algjör óvissa ríkti um framtíð hinna. Ljóst væri að eigendur hluta- fjár í einkafyrirtæki stæðu ekki til lengdar undir slíkum taprekstri en hann telur að tapið á innanlandsflug- inu í heild sinni frá því rekstur þess var gefinn frjáls árið 1997 nemi um einum milljarði króna. Þess vegna sé komið að ákveðnum tímamótum í þessum rekstri því þessi þróun muni halda áfram nema ákveðinn pólitísk- ur vilji sé til þess að snúa blaðinu við og að ríki eða sveitarfélög komi inn í dæmið vilji þau halda uppi flugi í nafni byggðamála eða öryggismála. Ástand eldri þorskárefanga lakara en ætlað hefur verið _______jl___q-a---------------- Vísbendingar um minna veiðiþol en síðastliðin ár STERKAR vísbendingar eru um að ástand eldri árganga þorsks sé lakara og veiðiþol þar með mun ÍSLENSKUR FETA ER FRÁBÆR í SALATIÐ - OG KRYDDOLÍAN LÍKA minna en áætlað hefur verið síð- astliðin tvö ár. Forstjóri Hafrann- sóknastofnunar segir að það muni hafa áhrif á ákvörðun aflamarks en segir ekki tímabært að fullyrða um það fyrr en endanlegar niður- stöður rannsókna liggja fyrir. Bráðabirgðaniðurstöður úr stofnmælingu botnfiska og stofn- mælingu þorsks, togararalli og netaralli benda til að þrír síðustu árgangar þorsks séu um eða yfir meðalstærð. Þeir fara að bera uppi verulegan hluta aflans að tveimur til þremur árum liðnum. Hins veg- ar eru uppi sterkar vísbendingar um lakara ástand eldri árganga og þar með um minna veiðiþol þorsks en áætlað hefur verið síðastliðin tvö ár. Vísindamenn Hafrann- sóknastofnunar segja að þetta fá- ist þó ekki staðfest fyrr en að lok- inni úttekt á öllum meginþáttum máls í júní næstkomandi, svo sem áhrifum breytilegs veiðanleika og umhverfisþátta. Stofnmælingin staðfestir fyrri grunsemdir um að árgangar 1994 og 1996 séu mjög lélegir. Einkum er árgangurinn 1996 slakur, senni- lega sá lakasti frá upphafi mæl- inga, en árgangurinn 1994 er sá þriðji lélegasti. Af eldri þorski en sex ára fékkst frekar lítið, sérstak- lega veldur 1993-árgangurinn vís- indamönnum vonbrigðum. Hann hefur hingað til verið metinn sem besti þorskárgangur síðan 1985. Veiðanleiki breytilegur Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að það sé rannsóknarefni hvað valdi því að lítið mælist nú af eldri ár- göngunum. Skoða verði umhverfis- þætti og veiðanleika. Getur hann þess að áður hafi komið fram að veiðanleiki geti verið nokkuð breytilegur. Jóhann segir ljóst að sú stað- reynd að eldri þorskárgangar mælist lakari en áætlað hefur ver- ið hafi áhrif á mat á stærð hrygn- ingarstofns og veiðistofns. Hann segir þó of snemmt að setja fram tölur í því efni fyrir næsta ár, það verði að bíða endanlegrar niður- stöðu rannsókna. Undanfarin ár hefur verið stuðst við svokallaða aflareglu við útgáfu aflamarks. Miðað er við að veiða megi 25% af meðaltali mælds veiðistofns í upp- hafi árs og áætluðum veiðistofni í lok viðkomandi árs. ■ Miklar vonir/11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.