Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 22

Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ . VIDSKIPTI Rekstrarerfíðleikar hjá flestum heilsárshótelum á landsbyggðinni I gær skráði sig inn fyrsti gesturinn í 21 dag á Fosshótel Reyðar- fjörð. Þetta er dæmi um þá rekstrarerfiðleika sem heilsárshótel á landsbyggðinni búa við. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við forsvarsmenn hótelkeðjanna þriggja, Flugleiðahótela, Foss- hótela og Lykilhótela. Á AÐALFUNDI Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF) í byrjun apríl kom fram að meðalnýting heilsárs- hótela á landsbyggðinni væri 39% yfir árið. Nýtingin á höfuðborgar- svæðinu til samanburðar er um 70%. Sökum óhagstæðrar gengisþróunar og lélegrar nýtingar á landsbyggð- inni eru rekstrarerfiðleikar hótel- keðjanna verulegir, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um úr- ræði og virðist sem viss biðstaða ríki. Nefnd sem samgönguráðherra skipaði til að gera tillögur um að bæta rekstrarumhverfi ferðaþjón- ustunnar hefur skilað áliti sínu til Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra og mun ráðherra kynna niður- stöðurnar á næstunni. Nýtingin á landsbyggðinni fór hæst í tæp 86% í júlí á síðasta ári en lægst í rúm 12% í desember. í Reykjavík var nýtingin best í ágúst eða 93% og lélegust í janúar, tæp 37%. Niðurstaða aðalfundar SAF var á þá leið að tengja bæri gengi krón- unnar við evruna og bregðast þannig við hinni óhagstæðu þróun. A aðal- fundinum kom fram að umsvifin í ferðaþjónustu hafi aldrei verið meirí en á sama tíma sé afkoman mjög lé- leg. Tvær hótelakeðjur, Lykilhótel og Flugleiðahótel, voru reknar með hagnaði á síðasta ári en Fosshótel með tapi. Afkoma hótela á höfuð- borgarsvæðinu er yfirleitt betri en á landsbyggðinni og þrátt fyrir fjölg- un ferðamanna, virðast þeir ekki hafa hug á að heimsækja lands- byggðina og staldra ennfremur skemurvið. Bókanir svipaðar og í fyrra Ólafur Magnússon, framkvæmda- stjóri Fosshótela, segir að vissulega séu erfiðleikar í hótelrekstri á lands- byggðinni en klárt að þörf sé fyrir viðbótarhótelrými á höfuðborgar- svæðinu. „Bókanir fyrir sumarið virðast vera svipaðar og í fyrra. En það eru verulegir erfiðleikar, sér- staklega vegna þess hversu stutt tímabilið er og erfitt er að fá starfs- fólk. Nýtingin hefur verið um 40% í landsbyggðarhótelunum og stund- um hefur verið haldið opnu fyrir eina manneskju. Endar ná því ekki saman og við höfum gripið til lok- ana.“ Fosshótel reka alls 12 hótel um allt land. Heilsárshótel eru á Akur- eyri, Stykkishólmi, Reyðarfirði og í Reykjavík. Sumarhótel eru rekin á Bifröst, Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Hallormsstað og á Vatnajökli. Stefna fyrirtækisins er að leigja húsnæði undir hótelrekst- urinn eins og gert er á öllum hótel- unum nema á Akureyri en Fosshótel eiga húsnæði Hótel Hörpu á Akur- eyri. Ólafur segir það þó tímabund- ið. „Heilsársreksturinn gengur ekki upp þegar svona mikið tap er á hon- um allan veturinn. Það er verið að skoða hvort hægt er að hafa annað form á rekstrinum, t.d. að láta rekst- urinn í hendumar á öðrum aðila yfir veturinn. Launakostnaður okkar myndi t.d. lækka verulega þar sem sjálfstæður aðili sæi um hótelrekst- urinn og með annarri vinnu.