Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 1 5 NORÐURÁL Á GRUNDARTANGA Hagnaður í tíu mánuði á fyrsta árinu frá því að Norðurál tók formlega til starfa Bjöm Högdahl, forstjóri Norðuráls á Grundartanga, er ánægður með starfsemi álversins og er bjartsýnn á framtíðarmöguleika Norðuráls. Starfsmenn Istaks að störfum í grunni nýrrar viðbyggingar kerskála Norðuráls á Grundar- tanga. I baksýn sér í kerskálana sem verið er að lengja en til vinstri er stcypuskálinn. s Morgunblaðið/Jim Smart Horft inn eftir öðrum kerskála Norðuráls en í hvorum skála eru 60 ker. Framkvæmdir við stækkun í fullum gangi FRAMKVÆMDIR við stækkun verksmiðju Norðuráls á Grundar- tanga eru nú í fullum gangi, en rúmt ár er liðið frá því að álverið tók formlega til starfa. Að sögn Björns Högdahl, forstjóra Norður- áls, hefur framleiðslan gengið afar vel á þessu eina ári, þrátt fyrir að óvæntir tæknilegir örðugleikar hafí sett strik í reikninginn. Hagnaður hefur verið á framleiðslunni undan- farna tíu mánuði og er Högdahl bjartsýnn á framtíðarmöguleika Norðuráls. Arsframleiðsla Norðuráls í dag er 60.000 tonn af áli sem framleitt er í 120 kerjum. I framleiðsluna fara árlega 120.000 tonn af súráli sem flutt er inn til framleiðslunnar. Við framleiðsluna eru notuð 30.000 tonn af rafskautum sem framleidd eru í verksmiðjunni og notuð eru í rafgreiningu hlaðins súráls, eins og það nefnist þegar það hefur tekið í sig ryk og flúor. Til þess að knýja áfram 60.000 tonna álver eru ár- lega notaðar 900 GWst af raforku. Verksmiðjan var komin í full af- köst í apríl í fyrra og segir Hög- dahl að framleiðslan hafi skilað hagnaði frá og með júní, aðeins tveimur mánuðum eftir að fram- leiðslan var komin í fullan gang. Hann segir að menn séu mjög ánægðir með þá niðurstöðu, sem þó má einnig rekja til þess að verð á áli var fremur hagstætt á síðasta ári. Verðið hefur hins veg- ar fallið nokkuð aftur og talsverð- ar sveiflur verið í verðinu undan- farna mánuði. Erfitt vandamál setti strik í reikninginn „Verðið virðist fara upp og niður án þess að menn sjái ástæðuna. En við höfum trú á því að þetta sé arð- söm verksmiðja og hér er margt sem lofar góðu. Framleiðslan er mjög einföld en jafnframt arðsöm og ég er bjartsýnn á hag verk- smiðjunnar í framtíðinni." Þó að starfsemin gangi núna vel og reyndar betur en búist var við hefur eitt vandamál verið erfitt viðureignar sem ekki var reiknað með í upphafi, að sögn Högdahl. Þegar nýtt álver er gangsett er venjulegur endingartími hvers kers fimm til sex ár en galli hefur leitt til þess að 12 ker hafa einung- is enzt í rúmt ár. í fyrstu vissu menn ekki hvert vandamálið væri en eftir ítarlegar rannsóknir hefur fundist ástæða í tveimur smáatrið- um. „Þó að þetta séu smáatriði eru þau samt mjög mikilvæg en þau liggja í gangsetningarferli kerj- anna og uppbyggingu á fóðrun þeirra. Nú þegar orsakirnar eru ljósar getum við gert viðeigandi ráðstafanir til að leiðrétta þetta þegar kerin eru endurfóðruð og gangsett að nýju.“ Að sögn Högdahl voru menn óviðbúnir því að þurfa að endur- nýja svo mörg ker eftir stuttan tíma og sérstakt verkstæði sem sinna átti því verki var ennþá á teikniborðinu, þar sem ekki var búist við þessari endurnýjun fyrr en eftir rúm fjögur ár. Byggingu verkstæðisins verður því hraðað og mun rísa við enda nýrrar viðbygg- ingar álversins. Högdahl segir að þetta hafi kostað talsverða fjár- muni og ennþá eru 7 ker óstarf- hæf, en reiknað er með að þau verði öll komin í notkun eftir rúm- an mánuð. Tafir við fjármögnun seinkuðu framkvæmdum Framkvæmdir við viðbyggingu kerskálanna eru nú í fullum gangi en ætlunin er að auka afköst verksmiðjunnar um 30.000 tonn á ári. Stækkuninni hefur seinkað nokkuð frá upphaflegum áætlunum og segir Högdahl að helsta ástæð- an fyrir því séu tafir við fjármögn- un. Endurfjármagna þurfti fyrsta áfanga verksmiðjunnar og tók það lengri tíma en búist hafði verið við. Einnig héldu fjármögnunaraðilar að sér höndunum vegna þessara galla í kerjunum, sérstaklega þar sem ekki tókst í fyrstu að útskýra fyrir þeim í hverju vandamálið fólst. Því hefur ekki ennþá verið gengið endanlega frá samningum um fjármögnun við stækkunina, en Högdahl segist hafa fengið upp- lýsingar um að gengið verði frá samningum innan tveggja vikna. Aætlaður kostnaður við stækk- unina er 70 milljónir dollara og er Istak stærsti verktakinn. Fram- kvæmdin felst í að kerskálar verða lengdir til að bæta við 60 kerjum, en ekki þarf að stækka skautskála eða steypuskála. Þá verður bætt við verkstæði til að endurnýja ker- in þannig að hægt verði að skipta þeim út á 3-4 dögum til að tapa sem minnstum tíma, en stór hluti þeirra hefur ennþá fyrrgreindan framleiðslugalla. Framfarir starfsmanna ótrúlega miklar I framtíðinni er síðan ýmislegt sem bendir til þess að álverið verði stækkað enn frekar og sú stækkun verði mjög stór í sniðum. Gert er ráð fyrir að tvöfalda afkastagetu verksmiðjunnar í 180.000 tonn, fá- ist til þess nægjanleg orka. Að sögn Höghahl er raforkan lykillinn að frekari stækkun og hafa þegar farið fram viðræður við Lands- virkjun um að útvega slíka orku árið 2003 til 2004, en Landsvirkjun telur óraunhæft að það geti orðið fyrr en árið 2007 eða 2008. Slíkir samningar um orkukaup eru einnig háðir áætlunum og verkefnum Landsvirkjunar vegna uppbygg- ingar annarra álvera og orkuvera. I dag starfa um 160 starfsmenn hjá Norðuráli og eftir stækkunina bætast um 60 starfsmenn við. Verði álverið síðan stækkað í 180.000 tonn má búast við að starfsmenn verði orðnir á fimmta hundrað. Nokkur vandkvæði voru í byrjun framleiðslunnar þar sem að starfsmenn höfðu litla sem enga þjálfun við slík störf, en framfarir þeirra hafa verið ótrúlega miklar, að sögn Högdahl. „Um tíma vorum við í nokkrum vandkvæðum varðandi gæði fram- leiðslunnar, en núna hefur okkur tekist að uppfylla hærri gæða- staðal en ég vænti og ég er mjög undrandi á því að okkur hafi tek- ist að ná þessum árangri. Þannig að nú fáum við hærra verð fyrir hvert tonn, þó svo að það sé ekki mikið. Eg er því mjög ánægður með framleiðsluna eftir fyrsta ár- ið og að okkur hafi tekist að finna orsakir þessara vandamála og gera ráðstafanir til að forðast þau.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.