Morgunblaðið - 09.05.2000, Side 25

Morgunblaðið - 09.05.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 25 Sjávarútvegssýningin í Brussel Milli 30 og 40 íslensk fyrirtæki eru á sýningunni MILLI 30 og 40 íslensk fyrirtæki taka þátt í Sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem hefst í dag. Sýningin hefur skapað sér sess sem stærsta sýning er tengist sjáv- arútvegi í heiminum en gert er ráð fyrir um 10.000 gestum. Sýningar- svæðið er um 14.000 fermetrar en rúmlega þrjátíu íslensk fyrirtæki verða á bás Útflutningsráðs íslands á rúmlega 500 fermetra gólffleti. Þetta er heldur stærri bás en í fyrra, sem skýrist af þátttöku fleiri íslenskra fyrirtækja nú en þá. Nýsköpunarsjóður styrkir þátt- töku íslensku fyrirtækjanna og í tengslum við sýninguna bjóða sendiráð íslands í Brussel, sjávar- útvegsráðuneytið og Útflutningsráð Islands til fundar um sjávarútvegs- mál eins og gert hefur verið undan- farin ár. Fundurinn verður haldinn á Hotel Metropole í Amb- assadeur-salnum og hefst kl. 19.30 þriðjudaginn 9. maí en hann er op- inn öllum_ íslenskum gestum á sýn- ingunni. Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra ávarpar fundinn en framsögumenn verða Hjörleifur Einarsson, forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, og Kristó- fer Már Kristinsson, forstöðumaður Evrópuskrifstofu atvinnulífsins í Brussel. Fundarstjóri verður Gunn- ar Snorri Gunnarsson, sendiherra íslands í Brussel. Morgunblaðið/Helgi Mar Ámason Kristín Pálsdóttir, eiginkona Guðmundar Inga Guðmundssonar útgerðarmanns Hugins, gaf skipinu nafn við sjósetninguna. Huginn VE sjó- settur í Chile Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra Morgunblaðið/Þorkell Árni Mathiesen ávarpar ráðstefnu Argentínumanna úr landssimahúsinu. Flutti erindi fyrir Argentínumenn Erindið flutt um fjarskiptanet Landssimans ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð- herra ávarpaði í gær ráðstefnu um verndun fiskistofna, sem haldin er í Argentínu. Hún er haldin á tveimur stöðum, í Mar del Palta og í Ushua- ia og flytur Árni erindið að nýju á fimmtudag. Ráðherrann flutti er- indið um fjarskiptanet Landssím- ans úr Landssímahúsinu og birtist mynd af honum á skjá í ráðstefnu- salnum í Argentínu. Flutningur er- indisins tók um hálfan tíma og síð- an svaraði ráðherrann fyrirspurn- um í jafnlangan tíma. Erindið var fyrst og fremst lýs- ing á fiskveiðistjórnun við Island og yfirlit yfir gang mála frá því kvótakerfið var tekið upp. Ai-gen- tínumenn eru að íhuga breytta fisk- veiðistjórnun hjá sér og hafa meðal annars verið að velta fyrir sér kvótakerfi með svipuðum hætti og hér er. Árni segir að þeir hafi verið mjög áhugasamir og spurt um margt. „Þeir spurðu um samsetn- ingu á vinnslunni, hver viðmiðunar- árin hefðu verið. Þeir spurðu um styrki og hvort atvinnuleysi hefði tengzt breytingunum, hvort hér væru ónýttir fiskistofnar. Þeir spurðu um brottkast og hvernig frystiskipin stæðu í samanburði við vinnsluna í landi út frá heilbrigðis- kröfum. Þeir spurðu hvaða áhrif kvótakerfið hefði á skipaflokka og ýmislegt fleira." Hagnast á lágu gengi NORSKIR útflytjendur sjávar- afurða hafa hagnazt mikið á þessu ári á lágu gengi norsku krónunnar. Hún hefur fallið um 14% gagnvart dollar og 9% gagnvart pundi. Hún hefur einnig