“ Ólafur segist þó ekki bjartsýnn á að þetta gangi upp þar sem um áhættusaman LYKIL HÓTEL ICELANDAIR. HOTELS Offramboð gistirýmis á siimum svæðum Nýting á heilsárshótelum Fosshótela úti á landi er mjög lítil og í gær skráði fyrsti gesturinn sig inn í 21 dag á Fosshótel Reyðarfjörð. rekstur er að ræða. Hann segir að ákvarð- anir um lokanir á heils- árshótelunum í haust hafi enn ekki verið teknar, nú fari fram stefnumótunarvinna innan Fosshótela. Nýting á heilsárs- hótelum Fosshótela úti á landi er mjög lítil, að sögn Ólafs, sérstaklega á Reyðarfirði þar sem í gær skráði sig inn fyrsti gesturinn í 21 dag. Ársreikningur Foss- hótela íyrir síðasta ár liggur enn ekki fyrir en árið 1998 var fyrir- tækið rekið með tapi, að sögn Ólafs og ljóst er að taprekstur verður á ár- inu 1999. Eigendur Fosshótela eru aðilar í ferðaþjónustu. Guðmundur Jónas- son ehf. á meirihluta eða 59%. Aðrir eigendur eru m.a. Fjárfestingarfé- lagið Sigtúni sem á og rekur Grand hótel, Samvinnuferðir-Landsýn, Bflaleigan Avis, Lykilhótel með 5% og Ómar Benediktsson. Ólafur segir eignarhaldið stöðugt breytingum háð enda sé það yfirlýst stefna stærsta eigandans að meirihlutaeign sé ekki framtíðarmarkmið. Bindur vonir við markaðsráð SAF Signý Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Guðmundar Jónas- sonar ehf. og stjómarformaður Fosshótela, á sæti í stjóm Samtaka ferðaþjónustunnar. Að hennar sögn stendur til að markaðsráð SAF markaðssetji ákveðin svæði úti á landi með það í huga að reyna að fá ferðamenn þangað. Signý bindur vonir við að starf markaðsráðsins skili árangri. Hún segir að það hafi aldrei verið ætlun Guðmundar Jónassonar ehf. að vera aðaleigandi Fosshótela til frambúðar. Guðmundur Jónasson ehf. átti Fosshótel að fullu fyrst um sinn en hefur nú selt nærfellt 40% ýmsum aðilum í ferðaþjónustu. „Við teljum Fosshótelum best borgið þannig að fleiri aðilar í ferðaþjónustu verði hluthafar og fleiri eigi hagsmuna að gæta.“ Aðspurð segir Signý alltaf allt til sölu ef rétt verð er í boði. Hún seg- ir engar viðræður standa yfir um sölu á hlut Guðmundar Jón- assonar ehf. í Fosshót- elum eins og er. Offramboð hótel- rýmis á Héraði Flugleiðahótel em í 100% eigu Flugleiða. Undir merkjum keðj- unnar era rekin 15 sumarhótel (Edduhót- el) og 7 heilsárshótel (Ieelandair hótel) víðs vegar um landið. Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flug- leiðahótela, segir ljóst að heilsárs- hótel á landsbyggðinni séu mjög erf- iðar rekstrareiningar. „Framboðið er orðið of mikið á landsbyggðinni og sem dæmi má nefna svæði þar sem áður var eitt hótel en era nú a.m.k. þrjú. Þessi hótel era að bítast um mjög fáa gesti,“ segir Kári og vísar austur á Hérað, þar sem Hótel Valaskjálf var áður eina hótelið. Flugleiðahótel reka Hótel Hérað, sem var opnað í janúar 1998, og Fosshótel reka auk þess heilsárshótel á Reyðarfirði. „Þetta svæði ber ekki svona mörg heilsárshótel. Það óraði t.d. engan fyrir því að framboðsaukningin yrði svo mikil á þeim skamma tíma sem liðinn er frá því við opnuðum Hótel Hérað,“ segir Kári en vill ekki full- yrða neitt um hugsanlegar lokanir. Kári segir að Hótel Höfn sé erfið- asta rekstrareining Flugleiðahótel- anna. Það er