Morgunblaðið - 09.05.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.05.2000, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Sumarblómin launa áburðar- gjöf ríkulega Senn líður að því blómstrandi garðar o g blómabeð fegri landið með litadýrð og fjölbreytileika. María Hrönn Gunnarsdóttir ræddi við garðyrkjufólk um sumarblóm og fjölær blóm og um það að hverju þurfí að hyggja svo jurtirnar blómstri bæði vel og lengi. Morgunblaðið/Kristj án Ekki líður á löngu þar til sumarblómin fara að springa út, landsmönnum til yndisauka. Flauelsblómin í Garðyrkjustöðinni Grísará í Eyjafjarðar- sveit eru vinsæl blóm nyrðra, enda litskrúðug og falleg. EF TÍÐIN helst góð eins og und- anfarna daga getur fólk farið að huga að sumarblómunum um næstu helgi, segir Magnús Stef- ánsson, deildarstjóri plöntu- deildar Garðheima í Reykjavík. Ef ekki, má nota tímann til að undirbúa jarðveginn, þrífa rusl eftir veturinn úr blómabeðum og taka blómapottana fram. Ágætt er að bera áburð á blómabeðin, t.d. blákorn eða lífrænan áburð, og bæta jafnvel mold í ef þurfa þykir. Magnús segir að flest sumar- blómin séu komin í verslun Garð- heima og að úrvalið aukist með degi hverjum. Hann á von á því að stjúpublómin fáist bráðlega enda sé hún dugleg planta sem byrji snemma að blómstra. Hann býst ekki við mörgum nýjum tegundum sumarblóma í ár „en þó skýtur allt- af eitthvað nýtt upp kollinum," seg- ir hann. Ágætt að umpotta Sumarblóm eru alla jafna við- kvæm fyrir þurrki og því verður fólk að fylgjst vel með rakanum í blómapottunum, segir Magnús. Ef ætlunin er að hafa blómin í pottum er ágætt að umpotta þegar heim er komið og velja þá svolítið stærri pott en blómið var keypt í. Ef blómakerið er stórt er ráð að setja vikur, smásteina eða leirkúlur í botninn, bæði til að þyngja kerið og til að búa til dren. „Sala á plöntum í garðinn, svo sem sígrænum plöntum og trjám og runnum sem og plöntum í garð- skála nær hámarki upp úr miðjum maí. Þessum plöntum sem og rós- um, svo sem dornrós og hansarós, er hægt að planta út nú þegar,“ segir Magnús enn fremur. Magnús minnir einnig á að ekki er of seint að huga að kartöflurækt því enn sé útsæði fáanlegt og ekki of seint að láta útsæðið spíra. Þá segir hann að fólk geti farið að huga að því að eyða mosa ef hann er í garðinum. Ágætt sé að rífa hann eða tæta upp, annaðhvort með mosatætara eða „gömlu, góðu hríf- unni,“ bera síðan kalk á blettinn og jafnvel blákorn eða graskorn. „Með því að bera blákom á fær maður sprettu í grasið, sem nær þá yfír- höndinni," svarar hann þegar hann er inntur eftir því hvort það sé rangt að áburður auki mosavöxtinn. Enn er von á næturfrosti Fjölær blóm og plöntur þurfa umhirðu og grænar hendur eins og sumarblómin. „Það borgar sig ekki að hreinsa rusl og laufblöð ofan af viðkvæmum fjölærum blómum fyrr en eftir miðjan mánuðinn þar sem við get- um enn átt von á næturfrosti," segir Guðríður Helgadóttir, garð- yrkjufræðingur í Gróðrarstöðinni Grænuhlíð í Reykjavík. Hún segir að að mörgu sé að hyggja þegar fólk ákveður að gróðursetja fjölær- ar jurtir í garðinum hjá sér. Plönt- urnar eru misharðgerar og því þarf að huga vel að staðsetningu þeirra, hversu háar og breiðar þær mega vera og hvort þær þurfi sólríkan stað eða skuggsælan. „Fyrstu 2-3 árin þarf ekki að hafa mikið fyrir fjölærum jurtum. En þær vaxa og verða bústnari og með tímanum deyr miðjan. Þá verður blómið eins og karfa og þá þarf að fara að skipta henni.