lækkað gagnvart evr- unni en þó mun minna, en norska krónan hefur á hinn bógist styrkzt gagnvart jeninu. Oddmund Olsen í West Fish Aarsæther segir í samtali við norska blaðið Fiskaren, að lágt gengi norsku krónunnar komi sér mjög vel við útflutninginn, sem skili fleiri krónum í kassann fyrir vikið. Á hinn bóginn flytur fyrir- tækið inn töluvert af rússaþorski, sem greitt er fyrir í dollurum og verður hann dýrari fyrir vikið. „Flestir útflytjendur tryggja sig gegn gengisbreytingum, þegar þeir gera sölusamninga. þess vegna er ekki um hreinan hagnað að ræða, þegar gengið lækkar. Jafnframt fygljast kaupendur mjög vel með gengisþróun og reyna að stemma verðið af í sam- ræmi við hana. En hvað sem því líður er þetta hagstæð þróun,“ seg- ir Olsen. Morgunblaðið/Helgi Mar Amason Frá sjósetningu Hugins í Asmar-skipasmíðastöðinni í Talcovano í Chile. HUGINN VE, nýtt nóta- og tog- veiðiskip útgerðarfélagsins Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, var sjósett í Asmar-skipasmíðastöðinni í Talcovano í Chile á laugardag. Fjöldi íslendinga var viðstaddur sjósetninguna, sem fór fram með mikilli viðhöfn. Guðmundur Ingi Guðmundsson, útgerðarmaður og eigandi Hugins VE, var að vonum ánægður með þennan áfanga í smíði skipsins. „Skipið er glæsilegt og mér sýnist handbragðið gott. Nú er áætlað að við fáum skipið afhent í lok ágúst og ég er vongóður um að sú áætlun standist," sagði Guðmundur í sam- tali við Morgunblaðið. Huginn VE er 68,30 metra lang- ur og um 14 metra breiður. Skipið getur borið um 1.100 tonn af kældu hráefni. Samningur um smíði skips- ins var undirritaður í desember 1998. Grímur Gíslason, eftirlitsmað- ur með smíði skipsins, sagði verkið að mestu hafa gengið vel þótt það væri talsvert á eftir þeim tímaáætl- unum sem upphaflega voru gerðar. „Ég er sannfærður um að þetta verður gott, öflugt, fengsælt og far- sælt skip þegar það hefur veiðar við íslandsstrendur síðar á þessu ári,“ sagði Grímur. Huginn VE er þriðja skipið sem Asmar-skipasmíðastöðin sjósetur fyrir Islendinga á skömmum tíma. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriks- son var sjósett í apríl á síðasta ári og nóta- og togveiðiskipið Ingunn AK í október sl., en skipið er í eigu Haraldar Böðvarssonar hf. og verð- ur formlega afhent félaginu innan skamms. Þar að auki er stöðin að smíða nóta- og togveiðiskip fyrir Gjögur hf. og áætlað að skipið verði sjósett í sumar. Juan Patricio Basili, aðmíráll og yfirmaður Asmar, sagði við sjósetn- inguna að þrátt fyrir að íslenska þjóðin væri tiltölulega fámenn væri íslenski fiskiskipaflotinn einn sá öfl- ugasti í heimi. Það væri Asmar- skipasmíðastöðinni mikill heiður að fá tækifæri til að taka þátt í frekari uppbyggingu flotans. „Fáar þjóðir hafa jafn mikinn skilning á nýtingu auðlinda hafsins og Islendingar. Við erum því ánægðir með að leggja okkar af mörkum í enn frek- ari þróun flotans og aðstoða þannig íslendinga til enn betri árangurs á þessu sviði,“ sagði hann. Fótadagar í verslunum Lyfju 20% afsláttur eða kaupauki ef keypt er fótakrem og fótasalt Þá raest fótabali í kaupauka. Kynningarkl. 14~18 i lyffu, Légmúla i ríag og föstudag , Hsfttr&hQftt á mormm. mi ó vikudaa , Setberxji á fímmtutlðg 03LYFJA LVF Á LÁGMARKSVERtX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.