eina hótelið þar sem bæði rekstur og fasteign er í eigu Flugleiðahótela, annars leigir fyrir- tækið húsnæði af fasteigna- eða eignarhaldsfélögum. Þyrping, fast- eignafélag í eigu Hagkaupsfjöl- skyldunnar, á t.d. húsnæði Hótel Loftleiða og Hótel Esju. Kári segir ekkert ákveðið varðandi eignarhald á húsnæði Hótel Hafnar í framtíð- Kári Kárason, fram- kvæmdastjóri Flug- leiðahótela. inni. Kári segir einnig ákveðnar þjóðfé- lagsbreytingar hafa átt sér stað. „Ferðir sölumanna úr höfuðborginni út á land, sem áður voru algengar, hafa nú að mestu verið aflagðar vegna hagræðingar í verslun og við- skiptum. Þarna missa hótelin úti á landi viðskipti." Kári segir ljóst að öllu ofansögðu að endurskoða þurfi rekstur hótelkeðjanna. „Það er um- talsvert tap af rekstri heilsárshótela úti á landi. Við höfum tapað miklum peningum vegna þessa eins og aðrir hótelrekendur og það þarf að endur- skoða reksturinn. Framboðsaukn- ingin er orðin það mikil að menn ráða ekkert við þetta lengur." Lítill hagnaður gefur vísbendingu um tap vegna iandsbyggðarinnar Hagnaður Flugleiðahótela hf. var 3 milljónir á síðasta ári en árið 1998 var fyrirtækið rekið með tapi. „Árið 1998 var mjög gott ferðamannaár en tapið skýrist af rekstrinum úti á landsbyggðinni. Nýtingin í Reykja- vík hefur verið gríðarlega góð og þriggja milljóna króna hagnaður af heildarstarfseminni gefur góða vís- bendingu um tapið úti á landi,“ segir Kári. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort gripið verði til lokana einhverra hót- ela Flugleiðahótela úti á landi. Hann segir að skoðun á öllum möguleikum í stöðunni standi nú yfir. Flugleiðahótel sóttu á síðasta ári um lóð til hótelbyggingar á Akur- eyri. Kári segir það mál enn á framstigi. Hann segir Akureyri vænlegasta kostinn til að byggja hótel, fyrir utan Reykjavík. „Höfuð- staður Norðurlands er ekki sam- bærilegur við aðra staði á lands- byggðinni og við teljum þörf fyrir aukið gistirými þar til lengri tíma lit- ið. Þar er afþreying til staðar og því hefur einnig verið lýst yfir að æski- legt væri að hótelbygging okkar yrði í tengslum við hugsanlegt menning- arhús. Ekkert hefur enn verið ákveðið í þessu sambandi." Tekur tima að byggja upp traust Kári segir að þrátt fyrir að hótel- rekstur hafi gengið vel í Reykjavík á síðasta ári, hafi mikið tap verið á rekstri margra aðila þar áður. „Það er því langur vegur frá því að hótel- rekstur í Reykjavík sé gulltryggð at- vinnugi'ein.“ Kári segir að það virð- ist sem afleiðingar rekstrar- erfiðleika i hótelgreininni séu farnar að hafa áhrif á lánveitendur. „Trú- verðugleiki hóteliðnaðarins á íslandi er í uppnámi. Vegna rekstrarerfið- leika sumra hótelrekenda er oft gripið til þess ráðs að undirbjóða keppinautana sem grefur undan eðlilegri verðlagningu í greininni.“ Aðspurður segir Kári að traustið verði byggt upp. „Það má segja að greinin sé að fara inn í nýja tíma núna. Fagmennskan er að verða meiri en það tekur tíma og er erfitt á meðan það gengur yfir.