“ Töluverð vinna getur verið fólgin í því að eiga fjölær blóm en þegar upp er stað- ið,“ segir Guðríður, „er það líklegra hagkvæmara." Blómaþyrpingar að erlendri fyrirmynd Vinsælt er að planta ólíkum teg- undum blóma og jurta saman í ker og hafa á dyraþrepum og svölum. „Þá er aðalatriði að gott frárennsli sé í pottinum," segir Ásdís Lilja Ragnarsdóttir, garðyrkjufræðing- ur í Blómavali í Reykjavík. „Ef ekki er gott gat í botninum verður að setja möl eða vikur sem tekur við umfram vatni.“ Sérstaklega á þetta við ef pottur stendur þar sem rignir ofan í hann, segir hún, því engri plöntu er hollt að standa í vatni. „Mjög vinsælt er að nota sígræna plöntu með í pottinum og raða síðan sumarblómum í kring til að fá lit- inn. Þegar tími sumarblómanna er liðinn má setja erikur í stað þeirra," segir hún. Þannig má lengja tímann sem blómapotturinn fegrar um- hverfi sitt. Þá segir Ásdís Lilja ágætt að planta í potta, sem hægt er að hreyfa úr stað. Snjallt er hafa suma litla og aðra stóra og búa þannig til blómaþyrpingu í líkingu við það sem víða má sjá erlendis. I suma potta má setja sumarblóm ein- göngu, sígræna plöntu í aðra og blanda tegundum í enn aðra. „Síðan er gott að gefa sumar- blómum blómaáburð af og til. Það launa þau manni ríkulega með því að blómstra betur og lengur.“ Ef fólk ætlar að planta blómum í blómahengi er gott ráð að blanda svokölluðum vatnskristöllum í moldina. „Hengiplöntur vilja þorna og þess vegna er sniðugt að setja vatnskristallana saman við því þeir geta haldið svo miklum raka í sér,“ segir Ásdís Lilja. Nýtt Lyktar- gleypir KOMINN er á markað svokallaður Air Sponge lyktareyðir. Um er að ræðaí umhverfisvænt efni sem í fréttatil- kynningu fiá inn- flytjanda vörunn- ar, Islenskum aðli, segir að vinni bug á alls konar lykt og loftmengun í heimahúsum, á skrifstofum eða í bílum. Þar segir jaínfi-amt að varan eyði lykt sem sest meðal annars í föt, gardínur og teppi eins og tóbaksreykur og málningarlykt svo dæmi séu tekin. Air Sponge lyktargleypirinn er þéttur hlaupmassi úr pólýeter, fleyti- efnum, kolum og afeitrandi efnum. Varan er seld í öllum verslunum Húsasmiðjunnar. -------------- Sokkar í Select- verslanirnar SKELJUNGUR hf. og Leistar ehf. hafa tekið upp samstarf umsölu á sokkum frá bresku keðjunni Sock Shop í Select- verslunum Shell á höfuðborgarsvæð- inu. Sock Shop-keðjan rekur yfir 80 verslanir í Bretlandi auk 11 verslana í öðrum löndum. í frétta- tilkynningu frá Skeljungi kemur fram að á boðstólum verði sokkar, sokkabuxur og húfur. -----♦-♦-4---- Nýjung hjá SORPU Skilagjald á bankareikning BREYTING hefur orðið á greiðslu fyrir skilagjaldsskyldar drykkjar- umbúðir hjá Endurvinnslustöðvum SORPU. í fréttatilkynningu segir að í stað þess að fá ávísun skráða á móttakanda, sem aðeins er hægt að skipta í bönkum eða sparisjóðum, er nú hægt að fá skilagjaldið lagt inn á bankareikning með því að framvísa debetkorti. Það er því hægt að versla fyrir endurgreiðsluna nánast strax. I fréttatilkynningu segir að þetta sé liður í bættri þjónustu á stöðvunum. Valin andoxunarefni í einu öflugu hylki Éh náttúrulefeal eilsuhúsið Skólavörðustlg, Kringlunni & Smáratorgi Allar myndbandsspólur á kr. 250 Höfdabakka 1 - Sími 567 2190 lUlaí-tilboð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.