“ Kári segir fjölgun gistinátta ekki eins mikla og fjölgun á komum er- lendra ferðamanna til landsins, held- ur staldri ferðamennirnir skemur við en áður. „Á 5 ára tímabilinu 1993-1998 tvöfaldaðist gistirými á landsbyggðinni á veturna en fjöldi ferðamanna jókst um 50% sam- kvæmt tölum frá Samtökum ferða- þjónustunnar." Spurður að því hvort hótelrekend- ur bíði nú eftir því að sá næsti hætti rekstri segir Kári það gefa augaleið að því færri hótel á hverjum stað úti á landi, því betur gangi. „Þegar 2-3 aðilar bítast um ekki neitt, gefur augaleið hvemig það endar. Menn þrjóskast allir við.“ Kári segir sam- keppnislög ekki leyfa það að ein- hvers konar samkomulag yrði gert meðal hótelrekenda um reksturinn á ákveðnum stöðum á landsbyggðinni og slíkt hafi því ekki verið gert. Nú ríki nokkurs konar biðstaða. Lykilhótel rekin með hagnaði Valdimar Jónsson, framkvæmda- stjóri Lykilhótela, segir ekki skort á hótelrými á höfuðborgarsvæðinu og vonast til þess að erlendir ferða- menn kjósi í auknum mæli að dvelja á landsbyggðinni þegar fram líða stundir. Jón Ragnarsson er eini eigandi Lykilhótela, en Valdimar er sonur hans. Að hans sögn stendur ekki til að fá fleiri eigendur að Lykilhótel- um. Undir merkjum Lykilhótela vora miklar framkvæmdir á áranum 1997 og 1998. „Við höfum staðið í miklum fjárfestingum þar sem við byggðum Hótel Cabin og Hótel Mývatn. Við leggjum nú áherslu á að efla þessar einingar og það tekur sinn tíma. Það er þvf ekki stefnt á frekari stækkun á næstunni,“ segir Valdimar. Að sögn Valdimars hafa Lykilhótel verið rekin með hagnaði síðustu tvö ár. Hann segir erfiðleika þó vissulega fyrir hendi, sökum mik- illa fjárfestinga og skulda þar af leið- andi. Reksturinn skili þó hagnaði. Lykilhótel leigja húsnæði Hótel Cabin í Borgartúni 32 en aðrar byggingar undir hótel fyrirtækisins era í eigu þess. Aðspurður segir Valdimar hótelbyggingar vissulega óhagkvæmar og mikla fjárfestingu en ekki standi til að breyta fyrir- komulagi á eignarhaldi á fasteignun- um. Hann er ekki sammála því að við- bótarhótelrými þurfi á höfuðborgar- svæðinu. „Júlí er orðinn lélegasti mánuður sumarsins þar sem þá eru allir úti á landi! Að mínu mati vantar mun frekar stóra ráðstefnumiðstöð en hótel. Það vantar eitthvað fyrir fólk að gera og það myndi efla og styrkja hótelin." Lykilhótel reka tvö heilsárshótel á landsbyggðinni, Hót- el Örk og Hótel Norðurland, sem að sögn Valdimars era öflugustu ein- ingar Lykilhótela. Að sögn Valdi- mars er hótelrekstur á Akureyri arðbærari en annars staðar á lands- byggðinni og stendur undir sér á veturna einnig. Lykilhótel reka eitt hótel á höfuð- borgarsvæðinu, Hótel Cabin í Borg- artúni. Sumarhótelin era Hótel Val- höll á Þingvöllum og Hótel Mývatn. Valdimar segir ferðamannatíma- bilið mun styttra úti á landi en í Reykjavík og bókunum fækki mjög í landsbyggðarhótelunum strax í september. Hann er þó bjartsýnn á breytingar á næstu áram. Að hans mati standa starfsmenn ferðaskrif- stofa og þjónustufyrirtækja sig vel við að markaðssetja ferðir um Is- land. „Á síðustu tíu áram hafa orðið gríðarmiklar breytingar og eiga eft- ir að verða mjög miklar á næstu tíu árum. Nú er orðið töluvert um er- lenda ferðamenn utan háannatímans en verðið þó enn lágt. Að mínu mati verður hægt að lyfta verðinu eftir nokkur ár og við vonumst til þess að aukin eftirspurn á höfuðborgar- svæðinu komi landsbyggðinni til góða á næstu áram.“ i l I I I í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.